Morgunblaðið - 09.04.1999, Side 4

Morgunblaðið - 09.04.1999, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/RAX FJÖLMIÐLAMENN fylgdust með hverri hreyfingu hringanórans þeg- ar honum var sleppt í sjóinn við Gunnunes í gær. EKKI liðu nema nokkur augnablik frá því hringanóranum var sleppt þar til hann var kominn í sjóinn. Hér staldrar hann við örskotsstund í flæðarmálinu. Hringanórinn frelsinu feginn HRINGANÓRANUM, sem dvalist hefur sér til heilsubótar í Húsdýragarðinum undanfarn- ar vikur, var sleppt í sjóinn við Gunnunes í gær. Margrét Dögg Halldórsdóttir, rekstrar- stjóri Húsdýragarðsins, segir að selurinn hafi synt hið snarasta í burtu, enda hafi hann verið orðinn leiður á vist- inni í landi. Hann var þó vel haldinn, hafði þyngst úr ellefu kflóum í 25 meðan hann bjó í Húsdýragarðinum. Að sögn Margrétar var þyngd hans þó eðlileg miðað við aldur þegar hann náðist. Það var í janúar sl. sem hringanórinn var dreginn upp úr Reykjavíkurhöfn. Hann hafði þá stórt kýli á bakinu sem hann hefur sennilega fengið eftir að hafa verið bitinn. Gerð var að- gerð á selnum og kýlið fjarlægt, „Sárið var ekki alveg orðið lokað, enda virðast sár á selum gróa mjög hægt,“ segir Mar- grét. „Það var samt kominn tími til að sleppa honum og sár- ið grær ekkert verr í sjónum heldur en hjá okkur.“ Hringanórinn var borinn nið- ur í fjöru í litlu fiskikari sem síðan var velt. Viðstaddir voru kafarar sem ætluðu sér að ná myndum af selnum þegar hann færi í sjóinn, en að sögn Mar- grétar flýtti hann sér svo í sjó- inn að lítið varð úr þeirri fyrir- ætlan. Tveir slösuð- ust í vinnu- slysum TVÖ vinnuslys urðu í Kópavogi í gær. Stálbiti féll á fót manns og ann- ar lenti undir lyftara og voru báðir fluttir á slysadeild, en lögreglan taldi að meiðsl þein-a hefðu ekki verið al- varleg. í vélsmiðju í bænum var verið að brenna í sundur stálbita og þegar hann fór í sundur féll hann á fót manns sem vann við verkið. I hinu slysinu var verið að færa tii lyftara innandyra og fór hanri á hlið- ina. Maður lenti undir honum en meiðsl hans urðu minni en búast hefði mátt við, enda tók borð mesta höggið er lyftarinn lagðist á hliðina. -------------------- Afhenti trún- aðarbréf KORNELÍUS Sigmundsson, sendi- herra Islands í Finnlandi, afhenti í gær Martti Ahtisaari, forseta Finn- lands, trúnaðarbréf sitt. Komelíus er fyrsti sendiherra Is- lands í Finnlandi sem fast aðsetur hefur þar í landi. Til þessa hefur Finnland fallið undir sendiherra Is- lands í Svíþjóð. Morgunblaðið/Ómar Glerskáli með turni HUGMYND að glerskála í Hljóm- skálagai-ði sem lögð hefur verið fram í skipulags- og umferðarnefnd gerir ráð fyrir um 20-25 metra löngum skála á vestanverðum Tjarnarbakkanum neðan við Bjark- argötu. Gert er ráð fyrir út- sýnisturni þar sem sjást muni yfir Hljómskálagarðinn og Tjarnar- svæðið. Lagt er til að yfir inngangi verði glerþak en þegar inn er komið skiptist skálinn í tvennt með stærri sal fyrir 150 til 200 manns á aðra hönd en minni sal á hina. Hugmynd- in er að skálinn verði að mestu úr gleri með opnanlegum hurðum sem bjóða upp á þann möguleika að