Morgunblaðið - 09.04.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.04.1999, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir LJÓÐAFLUTNINGUR nema i 9. og 10. bekk. 5., 6. og 7. bekkur fluttu leikrit. Eyja- og Miklaholtshreppi - Arshátíð Grunnskólans á Lýsu- hóli var haldin hátíðleg föstu- daginn 26. mars í skólanum. Húsnæði skólans er að hluta til félagsheimili með sviði og rúm- góðum sal, þannig að það eru hæg heimatökin að setja upp leiksýningar. Enda léku nem- endur þrjú leikrit, fluttu ljóð og Arshátíð Grunnskólans á Lýsuhóli skáldakynningu þar sem Steinn Steinarr fékk veglega kynn- ingu, auk þess sem þau léku á hljóðfæri og sungu. Foreldrar sem og aðrir gestir virtust njóta þess að sjá krakk- ana allt niður í yngstu bekki sýna leikhæfiieika sína. Eftir skemmtunina sá foreldrafélagið um að selja kaffi og vöfflur með rjóma og eldri nemendur seldu gos og sælgæti. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal GUNNAR Á. Karlsson, bakarameistari, ásamt aðstoðarmanni. Eigenda- skipti á Fjarð- arbrauði Neskaupstað - Nú nýlega urðu eigendaskipti á Fjarðarbrauði hf. í Neskaupstað. Það var Gunnar Á. Karlsson, bakarameistari sem keypti brauð- gerðina og mun hann reka hana með svipuðum hætti og verið hef- ur. Fyrri eigendur Fjarðarkaups, þeir Bjarni Freysteinsson og Val- ur Þórsson, fara til starfa erlendis og Karl Ragnarsson er fluttur til Reykjavíkur. Vorhátíð í Hellu- skóla Hellu - Nemendur Grunnskólans á Hellu héldu sína árlegu vorhá- tíð fyrir páskafrí, en dagaua á undan höfðu þeir unnið að margvíslegum verkefnum sem sýnd voru á hátiðinni. I þeim var íjölskyldan og fólk almennt í fyrirrúmi, en á hátíðinni fluttu nemendur margvísleg skemmti- atriði, leikin og sungin í tengsl- um við efnið. Þá gátu gestir gætt sér á tertuin af hlaðborði tíundubekkinga, sem eru að afla íjár til vorferðar sinnar til Ákureyrar. Foreldrar og að- standendur ijölmenntu á vorhá- tíðina sem heppnaðist afar vel að vanda. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir STRÁKARNIR í 9. og 10. bekk tóku atriði úr kvikmyndinni Með fuliri reisn eða „The FuII Monty“. Veglegar gjafír til Olafsvíkurkirkju Ólafsvík - Ólafsvíkurkirkju hafa borist veglegar gjafír, en þar er um að ræða nýja ljósastjaka á nýtt alt- ari kirkjunnar og nýtt ræðupúlt. Ljósastjakarnir era gefnir kirkj- unni af Steinunni ehf., sem gerir út samnefndan bát hér í Ólafsvík, en stjakana smíðaði Stefán Bogi Stef- ánsson, gullsmiður, í stíl kirkjunn- ar. Lionsklúbbur Ólafsvíkur og Lionsklúbburinn Rán í Ólafsvík gefa kirkjunni saman nýtt ræðu- púlt, en það teiknaði arkitekt kirkj- unnar, Hákoni Hertervig. Púltið var smíðað í Trésmiðju Jónasar Kristó- ferssonar, en hann og hans menn smiðuðu einnig nýtt altari og önnuð- ust þær breytingar sem nýlega voru gerðar á kirkjunni. Fulltrúar Lionsklúbbanna í Ólafsvík afhentu foi-manni sóknar- nefndar gjafabréf, en vígslubiskup- inn í Skálholti, hr. Sigurður Sigurð- arson, vígði hina nýju gripi við há- tíðarmessu á skírdag. Morgunblaðið/Friðrik J. Hjartar FULLTRÚAR Lionsklúbbanna í Ólafsvík, þau Emanúel Ragnarsson, Guðrún Magnúsdóttir og Jensey Skúladóttir, afhenda formanni sókn- arnefndar, Stefáni Jóhanni Sigurðssyni, gjafabréf. Morgunblaðið/Egill Egilsson Snjóþungt á Flateyri