Morgunblaðið - 29.04.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.04.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fulltrúar sex flokka á fundi um málefni fatlaðra Fatlaðir eigi sama rétt og aðrir þegnar FRAMLÖG til málefna fatlaðra, for- gangsröðun, viðhorf, skólamál, loforð og efndir komu til umræðu á fundi Þroskahjálpar, Styrktarfélags van- gefmna og Foreldrasamtaka fatlaðra með fulltrúum stjórnmálaflokka í fyrrakvöld. Frambjóðendur sex flokka voni spurðir um stefnuna í málefnum fatlaðra og þroskaheftra en fundinn sátu um hundrað manns. Frambjóðendur svöruðu fyrst nokkum spumingum sem fundar- boðendur höfðu lagt fyrir flokkana um stefnu í húsnæðismálum, skóla- málum og fleh-u og eru svörin birt í tímaritinu Þroskahjálp. Kom þar fram það sameiginlega álit að fatlað- ir skuli hafa sama rétt og aðrir þjóð- félagsþegnar varðandi atvinnu, menntun og framfæri sitt yfirleitt eftir því sem geta og aðstæður leyfa. Gunnar Ingi Gunnarsson frá Frjálslynda flokknum sagði málefni fatlaðra og öryrkja vera smánarblett í samfélaginu, mikið væri talað um að gera eitt og annað í þeim en ekk- ert væri gert. Um góðæri væri ekki hægt að tala hjá öryrkjum, fólki sem hefði ekki aðrar tekjur en bætur, meðan það þyrfti að standa reglu- lega í biðröðum hjá hjálparstofnun- um eftir aðstoð. Sagði hann Island standa illa varðandi framlög til fatl- aðra í samanburði við nágrannalönd. Gunnar sagði Frjálsynda flokkinn myndu taka upp hanskann fyrir minni máttar í þjóðfélaginu, sjúka, aldraða og öryrkja. Katrín Fjeldsted, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, sagði nauðsyn- legt að leita sífellt þeirra lausna sem best hentuðu þörfum fatlaðra og sagði Sjálfstæðisflokkinn áfram myndu vinna að því að finna ný úr- ræði fyrir þá sem vildu og gætu flust af endurhæfingadeild Landspítalans. Hún sagði varðandi nám fatlaðra að undirbúið hefði verið tveggja ára nám fyrir þá í framhaldsskólum og að Björn Bjarnason menntamálaráð- herra hefði jafnframt'lýst því yfii' að undirbúið skyldi fjögurra ára nám fyrh’ þessa nemendur. Málefni fatlaðra mannréttindamál Kjartan Jónsson, frambjóðandi Húmanistaflokksins, sagði málefni fatlaðra og öryrkja mannréttindamál sem full ástæða væri til að fjalla um og það myndi Húmanistaflokkurinn gera. Hann sagði manm-éttindabrot framin á íslandi meðan fólk sem dvelja vildi og þyrfti á sambýlum eða heimilum yrði að vera á biðlista. Hann sagði bætur aðeins hafa hækk- að um 20% á sama tíma og lág- markslaun hefðu hækkað um 52% og flokkur sinn hefði á stefnuskrá að engar bætur yrðu lægri en 90 þús- und krónur. Guðrún Ögmundsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar, sagði mikið hafa verið unnið í málefnum fatlaðra og sagði mikinn feng að vinnu nefndar sem sett hefði verið á laggirnar til að fara yfir biðlista eftir búsetu og þjónustu svæðisskrifstofa fatlaðra. Til væri nú áætlun um að leysa vand- ann á næstu sjö árum sem hún sagði raunhæfa og sjá yrði til þess að henni yrði framfylgt með nauðsyn- legum fjárframlögum. Hún sagði Samfylkinguna telja að hækka yrði örorkubætur þannig að þær dygðu til framfærslu og draga yi'ði úr tekjutengingu bóta og tengingu við tekjur maka yi'ði að afnema. Baráttan hefur borið árangur Ögmundur Jónasson, frambjóð- andi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, kvaðst bjartsýnni um framgang málefna fatlaðra en hann var fyrh' nokkrum ái'um. Barátta fólks í þessum málum hefði borið þann árangur að þau væru nú mál málanna. Hann minntist á biðlista- vanda fatlaðra og gat þess í