Morgunblaðið - 29.04.1999, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
'V
Dýraglens
s/cytDi MOKJcoeu Tí/ha ve&i HÆ6T AÐ Fee&AST / Tt/tMNOM^
/
/6/9 GÆT/ £G tX)/H/D /‘TFTV^.
OG FOR&/1ST Þe&SX/Z.
SAAW&EDO/Z.
Hundalíf
þe.tt<x er -&xU<gur harcUJb
Ferdinand
Smáfólk
I WONDER HOU) THE
COMPOSER COULD WRITE
50METHIN6 50 BEAUTIFUL.
I LOONDER HOU) THE
VlOLINIST CAN REMEMBER
ALL THOSE N0TE5..
I UIONDER HOW THEV CHAN6E
THOSE LIGHT 0ULB5 WM UP
THERE IN THE CEILIN6..
Ég er að velta því fyrir mér
hvernig tónskáldið gat samið
nokkuð svona fallegt...
Hvernig skyldi fiðlu-
leikarinn geta munað
allar þessar nótur...
Hvernig skyldu þeir skipta
um allar ljósaperur þarna
hátt uppi í loftinu...
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Táknmál
Frá Daniel Jensen:
í FRÉTTABRÉFI Félags heyrnar-
lausra birtist nýlega grein eftir
Svandísi Svavarsdóttur sem hún
nefnir „Hvað er
táknmál?" í
greininni víkur
hún orðum að
skyldleika ís-
lenska og danska
• táknmálsins og
tilgreinir þrjár
ástæður fyrir
þeim skyldleika,
íslensk heyrnar-
laus börn ytra í
námi á nítjándu öldinni, kennarar
heyrnarlausra menntaðir í Dan-
mörku árum saman - og síðast en
ekki síst koma Færeyings til íslands
sem setið hafði á skólabekk í Dan-
mörku og dreif í því að setja á lagg-
irnar Félag heyrnarlausra. Ævin-
lega þykir manni vænt um hólið - en
ég verð samvisku minnar vegna að
bera þetta lof af mér af þeirri ein-
földu ástæðu að ég á það ekki skilið.
„Þessi Færeyingur talaði vitaskuld
danskt táknmál sem hafði áhrif á
málþróunina hér. Þetta táknmál að-
lagaðist því sem fyrir var en varð ef
til vill gi’unnurinn að því táknmáli
sem talað er á Islandi um þessar
mundir,“ segir Svandís. Heldur þyk-
ir mér lítið gert úr heyrnarlausum á
Islandi og íslenska táknmálinu með
þessum orðum og miklu sennilegra
að grunnurinn að íslenska táknmál-
inu í dag megi rekja til fyrstu kenn-
inganna tveggja um skyldleika
danska og íslenska táknmálsins.
Staðhæfíngar Svandísar um stóran
þátt minn í því að koma á öflugu fé-
lagsstarfi eru sambærilegt oflof.
Þótt vissulega hafí ég verið
hlynntur stofnun félagsins og sat
stofnfundinn ásamt 32 öðrum heyrn-
ailausum þegar Guðmundur Bjöms-
son var kjörinn formaður. Brandur
heitinn Jónsson skólastjóri aðstoðaði
okkur við stofnun félagsins og var
ómetanleg hjálparhella.
Þakka að öðru leyti athyglisverða
og fróðlega grein.
DANIEL JENSEN,
Grænuhlíð 15, Reykjavík.
Um hugverkaþjófnað
Frá Ragnari Lár:
ÞAÐ HEFUR lengi loðað við okkur
Islendinga að taka verk annarra til
handargagns, nýta þau í eigin þágu,
eins og ekkert sé sjálfsagðara.
Blöð og tímarit birta Ijósmyndir,
teikningar eða ritmál án þess að geta
höfunda, skreyta greinar með „stoln-
um“ hugverkum, ritverkum, teikn-
ingum eða ljósmyndum. I mörgum
tilvikum er um gamlar ljósmyndir,
teikningar, málverk eða ritmál að
ræða. Þar eð ég skrifa þetta bréf í
Morgunblaðið, er best að geta þess
strax, að Mogginn og Lesbók hans
halda höfundarétt í heiðri. Mættu
aðrir lesmiðlar taka sér það til fyrir-
myndar.
