Morgunblaðið - 29.04.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.04.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 31 LISTIR Eeuters STARFSMENN Sothebys í Ástralíu halda á verki Sir Nolans af Ned Kelly, sem selt var fyrir ástralskt metfé á uppboði á mánudagskvöld. Metverð fyrir ástralskt málverk Sydney. Reuters. MÁLVERK eftir ástralska list- málarann Sir Sidney Nolan af út- laganum Ned Kellj^ var selt fyrir metfé á uppboði í Ástralíu á mánudagskvöld, að sögn tals- manna Sothebys-uppboðshaldar- anna. Hefur aldrei fengist jafn hátt verð fyrir ástralskt nútíma- málverk. Málverkið af Kelly, þar sem hann situr á hestbaki í miðri eyðimörkinni vopnaður risastór- um riffli, var selt fyrir tæplega Qörutíu milljónir ísl. króna á uppboði í Melbourne á mánudag. Ekki var vitað hver kaupandinn var en undanfarin fjörutiu ár hefur málverkið verið í einka- eigu. Reyndar er þetta í fyrsta sinn sem verkið er selt á opnum markaði, en Nolan málaði verkið í London á árunum 1954-1955. Nolan, sem lést árið 1992, sjö- tíu og fimm ára að aldri, hefur verið kallaður einn af fremstu listamönnum Ástralíu á þessari öld. Hann var helst þekktur fyrir tvær raðir málverka sem höfðu Ned Kelly sem meginviðfangs- efni, en Kelly þessi var nítjándu aldar óbyggðafari. Hann var handsamaður af yfirvöldum árið 1878, eftir að hafa verið illa særður í skotbardaga við lög- regluna í Victoria-ríki, og síðan hengdur, 26 ára að aldri. Kvæðakvöld í Kaffileik- húsinu DAGSKRÁ verður í Kaffileikhúsinu í kvöld, fimmtudag kl. 21, í tengslum við útgáfu á geisladisknum Raddir, sem kom út í samvinnu Árnastofnun- ar og Smekkleysu. Margir af helstu kvæðamönnum landsins munu kveða rímur, drykkjuvísur, danskvæði, barnagæl- ur og þulur. Einnig verða flutt gömul sálmalög. Ása Ketilsdóttir kemur frá Lauga- landi við Isafjarðardjúp en hún er kunnug fyrir flutning á barnagælum og fornum þulum. Fram koma auk Ásu Ketilsdóttur, Smári Olason, Steindór Andersen, Ólína Þorvarðardóttir, Njáll Sig- urðsson, Margrét Hjálmarsdóttir og Sigurður Sigui'ðarson, dýi’alæknir á Keldum. Umsjón hefur Andri Snær Magnason rithöfundur. -------------- Bókmenntaverð- laun Halldórs Laxness FRESTUR til að skila handritum í samkeppnina Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness 1999 er til 1. maí nk. Þau skal senda til Vöku-Helga- fells, Síðumúla 6, 108 Reykjavík, merkt „Bókmenntaverðlaun Hall- dórs Laxness". Handritin eiga að vera merkt dulnefni en rétt nafn fylgi í lokuðu umslagi. Verðlaunin, sem nema 500.000 krónum, eru veitt fyrir nýja og áður 00048 íslenska skáldsögu eða safn smásagna. Samkeppnin er öllum op- in og mun bókin, sem verðlaunin hlýtur, koma út hjá Vöku-Helgafelli sama dag og verðlaunin verða afhent nú í haust. FJ ARK AU P Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur samið við VISA-ísland og Europay-ísland um notkun krítarkorta við fjarkaup áfengis. Það telst fjarkaup, þegar handhafi krítarkorts hringir í vínbúðina Heiðrúnu, Stuðlahálsi 2 Reykjavík, biður um vöru, fær verð hennar og greiðir með því að gefa upp númer kortsins og gildistíma. Símanúmer Heiðrúnar er 560 7720 Vara verður send með fyrstu ferð til þess pósthúss, sem kaupandi nefnir, enda sé pósthúsið á þeirri skrá sem hér að neðan er birt. Þegar kaupandi sækir vöruna, framvísar hann krítarkorti sínu og kvittar fyrir móttöku hennar. s Óheimilt er að selja áfengi yngra fólki en tvítugu. ÁTVR greiðtr allan kostnað við sendingu vörunnar þ.m.t. umbúðir Miðað er við að pósthús, sem sent er til, sé í a.m.k. 25 km fjarlægð frá næstu vlnbúð. Pósthús, sem eru í samstarfi við ÁTVR um fjarverslun, eru þessi: 320 Reykholt 685 Bakkafjörður 345 Flatey 690 Vopnafjörður 350 Grundarfjörður 7I5 Mjóifjörður 370 Búðardalur 720 Borgarfjörður eystri 380 Króksfjarðarnes 730 Reyðarfjörður 465 Bildudalur 750 Fáskrúðsfjörður 470 Þingeyri 755 Stöðvarfjörður- 500 Staður 760 Breiðdalsvík 510 Hólmavík 765 Djúpivogur 520 Drangsnes 785 Fagurhólsmýri 530 Hvammstangi 8I5 Þorlákshöfn 565 ' Hofsós 840 Laugarvatn 6I0 Grenivík 845 Flúðir 61 I Grímsey 850 Hella 650 Laugar 860 Hvolsvöllur 660 Mývatn 870 Vík 670 Kópasker 880 Kirkjubæjarklaustur 675 Raufarhöfn Nýja heimilistölvan frá Compaq, Presario, er ein öflugasta og fullkomnasta heimilistölva sem fáanleg er í dag. Auk alls búnaðar sem finna má í öðrum góðum heimilistölvum, svo sem öflugs mótalds fyrir Internetið og allt að 8,0Gb harðs disks, er Presario 5240 með innbyggt DVD drif sem gerir notendum kleift að horfa á bíómyndir á skjánum í bestu hugsanlegu myndgæðum. Compaq Presario er tilbúin til notkunar beint úr kassanum. TAKMARKAÐ MAGN Tæknival Skeifunni 17 • Sími 550 4000 • Opið virka daga 09:00 -18:00 • laugardaga 10:00-16:00 AKRANES - Tölvuþjónustan - 431 4311 • AKUREYRI - TÆKNIVAL - 461 5000 • EGILSSTAÐIR - Tölvuþjónusta Austurlands’- 470 1111 » HORNAFJÖRDUR - Tölvuþjónusta Austurlands - 478 1111 » HÚSAVÍK - E.G. Jónasson - 464 1990 • ISAFJÖRÐUR - Tölvuþj. Snerpa - 456 3072 REYKJANESBÆR -Tölvuvæöing - 421 4040 SAUÐÁR KRÓKUR - Skagfiröingabúö - 455 4537 • SELFOSS - Tðlvu- og rafeindaþj.- 482 3184 VESTMANNAEYJAR - Tölvun - 481 1122 NYJASTI FJ OLSKYLDU MEÐLIMURINN ... islandia internet 3 manuðir fríir a netinu PRESARIO slcar öllum inð • fara inn ó Internetið • sjó bfómyndir (DVD) • færa heimilis- bókhaldið • læra heima • senda og fó tölvupóst • stunda bankaviðskipti og svo mætti enda laust telja Gerðu þér ferð i Tæknival og kynntu þér eina fullkomnustu heimilistölvu sem markaðurinn hefur upp á að bjóða - á einstöku verði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.