Morgunblaðið - 29.04.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 29.04.1999, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nemendur í MR hlutskarpastir í hugmyndasamkeppni ungs fólks í vísindum og tækni Rannsökuðu vetrarbrautar- þyrpingu Morgunblaðið/Sverrir LIÐIN sem fengii viðurkenningu í keppninni ásamt ieiðbeinendum sínum og aðstandendum keppninnar, en fyrirtækin Isaga og Islensk erfðagreining gáfu verðlaunaféð sem fulltrúi fyrrnefnda fyrirtækisins, Geir Zoéga, afhenti sigurvegurunum. HELMINGUR sigurliðsins úr MR, þeir Tryggvi Þorgeirsson og Jóel Karl Friðriksson. FJÓRIR nemendur úr Menntaskól- anum í Reykjavík fengu fyrstu verð- laun Hugvísis, samkeppni ungs fólks í vísindum og tækni, sem afhent voru í gær. Sigurliðið fékk 200 þúsund krónur í verðlaunafé og boð að auki um að keppa fyrir Islands hönd í Evrópukeppni ungra vísindamanna sem haldin verður í Grikklandi næsta haust. Formaður dómnefndar, Sigmund- ur Guðbjarnason prófessor, afhenti verðlaunin við athöfn í Hinu húsinu í gær. Sigurliðið, sem skipað er þeim Jóel Karli Friðrikssyni, Páli Mel- sted, Sverri Guðmundssyni og Tryggva Þorgeirssyni, nefndu verk- efni sitt Vetrarbrautarþyrpingin MS1621+2640. Nutu þeir hand- leiðslu Vilhelms Sigfúsar Sigmunds- sonar stjameðlisfræðings og kenn- ara í MR. Afar vandað verkefni Verkefnið fólst í að unnið var úr ljósmyndum, sem teknar hafa verið af tveimur íslenskum visindamönn- um, með norræna stjömusjónaukan- um á Kanaríeyjum og beitingu þeirra við notkun eðlisfræði til að svara mikilvægum spumingum í nú- tíma eðlisfræði, sveigju ljóss í geimnum vegna þyngdarlinsuáhrifa. Vinna hópsins fólst einkum í að samræma íslensk gögn við kanadísk gögn sem voru til viðmiðunar og kanna með sameinuðum gagna- gmnni hvaða vetrarbrautir á mynd íslenska hópsins tilheyra vetrar- brautarþyrpingunni MS1621+2640. Þannig var sett upp línurit sem sýndi lit vetrarbrauta og fjarlægð þeirra frá jörðu með því að nota eðl- isfræði rauðviks ljóss. Þá reyndi hópurinn að ákveða eðlisfræðilegar stærðir í hinni fjarlægu vetrar- brautaþyrpingu, svo sem massa, fjarlægð frá jörðu, Ijósafl og lit. Einnig freistaði hópurinn þess að at- huga hvort vetrarbrautarþyrpingin hefur vegna gífurlegs massa síns svokölluð þyngdarlinsuáhrif á ljós frá bakgrunnsuppsprettum Ijóss í himingeimnum. „í heild er hér á ferð afar vandað og metnaðarfullt verkefni sem hefur verið leyst af hendi á mjög fagmann- legan hátt. Hópurinn hefur notið góðs stuðnings frá kennara sínum og íslenskum fræðimönnum á sviði stjarneðlisfræði,“ sagði Sigmundur við afhendinguna og og kvað hópinn jafnframt hafa sýnt vandaða vinnu við gagnaúrvinnslu. Þá ákvað dómefrid að veita verk- efninu „Viðhorfskannanir á Intemet- inu“ sérstaka viðurkenningu en það fjallaði um tæknilega möguleika á að framkvæma frjálsar viðhorfskannan- ir í gegnum Intemetið. „Þar var unnin sélega vönduð og fagleg vinna við lýsingu á heildstæðu kerfí af hug- búnaði sem gæti gert slíkar kannan- ir mögulegar og