Morgunblaðið - 29.04.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.04.1999, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar Mikið rót á kúabændum Sýning á kirkju- munum Morgunblaðið/Benjamín Baldursson HEIGI Steinsson, bóndi á Syðri-Bægisá, veitti viðurkenningunni við- töku úr hendi Guðmundar Steindórssonar. Lögreglu- og slökkviliðsmenn köfuðu niður að bíl í Sandgerðisbót Ekki um annað að ræða en stinga sér út * í ÞRÍR menn, tveir lögreglumenn og einn slökkviliðsmaður, stungu sér í sjóinn við Sandgerðisbót í fyrrakvöld en þá hafði bíll lent í sjónum. Ökumaður var einn í bflnum og komst hann sjálfur út. Hann var í mikilli geðshræringu eftir atburðinn og þótti því ekki annað óhætt en að athuga hvort fleiri hefðu verið í bílnum að sögn varðstjóra lögreglunnar á Akur- eyri. Annar lögreglumannanna, Friðrik Sæmundur Sigfússon, var hætt kominn en líkamshiti hans mældist 26 gráður þegar hann kom upp úr sjónum. Lík- amshiti hinna mannanna, Kjart- ans Helgasonar lögreglumanns og Ingimars Eydal slökkviliðs- manns, var 32 gráður. Allir voru mennimir fluttir á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Skjálfandi af kulda undir sæng „Við Kjartan komum fyrstir á staðinn og Ingimar skömmu seinna. Það sást í skottlokið á bílnum, en hann seig hægt niður. Við fengum þær upplýsingar að enginn hefði farið út úr bílnum og því var ekki um neitt annað að ræða en stinga sér út í,“ sagði Friðrik. Farið var að dimma þeg- ar atburðurinn varð og sagði Friðrik að lítið hefði sést niðri í sjónum. „Sjórinn var mjög kaldur en við gátum með herkjum opnað bflinn og þreifað á sætunum og gengið þannig úr skugga um að enginn væri þar inni. Við fengum svo öruggar upplýsingar um að ökumaður hefði verið einn í bíln- um og þá fórum við á land, við vildum ekki yfirgefa bílinn íyrr en við væram öruggir um að eng- inn væri í honum,“ sagði Friðrik. Hann kom heim af sjúkrahús- inu síðdegis í gær og sagðist vera mjög slappur. „Ég verð sjálfsagt einhverja daga að ná í mig hita,“ sagði hann, „en það sem skiptir auðvitað mestu, er að enginn slasaðist í þessu óhappi, það er mest um vert.“ Gistirýmum fjölgar á Akureyri Reyklaust gisti- heimili opnað í göngugötunni Morgunblaðið/Kristján HJÓNIN Erling Ingvason, t.v., og Margrét Thorarensen ræða við Þór- arin Arinbjarnarson yfirsmið í húsnæði Gistiheimilis Akureyrar við Hafnarstræti. Margrét heldur á dóttur sinni, Sunnu Björk, sem vildi alls ekki horfa til ljósmyndarans. AÐALFUNDUR Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar var haldinn á Sveitahótelinu í Sveinbjarnargerði í vikunni. Fram kom í máli Sigur- geirs Hreinssonar á Hríshóli, for- manns BSE, að í samningi sem gerður var milli ríkisvaldsins og Bændasamtaka Islands verði ráðu- nauta- og ráðgjafarþjónusta færð á fimm leiðbeiningarmiðstöðvar víðs- vegar um land. Sigurgeir sagði að stjórnin hefði velt fyrir sér hvort taka ætti upp samvinnu við önnur búnaðarsam- bönd eða ráðgjafarþjónustu sem starfað hefur á öðram vettvangi, hvort komi til greina að tengjast Háskólanum á Akureyri á einhvern hátt eða ná meiri tengslum við Rannsóknarstofnun landbúnaðar- ins. Sigurgeir sagði að mikil um- ræða hefði farið fram í stjórninni um