Morgunblaðið - 29.04.1999, Blaðsíða 44
-r44 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999
MORGUNB LAÐIÐ
UMRÆÐAN
Til hamingju,
KFUK 100 ára
ÞEIR sem eiga því
láni að fagna að alast
upp á góðu heimili,
þar sem þeir hafa
fengið kærleika, ögun,
gott samfélag og vin-
áttu, fræðslu og
stuðning á mótunarár-
um sínum, eiga dýr-
mætan arf. Félaga-
samtök geta aldrei
komið í stað heimilis,
en þau geta stutt upp-
eldisstarf heimilanna
og veitt samfélagslegt
uppeldi, fræðslu og
reynslu, sem þroskar
og mótar.
KFUK - kristilegt
félag ungra kvenna - hefur nú
starfað í 100 ár. Sr. Friðrik Frið-
riksson stofnaði það 29. apríl 1899,
Afmæli
KFUK og KFUM, segir
Stína Gísladóttir, hafa
í 100 ár lagt áherzlu
á æskulýðsstarf.
tæpum 4 mánuðum eftir að hann
stofnaði KFUM. Ég tel að það hafi
verið gæfa bæði KFUM og KFUK,
að stúlkurnar skyldu vera svo
ágengar við sr. Friðrik, að hann
stofnaði líka KFUK. Þessi 100 ár
hafa félögin starfað hlið við hlið og
A saman, eins og í góðu hjónabandi.
Ég tel það mikla gæfu að hafa
fengið að vera þátttakandi í starfi
þessara félaga. Uppeldið sem ég
hlaut þar sem unglingur hefur orð-
ið mér traust og kjamríkt vega-
nesti í lífi og starfi. Eg fékk að vera
bæði þiggjandi og gefandi í sam-
starfi við unga og gamla.
Trúarsamfélag
KFUK er trúarsamfélag, þar
sem kristin trú er boðuð bömum,
unglingum og full-
orðnum með margvís-
legu starfi, vetur og
sumar. Með boðunar-
starfi sínu er KFUK
ábyrgur hluti þjóð-
kirkjunnar. Þar kem-
ur vel fram hin sér-
staka lúterska
áhersla, að sérhver
kristinn maður er
„pi-estur“ í þeim skiln-
ingi, að hann á að taka
þátt í að boða trúna.
Jesús Kristur er
predikaður sem per-
sónulegur frelsari.
Akveðin trúarboðun
vekur ekki aðeins til
trúar, heldur og til starfa. Biblíu-
lestur, bænalíf, tráarvitnisburður
og söngur einkennir tráarsamfélag
KFUK og KFUM.
Vinasamfélag
Hvert sem markmið félagsskap-
ar er, verður ávallt mikilvægur sá
félagsandi, sem þar ríkir. Við
ílendumst ekki í félagsstarfi nema
okkur líði þar vel. Vinátta, traust
og virðing er forsenda þess að við
þrífumst sem menn. Þetta verður
enn mikilvægara, þegar um tráar-
samfélag er að ræða, því kærleiks-
boðskapur Krists verður ekki
sannur nema hann birtist í dag-
legu lífi.
I KFUK eignaðist ég dýrmæta
reynslu í mannlegu vinasamfélagi.
Traust vinátta margra eldri leið-
toga og kærleiksrík fræðsla
þeirra um mannleg samskipti hef-
ur verið mér mikilvægt í mann-
legu tilliti. Samfélagið var náið.
Þess vegna urðu stundum
árekstrar, eins og gerist í fjöl-
skyldulífi. Og þá hjálpuðumst við
að við að leysa málin, ræða þau,
biðja hvert fyrir öðru, fyrirgefa
og styðja hvert annað.
A unglingsárum mínum var
töluvert af sérkennilegu fólki í
KFUK og KFUM, sem skar sig
Stína
Gísladóttir
KVENNAKÓR KFUK ásamt undirleikurum á árshátíð 1960.
HANDAVINNA, söngur, gleði og göngur eiukenndi m.a. sumardvöl
í Vindáshlíð. Myndin er úr unglingaflokki 1959.
úr fjöldanum. Ótal sinnum hef ég
síðar á lífsleiðinni hugsað með
þakklæti til fræðandi athuga-
semda leiðtoga, sem minnti okkur
unga fólkið á, að þessir skrítnu
væru hluti af stórkostlegri sköpun
Guðs. Við vorum minnt á að sýna
þeim einstaklingum sama kær-
leika og öðrum, bæði vegna þess
að það væri vilji Guðs, og svo væri
það e.t.v. þetta fólk, sem ætti
hvað mestan þátt í að gera lífið
fjölbreytt og skemmtilegt. Það
væri lítið gaman ef allir væru
eins!
