Morgunblaðið - 29.04.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 29.04.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 53 lækni hennar er haft að hann minn- ist þess ekki að hafa fengið sjúkling gangandi inn til sín í því ástandi sem hún var þá í. Ljóst er að Mar- grét náði sér aldrei eftir þetta og var í reynd mun veikari en hún lét uppi. Reynsla Margrétar kom m.a. fram í því að hún treysti fyrst og fremst á sjálfa sig, vildi halda sjálf- stæði sínu til orðs og athafna, vildi ekki vera upp á aðra komin eða láta hafa fyrir sér. Þessir eiginleikar Margi'étar gerðu það að verkum að fráfall hennar kom okkur á óvart, þótt við vissum að sjúkdómur henn- ar gæti hrifið hana burt frá okkur hvenær sem var. Örfáum dögum fyrir andlát sitt var hún hjá okkur í Hvassaleitinu og var þá m.a. rætt um hvernig okkur langaði að halda upp á áttræðisafmælið hennar í haust. Við Margrét þekktumst í nær 30 ár og bar þar aldrei skugga á. Við vorum mjög nánar og töluðum sam- an daglega þegar því varð komið við. Ég mun sakna nærveru hennar en veit að minningin um góða konu mun lifa áfram. Ég kveð elskulega tengdamóður mína með hjartans þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning hennar. Gunnhildur Lýðsdóttir. Elsku amma okkar er látin. Það varð okkur mikið áfall að frétta af skyndilegu andláti ömmu. Hún virkaði alltaf miklu sterkari og hraustari en hún í rauninni var, enda var hún ekki mikið fyrir að kvarta við aðra. Við bræðumir hefð- um gjai'nan viljað fá að njóta þess lengur að eiga ömmu að, en erum þakklátir fyrir þau ár sem við áttum með henni. Það þurfti ekki mikið til að gleðja hana ömmu okkar enda var hún nægjusöm kona. Eitt símtal var nóg til gleðja hana svo ekki sé nú talað um ef við Iitum til hennar í heim- sókn eða buðumst til að ná í hana í heimsókn á heimili Hálfdanar í Kópavogi, en þangað treysti hún sér ekki að keyra sjálf. Hún amma var reyndar mjög dugleg að aka litla bílnum sínum, en vildi ekki keyra í ný hverfi. Henni fannst það eins og að fara í nýja ókunna borg og það var eitt af fáum einkennum sem við tókum eftir til marks um að aldur- inn væri að færast yfir hana. Amma var mjög em allt fram á síðasta dag og þrátt fyrir að vera elst í fjöskyld- unni var hún sú eina sem ekki rugl- aði saman nöfnum okkar bræðra. Hún amma hafði alltaf eitthvað til að hlakka til. Við vissum að hún hlakkaði til þess að verða áttræð og að verða langamma sem hún hefði orðið í ágúst. Við erum þakklátir fyrir þær stundir sem við áttum með henni. Megi hún hvíla í friði, en minning okkar um hana lifir. Hálfdan Guðni, Lýður Heiðar og Helgi Már. Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gakk þú inn og geymdu mig, guð, í nafni þínu. (Höf. ók.) Mín elskulega systir er dáin, horfin. Magga systir er farin yfir móðuna miklu, það er erfitt að trúa því, þó vissu bæði ég og aðrir ætt- ingjar hennar að kallið gæti komið hvenær sem væri. Mig setti hljóða um stund, en hugsun mín snerist svo upp í þakklæti, fyrir að hafa eytt deginum áður með henni, fyrst á hennar fallega heimili og síðan heima hjá einni dóttur minni. Tím- inn leið alltof fljótt, við rifjuðum upp liðna atburði og ótal margt. Þegar við kvöddumst var hún til- tölulega hress og nýr dagur risinn. Þetta