Auglýsendur svífast einskis til að
koma vörum viðskiptavina sinna á
framfæri. Þeir nota verk listamanna,
látinna eða lifandi, til að skreyta lág-
kúrulegan áróður sinn. Þetta á við
um þá sem auglýsa vöru, hugverk
eða hverskonar „þjónustu“. „Oður-
inn til gleðinnar“, fjórði þáttur og
sönghluti níundu og síðustu sinfóníu
Beethovens, hefur mai'goft verið
misnotaður.
Tónai* Beethovens voru ekki
samdir fyrh' Evrópusambandið. Þeir
voru samdir fyrir alla jarðarbúa.
Því tekur steininn úr, þegar hall-
ærislegt samkrull svokallaðra vinstri
flokka á Islandi reynir að slá um sig
með þessum þekktu tónum Beet-
hovens. Ekki bætir úr skák, þegar
efsti maður á lista moldarflokksins í
Reykjavík (grænt og rautt gerir
brúnt) segir í sjónvarpsviðtali, að
„Oðurinn til gleðinnar" sé „þjóðsöng-
ur“ Evrópusambandsins. Hvaðan
hefur þessi sjálfumglaði framagosi
þá fullyrðingu? Hver er sá auglýs-
ingahöfundur Samfylkingarinnar
sem vogar sér að nota þessa sömu
tóna til framdráttar sundurlausri
samfylkingu?
Hættið að skreyta ykkur með
stolnum fjöðrum.
RAGNAR LÁR,
Vesturbergi 102, Reykjavík.
Undarleg hegðun eftirlits-
manns í Olfusborgum!
Frá Vilhjálmi Guðbjörnssyni:
UM páskana, nánar tiltekið á föstu-
daginn langa, var mér boðið í heim-
sókn tU vinafólks míns sem var með
sumarbústað á leigu í Ölfusborgum.
Það er svo sem ekki í frásögur fær-
andi, nema hvað að ég er svo óhepp-
inn að vera í hjólastól.
Þegar komið var á staðinn kom í
ljós að.umræddur bústaður var efst
og fjærst húsi eftirlitsmannsins og
var aðgangur að svæðinu lokaður
fyrir bflaumferð með hliði.
Nú voru góð ráð dýr, við bönkuð-
um upp á hjá eftirlitsmanninum til
að biðja hann um að opna hliðið svo
ég kæmist leiðar minnar. Þá kom í
ljós að hann var ekki á staðnum en
vinir mínir voru með símanúmer sem
hægt var að hringja í og var það
gert.
Kom þá í ljós að hann var ekki á
svæðinu, heldur staddur í Reykjavík
í veislu að eigin sögn og enginn á
staðnum fyrir hann! Var hann ekk-
ert nema ólund og ókurteisi og sagði
svæðið lokað fyrir allri bflaumferð -
alltafí! og spurði meðal annars hvort
ekki væru hjól undir hjólastól, okkur
væri engin vorkunn að keyra hann
þarna uppeftir.
En það er ekki rétt, því ég hef
ekki alltaf verið bundinn hjólastól og
hef sjálfur farið margar ferðfl- á rút-
um og öðrum bílum þarna um svæðið
og ekkert verið að því fundið.
Mér finnst það furðulegt að ekki
megi opna fyrir fötluðum, þar sem
umferð hjólastóla er ekki nógu
greiðfær frá bílastæðum og þurftum
við að klöngrast með aðstoð vina
minna yfir þúfur og milli trjáa til að
komast leiðar okkar, og eftir gang-
stíg, sem varla var boðlegur gang-
andi fólki hvað þá hjólastól, ekkert
nema holur, grjót og drulla.
VILHJÁLMUR GUÐBÖRNSSON,
Hesthömrum 16a, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.