Morgunblaðið - 09.04.1999, Side 50

Morgunblaðið - 09.04.1999, Side 50
>50 FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ Æm STEFÁN Claessen með nýju dansdömunni sinni, Mar- íu Carrasco. Þau lentu í 5. sæti. DANSARAR framtíðarinnar dansa hér cha, cha. MARGFALDIR Islandsmeistarar, þau Hrafn Hjartar- son og Helga Björnsdóttir. DANS fþróttahásið á Seltjarnarnesi Opin danskeppni Dansfélagsins Gulltopps, félag áhugamanna við Dansskóla Jóns Péturs og Köru Keppni hjá Gullt DANSFELAGIÐ Gulltoppur hélt sína fyrstu danskeppni á dög- unum. A annað hundrað keppend- ur tóku þátt í keppninni og voru þeir á öllum aldri. Það má með sanni segja að þessi keppni marki ákveðin tímamót í keppnishaldi dansíþróttarinnar, hér á landi, þar sem þetta er í fyrsta skipti sem áhugamannafélag heldur sína eig- in opnu danskeppni. Keppnin tókst í alla staði mjög vel. Keppt var í öllum aldursflokkum og öll- um þeim dönsum sem keppnis- flokkarnir keppa almennt í og var þessi keppni sérstaklega góð æf- ing fyrir þá keppendur sem nú eru komnir til Blackpool á Englandi svo og þá sem ætla að taka þátt í Islandsmeistaramótinu 24. og 25. aprfl n.k. Allir keppendur stóðu sig með mikilli prýði eins og vera ber. Sér- staklega var gaman að sjá flokk fullorðinna aftur svona fjölmenn- an á dansgólfinu og vona ég sann- arlega að sá hópur haldi áfram þátttöku í danskeppnum. Öll umgjörð keppninnar var til fyrirmyndar, páskaskreytt borð afmörkuðu dansgólfið og sérstök- um ljóskösturum hafði verið kom- ið fyrir til að gera andrúmsloftið afslappaðra og hátíðlegra. Á með- an á keppninni stóð var dans- og söngskemmtiatriði frá félagsmið- stöð eldri borgara í Gerðubergi undir stjóm Helgu Þórarinsdóttur og hins vegar var það „Vinaband- ið“ sem spilaði tvö lög. Gestirnir frá Gerðubergi og Vesturgötu 7 voru skemmtilegir þátttakendur og áhorfendur í þessari danshátíð og vonast ég til þess að sjá meira frá þessum hópum. Þetta er ánægjuleg tilbreyting og gerir danskeppni að ennþá betri skemmtun fyrir vikið. Einnig sýndu byrjendur 2 dansa og er byrjendasýningin alltaf alveg sér- stök. Þar em ungir dansarar að stíga sín fyrstu spor á dansgólfínu og stóðu þeir sig allir sérstaklega vel. Fimm íslenzkir danskennarar dæmdu keppnina en það voru Auður Haraldsdóttir, Gerður Harpa Kjartansdóttir, Hinrik Norðfjörð Valsson, Ingibjörg Ró- bertsdóttir og Jón Pétur Úlfljóts- son og stóðu þau sig vel að flestra mati. í lokin vil ég óska Dansfélaginu Gulltoppi til hamingju með vel heppnaða keppni með von um framhald á slíkum keppnum, jafn- vel frá öðmm félögum. Jóhann Gunnar Arnarsson URSLIT Börn I, vals og cha, cha 1. Jökull Örlygss/Denise Hannesd. KV Börn II, A/B-riðill, cha,cha, og jive 1. Ingi V. GuðmundssVGunnhildur Emilsd. GT 2. Adam E. Bauer/Sigurbjörg S. Valdimarsd. GT 3. Ágúst I. HalldórssyGuðrún E. Friðriksd. HV 4. Hagalín V. GuðmundssTHjördís Ö. Ottósd. KV 5. Ásgeir ErlendssTHanna M. Óskarsd. 