Morgunblaðið - 29.04.1999, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Innblástur augnabliksins
Fyrsta sinfónía Atla
Heimis Sveinssonar
verður frumflutt á tón-
leikum Sinfóníuhljóm-
sveitar Islands í Há-
skólabíói í kvöld undir
stjórn Bernharðs Wilk-
inson. Einnig kemur
fram einn fremsti
konsertgítaristi heims,
Manuel Barrueco, sem
fæddur er á Kúbu.
Orri Páll Ormarsson
ræddi við alla þessa
menn en efnisskráin
er sögð rammsuðræn
fyrir hlé og rammís-
lensk eftir hlé.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
ATLI Heimir Sveinsson og Bernharður Wilkinson bregða á leik fyrir framan Háskólabíó en þar verður
fyrsta sinfónía tónskáldsins frumflutt.
íslenskar { sinfóníur
Jón Leifs
Sögusinfónía
op. 26-------
'flh rl
Jón Nordal
Bjarkarmát -
Sinfonietta seriosa
Karl 0. Runólfsson
Esja op. 57, sinfónía •
Leifur Þórarinsson
Sinfónía nr. 1
n
Ú
n
Áskell Másson
Sinfonia trilogia
Skúli Halldórsson
Sinfónía nr. 1 -
Heimurinn okkar----------
John A. Speight
Sinfónía nr. 1-----------
Atli Heimir Sveinsson
Sinfónía nr. 1 -
Úlfar Ingi Haraldsson
Jaröarsinfónía----
Leifur Þórarinsson
Sinfónía nr. 2-----
John A. Speight
Sinfónía nr. 3-----
Áskell Másson
Kammersinfónía —
m 11940 1950 í 1960 ! 1970 i 1980 | 1990
Hugsanlegt er að fleiri verk hafi veriö samin og ekki er víst aö öll þessi verk hafi verið flutt.
HANN veit ekki hvers
vegna hann kallar þetta
nýja verk sinfóníu.
Kannski vegna þess að
það er margþætt og margar raddir
leika í senn. I tónlistarsögunni getur
orðið sinfónía nefnilega merkt ótal-
margt. „Það er erfitt að flokka verk
mín, enda er þetta mest stjómleysi
og óskapnaður. Sumir reyna að
koma skipulagi á óskapnaðinn, ég
reyni að koma óskapnaði inn í skipu-
lagninguna."
En hvað um leyndardóma fyrstu
sinfóníu Atla Heimis Sveinssonar?
Oft er sagt að sinfónía sé heimur út-
af fyrir sig - þar sem orðin þrýtur
taki tónamir við.
„Fyrsta sinfónían fjallar um mig
sjálfan, okkur öll, þjóðfélag okkar
sem er kostuleg blanda af vestrænu
lýðræðis- og velferðarríki, banana-
lýðveldi og danskri nýlendu. Og eyj-
una okkar í norðrinu, á bak við heim-
inn, milli tveggja meginlanda, þar
sem maður situr eins og fugl á grein
og horfir niður á afganginn af heim-
inum,“ segir Atli í skýringum sínum í
efnisskrá. Ég bið hann að halda
áfram:
„Sinfónía hlýtur að einhverju leyti
að vera úttekt á manninum sjálfum.
I svona verki endurspeglast töluvert
mikið af ævi manns - það sem maður
hefur upplifað í sínu einkalífi og líka
það sem hefur gerst í kringum
mann, fyrr og síðar. Á æfingum hef-
ur mér stundum dottið í hug á viss-
um köflum að þetta sé eins konar
messa stríðstíma, íjalli öðrum þræði
um atburði sem eiga sér stað undir
voðum velsældar. Það er líka auðvelt
að tengja þetta við ytri veruleika
dagsins í dag - Kosovo. Það kraumar
allt í þessu verki - eins og allar út-
varpsrásir séu opnar á sama tíma.
Samt reynum við að halda áttum.
Þetta er okkar líf!“
Upplifað ýmislegt
Bernharður Wilkinson hljómsveit-
arstjóri hefur eðli málsins sam-
kvæmt rýnt í sinfóníuna og segir
ljóst að Atli hafi upplifað ýmislegt í
sínu lífi - tónarnir töfri fram heilu
tímabilin á seinni hluta aldarinnar.
„Það er allt mögulegt þarna að finna,
kaos, fegurð, hægð, skipulagt kaos,
skarpar andstæður. Við Atli höfum
þekkst lengi þannig að margt af
þessu kemur mér ekki beinlínis á
óvart en þarna eru líka nýir hlutir."
„Bernharður þekkir þetta verk
auðvitað orðið miklu betur en ég.