auðveldar í uppsetn- ingu. Slíkt kerfí gæti lagt tæknilegan gmnn að nýjum aðferðum við kann- anir af ýmsum toga. Framhaldið gæti til dæmis verið athugun á töl- fræðilegu eða vísindalegu gildi slíkra kannana og á hvaða hátt mætti byggja slíkt mat inn í sjálfvirkni kerfísins,“ segir Sigmundur. Skólayfirvöldum hrósað Dómnefnd ákvað ennfremur að veita nemendum í Fjölbrautaskóla Suðurlands sérstaka viðurkenningu, en þeir tóku þátt í Hugvísi í tveimur verkefnahópum á sviði notkunar svo- kallaðra vöðvavíra í vélmennum. Dómnefndin hrósaði skólayfírvöld- um Fjölbrautaskólans fyrir það fmmkvæði að setja upp námskeið á sviði stýritækni og efnistækni í skól- anum og lagði til að nemendahópun- um og skólanum yrði veitt viður- kenning fyrir verkefnasviðið og frumkvæði í þessum efnum. Samkeppninni er ætlað að efla hæfni ungra vísindamanna til að leysa vandamál á nýstárlegan hátt, t.d. með því að taka verkefni fyrir í heOd sinni, sýna markvisst vinnu- ferli, eigið fmmkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. Keppnin er hluti af mannauðsáætlun Evrópusambands- ins, sem Island tekur þátt í með EES-samningnum. Að lokinni verð- launaafhendingunni í gær var opnuð sýning á þeim verkefnum sem komust í undanúrslit og einnig sýn- ing á sigurverkefni sænsku vísinda- keppninnar í ár, en það fjallar um of- urleiðara. Tryggvi Þorgeirsson og Jóel Karl Friðriksson, sem sæti eiga í sigurlið- inu, segja að ótal rannsóknir hafi verið gerðar á vetrarbrautaþyrping- um og ekki sé hægt að segja að þyrpingin sem þeir tóku til athugun- ar sé merkilegri en aðrar. „Okkur finnst mikilvægast í þessu samhengi að sýna fram á að hver sem er getur náð í upplýsingar á Netinu af því tagi sem við sóttum og gert eigin mælingar út frá þeim,“ segja þeir. Notfærðu sér litiun „Okkur tókst að ákveða litinn á vetrarbrautaþyrpingunni út frá myndum sem við höfðum til hlið- sjónar. Þær voru annars vegar teknar með rauðri ljóssíu og hins vegar með blárri ljóssíu. Þannig tókst okkur að nota litinn til að ákveða hvað tilheyrði vetrarbrauta- þyrpingunni og hvað ekki. Þessar upplýsingar eru margþættar og virðast kannski flóknar við fyrstu sýn, en eru kannski mun einfaldari þegar grannt er skoðað.“ Þeir segj- ast ánægðir með viðurkenninguna og hópinn í heild sinni, en hann hafi verið einstaklega samstilltur og góður og meðlimir hans unnið vel saman. 20 sm stillanlegur háls Sápu/- \ vatnsstillir 200 ml sápuhólf Sápu-^ áfylling Snúanlegur stútur, 6 mism. sprautugerðir Sterkur belgur, ryðgar ekki Gikkur 20 sm lenging, stillanleg Hitaeinangrað handfang----- Háþrýstivalnsbyssunni er smellt á garðslönguna og útkoman er lítil háþrýstidæla. Sápan er sett í sáputankinn og Smellitenging fyrir venjulega garðslöngu hægt er að þvo gluggana, jafnvel á 3. hæð, þakið, þakrennuna, gangstéttina, bílinn og hvað sem er. Þvottur verður fljótlegri og auðveldari. 