Morgunblaðið - 29.04.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.04.1999, Blaðsíða 48
-**18 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Skýr efnahagsstefna Samfylkingarinnar AÐ MATI Samfylk- ingarinnar er megin- markmið í stjórn efna- hagsmála stöðugleiki í formi lágrar verðbólgu. Til að ná þessu marki verður að reka ríkissjóð með afgangi, hlúa að þeim atvinnu- vegum þar sem sóknar- færi framtíðarinnar eru, dreifa verðmæta- sköpuninni réttlátlega og tryggja jafnræði þegna og fyrirtækja. Samfylkingin hefur rammað efnahags- stefnuna og önnur stefnumál inn í þessa umgjörð. Vandaðar áætlanir Samfylkingin hefur gert ramma- fjárlög fyrir næstu 4 ár, byggt á varkáru mati um hagvöxt og tryggt afgang í ríkissjóði. Samfylkingin aflar tekna hjá fyrirtækjum en um- svif ríkisins munu nær ekkert aukast. Ekkert stjórnmálaafl hefur lagt fram jafnviðamiklar og vandað- ar áætlanir á þessu sviði fyrir kosn- ingamar. Samfylkingin leggur mest upp úr því að almenningur treysti henni til að halda um stýrið í íslensku samfé- lagi. Samfylkingin mun ekki hækka skatta á einstaklinga og er trúverð- ug í ríkisfjármálum. Meira fé í mennta- mál Meginþáttur í at- vinnustefnu Samfylk- ingar er menntamál. Atvinna, lífskjör og laun framtíðarinnar byggjast á góðri menntun. Par höfum við dregist verulega aftur úr öðrum þjóðum. Við erum ekki sam- keppnisfær á mennta- sviði við útlönd og það þýðir einfaldlega lægri laun í framtíðinni og þá sérstaklega fyrir ungt fólk. Pessu mun Sam- fylkingin snúa við. Við munum verja tæpum 10 millj- Kosningar Samfylkingin er málsvari einyrkja, segir Agúst Einarsson, og smærri fyrirtækja í atvinnulífinu. örðum á næsta kjörtímabili til við- bótar í menntamál, aðallega til há- skóla og framhaldsskóla. Þetta er alvöru forgangsröðun vegna þess að það verður að leggja aukið fé í menntamál ef menn vilja ná ár- angri. Jafnræði í atvinnulífinu Umgjörð annarra atvinnuvega mun fyrst og fremst miða að því að samkeppni ríki og sambærilegir við- skiptahættir verði og eru í ná- grannalöndunum. Ríkisstjórnin hefur hins vegar slegið skjaldborg um forstjóra stóru fákeppnisfyrirtækjanna í flutning- um, olíuverslun, tryggingum, fjár- málum og stórverslunum og gætir hagsmuna þeirra í hvívetna. Sam- fylkingin er málsvari einyrkja og smærri fyrirtækja í atvinnulífinu. Auðlindagjald í sjávarútvegi I hefðbundnum atvinnurekstri er uppstokkun Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum athyglisverð- ust. Þar verður hannað nýtt fisk- veiðistjórnunarkerfi með þátttöku allra hlutaðeigandi aðila. Jafnframt verða veiðiheimildir boðnar upp í áfóngum og þannig byrjað að leggja auðlindagjald á þá sem nýta sam- eiginlegar auðlindir. Pað eru tímamót að stjórnmálaafl leggi fram heilsteypta stefnu í sjáv- arútvegsmálum með róttækum breytingum en fari ekki í að plástra núverandi kerfi eins og sjálfstæðis- menn, Framsókn og Vinstri-grænir ætla að gera. Höfundur er alþingismaður. Ágúst Einarsson Slj órnmálamaður framtíðarinnar ÞAÐ kom engum okkar, sem unnið höfð- um með Drífu Snædal í Iðnnemasambandi Is- lands, á óvart þegar við fréttum að hún væri farin að starfa af krafti með nýrri stjómmála- hreyfingu, Vinstrihreyf- ingunni - grænu fram- boði. Nú hefur hún tek- ið fjórða sæti framboðs- lista hreyfingarinnar í Reykj avíkurkj ör dæmi. Drífa sat sem formað- ur Iðnnemasambands- ins í tvö ár. Hún reynd- ist okkur röggsamur stjórnandi, kraftmikil og ákveðin. Innan Iðnnemasam- bandsins vann hún fyrst og fremst að menntamálum en afstaða hennar gagnvart öllum velferð- armálum var skýr. Skil- yrðislaust jafnrétti, óháð kyni, fjárhag eða félagslegum aðstæðum. í dag gæti Drífa Snæ- dal virst almenningi óþekkt stærð en þeir fjölmörgu sem unnið hafa með henni vita að hún er hreinskiptin og hvikar ekki frá málefn- um í umræðum. Hún hefur sterka pólitíska hugsjón byggða á rétt- lætiskennd og heil- brigðri skynsemi. Drífa ýtir ætíð undir pólitísk skoðanaskipti og er óhrædd við að rökstyðja skoð- anir sínar. Hún notar aldrei per- sónulegan skæting til að verja mál Guðrún Gestsdóttir Stjórnmál Drífa Snædal hefur sterka pólitíska hug- sjón, segir Guðrún Gestsdóttir, byggða á réttlætiskennd og heil- brigðri skynsemi. sitt eins og virðist algengt að vanh' stjómmálamenn grípi til í þeim kappræðum sem við höfum fylgst með að undanförnu. Sem félaga og fyrrverandi sam- starfsmanni er mér heiður að lýsa trausti mínu og stuðningi við Diífu Snædal í komandi Alþingiskosning- um. Hún er stjórnmálamaður fram- tíðarinnar. Höfundur er fornmður Iðnnema- sambands Islands og 12. maður framboðslista Vinstrihreyfingarinn- ar - græns framboðs. Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* Á KR. 10.000,00 1983-2.fl. 01.05.99-01.11.99 kr. 84.328,30 * Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Dilbert á Netinu ^mbl.is /\LL.TAf= e/TTH\SAiD A/ÝT7 Reykjavík, 29. apríl 1999 l SEÐLABANKIÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.