leiðinni að Alþingi biði ekki í sjö ár eftir lausn á húsnæðisvanda sínum, séð væri fyrir nægum framlögum svo hægt yi'ði að leysa hann á einu ári. Hægt væri að leysa mál fatlaðra með þeim úiTæðum sem þeir ættu sam- kvæmt lögum, þ.e. framlögum frá erfðafjárskatti sem næmu á þessu ári 480 milljónum króna. Þau rynnu hins vegar ekki óskert til fatlaðra, eins og lög gerðu ráð fyrir, heldur væru skert um nærri 250 milljónir. Hann sagði að málefni fatlaðra ættu að hafa forgang, afla yrði þeim enn meiri framlaga með skattkerfis- breytingu og gera yrði almanna- tryggingakerfið einfaldara. Drífa Sigfúsdóttir, frambjóðandi Framsóknai'flokksins, sagði að Morgunblaðið/Jón Svavarsson FRAMBJÓÐENDUR sex flokka svöruðu spurningum um málefni fatl- aðra á fundi í fyrrakvöld. Frá hægri: Drífa Sigfúsdóttir, Framsóknar- flokki, Katrín Fjeldsted, Sjálfstæðisflokki, Kjartan Jónsson frá Húnian- istaflokknum, Logi Bergmann Eiðsson fundarstjóri og í ræðustóll er Ogmundur Jónasson, frá Vinstrihreyfingunui - grænu framboði. KRINGUM 100 manns sátu fundinn sem Þroskahjálp, Styrktarfélag vangefinna og Foreldrasamtök fatlaðra efndu til með frambjóðendum. framlög til málefna fatlaðra hefðu aukist úr tveimur milljörðum í þrjá. Hún sagði brýnt að vinna eftir áætl- un sem sett hefði verið um ýmis úr- ræði í málefnum fatlaðra og tryggja henni fjárframlög. Drífa sagði stjórnmálamenn ekki geta komið sér undan því að sinna þessum mála- flokki og að stefna Framsóknar- flokksins væri að vinna að því að ná fram víðtækri sátt um beina velferð- arastoð og þjónustu enn meira en áður til þeirra sem mest þyrftu á henni að halda. Fjörutíu ár eru síðan Óskar V. Friðriksson hóf að starfa við utankjörfundarkosningar Þá þekktu þingmenn hvern einasta kjósanda * Qskar V. Friðriksson fulltrúi hefur starfað hjá utankjörstaðaskrifstofu Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík fyrir hverjar alþing- iskosningar í fjörutíu ár. í samtali við #5 ~ ---------------- Ornu Schram rifjar hann m.a. upp kosn- ingabaráttuna fyrir meira en fjórum ára- tugum þegar þingmenn þekktu hvern ein- asta kjósanda og kysstu hverja kerlingu. Morgunblaðið/Árni Sæberg ÓSKAR V. Friðriksson ólst upp við kjörskrárlestur föður síns og hefur alla tíð verið heltekinn af kosningum. UTANKJORSTAÐASKRIFSTOFA Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er yfirleitt opnuð þremur mánuðum fyr- ir kjördag og sambærilegar skrifstof- ur eru opnaðar um svipað leyti víða um land. Hlutverk þessara skrifstofa er eins og nafnið gefur til kynna að afla upplýsinga um þá sem ekki geta, af einhverjum ástæðum, kosið á kjör- dag, hvetja þessa aðila til að kjósa ut- an kjörfundar, taka á móti utankjör- fundaratkvæðum og koma þeim til kjördeildar í viðkomandi kjördæmi. Utankjörfundarkosning getur hafist allt að 56 dögum fyrir kjördag og þeir sem nýta sér þennan möguleika eru til dæmis í námi, vinnu eða fríi erlendis á kjördag, á fiskiskipi úti á rúmsjó eða rúmliggjandi heima fyrir vegna veikinda svo dæmi séu tekin. Að sögn Óskars hefur þeim fjölg- að mikið síðustu tvo áratugina sem greiða atkvæði utan kjörfundar og telur hann að nærri 15% manna á kjörskrá hafi nýtt sér þennan möguleika í undanförnum kosning- um. Ástæðan sé ekki síst sú að fólk er meira á ferðinni nú en áður, fer til dæmis í auknum mæli utan í sumarfrí og vinnur fjarri sinni heimabyggð. Starfsemi utankjör- fundarskrifstofa er því orðin mun umfangsmeiri nú en fyrir fjörutíu árum og rifjar Óskar upp þann tíma þegar siglingar skipsins Gullfoss frá Islandi á hálfsmánaðarfresti voru einu ferðimar sem áhyggjur þurfti að hafa af. „Þá var miklu auðveld- ara að fylgjast með fólki og menn voru duglegir að hringja í okkur og veita okkur upplýsingar um þá sem ekki yrðu heima á kjördag.