Morgunblaðið - 29.04.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.04.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 33 „Fótspor á himnum“ fær góðar viðtökur í Danmörku ég, eitthvað smávegis," segir Bern- harður og þeir Atli hlæja dátt. Sam- stiga í því sem öðru. En aftur að fyrstu sinfóníu Atla. Hvemig tónsmíð er hún? „Tónsmíða- aðferðin er spuni,“ segh' tónskáldið. „Eg læt innblástur augnabliksins ráða ferðinni. Eg kæri mig kollóttan um ft’æðikenningar gamlar og nýjar. Hér er engin sinfónísk stefjaúr- vinnsla eða hefðbundin uppbygging. Þaðan af síðm' strúktúr og textúr, pattern og set eða spektralpælingar. Alh’a síst póstmódernismi.“ Er hún þá ekki flókin í flutningi? „Þetta er nýtt fyrir hljómsveitina, ég geri mér fulla grein fyrir því,“ svarar Atli. „Tónasamsetningin er óvanaleg og gerðar eru miklai’ kröfrn’ til hvers einasta hljóðfæraleikai-a sem á svið- inu situr. Sennilega er ekkert verk sem ég hef skrifað eins erfitt í flutn- ingi.“ „Eg get tekið undir það,“ skýtur Bemharður inn í. Sinfónían er jafnframt eitt lengsta tónverk Atla - tekur liðlega klukku- stund í flutningi. „Þessi lengd af sin- fóníum kemur fram í byi’jun þessar- ar aldar. Hjá Bruckner lengist þetta, verður ekki tónverk, heldur heill heimur. Sama má segja um Mahler og Síbelíus er líka mjög langur. Þá má einnig nefna sinfóníur Þjóðverj- ans Karls Amadeusar Hartmanns sem ég held mikið upp á.“ Kveðja úr norðri - og svo fer allt af stað Verkið er í fjórum þáttum. „Fyrsti þátturinn hefst á klarínettsóló líkt og fyrsta sinfónía Síbelíusar,“ segir Atli. „Kveðja úr norðri - og svo fer allt af stað. Hljóðteppi í strengjum, furðuvefnaður, þekur heyrnarflötinn og alls konai’ sólóar, dúó, tríó, koma og fara, ...skuggar lyftast og líða um hjarn líkt eins og mynd á þili..., segir í kvæði Jóns Helgasonar. Annar þáttur er skertsó og þar ríkja blásararnir. Þátturinn minnir á Jónsmessunæturdraum Mendelsohns. Dansar í þrískiptum takti. Álfareið í neonljósum. Dálítið fríkaður þáttur, einmanaleiki og kvöldstemmning. Þriðji þátturinn er eim’adda strengleikur blandaður klukkna- hljómi. Hann er ógnarhægur og eld- hraður í senn eins og súmó-glíman japanska. Þetta er draumleikur. Og fjórði þátturinn grundvallast á síbylju í slagverkinu og endar á ann- arlegum sálmi á atómöld, en svo hét ein ljóðabóka Matthíasar Johannes- sen. hvattur til náms í klassískum gítar- leik og náði snemma valdi á flókn- ustu verkum, svo eftir var tekið. „Það má eiginlega segja að mér hafi verið ýtt út í klassískan gítarleik á sínum tíma, ég var ekkert sérstak- lega spenntur í fyrstu. Fljótlega féll ég þó kylliflatur fyrir klassíkinni og sé ekki eftir neinu í dag.“ Eftir að Barrueco flúði ásamt fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna 1967 nam hann í Miami, New York og Baltimore, þaðan sem hann lauk burtfararprófi undir handleiðslu Aarons Shearers. Eldskírn sína hlaut hann í Carnegie Hall 1974 eft- ir að hafa orðið fyrsti gítarleikarinn til að hreppa hin eftirsóttu Concert Ai’tist Guild-verðlaun. Barrueco hefur um langt árabil verið samningsbundinn EMI Classics, sem gefið hefur út íjölda geislaplatna með leik hans, nú síð- ast Cuba!, sem er einskonar óður til föðurlandsins, sem hann hefur ekki litið augum svo lengi. Af listafólki sem