Hann hefur stúderað þetta,“ heldur
Atli áfram. „Og það er svo skemmti-
legt að hafí hann varpað fram ein-
hverjum hugmyndum um túlkun og
breytingar, eins og alltaf er þegar ný
verk eiga í hlut, hefur það allt verið
eins og út úr mínum huga talað.
Bernharður virðist alltaf hugsa það
nákvæmlega sama og ég án þess að
við höfum talað saman. Hann hefur
greinilega lagt mikla vinnu í undir-
búning og virðist, eins og maður seg--
ir á nútímamáli, hreinlega „fíla“
verkíð í botn, auk þess að skilja það
nákvæmlega eins og ég sjálfur. Ég
get ekki hugsað mér betri mann í
þetta verkefni og vona svo sannar-
lega að Bernharður fái fleiri stór
verkefni á næstu misserum.“
Bemharður þakkar tónskáldinu
hólið og staðfestir að vissulega sé
þetta eldskírn en hann stjórnar
hljómsveitinni nú í fyrsta sinn eftir
að hann tók við starfi aðstoðarhljóm-
sveitarstjóra. „I þessu felst starf
hljómsveitarstjóra. Hann verður að
vera tilbúinn að axla ábyrgð, leggja
sig fram - takast á hendur ólík verk-
efni.“
Bernharður verður í hálfu starfi
sem aðstoðarhljómsveitarstjóri fram
til vors árið 2000, að minnsta kosti,
og kveðst smám saman vera að laga
sig að breyttum aðstæðum. „Ég er
að minnka við mig annars staðar og
þetta nýja starf leggst vel í mig. Ég
geri þó ráð fyrir að þurfa talsverðan
reynslutíma til að sjá hvernig kröft-
um mínum er best varið, hvað hentar
og hvað ekki.“
Kemst ekki í afmæli föður síns
Atli er ekki í vafa um að Bern-
harður muni valda starfinu með
sóma. Hann hafi margsinnis sýnt og
sannað að hann sé fær tónlistarmað-
ur. „Svo er hann af miklu tónlistai'-
fólki kominn. Faðir hans, Stephen
Wilkinson, er einn fremsti kórstjóri
Bretlands. Hvað er annai's að frétta
af honum?“ spyi- Atli. „Allt fínt,“
segir Bernharður og bros færist yfir
varir hans. „Það vill meira að segja
svo til að hann verður áttræður á
fimmtudaginn [í dag].“ Atli fórnar
höndum. „Hann hringdi i mig um
helgina og spurði hvort ég væri að
gera eitthvað þann dag. Já, svaraði
I
Hljómur hjartans
Morgunblaðið/Sverrir
MANUEL Barrueco mundar gítarinn á æfingu.
Námskeið í Hafnarfírði
ÍTARINN er það hljóð-
færi sem stendur hjart-
anu næst, í orðsins íyllstu
merkingu, þegar lista-
maðurinn hefur leik, leggur hann
hljóðfærið sér á brjóst. Þegar
Manuel Barrueco leikur er sagt að
þetta tvennt, gítarinn og hjartað,
renni saman, verði eitt. Slíkt vald
hefur hann á hljóðfærinu, slík er
ástríða hans, tilfinning fyrir listinni.
„Mikill listamaður með einstaka
hæfileika og afburða tækni ... ein-
íáldlega og ítrekað - ótnílegur,"
sagði í Los Angeles Times og
þannig mætti lengi halda áfram.
Barrueco er fæddur á Kúbu en
hefur búið í Bandaríkjunum frá
fjórtán ára aldri. Hvemig finnst
honum að vera kominn með hljóð-
færi sitt, sem við setjum svo oft í
suðrænt samhengi, hingað norður á
hjara veraldar, í kuldann og trekk-
inn?
„Það er alls ekki slæm tilfinning.
Ég hef leikið héma áður, á Listahá-
tíð í Hafnarfirði 1993, og veit því af
eigin raun að gítarinn á hljómgrunn
á Islandi. Mér var feikivel tekið á
þeim tónleikum. Þá veit ég að Is-
lendingar eiga marga góða gítar-
leikara. Síðan er tónlistin þannig í
eðli sínu að hún skeytir engu um
landamæri. Ég er því hvergi bang-
inn.“
Barrueco kveðst hlakka mikið til
að vinna með Sinfóníuhljómsveit Is-
lands. Hún sé mjög fær og gaman
verði að heyra hana glíma við
spænska tónlist en saman munu
þau flytja Concierto de Aranjuez
eftir Joaquín Rodrigo. „Þetta er
sannkallað meistaraverk, eitt af
mínum uppáhaldsverkum og sann-
arlega uppáhaldsverk gítarunnenda
um heim allan.“
Á íslenska konu
Það er rétt að taka fram að þegar
Barrueco talar um Island er hann
að líkindum ekki alveg hlutlægur,
því eiginkóna hans er íslensk, Ás-
gerður Sigurðardóttir. „Við erum
eins og eldur og ís,“ segir gítarleik-
arinn. „Nema hvað hún er eldurinn
og ég ísinn,“ bætir hann við og hlær
ógurlega.