breytingar á afurðavinnslu á Norðurlandi. Þá er helst átt við sameiningu afurðastöðva og breytingu yfir í hlutafélag. A fundi með forsvarsmönnum KEA var fyrirhuguðum breytingum á rekstrarformi KEA fagnað, en einnig lögð áhersla á „að tryggja áhrif og aðkomu bænda að stofnun Unglinga- kór í söng- ferð um Norðurland UNGLINGAKÓR Selfosskirkju syngur á þremur stöðum norðan- lands um helgina. Kórinn syngur á Kirkjulistarviku í Akureyi’arkirkju á morgun, fostudag, kl. 17.15 og í Vesper, aftansöng, í kirkjunni kl. 18. Laugardaginn 1. maí heldur kór- inn tónleika í Skjólbrekku í Mý- vatnssveit kl. 20.30 og sunnudaginn 2. maí kl. 15 í félagsheimilinu Hnit- björgum, Raufarhöfn. Tónleikamir þar era sérstaklega tileinkaðir minningu systranna Guðrúnar og Auðar Jónsdætra. A efnisskrá kórsins eru fjölbreytt kirkjuleg verk, íslensk þjóðlög og vorlög. Einnig syngja nokkir kórfé- lagar einsöng og tvísöng. I kórnum eru 25 stúlkur á aldrin- um 12-17 ára. Stjórnandi kórsins er Margrét Bóasdóttir og píanóleikari er Lára Rafnsdóttir. ---------------- Jesus Christ Superstar sýnd í Borgarbíói AF óviðráðanlegum orsökum verð- ur að fresta sýningu á kvikmynd- inni Jesus Christ Superstar sem vera átti í kvöld, fimmtudagskvöld, en hún verður þess í stað sýnd á sunnudag, 2. maí, kl. 17 í Borgar- bíói. Þetta er ein af stórmyndum átt- unda áratugarins, var framsýnd árið 1973 og naut mikilla vinsælda. Hún er byggð á söngleikshandriti að rokkópera eftir Tim Rice. Tón- listina samdi Andrew Lloyd Webber og André Previn sá um tónlistarstjóm. Myndin var kvikmynduð í heild á söguslóðum Biblíunnar í Israel, en hún lýsir síðustu ævidögum Jesú Krists, svikráðum og krossfestingu frá sjónarhóli Júdasar. Kvikmyndaklúbbur Akureyrar stendur að sýningunni sem er liður í Kirkjulistaviku sem nú stendur yfir í Akureyrarkirkju. og rekstri fyrirtækisins með eign- arðaild". Guðmundur Steindórsson ráðu- nautur sagði í ræðu sinni að óvenjumikið rót væri á kúabænd- um og þessa dagana væra 8-10 mjólkurframleiðendur að hætta. Hann spáði því að árið 2005 yrðu aðeins um 100 mjólkurframleið- endur á svæðinu, en þeir era nú um 160. Meðalframleiðsla yrðiþá að öllum líkindum um 195 þúsund h'trar á bú, en hún var tæplega 123 þúsund lítrar á síðasta ári. Kristján fékk hvatningarverðlaun Búnaðarsamband Eyjafjarðar veitir árlega svonefnd hvatningai-- verðlaun. Að þessu sinni hlaut þau Kristján Gunnarsson mjólkureftir- litsmaður fyrir mikinn dugnað og metnað í starfi. Bændasamtök Islands hafa á undanfömum áram veitt verðlaun fyrir besta nautið í hverjum ár- gangi, en á síðasta ári var það nautið Smellur-92028 frá Syðri- Bægisá, en hann er fæddur 1992 og var afkvæmadæmdur á síðasta ári og var Smellur þá dæmdur besta nautið í þeim árgangi. NÝTT gistiheimili verður opnað í göngugötunni á Akureyri innan skamms, fyrir ofan Akureyrar Apótek. Það hefur fengið nafnið Gistiheimili Akureyrar og er í eigu hjónanna Margrétar Thorarensen og Erlings Ingvasonar. Gistiheim- ilið er á þremur hæðum, með alls 19 herbergi og 30-40 gistirými og verður fyrsta reyklausa gistiheim- ili landsins, samkvæmt því sem næst verður komist að sögn Erl- ings. Herbergin era á 2. og 3. hæð en veitingaaðstaða á 