voru síðustu samfundir okkar, um morguninn var hún öll. Þegar ég staldra við kemur fram í hugann svo ótál margt frá löngu liðnum tíma, sem ekki verður tíund- að hér. Mig langar þó að minnast nokkurra atburða sem lýsa hennar mikla kærleika og hlýju til mín og minna. Það fyrsta sem ég man eftir Möggu systur er, þegar hún var að koma heim að Enni í jóla- eða sum- arfrí. Þá færði hún mér alltaf eitt- MINNINGAR KIRKJUSTARF hvað fallegt úr henni Reykjavík. Eftir að hún stofnaði sitt eigið heimili, sem var í Reykjavík, stóð það ávallt opið mér og mínu fólki. Og áfram hélt umhyggjan fyrir litlu systur. Eftir að ég settist að austur á landi var hún mjög dugleg að halda við tengslunum. T.d. voru fyrstu páskaeggin sem börnin mín fengu frá Möggu frænku eins og þau sögðu. Sá hún þeim svo áfram fyrir þeim, meðan þau voru smá- ungar. Henni lét betur að gefa en þiggja. Við vorum alltaf í miklu sambandi, miðað við að búa hvor á sínu landshorninu. Að hluta til hef- ur það jafnvel líka verið af þessum barnaskiptum eins og við sögðum stundum. En hún trúði mér fyrir yngri syni sínum aðeins fimm ára gömlum og dvaldi hann í sveitinni hjá okkur hjónum næstu átta sum- ur. Milli okkar myndaðist djúpstæð vinátta, sem hefur haldist. Fyi'ir það er ég mjög þakklát, og er það mér mikils virði. Tíminn tifaði áfram með sínum eðlilegu sveiflum. Frá birtu til rökk- urs hjá okkur systnim. Oftar en einu sinni kom upp sú staða hjá mér, að þurfa að láta börnin frá mér tímabundið. Allt frá því að vera nokkurra daga gömul. Þá kom styrkurinn frá minni góðu systur og hennar fjölskyldu. Hún taldi sjálf- sagt að annast bömin mín inni á sínu heimili. Vafalaust hefur það verið mikið álag á hana og þau öll. Verður stuðningur á slíkum stund- um seint fullþakkaður. Árin liðu og minna varð um bamaskipti, nema hvað ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að fá systur mína í heimsókn. Stundum þá með sonardóttur og nöfnu með sér, sem varð þá eftir í sveitinni. Yngsta dóttir mín og hún náðu vel saman og voru miklir félagar á þessum tíma. Magga var alltaf mín stóra systir, hún gaf mér styrk þeg- ar á þurfti að halda. Hún var and- lega sterk, stórbrotin, stolt kona. Hún hafði ákvéðnar skoðanir og gat sagt þær umbúðalaust, ef svo bar undir. Hún var sannur vinur vina sinna. Ég er mjög þakklát íyrir að hafa fengið að vera með henni þetta síð- asta kvöld. En það var einkennileg tilviljun, ég var á leiðinni til að vera viðstödd fei'mingarathöfn dóttur- sonar míns. Lífið er skrítið, það er ótrúlegt að eiga ekki oftar stund með Möggu systur. Stutt er á milli lífs og dauða þótt maður viti það eitt, að þessa ferð förum við öll. Og við vitum líka að við komum ekki til baka. Samt er maður alltaf jafn óviðbúinn. Mín hjartans besta huggun er, við heimsins dyr þú fagnar mér í björtum sólarbjarma. (Gísli Ólafsson) Elsku Siggi og Gunnar Helgi, við Jón, börnin okkar og fjölskyldur þeirra sendum ykkur og fjölskyld- um ykkar innilegar samúðai'kveðj- ur. Megi góður guð ávallt vera með ykkur. Elsa G. Þorsteinsdóttir. Við kölluðum hana alltaf Möggu frænku. Þannig var hún okkur systkinunum, þótt skyldléikinn væri enginn. Hún var konan hans Hálf- dans föðurbróður okkar. Pabbi átti þennan eina bróður og mamma var einbimi. Það var