tekið hefur þátt í hljóðritunum með Barrueco má nefna tenór- söngvarann Plácido Domingo, sópransöngkonuna Bai’bara Hendricks og flautuleikarann Emmanuel Pahud. Heim í huganum Barrueco kveðst hafa verið við upptökur í Lundúnum þegar hug- myndinni að Kúbuplötunni var fyrst varpað fram. „Eg nefndi þetta svona í hálfkæringi við útgefendur mína og tóku þeir vel í hugmyndina. Það kom mér svolítið á óvart því Kúba er óravegu frá Lundúnum og ég hélt að kúbönsk tónlist hefði ekki alþjóðlega skírskotun. Annað kom á daginn, Kúba virðist þvert á móti Hver þáttur hefur heiti sem sótt er í bókmenntir. Lokasetningin í Tómasi Jónssyni metsölubók, snilld- ai’verki Guðbergs Bergssonar er þessi: ...Honum tókst að hugsa eina lokahugsun: ég kalla norðurljósin regnboga næturinnar." I lokaþættinum leggur Steinunn Ólína Þorsteinsdótth’ leikkona hljómsveitinni lið og flytur texta eft- ir Guðberg Bergsson. Mun rödd hennar óma í hátölurum. Sinfónían er tileinkuð minningu Bohdans Wodiczko, fyrrverandi að- alhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljóm- sveitar íslands. Ein sinfónía á ári En hvað um framhaldið? Er von á fleiri sinfóníum frá Atla Heimi Sveinssyni? „Fyi’ir mér er þetta nýr stíll og mér finnst ég að vissu leyti standa í sömu sporum og fyrir svona 35 ár- um. Þegar ég var að semja sinfóní- una skrifaði ég bara og skrifaði og vissi ekkert hvert ég stefndi, ruddi þessu úr mér, alveg eins og í Op. 1, Hlými, en það verk var mikill skandall." Þegai- hér er komið sögu skellh- Bernharður upp úr. „Það var það,“ áréttar Atli. „Verk- ið var óvanalegt og allt öðnivísi en það sem menn höfðu heyrt á þeim tima. Ég heyrði Hlými nýlega úti í Póllandi á tónleikum í tengslum við heimsókn forseta íslands og þá rifjað- ist upp fyrh' mér að þegar ég samdi það vissi ég ekkert hvert ég stefndi, vai’ð bara að gera þetta. Það var gam- an að heyra verkið efth’ öll þessi ár. Þetta er seríalismi sjötta áratugarins, mjög lýiiskur, allt að því im- pressjónistiskur og allir sögðu mjög íslenskur út af þessu lita- og fjaiiægð- arskyni. Og að því er mér fannst dálít- ið þunglyndislegm’." I sömu sporam nú, segir tónskáldið. „Já, að því leyti að ég er óöraggur og veit ekkert hvert ég stefni. Fyrst mér tókst að ljúka við fyrstu sinfóní- una held ég hins vegar að fleiri komi í kjölfarið, ein smfónía á áii næstu tíu árin. Kannski næ ég líka að gera eina óperu og einn strengjakvartett ef ég verð duglegur. Þá verð ég sennilega búmn, ef ekki dauður!" Við þessi tíðindi hleypir Bemharð- m’ brúnum. „Tíu ár! Það er ekki gott. Við vitum hvemig faiið hefur fyrh’ þeim tónskáldum sem gert hafa fleiri en níu sinfóníur," segir hann og glott- ir. „Já, það er rétt hjá þér,“ segir Atli. „Höfum það þá næstu níu árin.“ vera að komast í tísku. Þessi plata hefur mikla þýðingu fyrir mig, þarna gafst mér tækifæri til að „fara heim“, þó ekki væri nema í huganum, spila tónlist sem ég ólst upp við - tónlist sem stendur mér afar næi-ri.“ Barrueco hefur ekki komið til Kúbu í 32 ár og er, ef út í það er far- ið, ekki bjartsýnn á að hann eigi eft- ir að sjá föðurland sitt aftur. „Fjöl- skylda mín yfirgaf Kúbu af pólitísk- um ástæðum. Eg trúi staðfastlega á frelsi einstaklingsins, að fólk eigi að lifa sínu lífi án afskipta stjórnvalda. Ég gæti aldrei stutt stjórnkerfi, hvar sem er í heiminum, sem heldur þegnum sínum í heljargreipum. Þess vegna get ég ekki snúið aftur til Kúbu - ekki að óbreyttu.