4. hæðinni. Framkvæmdir standa nú yfir af fullum krafti og verður byrjað á að taka 2. hæðina í notkun fljótlega og 3. hæðina í sumar. Herbergin era eins og tveggja manna, öll með vaski og sjónvarpi og nokkur einnig með sturtu. Margrét erfði hluta húsnæðisins og í kjölfarið keyptu þau hjón hús- næðið allt. Erling og Margrét era bjai-tsýn á reksturinn og telja þenn- an stað alveg kjörinn fyrir gisti- heimili. „Gatan er friðsæl og héðan er stutt í alla afþreyingu." Erling sagði fúlla þörf fyrir nýtt gistiheim- ili í bænum. Það hafi sýnt sig í fyrrasumar að þrátt fyrir leiðinda- sumar hafi verið skortur á gistirými og fólk sé reyndar þegai- farið að hringja í þau hjón og leita upplýs- inga fyrir sumarið. Margrét sagði að einnig hafi verið rætt um að á Akureyri vantaði gistiheimili sem gæti tekið á móti stærri hópum. Húsið er við Hafnarstræti 104 og var byggt árið 1929 en efsta hæðin var byggð á sjöunda ára- tugnum. Fjölbreytt starfsemi hef- ur verið í húsinu gegnum tíðina en þar var m.a. ungbarnaeftirlitið síðast til húsa. Endurbætur þess eru nokkuð kostnaðarsamar að sögn Erlings og ekki alltaf hægt SÝNING á kirkjumunum stendur nú yfir í Safnaðarheimili Akureyr- arkirkju, en hún er á vegum Minja- safnsins á Akureyri og Þjóðminja- safns Islands. Á sýningunni eru 34 gripir úr eyfirskum kirkjum sem flestir hafa verið fengnir að láni hjá sóknar- nefndum. Þá eru teikningar Jóns biskups Helgasonar af kirkjum í Eyjafirði á sýningunni. Gripirnir eru af ýmsum toga og misgamlir, þeir era úr vel flestum þeim kirkj- um sem nú standa og að auki úr tveimur aflögðum kirkjum, á Myrká og Miklagarði. Alabasturstafla frá Möðruvöllum er elsti gripurinn á sýningunni, frá því skömmu fyrir 1500 og er ein af sjö töflum sem varðveittar hafa verið hér á landi. Einnig er sýndur gluggi úr Bakka- kirkju, sem talinn er vera frá 16. öld en á hann er máluð og brennd mynd úr píslarsögu Krists. Nokkrar altar- istöflur eru á sýningunni og þá eru þar verk kirkjulistamanna fyrr og síðar. Myndir Jóns Helgasonar biskups eru teiknaðar á árunum 1921 og 1922 þegar Jón ferðaðist um og vísiteraði kirkjurnar. Flestar eru vatnslitamyndir og sýna kirkjurnar og nánasta umhverfi þeirra. Sýningin var sett upp í tilefni af Kirkjulistaviku í Akureyrarkirkju og þess að hátíðahöld vegna kristni- tökuafmælisins eru hafin. Sýningin er opin daglega frá kl. 14 til 18, en á laugardag, 1. maí, er aðeins opið frá kl. 14 til 16. Sýningunni lýkur á sunnudag. ---------------- Skíðaganga um Kröflu- svæðið ÁRLEG Súluganga Ferðafélags Akureyrar verður farin næstkom- andi laugardag, 1. maí. Þátttakend- ur geta hvort heldur sem er farið gangandi eða á skíðum. Lagt verður af stað kl. 9. Um helgina efnir Ferðafélagið til helgarferðar, skíðagöngu um Kröflusvæðið en gist verður í skála á Þeistareykjum. Upplýsingar um ferðirnar fást á skrifstofu Ferðafélagsins við Strandgötu en þar fer skráning einnig fram. Skrifstofan er opin á inorgun, föstudag, frá kl. 17.30 til 19. að sjá fyrir alla hluti. Hins vegar sé lofthæð nokkuð góð og nýtist það vel fyrir ýmsar lagnir. Þau hjón segja húsið gott og þau hafa reynt að halda því í nokkuð svip- uðu formi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.