Morgunblaðið - 09.04.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.04.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 33 HYAÐAN SEM VINDURINN BLÆS Morgunblaðið/Einar Falur ÓSKAR Árni Óskarsson Brezka þjóðleikhiisið Leikarar látnir bera hljóðnema London. Morgunbiaðið / / / Oskar Arni Oskarsson skáld hefur túlkað höf- uðskáld japönsku hækunnar. Samt hefur hann aldrei til Japans komið. I samtali Þorvarðar Hjálmar- sonar við hann kemur ----------7-----7----- fram að Oskar Arni heldur það duga að koma bara til landsins í bókum. Hann segir að japönsku hæku- skáldin hafí svipaða sýn á umhverfíð og hann kannast við hjá sjálfum sér. Það kemur enginn bíll og vegrykið sest á skóna. Fægður sólkoppurinn hátt á lofti. Vængir vindrell- unnar á hæð- inni grafkyrrir og einhverstaðar innan úr minninu kemur bóndi ríðandi á asna eftir gömlum heiðavegi. Ég leggst í lyngbrekkuna og hlusta... á ský. Hún er heillandi skynjunin um að hlutirnir séu ekki allir þar sem þeir eru séðir. Grunurinn um skrjáfið bak við allt, meiraseigja tungumálið. Kannski er það í bernskunni sem hlutirnir ráðast? A æskudögum leggja menn það á sig að klifra yfir nokkur grindverk á leiðinni á bókasafnið til að verða sér úti um lesefni í innkaupanetið, sjálfan Hróa hött eða jafnvel Leyndardóma Parísarborgar. Vaka síðan yfir leyndardómunum langt fram á nætur. En sérhver dagur er ferðalag og ferðin sjálf heimili þitt, _ segir í japönsku kvæði. Óskar Arni Óskarsson yrk- ir í ljóðaflokknum Bergstaðastræt- ið - úr glötuðu handriti bernsk- unnar um bakhúsalíf í Reykjavík uppúr miðri öldinni. Um endalaus- ar sumanágningar, krakkaleiki, gaddavírsgirðingar, hafragrautinn og - alltíeinu kemur hnefi í gegn- um eldhúsrúðuna. Kyrrðin er rofin „Glerbrotunum rignii- og gata bernskunnar litast rauð...“ „I skáldskap stígur maður stundum inní undraland þar sem allt er nýtt og framandi. Um leið rennur upp fyiir manni einhver nýr skilningur, annaðhvort hug- lægur eða, og ekki síður tilfinn- ingalegur,“ segir Óskar Ai-ni. „Ljóðlistin er bætiefni fyrir sálina, einhverskonar tónlist sálarinnar! Ég er fæddur og alinn upp í Þing- holtunum, fór aldrei í sveit á sumr- in, ekki einu sinni í Vatnaskóg. Ég var sá sem horfði á eftir rútunum. I fyi-stu ljóðabókunum mínum sæki ég margt í þennan bernsku- heim í Þingholtunum, þetta er svona frekar ljúfsár tregi og lýrískar myndir, glerhart raunsæi á ekki við mig og er sjaldan mikill skáldskapur." Utjaðrar Reykjavíkur En Óskar Ámi yrkir ekki bara um bakhúsin í Reykjavík, hjá hon- um koma líka fyi'ir svæði að mestu ónumin í skáldskap. Utjaðrar Reykjavíkur sem kannski eru ekki lengur útjaðrar, nema eftilvill í minninu. Hann dregur upp ljóð- rænar myndir af Breiðholtinu og nánasta umhverfi þess; Elliðaár- dalnum og Blesugrófinni sem nú- orðið standa inní miðri borg. Þetta eru íhuganir á gönguför: „Það má líta á það þannig að ljóðskáldið sé eins og skósmiður, smíðar skó og skilur þá eftir fyrii- utan verkstæð- ið. Svo kemur einhver sem freist- ast til að prófa nýja skó og stund- um skeður það að þeir bera