Morgunblaðið - 29.04.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.04.1999, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÁRÁSIR NATO Á JÚGÓSLAVÍU Flóttamenn streyma frá Kosovo Loft lævi blandið innan yfírfullra flóttamannabúða FLOTTAFOLKIÐ Morina, Skopje, Genf, Stankovic. Reuters. ÞUSUNDIR kvenna, barna og gam- almenna af albönskum ættum hafa flúið Kosovo-hérað undanfarna sól- arhringa og hefur fólkið leitað skjóls í nágrannaríkinu Albaníu. Þar hefur fólkið sagt hjálparstarfsmönnum frá óhæfuverkum serbneskra hersveita sem höfðu brennt þorp og bæi, rænt híbýli og skipað karlmönnum út úr húsum sínum. Sumir flóttamanna sögðu að fólk hefði verið myrt. Þá hafa fregnir borist af bágu ástandi flóttafólks í flóttamannabúðum í Ma- kedóníu. Búðimar séu yfirfullar af fólki og innan þeirra ríki hálfgert upplausnarástand. Um hádegisbil í gær var talið að um 3.000 Kosovo-AIbanar hefðu flúið yfir landamærin til Albaníu. Þetta er mesti flóttamannastraumur síðan fyrir tíu dögum og er talið geta verið hugsanlegt merki þess að Serbar hafi hleypt kappi í þjóðemishreins- anir sínar. Aðfaranótt miðvikudags streymdu flóttamenn að þar sem hjálparstarfsmenn komu því til að- stoðarog gáfu þeim vatn og orkuríka fæðu. í gærmorgun hafði fólkið kom- ið sér fyrir í bráðabirgðatjöldum úr plasti. Fólkið hafði lítið meðferðis ut- an ábreiða og klæðanna sem það var í. Þeir sem vora sjúkir og aðfram- komnir af þreytu voru færðir í sjúkrahús. Flóttafólkið sagði allt svipaða sögu. Á þriðjudag hafi árásir verið gerðar á þorp þeirra í kringum bæ- inn Dakovica í vesturhluta Kosovo. Serbneskir hermenn sem sumir hverjir hafi verið grímuklæddir, hafi hópað vopnfærum karlmönnum sam- an og leitt þá í burt. Þá hafi hafi kon- ur og gamalmenni verið rænd pen- ingum sínum og skartgripum og síð- an verið rekin í átt að albönsku landamærunum. Flestir sögðu að hí- býli sín hefðu verið brennd. Af frásögnum flóttamanna að dæma þá hafa þeir karlmenn sem náð hafa að flýja verið dregnir út úr flóttamannalestinni á leiðinni til Al- baníu. Og í flestum tilvikum vissu konur ekki hvað orðið hefði um karl- mennina sem urðu eftir í þorpunum. Töldu sumir sig hafa séð þá myrta og aðrir sögðust hafa séð lík í skóg- lendi meðfram þjóðveginum til Al- baníu við þorpið Mej. Einn flótta- maður sagðist hafa séð serbneska hermenn draga lík karlmanna á hár- inu út í skóglendið. Bágar aðstæður og yfirfullar flóttamannabúðir í Makedóniu Talsmenn Flóttamannastofnunar SÞ (UNHCR) í Makedóníu sögðu í gær að ástandið í yfirfullum flótta- mannabúðum í Makedóníu væri orð- ið svo slæmt að flóttamenn væru „á barmi þess að valda uppþotum". „Fólkið lifir í raun við óþolandi þrengsli. Ástandið er afar eldfimt og bæta verður úr því mjög fljótlega," sagði Kris Janowski, talsmaður UNHCR í Genf, í gær og bætti við að mikil hætta væri á að smitsjúk- dómar kynnu að breiðast út. I gær komu um 4.000 flóttamenn til viðbótar til flóttamannabúða í Ma- kedóníu. Flóttamenn sem komið hafa til landsins undanfarna daga hafa verið fluttir til flóttamannabúð- anna í Blace. Fólkinu, sem kom í gær, var hins vegar keyrt til annaira búða. „Blace-búðirnar eru yfirfull- ar,“ sagði Ron Redmond talsmaður UNHCR í gær. Aðstæður í Blace eru sagðar vera hörmulegar. Um 3.500 flóttamenn höfðust þar við í fyrrinótt og sögðu hjálparstarfs- menn að allt að 70 manns hafi deilt hverju tjaldi. Hjálparstarfsmenn sögðu að þeim hefði tekist að reisa Reuters MAKEDÓNÍSKUR lögreglumaður í Blace beinir flótta- fólki frá Kosovo-héraði í áttina að langferðabifreið sem flutti fólkið til Stankovic flóttamannabiíðanna. Reuters FLÓTTAMENN bíða þess að þeim verði af- hentar ábreiður við Morina í Albaníu. nokkur tjöld til viðbótar