6. Fannar H. RúnarssTEdda G. Gíslad. Börn II, D-riðilI, cha, cha og jive 1. Eh'n H. JónsdTSóley Sigmarsd. GT Börn II, K-riðiII, suður-amerískir dansar 1. Jónatan A. Örlygss/Hólmfríður Björnsd. GT 2. Þoríeifur Einarss7Ásta Bjarnad. GT 3. Baldur K. EyjólfssTErna Halldórsd. GT 4. Arnar Georgss/Tinna R. Pétursd. 5. Stefán Claessen/María Carrasco GT 6. Jakob Þ. Grétarss/Anna B. Guðjónsd KV Börn II, K-riðill, sígildir samkvæmisdans- ar 1. Jónatan A. ÖrlygssyHólmfríður Björnsd. GT 2. Arnar Georgss/Tinna R. Pétursd. GT 3. Þorleifur EinarssyÁsta Bjarnad. GT 4. Baldur K. Eyjólfss/Erna Halldórsd. GT 5. Stefán Claessen/María Carrasco GT 6. Jakob Þ. Grétarss/Anna B. Guðjónsd. KV Unglingar I, D-riðilI, cha, cha og jive 1. Jóhanna Gunnlaugsd/Margrét Hallgrímsd. GT Unglingar I, K-riðill, suður-amerískir og sígildir samkvæmisdansar 1. Friðrik Árnas/Sandra J. Bernburg GT 2. Ásgrímur G. Logas/Bryndís M Björnsd. GT 3. Baldur Þ. Emilss/Jóhanna J. Arnarsd. GT Unglingar II, D-riðill, suður-amerískir dansar 1. Nína K. Valdimarsd/Rannveig E. Erlingsd. GT Fullorðnir A/B-flokkur, suður-amerískir dansar 1. Ólafur Ólafss/Hlíf Þórarinsd. GT 1. Eyjólfur Baldurss/Þórdís Sigurgeirsd. GT 3. Kristinn Sigurðss/Fríða Helgad. GT 4. Þorgeir H. Níelss/Sigrún Þórðard. GT 5. Sigurður Erlingss/Ingibjörg Sigurþórsd. GT 6. Pétur Bauer/Sædís Halldórsd. GT Fullorðnir A/B-flokkur, sígildir samkvæmisdansar 1. Ólafur Ólafss/Hlíf Þórarinsd. GT 2. Eyjólfur Baldurss/Þórdís Sigurgeirsd. GT 3. Kristinn Sigurðss/Fríða Helgad. GT 4. Þorgeir H. Níelss/Sigrún Þórðard. GT 5. Sigurður Erlingss/Ingibjörg Sigurþórsd. GT 6. Pétur Bauer/Sædís Halldórsd. GT 7. Vilþjálmur Þorsteinss/Anna R. Magnúsd. GT Unglingar I, F-riðill, suður-amerískir dansar 1. Hrafn Hjartars/Helga Björnsd. KV 2. Sigurður R. Amarss/Sandra Espesen KV 3. Benedikt Þ. Ásgeirss/Sigrún A. Knútsd. HV 4. Davíð M. Steinarss/Sunneva S. Ólafsd. GT 5. Agnar Sigurðss/Eh'n D. Einarsd. GT Unglingar I, F-riðiII, sígildir samkvæmisdansar 1. Hrafn Hjartars/Helga Bjömsd. , KV 2. Davíð M. Stejnarss/Sunneva S. Ólafsd. GT 3. Benedikt Þ. Ásgeirss/Sigrún A. Knútsd. HV 4. Agnar Sigurðss/Elín D. Einarsd. GT 5. Sigurður R. Amarss/Sandra Espesen KV Unglingar II, F-riðill, Suður-amerískir dansar 1. Hilmir Jenss/Ragnheiður Eiríksd. GT 2. Davíð G. Jónss/Halldóra S. Halldórsd. GT 3. Grétar A. Khan/Jóhanna B. Bernburg KV 4. Gylfi S. Salómonss/Lilja R. Þórarinsd. HV Unglingar II, F-riðiII, sígildir samkvæmisdansar 1. Hilmir Jenss/Ragnheiður Eiríksd. GT 2. Grétar A. Khan/Jóhanna B. Bernburg KV 3. Davíð G. Jónss/Halldóra S. Halldórsd. GT 4. Gylfi S. Salómonss/Lilja R. Þórarinsd. HV Áhugamenn, F-riðill, suður-amerískir dansar 1. Gunnar H. Gunnarss/Sigrún Yr Magnúsd. GT 2. Hannes Þ. Egilss/Hrund Ólafsd. HV Áhugamenn, F-riðilI, sígildir samkvæmisdansar 1. Gunnai’ H. Gunnarss/Sigrún Ýr Mapúsd. 