Morgunblaðið - 29.04.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.04.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 25 ERLENT Ihaldsmenn deila hart um stefnubreytingu London. Morgunblaðið. JÁRNFRÚIN varð agndofa og öskugrá þegar henni varð ljóst hvert Peter Lilley og William Hague, leiðtogi íhaldsflokksins, voru að fara með nýlegum ummæl- um sínum um einkaframtakið og velferðarmálin sem túlkuð eru sem fráhvarf íhaldsflokksins frá Thatcherismanum. Michael Ancram, formaður íhaldsflokksins, vísaði því í gær á bug að flokkurinn væri að yfirgefa Thatcherismann og sagði að Hague myndi „skýra“ mál- ið nánar í ræðu. Blaðið The Times greindi í gær frá því að sá starfsmaður flokksins er með félagatal þess og markaðs- mál hefði verið rekinn af Ancram þar sem talið væri að hann hefði lek- ið ræðu Lilleys til fjölmiðla áður en hún var flutt. Starfsmaður þessi telst til stuðningsmanna Michaels Portillos, fyrrum vamarmálaráð- herra, og mun hafa lekið uppkasti að ræðunni sökum þess hve hneykslað- ur hann var á innihaldi hennar. En á sama tíma og Margaret Thatcher grætur ummæli flokks- bræðra sinna getur hún glaðst yfir því að nú er á almannavitorði að for- sætisráðherrann, Tony Blair, hefur stöðugt samband við hana vegna stríðsrekstursins í Júgóslavíu. Hún er því ekki dauð úr öllum pólistísk- um æðum ennþá þótt hennar eigin flokkur, eða að minnsta kosti hluti hans, vilji ganga af pólitík hennar dauðri. Sagan er sögð þannig í breskum fjölmiðlum að Thatcher hafi vegna anna við undirbúning eigin ræðu við hátíðarkvöldverðinn í síðustu viku, látið hjá líða að renna yfir handrit að ræðu Lilleys sem henni hafði verið sent. Það hafi því í raun ekki verið fyrr en daginn eftir hátíðar- kvöldverðinn, að henni varð Ijóst, hvað Lilley raunverulega sagði og William Hague hnykkti á í sinni ræðu við hátíðarkvöldverðinn. Varð hún þá að sögn aðstoðarmanna bæði fól og fá. En íhaldsmenn halda áfram að rífast um Ihaldsflokkinn, einka- framtakið og velferðarmálin. Mich- ael Howard, sem fer með utanríkis- mál í skuggaráðuneyti, hefur verið harðorðastur þai' og hann neitaði í útvarpssamtali að taka undir orð Peters Lilleys. Howard sagði hins vegar í fyrradag að það hefði verið rétt ákvörðun að kjósa Hague for- mann. Hann var sjálfur í framboði gegn Hague og sagði ljóst að Hague hefur gi-ipið til umfangsmeiri upp- stokkunar á flokksstarfmu en hann sjálfur hefði haft kjark til. Af utanþingsmönnum hefur Michael Portillo látið hvað mest til sín taka. En Hague lætur sig hvergi. Hann segir að fari þessar umræður fyrir brjóstið á einhverj- um verði svo að vera. Nefskattur og einkavæðingar- áform slá á gagnrýnina Hugmyndir um að einkavæða póstþjónustuna og neðanjarðar- lestakerfið í London og afnema nef- skatt BBC eru sagðar eiga að slá á gagnrýnina og sýna að einkavæð- ingin er síður en svo horfin af eld- húsborði íhaldsflokksins. Þær hafa þó lítið náð að lægja óánægjuöld- urnar. En það eru ekld bara sveitar- stjómarkosningar í