og að bráða- birgðatjöld úr plasti hafi verið reist seint á þriðjudagskvöld til að hýsa þá sem streymdu að. Ron Redmond sagði að þeir flótta- menn sem til landsins komu í gær yrðu fluttir til aðalflóttamannabúð- anna í Stankovic þar sem ekki færri en 42.000 eru þegar saman komnir. Þá sagði hann að nýjar búðir við Cegrane í vesturhluta Makedóníu yrðu ekki tUbúnar fyrr en í fyrsta lagi seinni hluta vikunnar. Hættan á smitsjúkdómum sé mikil og að mikil rigningatíð á svæðinu auki enn á hættuna. Áhyggjur manna beinist helst að blóðkreppusótt og kól- eru auk smitsjúkdóma sem berist með rottum og lúsum. í gær brutust út áflog í Stankovic-búð- unum er hjálparstarfs- menn voru að deila út brauði meðal flótta- manna. Áflogin brut- ust út er einn flótta- mannanna sem búið hefur í búðunum und- anfarnar þrjár vikur, var farið að lengja eft- ir matarskammti sín- um. Sagði hann hjálparstarfsmann, Kosovo-Albana, hafa reiðst er hann yrti á þá og hafið barsmíðar. Hjálp- arstarfsmenn í Stankovic-búðunum vildu ekki taka svo sterkt til orða að upplausnarástand ríkti en töldu þó að ástandið væri mjög eldfimt og að það batnaði ekki við stanslausan straum nýs flóttafólks til búðanna. Hjálparstarfsmenn í búðunum sögðust ekki geta staðfest áflogin og sögðust þeir ekki hafa frétt af nein- um alvarlegum tilfellum. Richard Connor sem fer fyrir kaþólskum hjálparsamtökum á svæðinu sagði að fullsterkt væri tekið til orða er ástandinu væri líkt við uppreisnará- standi en bætti því við að vissulega lægi mikil spenna í loftinu. „Spennan hefur magnast mikið. Eg eyddi nótt- inni hér á svæðinu og í samanburði við sl. viku hefur spennan magnast mikið,“ sagði Connor. Þjóðernishreinsanir í Presevo-héraði í Serbíu Flóttamenn eru sagðir hafa tjáð hjálparstarfsmönnum í Makedóníu að þjóðemishreinsanir Serba hafi ekki aðeins beinst að Kosovo-héraði heldur einnig að Presevo-héraði sem liggi innan marka Serbíu, rétt við Kosovo. Kris Janowski, talsmaður UNHCR, sagði á fréttamannafundi í gær að flóttamenn sem nú hafast við í Makedóníu hafi sagt að vopnaðar sveitir Serba hafi rekið fólk af aL bönskum ættum til Makedóníu. I héraðinu séu um 95% íbúanna af al- bönsku bergi brotnir. Hafi flóttafólk- ið sagt að það hafi verið niðurlægt, rekið út af heimilum sínum og rænt verðmætum. Enginn var þó sagður hafa verið myrtur. „Málið er athygl- isvert ef litið er til þess að þetta eru þjóðernishreinsanir sem fram fara innan Serbíu, en ekki Kosovo,“ sagði Janowski. Vuk Draskovic, aðstoðarforsætisráðherra Júgóslavíu, var rekinn úr embætti í gær Þótti á skjön við stefnu sljómvalda Hugsanlegur eftirmaður Milosevic? Vuk Draskovic ÚLFURINM Belgrad, París, Reuters, The Daily Telegraph, AP. FYRRVERANDI leiðtogi stjómar- andstöðunnar gegn ríkisstjórn Slo- bodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, Vuk Draskovic, var í gær rekinn úr embætti aðstoðarforsætisráðherra Júgóslavíu, en hann hefur gegnt því embætti frá því í janúar sl. Dra- skovic, en nafn hans þýðir úlfur, hef- ur síðustu daga gagnrýnt stefnu Milosevic harðlega hvað friðarum- leitanir í Kosovo varðar og sagt að haldi áfram sem horfir muni Milos- evic leiða serbnesku þjóðina í ógöng- ur. Brottrekstur Draskovic kemur degi eftir að hann ítrekaði að serbnesk stjórnvöld væru reiðubúin að leyfa friðargæsluliði á vegum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) aðgang að Kosovo og hvatti hann Bandaríkin og Rússland ennfremur til að kom- ast að samkomulagi þar að lútandi. Yfirlýsingar Draskovic voru hins vegar stórlega á skjön við vilja Milosevic, eins og raun ber vitni. Höfðu gagnrýnisorð Draskovic á serbnesku ríkisstjórnina verið tekin með fyrirvara af mörgum sem töldu þau jafnvel vera lið í