mann inn á nýja stíga og nýjar götur. Bæði inní birtuna og líka inní dimmari heima. Undanfarið hef ég verið að fást við að þýða ljóð norska skáldsins Olav H. Hauge en hann segir á einum stað að gott ljóð eigi að lykta af mold og ný- höggnum viði. Það er nokkuð til í því en ljóð geta auðvitað alveg eins lyktað af malbiki og nýbökuðum vínarbrauðum." Föstudagskvöld og fáir í vagninum sem mjakast meðfram gangstéttarbrúnunum í Smáíbúðahverfmu; leið sjö liggur ekkert á. Haustmyrkrið tekur á móti mér þegar ég stíg út úr vagninum við Sogaveginn. Ofan við göt- una leynist heilt hverfi bakhúsa, kofa og báru- jámsskúra. Omalbikaðir vegarslóðar liggja upp í hverfið þar sem syfjulegar götuluktir varpa daufri skímu yfir þökin. Indverskir tón- ar berast út um glugga á litlu steinhúsi með gulmálaðri útihurð, ilmur af reykelsi, mótor- skellir í gömlum Saab. Raddirnar bak við orðin Hvaðan sem vindurinn blæs - aðeins þessi stígur Óskar Árni yrkir jöfnum höndum ljóð, prósaljóð og hækur að jap- anski'i fyrirmynd. Mörg ljóða hans eru vegaljóð ort á ferðalögum víðs- vegar um landið. Myndræn smá- ljóð eftilvill í ætt við ljósmyndir. Nótt á Borðeyri - biævængur ágægjum Rækjutogarinn skorðaður milli sólstafa úti á Skagagrunni „Fljótlega eftir Leyndardóma Parisarborgar datt ég í Þórberg. Las Ofvitann og Islenskan aðal þegar ég var fjórtán eða fimmtán ára og heillaðist af órum Þórbergs. Ég held að hann búi alltaf dálítið með mér, Þórbergur, og ég hrífst enn af þessu rómantíska æði hans, hvernig hann sá alla hluti í skáld- legu og dálítið íroníoku ijósi. Tómas Guðmundsson bjó á Berg- staðastrætinu þegar ég var strák- ur en ég þekkti hann ekki í sjón og vissi ekki af honum þá. En hann er fyrsta skáldið sem ég las að ráði, stuttu síðar kom Steinn Steinarr til sögunnar. Þessi tvö ólíku skáld hö.fðu heilmikil áhrif á mig þegar ég var yngri.“ Á voldugri musterisklukkunni blundar fiðrildi (Basho) Sjö frumsamdar og þrjár þýddar Allt frá Tindátum háaloftanna, sem út kom árið 1990, hefur hæku- smíð sett svip á bækur Óskars Árna, en hann er höfundur sjö frumsaminna ljóðabóka og þriggja þýðingarsafna þar sem hann birtir túlkanir sínar á höfuðskáldum japönsku hækunnar. I framhaldi af því er ekki úr vegi að spyrja um tengsl Óskars Arna við Japan: „Nei, ég hef aldrei til Japans kom- ið, bara í bókum, og ég held að það dugi mér alveg! Fyrir nokkuð mörgum árum vaknaði áhugi minn á kínverskri og japanskri ljóðlist. Ég las allt það sem ég komst yfir, bæði í íslenskum þýðingum og á erlendum málum. Mér fannst japönsku hækuskáldin hafa svip- aða sýn á umhverfið og ég kannað- ist við hjá sjálfum mér. Maður tek- ur ljósmyndir með auganu má segja, hækan er oftast augnabliks- mynd. I framhaldi af þessum kynnum fór ég að þýða, fyrst skáldið Kobayashi Issa og síðan fylgdu Matsuo Basho og Yosa Bu- son í kjölfarið. Japanska hækan er náttúruljóð, dregið fáum dráttum, og hefur stundum verið kölluð ljóð án orða og er þá átt við að bak við einfalda mynd leynist annað ljóð sem sé lesandans að yrkja.