Morgunblaðið - 09.04.1999, Page 12

Morgunblaðið - 09.04.1999, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Samanburður á fylgi flokkanna nú og mánuði fyrir kosningarnar 1995 Sjálfstæðisflokkurinn einn nýtur meira fylgis Sjálfstæðisflokkurinn nýtur aðeins meira fylgis í skoðanakönnunum nú heldur en í sambærilegum könnunum mánuði fyrir síðustu aiþingiskosningar. Arna Schram rýnir í skoðanakannanir þar sem einnig kemur í ljós að Framsóknarflokkurinn nýtur svipaðs fylgis í könnunum nú og fyr- ir fjórum árum en Samfylkingin mælist með minna fylgi miðað við fylgi flokkanna fjögurra sem að henni standa. Úr könnunum Félagsvísindastofnunar Mars 1995 Mars 1999 Sjálfstæðisflokkur Framsóknarfl. Frjálsl. fl. 2,5% W/ 1,0% Aðrirflokkar Alþýðufiokkur Alþýðubandal 3 Samfylking 5,2% Kvennalisti /AO Qo/ .. flH 11,3% Þjoðvaki samtals grænt framboð 6,3% SAMKVÆMT skoðanakönnun Gallups, sem gerð var fyrir Ríkisút- varpið um mánaðamótin mars/aprfl sl., tæpum sex vikum fyrir komandi alþingiskosningar er fylgi Sjálf- stæðisflokksins 45,7%. Rúmum mánuði fyrir alþingiskosningarnar 1995 mældist fylgi Sjálfstæðis- flokksins í skoðanakönnun Gallups hins vegar 41,7%. Fylgi flokksins mælist því fjórum prósentustigum meira, mánuði fyrir kosningar nú, en það gerði mánuði fyrir síðustu alþingiskosningar. Gefur það því vísbendingu um að fylgi Sjálfstæð- isflokksins sé aðeins meira nú en mánuði fyrir kosningamar 1995. Kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins í síð- ustu kosningum var hins vegar 37,1%, nokkuð lægra en skoðana- könnunin gaf til kynna mánuði áð- ur. Samanburður á skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar á fylgi stjómmálaaflanna, sem gerð var 18.-24. mars sl. og annarri könnun Opnun kosn- ingamiðstöðv- ar á Húsavík SAMFYLKINGIN á Norðurlandi eystra opnar kosningamiðstöð á Húsavík mánudaginn 12. apríl nk. kl. 20 í Snælandi, Árgötu 12 Húsa- vík. Frambjóðendur flytja ávöi-p og kynna metnaðarfull stefnumál Sam- fylkingarinnar. Kostningamiðstöðin er kjörinn vettvangur fyrir félags- hyggjufólk á Húsavík og í Þingeyj- arsýslum til að hittast og ræða mál- in. Frá opnun verður kosningamið- stöðin opin frá kl. 19 virka daga og frá kl. 13 um helgar. sem gerð var mánuði fyrir síðustu alþingiskosningar segir sömu sögu. I könnuninni frá mars sl. mældist fylgi flokksins 41,3% en í byrjun mars 1995 mældist flokkurinn með 38,1% fylgi. Munurinn er i-úmlega þrjú prósentustig. Sé tekið mið af reynslu síðustu kosninga má búast við að flokkurinn hljóti minna fylgi í komandi kosn- ingum en nýjustu skoðanakannanir gefa til kynna en haldi þó sínum hlut og jafnvel vel það miðað við síð- ustu kosningar. Svipað fylgi Fram- sóknarflokksins Samkvæmt fyrrnefndi'i skoðana- könnun Gallups sem gerð var fyrir Ríkisútvarpið um síðustu mánaða- mót mældist fylgi Framsóknar- flokksins 17,5%. Rúmum mánuði fyrir alþingiskosningarnar 1995 mældist fylgi flokksins svipað eða 18,4%. Hið sama kemur í ljós þegar litið er á skoðanakannanir Félags; vísindastofnunar á sama tíma. I könnun stofnunarinnar, sem gerð var 18.