klækjabrögðum Milosevic. Með brottrekstri Dra- skovic úr starfi hafa slíkar tilgátur hins vegar að mestu runnið út í sand- inn, en um leið rennt stoðum undir grunsemdir um að alvarlegir brestir séu farnir að myndast í ríkisstjórn Milosevic. I yfirlýsingu frá júgóslavneska upplýsingaráðuneytinu, sem ríkis- rekna fréttastofan Tanjug skýi-ði frá í gær, segir að Draskovic hafi verið leystur frá störfum „vegna nýlegra yfirlýsinga hans sem eru á skjön við stefnu yfirvalda". Hafði Draskovic gefið í skyn á þriðjudag að hann teldi Milosevic styðja hugmyndir hans um alþjóð- legt friðargæslulið. Ymsir ráðamenn í Serbíu höfðu tekið í svipaðan streng í vikunni og hafði flokkur Miru Markovic, eiginkonu Milosevic, m.a. gefið út yfirlýsingu þessa efnis. Efasemdir um heiiindi Draskovic I viðtölum sem Draskovic hefur veitt sl. daga hefur hann varað Milosevic við því að breyti hann ekki um stefnu, hætti að ljúga að þjóð sinni um framgang mála í Kosovo og semji um frið, muni serbneska þjóðin hljóta verr af. Eftir að hermenn tóku yfir sjón- varpsstöðina Studio B sl. mánudag- sköld, sem verið hefur málpípa stjórnmálaflokks Draskovic, gagn- rýndi hann stjórnarhætti Milosevic harðlega og sagðist munu fyikja stuðningsmönnum sínum út á götur Belgrad til að mótmæla þeim. Draskovic dró hins vegar þessar hótanir til baka skömmu síðar og dró úr fyrri ummælum sínum, sem voru af mörgum tekin alvarlega með tilliti til fyrri afreka hans. I því sambandi er einkum vísað til þess að árið 1996 var Draskovie í for- svari friðsamlegra mótmæla í Belgrad sem stóðu yfir í um þrjá mánuði, í kjölfar kosningasvika Milosevic. Draskovic, sem er mikill þjóðern- issinni, tók við embætti aðstoðarfor- sætisráðherra Júgóslavíu í upphafi þessa árs, mörgum til mikillar furðu vegna fyrri andstöðu hans við Milos- evic sem hann þurfti m.a. að þola fangelsisvist fyrir. Forseti Albaníu, Rexhep Meidani, hefur ásamt öðrum látið uppi_ efa- semdir um heilindi Draskovic. I við- tali við dagblaðið Le Monde í gær, sagðist Meidani hafa litla trú á sann- leiksgildi ummæla Draskovic um að hann vilji alþjóðlegt gæslulið í Kosovo. Sagði hann yfirlýsingar Draskovic ekki koma í veg fyrir að þjóðernishreinsanir héldu áfram í töluðum orðum. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Draskovic lætur frá sér slík ummæli," sagði Meidani. „Povdoka áætlunin, sem kveður á um þjóðernishreinsanir í Kosovo, var samþykkt af serbnesku ríkisstjóminni, og ef ég man rétt, var Vuk Draskovic meðal þeirra sem samþykktu þessa áætlun.“ Vangaveltur um ætlan Draskovic Mönnum er ekki ljóst hvað vakir fyrir Draskovic með gagnrýrii hans á Milosevic og var Tony Blafr, forsæt- isráðherra Bretlands, varkár í orða- vali í kjölfar ummæla hans. Sagðist hann „telja deginum ljósara að menn innan ríkisstjómarinnar og í hernum væru uggandi yfir því hvað Milosevic hefur gert þjóð sinni“. Hvað sem öðrum vangaveltum líð- ur, eru flestir þeirrar skoðunai- að gagnrýni Draskovic sé liður í tilraun hans til að komast til valda. Með því að setja sig upp á móti stjórn Milos- evic sé Draskovic að leggja grunninn að því að það verði hann sem Vestur- veldin setjast að samningarborðinu með, er stríðinu lýkur. Sem dæmi hefur Draskovic lýst yfir vilja til þess að stríðsglæpfr í Kosovo verði rannsakaðir. En til að slíkt verði möguleiki og að friður komist á, hafa þær hugmyndir verið viðraðar innan alþjóðasamfélagsins, að til þess þurfi annan samningarað- ila en Milosevic. Hver svo sem fyrirætlan Dra- skovic er, er ljóst að Milosevic hefur vegið og metið stöðu sína gagnvart honum, en Draskovic þykir af mörg- um líklegastur til að ögva valdastöðu Milosevic svo um muni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.