En hvar skyldu leiðir þeima hafa
legið saman?
„Við kynntumst í Finnlandi fyrir
um áratug, nánar tiltekið á gítarhá-
tíð, þar sem við vorum bæði að
leika. Ásgerður hefur lagt gítarinn
á hilluna núna - sem er synd.“
Þess í stað hefur Ásgerður tekist
á hendur umboðsmál fyrir bónda
sinn og fylgir honum því á ferðum
hans um heiminn. „Hún stjórnar lífi
mínu,“ segir Barrueco og hlær engu
minna en áður. Af þessum manni
stafar notaleg hlýja, velgengnin hef-
ur greinilega ekki stigið honum til
höfuðs. Þá er kímnigáfan klárlega í
lagi.
Ásgerður og Bari-ueco búa í
Baltimore. Þau eru barnlaus en
hann á tvö böm af fyrra hjónabandi.
„Við erum með hund,“ segir gítar-
leikarinn sposkur á svip, „sem var
ágætt þangað til hann ýtti mér aftur
fyrir sig. Núna er hann númer eitt
hjá Ásgerði.“ Enn hristist þessi
geðþekki maður úr hlátri.
TÓNLISTARSKÓLI Hafnar-
fjarðar gengst á morgun fyrir
námskeiði þar sem Manuel
Barrueco mun leiðbeina lengst
komnu gítarnemum landsins.
Námskeiðið stendur frá kl. 10 til
16.30.
Barrueco nýtur mikillar virð-
ingar sem kennari en hann efnir
oft til Master Class-námskeiða í
tengslum við tónleika sína í hin-
um ýmsu löndum. Þá hefur hann
um árabil sinnt kennslu í heima-
borg sinni, Baltimore. „Ég hef
ekki tíma til að kenna mikið en
hef aldrei getað slitið mig frá
kennslunni. Núna er ég með sex
nemendur héðan og þaðan úr
heiminum. Þetta gefur mér mjög
mikið. Það er virkilega ánægju-
legt að geta leiðbeint ungum og
efnilegum gítarleikurum og
kynnst viðhorfum þeirra til Iist-
arinnar, þótt stundum langi mig
til að taka þá af lífi,“ segir hann
og skellihlær.
Barrueco er kunnur fyrir fjöl-
hæfni sína. Hann þykir hafa ein-
stakt vald á verkum Bachs, Mozarts
og spænsku meistaranna en einnig |fe
goðsagna úr heimi djassins, svo sem te
Chick Corea og Keith Jarrett. Þá e1
hljóðritaði hann nýverið tónlist úr “
smiðju Lennons og McCartneys
ásamt Fílharmóníuhljómsveit
Lundúna og víkkaði þar með sviðið
ennfrekar.
Barrueco flengist heimshorna á
milli á ári hverju, verkefni hans eru
í fjórum heimsálfum. Hér í dag, þar
á morgun, er hans saga. Á þessu
starfsári hefur hann haldið einleiks- j
tónleika og komið fram með hljóm- [;
sveitum víðsvegar um Bandaríkin, á
Spáni, Ítalíu, Þýskalandi, Mexíkó, "
Tyrklandi, Tékklandi og nú er hann
kominn til íslands. Þá fer hann
reglulega í tónleikaferðir til austur-
landa fjær.
Er þetta ekki erfitt?
„Jú, auðvitað getur verið stremb-
ið að búa í ferðatösku. Það segir sig
sjálft. Á móti kemur að það er
óskaplega gefandi að kynnast nýj- j|j
um löndum, nýrri menningu, nýju
fólki. Ég lít raunar á það sem for-
réttindi að hafa fengið tækifæri til ■
að sinna þessu starfi, það er alls
ekki sjálfsagður hlutur. Hugsaðu
þér alla þá sem þrá að helga líf sitt
tónlistinni en ná einhven-a hluta
vegna ekki settu marki. Ég kvarta
því ekki.“
Barrueco fæddist í Santiago de
Cuba árið 1952 og hóf að leika suð-
ræna dægurlagatónlist af fingrum t
fram átta ára að aldri. „Það lá eigin- t
lega beint við að gítarinn yrði m
hljóðfæri, hann nýtur mikillar hylli “
á Kúbu.“ Menn komu fljótt auga á
hæfileika BaiTuecos, var hann