“ Reynt var að ná sambandi við það fólk áð- ur en það fór utan og það minnt á að kjósa. Sérstaklega var fylgst með sjálfstæðismönnum en hinum flokk- unum látið eftir að minna sína kjós- endur á utankjörfundaratkvæða- greiðsluna. „Nú er hins vegar miklu flóknara að fylgjast með ferðum fólks, enda kjörskrá mun stærri,“ segir hann og bætir því við að hund- ruð manna fari á hverjum degi af landi brott. Enn sé því mikilvægt að vinir eða vandamenn hringi á utan- kjörfundarskrifstofuna og láti vita um fólk sem ekki verði heima á kjördag, en einnig sé gott að starfs- menn skrifstofanna hafi tengsl við fólk víða um land. Óskar bendir á að starfsemi utan- kjörfundarskrifstofanna hafi einnig breyst með nýtri samskiptatækni á borð við símann og Netið. „Áður var maður í eins konar smalamennsku og þurfti að ganga á milli húsa til að minna fólk á utankjörfundarat- kvæðagreiðsluna og úti á landi þurfti maður að keyra á milli bæja og finna fólk. Nú er hins vegar kom- inn sími í hvers manns hús og hér- umbil í hvers manns vasa,“ segir Óskar og minnir einnig á kosti Netsins. Til dæmis sé námsmönn- um erlendis sendur rafpóstur með upplýsingum um kjörstaði erlendis en fyrir ekki margt löngu hafi verið hringt í viðkomandi námsmenn til að koma sömu upplýsingum á fram- færi. Óskar segir í þessu sambandi að almenningur sé ótrúlega fáfróður um kosningarnar og framkvæmd þeirra og því sé miðlun upplýsinga um utankjörfundarkosningu og kjörstaði erlendis mikilvægur liður í starfsemi utankjörstaðaskrifstof- anna. Hann bendir til dæmis á að ís- lenskur ríkisborgari sem náð hefur átján ára aldrei eigi kosningarétt í átta ár fi'á því hann flytur lögheimili af landinu. Margir geri sér hins vegar ekki grein fyrir því að eftir átta ár geti viðkomandi verið áfram á kjörskrá og kosið í alþingiskosn- ingum sæki hann um það sam- kvæmt sérstökum reglum. Kyssti hverja kerlingu Þegar Óskar hóf að starfa við utan- kjörfundaratkvæðagreiðslu hjá Sjálfstæðisflokknum vorið 1959 hafði fráfarandi þing samþykkt til- lögu til stjórnai'skrárbreytingar um að leggja niður einmennings- og tví- menningskjördæmi. í þeirra stað áttu að koma átta kjördæmi með hlutfallskosningu og 5-12 menn í hverju. Fi'umvarpið um stjómar- ski'árbreytinguna var endanlega samþykkt á nýju þingið sumarið 1959 og um haustið fóra aftur fram alþingiskosningar en með hinu nýja sniði. Óskai'i er minnisstæður sá mun- ur sem var á kosningunum þegar einmenningskjördæmi voru enn við lýði og um haustið þegar kosið var samkvæmt nýrri kjördæmaskipan. Hann segir að sambandið milli þingmanna og kjósenda hafi verið mun persónulegra á tímum ein- menningskjördæmanna. „Þá þekkti þingmaðui'inn hvern einasta kjósanda í sínu kjördæmi og kyssti hverja kerlingu," segir hann kím- inn. Aðspui'ður segir Óskar að hann hafi alla tíð haft mikinn áhuga á kosningum, enda sé hann alinn upp við kjörskrái’lestur með fóðm- sínum, Friðriki Þórðarsyni, sem var for- stjóri verslunaxfélags Borgarfjax'ðar og foiystumaður sjálfstæðismanna í Mýrasýslu um árabil. Kosningum sjálfstæðismanna í sýslunni var því framan af stjómað á bemskuheimili Óskars. Hann segist snemma hafa fengið „kosningabakteríuna," eins og hann orðar það, enda hefði hann að öðrum kosti ekki unnið að undirbún- ingi þeirra í fjöratíu ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.