-24. mars sl., naut flokkurinn 16,3% fylgis, en í könnun hennar í byrjun mars 1995, rúmum mánuði fyrir síðustu alþingiskosningar, var flokkurinn með 17,5% fylgi. Munur- inn er lítill en getur gefið til kynna að Framsóknarflokkurinn hafi örlít- ið minna fylgi nú en þá. í síðustu al- þingiskosningum endaði fylgið síð- an í 23,3% og reyndist því fimm til sex prósentustigum hærra en skoð- anakannanir rúmum mánuði fyrir kosningamar gáfu til kynna. Fylgi Framsóknarfiokksins virð- ist vera á uppleið miðað við nýjustu skoðanakannanir Gallups og Fé- lagsvísindastofnunar og gæti því aukist enn frekar sé tekið mið af fyrri reynslu, sem sýnir að flokkur- inn fái oftast betri útkomur í kosn- ingum en kannanir bendi til. Samfylkingin með minna fylgi I skoðanakönnun Gallups um síð- ustu mánaðamót naut Samfylkingin 29% íylgis og Vinstrihreyfingin - Grænt framboð 6,5% fylgis. Saman- lagt fylgi flokkanna fjögurra, Al- þýðuflokks, Alþýðubandalags, Þjóð- vaka og Samtaka um kvennalista, sem standa að Samfylkingunni var hins vegar 37,9% rúmum mánuði fyrir alþingiskosningarnar 1995, samkvæmt skoðanakönnun Gallups, sem þá var gerð. Sé fylgi Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar frá könnun Gallups um síðustu mánaðamót lagt saman kemur í ljós að saman njóta þessar stjómmálahreyfingar 35,5% fylgis. Þrátt fyrir það ná þær ekki því fylgi sem flokkarnir fjórir höfðu í skoðanakönnun Gallups fyrir kosningarnar 1995. Munar 2,4 pró- sentustigum sem gefur vísbendingu um að samanlagt fylgi Samfylking- arinnar og Vinstrihreyfingarinnar sé örlítið minna nú en fylgi flokk- anna fjögurra í skoðanakönnunum í mars 1995. Flokkarnir fjórir fengu hins vegar samanlagt 37,8% at- kvæða í síðustu alþingiskosningum, eða rúmum tveimur prósentustig- um meira en skoðanakannanir mán- uði fyrir kosningar sýndu. Skoðanakannanir Félagsvísinda- stofnunar frá umræddum tíma segja svipaða sögu. Samanlagt mældist fýlgi flokkanna fjögurra mánuði fyrir síðustu alþingiskosn- ingar hærra heldur en það fylgi sem nú mælist hjá Samfylkingunni og Vinstrihreyfingunni. Þá mældist það 42,9% en nú síðast 39,8%. Hver á fylgi óákveðinna? Þorlákuy Karlsson, rannsóknar- stjóri hjá ÍM Gallup, bendir á að alltaf sé einhver hópur sem segist vera óákveðinn í skoðanakönnun- um, en í könnun Gallups frá sl. mán- aðamótum sögðust 22% vera óá- kveðin eða neituðu að svara. Það er aðeins hæn’a hlutfall og var óákveð- ið eða neitaði að svara í könnun Gallups mánuði fyrir síðustu alþing- iskosningar sem þá var 18%. Að sögn Þorláks gefa rannsóknir til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn eigi fremur lítið fylgi í óákveðna hópn- um. Slíkt hafi komið í Ijós þegar kannanir sýni að fylgi Sjálfstæðis- flokksins minnki um leið og hópur óákveðinna minnki. Nú sé á hinn bóginn of snemmt að segja til um það hver raunin verði að þessu sinni, þ.e. hvort Sjálfstæðisflokkk- urinn eigi eitthvað í óákveðna fylg- inu eða ekki. „Það verður því gaman að fylgjast með skoðanakönnunum á næstu vikum og sjá hvort fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar örlítið um leið og hópm- óákveðinna minnkar. Sé svo er kannski hægt að álykta að íylgi Sjálfstæðisflokksins sé fullhátt í skoðanakönnunum nú miðað við raunveruleikann,“ segir Þorlákur og getur þess að Gallup hyggist rannsaka fylgi óákveðinna sérsteklega fyrir komandi