“ Tunglskinskvöld - söngtifur tísta í skugga grasblaða BREZKI þjóðleikhússtjórinn Trevor Nunn hefur valdið nokkru fjaðrafoki með því að láta leikara bera hljóðnema á sviðinu svo betur heyrist til þeirra. Leikarar eru margir sagðir þessu mótfallnir og er talið, að samtök þeirra láti til sín taka næstu daga fyrir frumsýningu, sem verður 13. aprfl. í samtali við The Daily Tel- egraph sagði Nunn aðeins um tilraun að ræða til að sigrast á slæmum hljóðburði Olivierleik- hússins, sem valdi því að undir vissum kringumstæðum missi áheyrendur af því sem leikar- ar segja á sviðinu. Hann segir leikara í upphafi telja þetta andstætt sinni menntun og mannorði, en þegar þeim sé leitt fyrir sjónir, að þetta skipti sköpum fyrir ánægju leikhúsgesta, þá dragi þeir úr MYNÐLIST Gallerf llornið Hafnarstræti MÁLVERK GUÐBJÖRG MAGNEA HÁKONARDÓTTIR (GUGGA) Til 14. aprfl. Opið daglega frá kl. 11.00-23.30. GUÐBJÖRG Magnea sýnir 15 málverk á Horninu, öll með svip- uðu yfirbragði og áþekk að lit. Þau era af grænum hæðum sem gjarn- an ná yfir níu tíundu hluta mynd- flatarins og eiga að lýsa gróand- inni og vorinu. Tíundi hlutinn sem eftir stendur sýnh- himininn, all- heiðan og blikandi. í sumum myndanna bregður fyrir útlínum af fígúrum - konu og karli - sem trálega era táknmyndir vorhvatar- innar, og minna þannig á hina ágætu mynd Marcel Duchamp, Piltur og stúlka fagna vorínu, frá 1911. Guðbjörg, eða Gugga, ræður yf- ir ágætu handbragði, þótt ef til vill mætti hún leyfa sér fjölþættari blæbrigði í pensilfari og eilítið mótmælunum. Þetta er heldur ekki í fyrsta skipti, sem Nunn lætur leikara hússins nota hljóðnema, heldur var það á sýningu Þjóðníðingi Ibsen í fyrra. En umræðan nú hefur orðið til þess að setja hljóðnemana í sviðsljósið. Þeir hafa lengi tíðkast í söngleikjum, en þykja ekki eiga heima á leikhússvið- inu, þar sem rödd leikarans á að fylla hvern krók og kima og umvefja sérhvern leikhúsgest. The Daily Telegraph birtir for- ystugrein um málið og lýkur henni á þá leið, að Nunn geti gert það sem hann vill í einka- reknum leikhúsum. En sem Þjóðleikhússtjóri starfi hann hjá brezka skattgreiðandanum, sem ætlast til þess að leikarar Þjóðleikhússins „tali út fullum liálsi" en skrúfi ekki bara upp í hljóðnemunum. minni gljáa í bindiefninu. Við- fangsefni hennar er hins vegar helsti fáfengilegt og gamaldags, svo nærri jaðrar við væmni. Ein- kunnarorðin undir sýningar- skránni: „Grænn er litur vors, vaxtar og vonar“, era næstum eins logandi tilfinningaþrungin og „Drottinn blessi heimilið". Með jafnágætri tækni og hún ræður yfir ætti Guðbjörgu ekki að verða skotaskuld úr því að losa sig undan þessari hugljúfu endaleysu og snúa sér að eilítið meira krefj- andi myndefni. Halldór Björn Runólfsson ----------------- Sýningum lýkur Hafnarborg SÝNINGU á málverkum Björns Birnis, Hlífar Ásgrímsdóttur og Kristínar Geirsdóttur lýkur næst- komandi sunnudag. Kl. 14 mun Kór Hvassaleitisskóla flytja nokk- ur lög í safninu undir stjórn Kol- brúnar Ásgrímsdóttur. Sissa t-ískuhús Hverfísgötu 52, sími 562 5110 Grænt og vænt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.