næsta mánuði, sem William Hague berst nú fyrir upp á líf í dauða. I júní verður kosið til Evrópuþingsins og þau mái hafa líka valdið óróa í íhaldsflokknum, svo ekki sé meira sagt, en opinber stefna flokksins er að halda fast í pundið, meðan margir áhrifamenn í flokknum eru harðir Evrópusinnar og fylgjandi einni Evrópumjmt, m.a. Michael Heseltine. Reyndar hafa þingmenn yfirgefið flokkinn og stofnað annan íhaldsflokk sem er fylgjandi evrunni. Þeir hafa nú gefið út bækling þar sem mönnum er gert að gera upp í milli Williams Hagues og Kenneths Clarkes en fjármálaráðherrann fyrrverandi er eindreginn fylgismaður evrunnar. Segir The Independent on Sunday, að á sjöttu milljón kjósenda muni fá bæklinginn og þeir munu ekki kom- ast hjá því að velta formannsstöðu Williams Hagues vandlega fyrir sér. Og til að bæta gráu ofan á svart koma endurminningar Georges Waldens, fyrrverandi ráðherra, út á bók, þar sem hann er ekkert að fara í launkofa með álit sitt á mönnum og málefnum. Og hvað segir hann um William Hague. „Þegar ég lít yf- ir þau ár, sem við sátum saman á þingi, get ég hreint ekki munað til þess að hann hafi nokkurn tímann sagt eða gert eitthvað áhugavert. Þegar mér dettur William Hague í hug, þá kemur mér ekkert í hug!“ AP Mótmæli í Peking ÞÚSUNDIR Kínverja efndu til mótmæla í Peking um siðustu helgi og kröfðust þess að fá að stunda í friði ákveðna tegund hugleiðslu, sem kallast „falun“. Lét lögreglan fólkið að mestu afskiptalaust en varaði það þó við að ögra yfirvöldunum. Leiðtogi hugleiðslusafnaðar- ins býr í Bandaríkjunum og segir hann, að safnaðarfólkið skipti tugum milljóna í Kína. ATiæqjQ furir qIIq Allir íbúar Reukjaneskjördæmis Allir íbúar Reykjoneskjördæmis eru boðnir velkomnir o fjölskyldu- skemmtonir Sjólfstæðisflokksins. Seltjarnarnes Rmmtud. 29. opríl kl. 18:00. Fjölskylduskemmtun ó Eidistorgi. Gestgjofi: Hildur Jónsdóttir. TöfromQÓurinn Bjorni, Brossbondið og Nemendur úrTónlistorskólo Seltjomomess. Árni M. Mothiesen flytur óvorp. Mosfellsbær Mónudoginn 3. maí kl. 18:00. Fjölskylduskemmtun í Kjorno. Gestqjofi: Alfo Jóhonnesdóttir. Töfromoðurinn Bjorni, Hljómsveitin Leynifélogid, Dúettinn Tveir úr Hofnor- firdi og stúlkur úr Mosfellsbæ syngjo. Sigrídur Anno Þórdordóttir fiytur ovorp. Kópavogur Föstudoginn 30. apríl kl. 18:00. Fjölskylduskemmtun ó Smórotorgi. Gestgjofan Árni Rognor Árnoson og Helgo Gudrún Jónosdóttir. Töfromodurinn Bjorni, Skólohljómsveit Kópovogs, leiktæki og ís fyrir krokko, dúettinn Tveir úr Hofnorfirdi, Asgeir Póll og EyjóHúr Kristjónsson lodo from hino hlidina ó frombjódendum. Gunnor I. Birgisson flytur óvorp. Helgo G. Gunnor I. i Hildur Sigrídur Alfo Kosningoskrifstofo Seltjarnornesi: Austurströnd 3, s. 561 1220. Kosningaskrrfstofa Mosfellsbæ, Kjalornesi og Kjós: Urdorholt 4, Mosfellsbæ, s. 566 7755. Kosningaskrifstofa Kópavogi: Homroborg 1, s. 554 9545, fox 554 1166. SJÁLFSTÆÐISMENN Á REYKJANESI Wá wwwjtd-reykjanes.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.