“ Ekki einu sinni sem tónlistarmað- ur? „Nei, ekki einu sinni sem tónlist- armaður. Stjórnvöld á Kúbu setja allt í pólitískt samhengi, líka listvið- burði, að ég tali ekki um ef ég á í hlut, landflótta Kúbumaður.“ Bairueco segir þetta valda sér ómældri hryggð - enda þrái hann að líta Kúbu augum að nýju. „Það hryggir mig meira en orð fá lýst að horfa upp á fjölskyldur sem haldið er í sundur. Fjöldi Kúbumanna er að eldast og deyja í útlöndum án þess að hafa fengið tækifæri til að sækja landið heim af fúsum og frjálsum vilja, hitta ástvini sína. Þetta ástand veldur mér sífellt meira hugarangi’i eftir því sem ég verð eldri. Vonandi mun ég, dag einn, geta snúið aftur!“ Tónleikarnir í kvöld hefjast á sin- fónísku rapsódíunni Espagna eftir Emmanuel Chabrier. VIÐTÖL, myndir og góðh’ dómar fylgdu útgáfu dönsku þýðingarinnar á bók Einars Más Guðmundssonar, „Fótspor á himn- um“ úr hlaði á út- gáfudegi bókai’- innar 23. april. Erik Skyum-Ni- elsen, fyrrver- andi sendikenn- ari á Islandi, þýddi bókina, sem Vindrose gaf Einar Már út, en þetta er ní- Guðmundsson unda verk Einars Más í danskri þýðingu. Útkomudagurinn var einnig dagui’ bókaiinnar og þann dag kom Einar Már einnig fram á dagskrá hjá Borgen-forlaginu, þar sem Erik Sky- um-Nielsen tók höfundinn tali. Það er auðvelt að sjá hverjir Dan- ir telja til merkisrithöfunda. Þegar bækur slíki-a rithöfunda eru gefnar út í Danmörku birta helstu blöðin við þá viðtöl, ritdómarnir koma á út- gáfudegi bókarinnar og bókabúðirn- ar setja bækur þeirra út í glugga strax á útgáfudeginum. Og þannig er það þegar bækur Einars Más koma út í Danmörku. Þau viðbrögð segja meira en mörg orð um hver staða hans er í dönskum bók- menntaheimi. Frábær bók í Information skrifar Bent Vinn Nielsen að titill bókarinnar geti virst nokkuð háfleygur, en eftir lesturinn sé titillinn ekki aðeins eðlilegur, heldur sjálfsagður. Eftir að rekja efni bókarinnar segir Vinn Nielsen að persónurnar séu almúgafólk, en almúgafólk Einars Más sé villt og blóðugt, sem sjái hve heimurinn sé stór, jafnvel þó það sitji á samfélags- botmnum. Bókin spannar að mati Vinn Nielsens ógnarvítt svið, ekkert sé svo smátt að það skipti ekki máli og ekkert svo stórt að það skyggi á örlög einstaklinganna. I huga Vinn Nielsens er frásagn- arstíll Einars Más dæmigerður ís- lenskur stíll, í líkingu við stíl Lax- ness og Guðbergs Bergssonar. Stíll, sem er í afslöppuðum tengslum við tímann, þar sem fortíðin er jafn að- gengileg og nútíminn og hefðirnar aldrei byrði. „Og svo eru þessir þrír Þegar merkisrithöfund- ar gefa út bækur í Dan- mörku, er eftir því tekið, segir Sigrún Davíðsdóttir. Slíkar móttökur fær nýjasta bók Einars Más Guð- mundssonar og þar að auki góða dóma. höfundar svo blessunarlega lausir við minnimáttarkennd. Þeir halda sér ekki til hlés bara af því þjóð þeirra er lítil.