12 mánaða verksmiðjuábyrgð. Falleg gjafapakkning og verðið er ótrúlegt, kr. 2.800 Vírusar hafa ekki áhrif á Apple ACO hefur sent frá sér eftirfar- andi athugasemd: ÞEIR tölvuvírusar sem hafa verið að hrjá „suma“ landsmenn hafa alls engin áhrif á Apple-tölvur. Að gefnu tilefni viljum við hjá Aco koma þeirri athugasemd á fram- færi við fjölmiðla og aðra að tölvu- veirur þær sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum síðustu daga hafa engin áhrif á Apple-tölvur. Við hjá Aco erum samþykkir því að hvetja almenning og tölvunotend- ur til að vera á varðbergi gagn- vart tölvuvírusum en það verður að gæta sanngirni í fréttaflutn- ingi. 216% söluaukning á Apple-tölv- um á síðasta ári þýðir að mun fleiri nota Apple-tölvur í dag en fyrir ári og þessi umræddi tölvu- vírus hefur alls engin áhrif á Apple-tölvur. Það er von okkar að þetta verði leiðrétt til að saklausir Apple-notendur hljóti ekki ónæði af og auk þess væri nú rétt hjá fjölmiðlum að fjalla um 2000- vandaleysi Apple því allar Apple- tölvur eru stilltar fram til ársins 29.940 (tuttuguogníuþúsundníu- hundruðogfjörutíu!) - geri aðrir betur. Firmakeppni í pilukasti PÍ LUKASTSFÉ LAG Grandrokks stendur fyrir firmakeppni í pílu- kasti laugardaginn 1. maí kl. 14. Um er að ræða opið mót og verður hver sveit skipuð fjórum keppend- um. Þátttakendur geta skráð sig á Grandrokk, Smiðjustíg 6, til kl. 13.30 á laugardag. Keppnisgjald er 1.000 kr. fyrir hverja sveit og hljóta þrjár efstu verðlaun. A Grandrokk hefur nú verið komið upp fullkominni aðstöðu til pílu- kasts og með því hefur verið bætt úr brýnni þörf á þessari íþrótt sem nýtur vaxandi vinsælda hérlendis, segir í fréttatilkynningu. Ráðstefna Komið og dansið KOMIÐ og dansið, samtök áhuga- fólks um almenna dansþátttöku á Islandi, standa fyrir ráðstefnu fimmtudaginn 29. apríl kl. 9-14.30. Efni ráðstefnunnar er undir yf- irskriftinni „Verum saman" en sambáerilegt átak undir nafninu „Vær sammen" hefur á undan- förnum árum verið samtarfsverk- efni lögreglu, kirkju, skóla og fé- lagsþjónustu í samstarfi við Kom og Dans í Noregi, segir í fréttatil- kynningu. Níu fyrirlesarar frá ofangreind- um aðilum í Noregi ílytja erindi ásamt ávörpum frá fulltmum sam- takanna Island án eiturlyfja og Afengis- og vímuvarnaráði. Ráðstefnan verður haldin í Danshöllinni, Drafnarfelli 2. Eng- inn kostnaður er við þátttöku. A ráðstefnunni er reiknað með þátttöku fulltrúa frá lögreglu, kirkju, skóla, íþrótta- og tóm- stundaráði, félagsþjónustu og ýmsum félagasamtökum á sviði uppeldismála á Reykjavikursvæð- inu, segir einnig í fréttatilkynn- ingu. Y alborgarhátíð í Viðey EINS og venja er heldur Islensk- sænska félagið upp á Valborgar- messu með sænsku hlaðborði, skemmtun og brennu að kvöldi 30. aprfl. Að þessu sinni verður Valborg- arhátíðin í Viðey og mun Herman af Trolle, nýskipaður sendiherra Svíþjóðar á Islandi, flytja hátíðar- ræðuna. Meðal skemmtiatriða er Glúntasöngur Ingimars Sigurðs- sonar og Þorsteins Guðnasonar við xmdirleik Reynis Jónassonar. Brottför til Viðeyjar er frá Sundahöfn kl. 19.30 nk. föstudags- kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.