Starfsmannafélag
KFUK og KFUM hafa í 100 ár
lagt áherslu á æskulýðsstarf. Eins
og uppeldið tilheyrir fyrstu æviár-
um og mótunarárunum, gerir trá-
aruppeldið það líka. Þess vegna
kalla félögin ekki eingöngu til trá-
ar, heldur líka til starfa. Enginn er
fæddur útlærður starfsmaður og
vegna mikilvægis starfsins hafa fé-
lögin lagt áherslu á að fræða og
mótn starfsmenn.
A unglingsárum mínum og fram
á fullorðinsár tók ég þátt í mörgum
biblíunámskeiðum, sem veittu
ómetanlega fræðslu og dýrmætt
samfélag, og ekki vom síðri öll
starfsmannanámskeiðin. Ég geymi
enn margar handskrifaðar bækur
um fræðslu þessara námskeiða, og
hef reyndar aldrei á námsferli mín-
um fengið svo haldgóða fræðslu um
boðunarstarf meðal barna og ung-
linga, um samskipti við æskuna og
Við lok
samvistar
MAÐURINN er hluti af hinni lif-
andi náttúm. Hann er hluti af þeirri
menningu sem hann lifir í. Hann
ber með sér menningu sína og
þroski hans er háður þeim menn-
ingarheimi sem hann býr við. Fjöl-
skyldan er þungamiðja í þeirri
menningu.
Fjölskyldan er grandvallareining.
Til þess að samfélagið geti verið
heilbrigt þarf það að samanstanda
af heilbrigðum fjölskyldum. Fjöl-
skyldan er mikilvægasta stuðnings-
> kerfi einstaklingsins í samfélaginu.
Fjölskyldan er sú eining sem ann-
ars vegar vemdar einstaklinginn
fyrir áhrifum frá samfélaginu og á
hinn bóginn kennir honum að lifa og
hegða sér í hinum ytri ramma. Hún
er aðalvettvangur fyrir félagslegan
þroska hvers og eins. Gegnum áhrif
hennar mótast menning samfélags-
ins innra með hverjum og einum
þannig að hann getur bmgðist við
þeim gildum sem ríkja. Sá lærdóm-
ur sem barnið nemur í foreldrahús-
um hjálpar því síðar á lífsleiðinni en
skapar því einnig erfiðleika.
Hvað þýðir orðið fjölskylda? Með
breyttu þjóðfélagi hefur fjölskyldan
breyst. Aður fyrr var algengt að
stórfjölskyldan annaðist uppeldið,
agaði og innrætti góða siði, oft með
hjálp nágranna. Sjálf er ég alin upp
í sjávarþorpi og man þá tíð að mað-
ur einn sem bjó nálægt bryggjunni
’hafði það hlutverk að reka börn af
bryggjunni. Við bömin lærðum
Fjölskyldan
Hvað kostar það að
hjálpa ekki fjölskyldum
sem upplifa vanda sem
þær þurfa hjálp með
spyr Þuríður Hjálmtýs-
dóttir. Og hver á að
borga reikninginn þeg-
ar allt er komið í óefni?
fljótt að ekkert þýddi að stelast á
bryggjuna því maðurinn vatt sér
umsvifalaust út og rak okkur heim.
Þannig hjálpuðust þorpsbúar að við
að ala upp bömin og koma í veg fyr-
ir slys. Allir vora samábyrgir og
voru eins konar öryggisnet fyrir
hvert annað. Málum er víða háttað á
svipaðan veg á Islandi enn þann dag
í dag. En sá stöðugleiki sem ríkti í
samfélögum þorpanna hefur breyst.
Kjarnafjölskyldan með mömmu,
pabba og börnum er nokkurs konar
útflytjandi úr stórfjölskyldunni.
Fjölskyldan býr ekki lengur á sama
Iandsvæði kynslóð fram af kynslóð.
Fólk býr saman í margs konar
sambúðarformi. Margar konur era
einstæðar mæður. Einnig eru til
einstæðir feður þótt í minna mæli
sé. Sum börn fylgja
öðru foreldri sínu gegn
um margar sambúðir.
Þau upplifa endurtekin
missi einstaklings sem
hefur verið þeim for-
eldri um hríð. Fyrir
þeim er oft óljóst
hvernig þeir sem
skipta máli í lífi þeirra
á hverjum tíma tengj-
ast þeim eða eru skyld-
ir þeim. Hver er mun-
urinn á hinum „nýja
afa“ og þeim gamla?
Hvernig era þessa
frænkur tengdar mér
samanborið við hinar?
Börnin era oft óöragg
um það hverjum þau tilheyra og
hvort hægt sé að treysta því að þau
tilheyri „nýju“ fjölskyldunni um
lengri tíma eða ekki. Þetta er erfið
og sársaukafull staða fyrir bömin.