stutt á milli heimil- anna og leiddi því af sjálfu sér að samgangurinn var mikill þegar við vorum böm og þótt fjölskyldumar stækkuðu var Magga áfram sjálf- sagður hluti hópsins hvenær sem eitthvað stóð til. Magga var sterkur persónuleiki. Hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og það var alltaf skemmtilegt að tala við hana. Hún hefur sjálfsagt ekki verið allra fremur en aðrir sem era afdráttar- lausir í fasi. En í okkar augum vai' þetta kostur. Magga var stolt kona og vildi standa á eigin fótum. Hún vann oft mikið og lengi, bæði í fyrir- tæki þeirra hjóna og á heimilinu. En vinna þótti henni ekki leiðinleg. Það var einkennandi fyrir hana hvemig hún bar sig. Hreyfingar hennai' bára vott um dugnað, áhuga og gleði, þótt líf hennai' hefði ekki alltaf verið dans á rósum, og nú síðustu árin var hjart- veikin faiin að há henni. Hún gerði jafnan lítið úr því, sagðist vera bara alveg sæmileg í hvert skipti sem hún var spurð. Hún hafði meiri áhuga á að tala um aðra hluti og tryggð henn- ar og hlýhugur til fjölskyldu okkar kom oft fram í þeim samtölum. Við voram ekki öll há í loftinu þeg- ar Magga og Hálfdan gengu í hjóna- band og nú hálfri öld síðar sagði hún að sér stæði það Ijóslifandi fyrir hug- skotssjónum hvemig við litum út þá. Við munum líka að okkur þótti Magga heimsins besti kokkur og höfðum á henni matarást. Veislumai' í Stórholtinu vora því tilhlökkunar- efni, langt fram eftir aldri, og ekki skemmdi að í þeim veislum var mikið sungið. Halli frændi var í tveimur kóram og kórfélagamir vora iðulega meðal veislugesta. Þá settist Halli við gamla orgelið og brátt hristist húsið af kröftugum, margradda söng. Við sáum ekki ástæðu til að kvaita yfir þeim fjölskylduboðunum. Fyrir nokkram áram flutti Magga í næstu íbúð við mömmu á Afla- grandanum. Efth’ það leið varla sá dagur að þær litu ekki inn hvor til annarrar, stundum oft á dag. Þetta nábýli varð líka til þess að við systk- inin sáum mun meira til þessarar frænku okkar en áðm- og má segja að við höfum þá fyrst kynnst mörgum kostum hennar. Magga var níu áram yngri en mamma og var henni ómet- anleg hjálparhella, auk þess að vera mikill vinur. Það má segja að þær hafi verið eins og góðar systur þessi síðustu æviár sín. Fráfall mömmu fyrir tveimur mánuðum var Möggu mikið áfall og hún talaði oft um það hvað sér fyndist orðið tómlegt í hús- inu. Okkur finnst líka tómlegt án Möggu frænku. Við þökkum henni fyrir tryggð hennar og órofa vináttu um áratugi og kveðjum hana með söknuði. Torfi, Helgi, Hallgrímur og Sigurveig. Safnaðarstarf Vorferðalag barnastarfs Sel- tj arnarneskirkj u FARIÐ verður í vorferðalag barna- starfsins sunnudaginn 2. maí nk. Við byrjum á því að hittast kl. 11 og taka þátt í fjölskylduguðsþjónustu í Sel- tjarnameskirkju. Að henni lokinni bíður rúta eftir okkur sem flytur okkur að Reynisvatni. Við komum til með að syngja mikið, fara í leiki og grilla pylsur. Æskilegt er að börn komi í fylgd með foreldram sínum, enda er þetta fjölskyldudagur. Þeir sem vilja veiða komi með veiðistangir sínar með sér. Aætluð heimkoma er um kl. 15. Munið að koma vel klædd og með fulla vasa af góðu skapi. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma kirkjunnar 561 1550. Við í Sel- tjarnarneskirkju þökkum fyrir sam- starfið í vetur. Það var gaman að fá ykkur svona mörg í starfið og við hlökkum til að sjá ykkur aftur næsta haust. Bestu kveðjur frá starfsfólki Seltjarnarneskirkju. Barnakórar og myndlistar- sýning í Landakirkju VORLISTAHÁTÍÐ verðiu- sett í Landakirkju við guðsþjónustu kl. 14, sunnudaginn 2. maí. Litlir lærisvein- ar halda tónleika í safnaðarheimilinu eftir messu undir stjórn Helgu Jóns- dóttur, ásamt þriggja manna hljóm- sveit. Krakkar í Barnakór Flúða- skóla syngja sem gestir á tónleikun- um, ásamt stjórnanda sínum, Edit Molnár; og nemendur úr tónlistar- skóla Árnesinga leika á hljóðfæri. Bjöx-t og falleg lög verða efst á baugi á þessum tónleikum. Aðgangur er ókeypis. Við sama tækifæri verður opnuð sýning Þorgerðar Sigurðardóttur á grafíkmyndum, sem hún hefur unnið um heilagan Martein fi'á Tours. Þessi sýning verður opin í safnaðai'- heimilinu fyrir kirkjugesti og þá sem eiga erindi í safnaðai'heimilið fram í júnímánuð. Myndir þessar era gerð- ai' eftir fornu altarisklæði úr Grenj- aðarstaðakirkju í Aðaldal, sem varð- veitt er með öðram dýrgripum í Lou- vre-safninu í París. Má geta þess að heilagur Marteinn var sérstök fyrá'- mynd Ólafs Tryggvasonar Noregs- konungs er sendi út til íslands þá Gissur og Hjalta til að reisa hér kirkju og vinna að kristnitökunni. Kvennakirkjan í Stykkishólmi KVENNAKIRKJAN heldur messu í gömlu kirkjunni í Stykkishólmi fóstudagskvöldið 30. api"íl, kl. 20.30. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir pré- dikar. Aðalheiður Þorsteinsdóttir leikur á hljóðfæri og stjómar söng. Kvennakirkjan er sjálfstæður hóp- ur innan þjóðkirkjunnax- og byggir starf sitt á kvennaguðfræði. Mark- miðið er að vefa saman líf og trú svo að trúin á Guð gefi konum traust á sjálfar sig, aðra og lífið. Heimsókn Kvennakirkjunnar i Stykkishólm er í samvinnu við kvennahópinn Emblu en séra Auður Eir hefur haldið námskeið í kvenna- guðfræði hjá hópnum. Messui' Kvennakirkjunnar era með frjáls- legu sniði og lögð er áhersla á virka þátttöku þeirra sem koma. Messan á föstudagskvöldið er öllum opin. Kórsöngur og sagarspil í Laugarneskirkju Á SAMVERU eldri borgara í Laug- ameskirkju sem haldin verður fimmtudaginn 29. apríl kl. 14 í safn- aðarheimilinu munu góðir gestir skemmta. Kvennakór Kvöldvökukórsins mun koma fram með stjómanda sín- um, Jónu Kristínu Bjarnadóttur. Mun kórinn flytja ýmis þjóðleg lög og aðrar vísur auk þess að leiða fjöldasöng þar sem Hákon Sig- tryggsson leikur undir á sög. Það er þjónustuhópur Laugameskirkju sem undirbýr og leiðir samkomuna ásamt sóknarpresti og kirkjuverði. Era eldri borgarar sóknarinnar hvattir til að fjölmenna í safnaðar- heimilið. Áskirkja. Opið hús fyrá' alla aldurs- hópa kl. 14-17. Bústaðakirkja. Foreldramoi'gnar kl. 10-12. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla ald- urshópa í safnaðarheimilinu á milli kl. 14-16. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun, altaris- ganga. Léttur málsverður í safnað- arheimili eftir stundina. Háteigskii-kja. Starf fyrir 10-12 ára böm kl. 17. Kristin íhugun kl. 19.30. Taizé-messa kl. 21. Langholtskirkja. Opið hús fyrir for- eldra yngri bama kl. 10-12. Söng- stund. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Gunnar Gunnarsson leikur á orgel frá kl. 12. Prestur sr. Bjami Karlsson. Léttur málsverður að stundinni lokinni. Samvera eldri borgara kl. 14. Kvennakór Kvöld- vökukórsins mun koma fram með stjórnanda sínum, Jónu Kristínu Bjamadóttur. Hákon Sigtryggsson leikur undir fjöldasöng á sög. Þjón- ustuhópur Laugameskirkju undir- býr og leiðir samkomuna ásamt sóknarpresti og kirkjuverði. Eldri borgarar sóknarinnar era hvattir til að fjölmenna. Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn á föstudögum kl. 10-12. Digraneskirkja. Foreldramoi'gnar kl. 10-12 í umsjá Fjólu Grímsdóttur og Bjargar Geirdal. Leikfimi aldr- aðra kl. 11.15. Bænar- og kyrrðai'- stund kl. 18. Bænarefnum má koma til sóknarprests eða kix-kjuvarðar, einnig má setja bænarefni í bæna- kassa í anddyri kirkjunnar. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11-12 ára kl. 17. Grafarvogskirkja. Mömmumorgnar kl. 10-12. Áhugaverðir fyrirlestrar, létt spjall og kaffi og djús fyrir börn- in. Kyrrðarstundir í hádegi kl. 12.10. Fyrirbænir og altarisganga, léttur hádegisverður. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7-9 ára böm kl. 16.30. Kópavogskirkja. Starf eldri borgara í dag kl. 14-16 í safnaðarheimilinu Borgum. Kyrrðai’- og bænarstund í dag kl. 18. Fyrirbænarefnum má koma til prests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja. Fundur KFUM fyrh' 9-12 ára stráka er í dag kl. 17.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 10-12 ára börn frá kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu, Linnetstíg 6. Æskulýðsfundur kl. 20-22. Hafnarfjarðarkirkja. Mömmumorgnar kl. 10-12 í Vonar- höfn. ÁTN-stai'f fyrir 8-9 ára kl. 17-18.30 í Vonarhöfn. Vídalínskirkja. Bænar- og kyrrðar- stund kl. 22. Kaffi eftir athöfn. Bibl- íulestur kl. 21. Viðistaðakirkja. Foreldramorgunn milli kl. 10-12. Lágafellskirkja. Kyrrðar- og bænar- stundir alla fimmtudaga kl. 18 í vet- ur. Keflavíkui'kirkja. Kyrrðar-, fyrir- bæna- og fræðslustund í kirkjunni kl. 17.30-18. Umsjón: Lilja G. Hall- grímsdóttir, djákni. Landakirkja Vestmannaeyjum. Helgistund á sjúki'ahúsinu, dagstofu, 2. hæð, kl. 14.30. Opið hús fyrir ung- linga í KFUM & K húsinu kl. 20.30. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Spilakvöld aldraðra, í kvöld fimmtudag, kl. 20. Baldur Rafn Sigurðsson. KFUM og KFUK. Hátíðarsamkoma verður í aðalstöðvum KFUM og KFUK við Holtaveg í dag, fimmtu- dag, kl. 20.30 vegna 100 ára afmælis félaganna. En KFUK var stofnað þennan dag fyrir 100 árum. Ávörp flytja forseti íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti borgar- stjómar, fni Guðrún Ágústsdóttii', og fleiri. Hátíðarræðu kvöldsins flyt- ur biskup Islands, hr. Karl Sigur- bjömsson. Allir era velkomnir á há- tíðarsamkomuna á meðan húsrúm leyfir. Akraneskirkja. Fyrábænarstund kl. 18.30. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningai'greinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegi-i lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar era birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handi-it séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru neftidar DOS-textaski'ár. Þá eru i'itvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úi-vinnslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.