“ Vinn Nielsen hrífst af því að þessir höfundar hafni ekki þjóð sinni, andstætt ýmsum dönsk- um starfsbræðrum þeirra, sem vilji vera svo alþjóðlegir. Bók Einars Más er „frábært verk. Hún segir frá mikilvægum hlutum, bæði um hið stóra og hið smáa og hana geta bæði fagurkerar og venjulegt fólk, sem bókin er um, lesið. I báðum tilfellum fæst rík uppskera." í hópi bestu rithöfunda Norðurlanda I Jyllands-Posten verður Preben Meulengi’acht að umtalsefni ein- kenni bókarinnar sem ættarsögu. Þannig hefði hún bæði getað orðið stór bók og breið, eða þung félagsleg saga, en hún sé hvorugt. „Hún ef jafn fljúgandi og ljóðræn og titill- inn.“ Og stílinn hafi Einar Már greinilega^ lært af forfeðrunum, sem skrifuðu Islendingasögurnar. Bókin er að mati Meulengracht glæsileg skáldsaga, sem geti virst hirðulaus í léttleik sínum, en sé það ekki, heldur meistaralegt dæmi um einfaldan og undirskilinn stíl, sem rúmi langan tíma og meistaralega kvenpersónu, Guðnýju. Og fyrir góða þýðingu gleymir Meulengracht heldur ekki að þakka. I Politiken dregur Soren Vinter- berg athyglina að Gerplu, þar sem honum þykir sögutónn bókarinnar augljós, enda byrji sagan á ættrakn- ingu eins og Islendingasaga. Höf- undurinn sá þó í nútímanum og þar gæti bæði raunsæis og galdra í þess- ari list eftirstríðsáranna, sem les- endur þekki úr fyrri bókum Einars Más. Eftir að rekja söguna bendir Vinterberg á að það sé erfitt að spanna jafn stóra ættarsögu og raun beri vitni, en nándin náist með styrk hins einfalda máls, sem er laust við allan óþarfa, en fullt af skörpu skopi og virðingu. „Einar Már Guðmunds- son er einn af mestu hæfileikamönn- um Norðurlanda í frásögn með blöndu sinni af raunsæi og ljóð- rænu ... Línan liggur um Laxness beint aftur til Gunnlaugs, Gunnars og Njáls.“ I Berlingske Tidende segir Klaus Rothenstein bókina vera bæði lág- mælta og ríkulega. Honum þykir höfundurinn vera nokkuð hrifinn af glæsititlum, eins og fyrri bækur bendi til. Það breyti því þó ekki að höfundurinn hafi hæfileika til að draga persónur sínar skýrum línum og bókin sé frábærlega ski'ifuð. Sýningum lýkur Listasafn Árnesinga SÝNINGU tvímenninganna, Birgis Andréssonar og Ólafs Lárussonar, lýkur nú á sunnu- dag. Sýningin er liður í kynningu safnsins á starfandi listamönn- um, sem eru ættaðir af Suður- landi, en báðir eiga rætur að rekja til Flóans. Safnið er opið fímmtudaga til sunnudaga kl. 14-17. Nýlistasafnið Sýningunni „Ef ég stjórnaði heiminum“ lýkur nú á sunnudag. Þar sýna listamennimir Claire Barclay, Martin Boyce, Roddy Buchanan, Ross Sinclair, Bryn- dís Snæbjörnsdóttir, Simon Star- ling, Rose Thomas og Clara Ursitti. Nýlistasafnið er opið daglega frá kl. 14-18. St Innlausnarverð árgreiðslumiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs Hinn 2. maí 1999 er 3. fasti gjalddagi árgreiðslumiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í 1. fl. B 1995. Gegn framvísun árgreiðslumiða nr. 3 verður frá og með 3. maí nk. greitt sem hér segir: Árgreiðslumiði að nafnverði: 50.000 kr. = 100.000 kr. = 1.000.000 kr. = 53.532,50 107.065,00 1.070.065,00 Ofangreind fjárhæð er afborgun af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 1. október 1995 til 2. maí 1999 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á vísitölu neysluverðs. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð árgreiðslumiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn árgreiðslumiða fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hefst hinn 3. maí 1999. Reykjavík, 29. apríl 1999 SEÐLABANKIÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.