2. Hannes Þ. Egilss/Hrund Ólafsd. HV ISLANDSMEISTARAR í 14-15 ára Hilmir Jensson og Ragnheið- ur Eiríksdóttir í róm- antískri rúmbu. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Suðurnesja NU ER hraðsveitakeppni félagsins lokið. Lokastaðan varð þessi: Garðar Garóarsson 2.241 Randver Ragnarsson 2.239 Karl G. Karlsson 2228 Bjöm Dúason 1.990 Sigríður Eyjólfsdóttir 1.902 Gunnar Siguijónsson 1.820 Næsta keppni er aðaltvímenning- ur, 4-5 kvölda Barómeter með 6 spil- um á milli para. Það er jafnframt síð- asta mót vetrarins ef undan er skilin bæjarkeppnin Reykjanesbær-Sand- Írgerði sem fer fram laugardaginn 15. maí. Um kvöldið verður svo árshátíð félaganna. Bridsfélag eldri borgara í Kópavogi Þriðjudaginn 30. marz sl. spiluðu 29 pör Mitchell-tvímenning og urðu eftirtalin pör efst í N/S: jgfBaldur Ásgeirss. - Garðar Sigurðsson 381 Birgir Sigurðss. - Alfreð Kristjánss. 358 Sigríður Pálsd. - Eyvindur Valdimarss. 351 Magnús Oddsson - Magnús Halldórss. 232 Lokastaða efstu para í A/V: Jón Andrésson - Valdimar Þórðarson 452 Þórarinn Árnason - Þorleifur Þórarinss. 350 Þórhildur Magnúsd. - Sigurður Pálsson 342 Sl.þriðjudag spiluðu einnig 29 pör og þá urðu úrslit þessi í N/S: Ólafur Ingvarsson - Rafn Kristjánss. 426 Ásta Erlingsd. - Bergsveinn Breiðfjörð 355 Ásthildur Sigurgíslad. - Lárus Amórss. 345 Lokastaðan í A/V: Anton Sigurðss. - Hannes Ingibergss. 406 Eysteinn Einarss. - Lárus Hermannsson 380 Ingiríður Jónsd. - Jóhanna Gunnlaugsd. 343 Meðalskor var 312 báða dagana. Islandsmót í paratvímenningi 1999 íslandsmótið í paratvímenningi verður spilað í Þönglabakkanum helgina 17.-18. apríl. Spilaður verður barómeter. Mótið byrjar kl. 11.00 báða dagana. Skráning í s. 587 9360. Það er upplagt að taka létta æfíngu fyrir mótið næstu tvo fímmtudaga, en þá verður spilaður mitchell. Glæsileg verðlaun eru í boði bæði kvöldin, út að borða fyrir tvo á Þrem Frökkum hjá Ulfari. Morgunblaðið/Arnór ÍSLENZKA landsliðið sem tekur þátt í Evrópumeistaramótinu á Möltu dagana 12.-26. júní er nú fullmannað, en sem kunnugt er var spilað um sæti í landsliðinu að þessu sinni. Þá keppni unnu Jakob Kristinsson, Ás- mundur Pálsson, Sigurbjörn Haraldsson, Anton Haraldsson og Magnús E. Magnússon. Nú hefir verið ákveðið að sjötti spilarinn verði Kópavogsbúinn Þröstur Ingimarsson og fyrirliði án spilamennsku verður Ragnar Hermannsson. Myndin var tekin af landsliðinu á dögunum. Talið frá vinstri: Magnús E., Þröstur, Sigurbjörn, Anton, Jakob og Ásmundur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.