færa borð og sæti út á stétt við skálann. Ætlunin er að skálinn verði rekinn allt árið og mögulegt verði að leigja hann út fyrir móttökur og brúð- kaup. Gengið verður inn frá göngu- stígnum sem liggur með Tjörninni og er ekki gert ráð fyrir að hægt verði að aka að skálanum. Steyptur kjallari verður undir skálanum fyrir eldhús, salerni, aðstöðu starfs- manna og geymslurými. Kirkju- garður Háskól Tjarnar- garður Tjörnin Hljómskála- yn:— garður Hljomskahnn Leikur í Laugardalnum HLÝIR loftstraumar hafa leikið um landið að undanförnu. Ung- viðið hefur notað góða veðrið til ieiks. Ljósmyndari rakst á þessa drengi í Laugardalnum þar sem þeir Iéku sér glaðir í sinni. Vélsleðamenn einir síns liðs á hálendi fslands Engar reglur en ekki til eftirbreytni ÞÓR Kjartansson, framkvæmda- stjóri Langjökuls ehf. og formaður Suðurlandsdeildar Landssambands vélsleðamanna, segir aðspurður vegna frétta af vélsleðamanni sem fannst einn síns liðs á biluðum vélsleða við Laugarfell á leið inn að Kárahnúkum í fyrradag, að engar reglur séu til sem banni mönnum að fara einum á vélsleða inn á hálend- ið. „Hins vegar má almennt segja, án þess að ég felli nokkurn dóm um þetta ákveðna tilvik, að vélsleðaferð- ir þar sem ökumenn aka einir síns liðs langt inn á hálendi íslands án staðsetningar- og fjarskiptabúnaðar séu ekki til eftirbreytni vegna þess að vélsleðinn hefur mikla yfirferð og á skömmum tíma er hægt að aka honum það langt að illmögulegt get- ur orðið að ganga eftir hjálp ef sleð- inn bilar og ennþá alvarlegra getur málið orðið ef slys á sér stað,“ segir Þór. Vélsleði mannsins hafði bilað við Laugarfell um 80 km suðvestan við Egilsstaði og fannst maðurinn heill á húfi eftir u.þ.b. tveggja klukku- stunda leit alls sex manna úr Hjálp- arsveit skáta á Héraði og Björgun- arsveitarinnar Gróar á Egilsstöðum. Maðurinn var kunnugur á þessum slóðum og hafði verið í samfloti við mann á jeppa sem var á leið inn í Eyjabakka. Vélsleðamaðurinn hafði talstöð meðferðis, sem hann notaði og varð honum til happs, að sögn Guðmundar Steingrímssonar, for- manns svæðisstjórnar björgunar- samtakanna á svæði 13. Ákveðin áhætta í að ferðast einn „Almennt má segja að menn taki ákveðna áhættu ef þeir fara einir inn á hálendið og ef þeir skilja ekki eftir nægilega skýra leiðarlýsingu og hafa ekki meðferðis staðsetningar- og fjarskiptabúnað, þá eru þeir að bjóða hættunni heim ef eitthvað kemur fyrir,“ segir Þór Kjartans- son. „Við höfum reynt að ýta undir það að óreyndari vélsleðamenn komi með okkur reyndari mönnum í ferð- ir inn á hálendið og við höfum þegar farið eina slíka ferð þar sem menn geta fengið tilsögn hjá reyndari mönnum. 1 framhaldinu bjóðum við vélsleðamönnum í helgarferð þar sem farið verður langt inn á hálend- ið. Þannig reynum við að uppfræða vélsleðamenn sem hafa áhuga á því að fara inn á hálendið um hvernig þeir þurfi að bera sig að. Regla númer eitt er að fara ekki einn, því ef sleðinn bilar og ökumaður er fjar- skiptalaus á hann mjög erfitt með að láta vita af sér eða koma sér til byggða.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.