Flateyri - Henni Þorbjörgu Sig- þórsdóttur, starfsmanni heilsu- gæslustöðvarinnar á Flateyri, leist ekkert á blikuna þegar hún leit út og sá slútandi skaflinn yfir inngang- inum. Tíðin síðustu daga og vikur hefur hlaðið upp ómældum sköflum á húsþökum og í nærliggjandi göt- um. Það er von manna að tíð þessari fari að ljúka. Hagyrðingamót í nýjum samkomusal á Djúpavogi Djúpavogi - Vísnavinafélagið stend- ur á morgun fyrir hagyrðingamóti hér á Djúpavogi í samvinnu við Hótel Framtíð. Er þetta mikill við- burður fyrir Djúpavogsbúa og ná- granna, ekki einungis af því tilefni að vænst er góðra gesta, heldur einnig af þeim sökum að loks er kominn samkomusalur á Djúpavogi. Hótel Framtíð hefur staðið í miklum byggingaframkvæmdum undanfarið. Áuk þess að byggja 250 fm samkomusal, sem mun fullnægja þörfinni fyrir almennt skemmtana- hald og ráðstefnur, mun gistirými einnig aukast og mun hótelið nú hafa yfir 41 herbergi að ráða. Vísnavinafélagið verður með hag- yrðingamótið í nýja salnum. I allan vetur og reyndar íyrravetur hefur Vísnavinafélagið staðið fyrir mánað- arlegum uppákomum og fengið til sín ýmsa góða gesti, en nú er stærsti viðburður sem félagið hefur lagt í framundan og verður margt gesta. Flosi Ólafsson mun taka að sér hlutverk stjórnanda hópsins. Einnig verða hagyrðingarnir Erla Guðjóns- dóttir frá Seyðisfirði, Jón Kristjáns- son alþingismaður, Guðbjartur Öss- urarson frá Höfn, Andrés Björns- son frá Borgarfirði eystri og síðast en ekki síst formaður Vísnavinafé- lagsins, Hrönn Jónsdóttir frá Djúpavogi. Mun Hótel Framtíð bjóða gestum tilboð í mat og gist- ingu. Að móti loknu verður dansað í nýja samkomusalnum. Er það von vísnavinanna að sem flestir sjái sér fært að mæta, en þar sem búast má við að mótið verði í djarfara lagi verður hvorki útvarpað né sjón- varpað frá því. Hrönn Jónsdóttir hagyi’ðingur orti þetta í tilefni af hagyrðingamót- inu. I aprilbyrjun okkar til ættir þú að skreppa. Því við ætlum um það bil öllu lausu að sleppa. Heyja munu hildardans og hömlur allar losa. Urvals kjaftar Austurlands svo ei sé minnst á Flosa. JM ehf. tekur við rekstri tveggja búða Elós Bónusverslun opn- uð á Isafírði í maí ísafirði - Fyrirtækið Eló, sem rekið hefur þrjár verslanir á Isa- firði og í Hnífsdal, hefur hætt rekstri þeirra. Versluninni í Verslunarmiðstöðinni Ljóninu á Skeiði hefur verið lokað en nýtt fyrirtæki, JM ehf., hefur keypt rekstur Björnsbúðar við Silfur- götu og verslunarinnar í Hnífs- dal og jafnframt keypt allan lag- er Eló-búðanna. Eigendur JM ehf. eru þeir Jó- hann og Maron Pétursson. Þeir ætla að reka áfram bæði Björns; búð og verslunina í Hnífsdal. í húsnæði því sem Eló hefur haft til umráða í Ljóninu mun versl- unin Bónus verða opnuð um miðjan maí en samningar þess efnis voru undirritaðir íyrir stuttu. I samtali við blaðið kvað Maron þá félaga ekki kvíða til- komu Bónusverslunar á Isafirði í næsta mánuði. „Við erum ekkert smeykir við Bónus eða Samkaup, svo lengi sem við erum samkeppnisfærir í verði og öðru. Við munum bjóða lengri afgreiðslutíma og leggja okkur fram um betri þjónustu við okkar heimafólk. Við verðum væntanlega einu heimamennirnir eftir með matvöruverslun á ísa- firði,“ sagði Maron Pétursson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.