Komið hefur í ljós að það er grand-
vallar sálfræðileg þörf hjá mann-
eskjunni að tilheyra umhveifi sínu.
I öðrum fjölskyldum þar sem meiri
stöðugleiki ríkir býr „barnið“ í for-
eldrahúsum oft langt fram á fullorð-
insár.
Víða era mikil tengsl milli upp-
ranafjölskyldunnar og kjamafjöl-
skyldunnar í dag. Fólk ber með sér
það gildismat sem tilheyrði hinni
hefðbundnu stórfjölskyldu. Þetta er
því á margan hátt gott veganesti en
einnig fjötur um fót. Fólk þjáiðst
vegna þess að það getur ekki lifað í
samræmi við hið gamla og gróna
gildismat. Margir foreldrar þjást af
sektarkennd yfir því að vera ekki
nógu góðir foreldrar vegna þess að
þeir geta ekki veitt börnum sínum
þann stöðugleika sem þeir telja
æskilegan. Það felst mikil sorg í
setningum eins og „við
ætluðum að vera sam-
an það sem eftir væri
ævinnar". Fjölskyldan
á við mörg mikilvæg og
krefjandi verkefni að
glíma. Verkefni sem
ekki eru endilega aug-
ljós heldur liggja djúpt
i vitund og sál einstak-
linganna.
Samfélagið hefur
tekið yfir mörg þeirra
hlutverka sem áður til-
heyrðu stórfjölskyld-
unni. Þessi hlutverk
kallast oft „úrræði" á
því máli sem talað er í
dag. Ekki gengur þessi
yfirtaka alveg sársaukalaust fyrir
sig og samfélagið á bæði í erfiðleik-
um með að koma auga á og koma til
móts við þarfirnar. Þetta kemur
hvað skýrast í ljós í öllum þeim
löngu biðröðum sem skapast við dyr
margra stofnana sem fást eiga við
málefni íjölskyldnanna. Þessar
löngu biðraðir og það þunga kerfi
sem fjölskyldurnar mæta þegar í
harðbakkann slær gerir þeim veru-
lega erfitt fyrir að fá aðstoð til að
takast á við lífið.
Því var ánægjulegt þegar
Reykjavíkurborg og Mosfellsbær
ákváðu á vordögum 1996 að stofna
fjölskylduráðgjöf. Aðgengi að ráð-
gjöfinni skyldi vera auðvelt, fólk
þurfti einungis að hringja og panta
tíma. Hlutverk ráðgjafarinnar var
fyrst og fremst hugsað sem fyrir-
byggjandi þannig að fólk gæti leitað
aðstoðar áður en allt væri komið í
kalda kol. Um tilraunaverkefni var
að ræða og skilyrði fyrir áframhald-
andi rekstri var að ráðgjöfin nýttist
þeim sem eftir henni leituðu.
Þuríður
Hjálmtýsdóttir
Árangursmat var gert á starfsem-
inni í þeim tilgangi að ganga úr
skugga um hvort svo reyndist. Nið-
urstöður þess voru í stóram drátt-
um á þann veg að um 80% þeirra
sem spurðir voru töldu líðan sína
betri eða mun betri en áður, að við-
tölin hefðu verið góð eða mjög góð
og að þau hefðu breytt miklu eða
einhverju um ástandið í fjölskyld-
unni.
Nú skyldi maður ætla að Reykja-
víkurborg og Mosfellsbær hefðu
glaðst við og styrkt þjónustuna enn
frekar. En því var ekki að fagna. Nú
hófst mikil umræða um kostnað
þjónustunnar. Niðurstaða þeirrar
umræðu var sú að ákveðið var að
leggja hana niður.
Spurningunni um hvað það kost-
ar að leggja niður slíka þjónustu er
enn ósvarað. Hvað kostar það að
hjálpa ekki fjölskyldum sem upplifa
vanda sem þær þurfa hjálp með? Og
hver á að borga reikninginn þegar
allt er komið í óefni? Er það ríkið
eða eru það sveitarfélögin? Eitt er
a.m.k. öruggt og það er að fjölskyld-
an borgar í einhverri mynd. Sömu-
leiðis samfélagið
Ég stend nú á þeim tímamótum
að kveðja þetta verkefni og taka við
nýju. Ég kveð það tækifæri sem ég
hef fengið í samvinnu við þær fjöl-
skyldur sem hafa komið til mín til
þess að leita nýrra leiða og nýrra
möguleika í lífi þeirra. Allir einstak-
lingar bera með sér sköpunarhæfi-
leika og möguleika til þroska. Það
hefur verið einstaklega ánægjulegt
að upplifa þann vöxt og þroska sem
átt hefur sér stað á þessum fundum
með fjölskyldunum. Ég bið þeim
velfarnaðar og þakka samstarfið.
Höfundur er sálfræðingur.