kosning- ar. Óákveðni hópurinn verði þannig spurður eftir kosningar hvað hann hafi kosið og á þann hátt verði reynt að skilgi-eina hópinn betur. Vimulaus æska opnar foreldrahús VÍMULAUS æska og Foreldra- hópurinn opnuðu í gær foreldra- hús í Vonarstræti 4b í Reykjavík. f húsinu er ætlunin að reka margs konar starfsemi. Fjölskylduráð- gjöf verður í umsjón Sigrúnar Hv. Magnúsdóttur með aðstoðar sér- fræðinga og foreldra, sem hafa reynslu af því að eiga börn í neyslu áfengis og annarra vímu- efna. Forvarnaverkefnið „Börn eru líka fólk“ verður rekið í hús- inu og sömuleiðis verður nám- skeiðið Agi og uppeldi haldið þar. Þórdís Sigurðardóttir, Jórunn Magnúsdóttir og Áslaug Þórarins- dóttir voru kampakátar þegar for- eldrahúsið var opnað í gær. Kosningahátíð Samfylkingarinnar Bein út- sending á Netinu SAMFYLKINGIN hefur opn- að heimasíðu og er slóðin www.samfylking.is. A heima- síðunni er m.a. að fmna upp- lýsingar um frambjóðendur Samfylkingarinnar í öllum kjördæmum landsins, upplýs- ingar um kosningaskrifstofur og dagskrá kosningabarátt- unnar. Þá er eru stefnuyfir- lýsing og verkefnaskrá Sam- fylkingarinnar birtar á heima- síðunni ásamt upplýsingum um utankjörstaði heima og í útlöndum. Laugardaginn 10. aprfl kl. 14:00 verður bein útsending á heimasíðunni frá Kosningahá- tíð Samfylkingarinnar í Há- skólabíói. Þar verða frambjóð- endur úr öllum kjördæmum kynntir, fjöldi landsþekktra listamanna kemur fram og Margrét Frímannsdóttir, tals- maður Samfylkingarinnar, ávarpar gesti. Kynnar á hátíð- inni verða Ragnar Kjartans- son lífskúnstner og Eva Ósk Ólafsdóttir leikkona. Meðal skemmtiatriða verða atriði úr söngleiknum Oliver Twist í flutningi söngvara og leikara úr sýningu Litla leikklúbbsins á ísafirði. Söng- leikurinn er nú sýndur á Isa- firði. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur flytur pistil og hljómsveitin Casino flytur nokkur lög með nýjum gestasöngvara. Polkasveitin Hringir og Magga Stína kem- ur fram og tenórsöngvarinn Jón Rúnar Arason flytur nokkur lög. Kosningahátíðin í Háskóla- bíói er opin öllum almenningi og verður sérstök dagskrá fyrir börnin í anddyri bíósins. Össur Skarphéðinsson hyggst þar lesa sögur fyrir börnin. Akureyri Ráðstefna um atvinnu- og umhverf- ismál VIN STRIHRE YFINGIN - grænt framboð heldur ráð- stefnu um atvinnu-, umhverf- is- og byggðamál á veitinga- húsinu Við Pollinn á Akureyri laugardaginn 10. aprfl. Ráð- stefnan hefst klukkan 13 með setningarræðu Valgerðar Jónsdóttur garðyrkjutækni- fræðings sem skipar 4. sætið á U-listanum í Norðurlands- kjördæmi eystra. Framsögumenn verða Stef- án Ólafsson, prófessor, Bjarki Jóhannesson, forstöðumaður Þróunarsviðs Byggðastofnun- ar, Þorsteinn Gunnarsson, há- skólarektor, Berglind Hall- grímsdóttir, forstöðumaður Atvinnumálaskrifstofu Akur- eyrarbæjar, Ái-ni Bragason, foi-stöðumaðm- Náttúruvernd- ar ríkisins og Steingrímur J- Sigfússon alþingismaður. Ráðstefnustjórar verða Þuríð- ur Backman, hjúkrunarfræð- ingur og oddviti U-listans í Austurlandskjördæmi, og Jón Bjarnason, skólastjóri og odd- viti U-listans í Norðurlands- kjördæmi eystra. Allir ei-u velkomnir og að- gangur ókeypis. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.