Morgunblaðið - 29.04.1999, Síða 48

Morgunblaðið - 29.04.1999, Síða 48
-**18 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Skýr efnahagsstefna Samfylkingarinnar AÐ MATI Samfylk- ingarinnar er megin- markmið í stjórn efna- hagsmála stöðugleiki í formi lágrar verðbólgu. Til að ná þessu marki verður að reka ríkissjóð með afgangi, hlúa að þeim atvinnu- vegum þar sem sóknar- færi framtíðarinnar eru, dreifa verðmæta- sköpuninni réttlátlega og tryggja jafnræði þegna og fyrirtækja. Samfylkingin hefur rammað efnahags- stefnuna og önnur stefnumál inn í þessa umgjörð. Vandaðar áætlanir Samfylkingin hefur gert ramma- fjárlög fyrir næstu 4 ár, byggt á varkáru mati um hagvöxt og tryggt afgang í ríkissjóði. Samfylkingin aflar tekna hjá fyrirtækjum en um- svif ríkisins munu nær ekkert aukast. Ekkert stjórnmálaafl hefur lagt fram jafnviðamiklar og vandað- ar áætlanir á þessu sviði fyrir kosn- ingamar. Samfylkingin leggur mest upp úr því að almenningur treysti henni til að halda um stýrið í íslensku samfé- lagi. Samfylkingin mun ekki hækka skatta á einstaklinga og er trúverð- ug í ríkisfjármálum. Meira fé í mennta- mál Meginþáttur í at- vinnustefnu Samfylk- ingar er menntamál. Atvinna, lífskjör og laun framtíðarinnar byggjast á góðri menntun. Par höfum við dregist verulega aftur úr öðrum þjóðum. Við erum ekki sam- keppnisfær á mennta- sviði við útlönd og það þýðir einfaldlega lægri laun í framtíðinni og þá sérstaklega fyrir ungt fólk. Pessu mun Sam- fylkingin snúa við. Við munum verja tæpum 10 millj- Kosningar Samfylkingin er málsvari einyrkja, segir Agúst Einarsson, og smærri fyrirtækja í atvinnulífinu. örðum á næsta kjörtímabili til við- bótar í menntamál, aðallega til há- skóla og framhaldsskóla. Þetta er alvöru forgangsröðun vegna þess að það verður að leggja aukið fé í menntamál ef menn vilja ná ár- angri. Jafnræði í atvinnulífinu Umgjörð annarra atvinnuvega mun fyrst og fremst miða að því að samkeppni ríki og sambærilegir við- skiptahættir verði og eru í ná- grannalöndunum. Ríkisstjórnin hefur hins vegar slegið skjaldborg um forstjóra stóru fákeppnisfyrirtækjanna í flutning- um, olíuverslun, tryggingum, fjár- málum og stórverslunum og gætir hagsmuna þeirra í hvívetna. Sam- fylkingin er málsvari einyrkja og smærri fyrirtækja í atvinnulífinu. Auðlindagjald í sjávarútvegi I hefðbundnum atvinnurekstri er uppstokkun Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum athyglisverð- ust. Þar verður hannað nýtt fisk- veiðistjórnunarkerfi með þátttöku allra hlutaðeigandi aðila. Jafnframt verða veiðiheimildir boðnar upp í áfóngum og þannig byrjað að leggja auðlindagjald á þá sem nýta sam- eiginlegar auðlindir. Pað eru tímamót að stjórnmálaafl leggi fram heilsteypta stefnu í sjáv- arútvegsmálum með róttækum breytingum en fari ekki í að plástra núverandi kerfi eins og sjálfstæðis- menn, Framsókn og Vinstri-grænir ætla að gera. Höfundur er alþingismaður. Ágúst Einarsson Slj órnmálamaður framtíðarinnar ÞAÐ kom engum okkar, sem unnið höfð- um með Drífu Snædal í Iðnnemasambandi Is- lands, á óvart þegar við fréttum að hún væri farin að starfa af krafti með nýrri stjómmála- hreyfingu, Vinstrihreyf- ingunni - grænu fram- boði. Nú hefur hún tek- ið fjórða sæti framboðs- lista hreyfingarinnar í Reykj avíkurkj ör dæmi. Drífa sat sem formað- ur Iðnnemasambands- ins í tvö ár. Hún reynd- ist okkur röggsamur stjórnandi, kraftmikil og ákveðin. Innan Iðnnemasam- bandsins vann hún fyrst og fremst að menntamálum en afstaða hennar gagnvart öllum velferð- armálum var skýr. Skil- yrðislaust jafnrétti, óháð kyni, fjárhag eða félagslegum aðstæðum. í dag gæti Drífa Snæ- dal virst almenningi óþekkt stærð en þeir fjölmörgu sem unnið hafa með henni vita að hún er hreinskiptin og hvikar ekki frá málefn- um í umræðum. Hún hefur sterka pólitíska hugsjón byggða á rétt- lætiskennd og heil- brigðri skynsemi. Drífa ýtir ætíð undir pólitísk skoðanaskipti og er óhrædd við að rökstyðja skoð- anir sínar. Hún notar aldrei per- sónulegan skæting til að verja mál Guðrún Gestsdóttir Stjórnmál Drífa Snædal hefur sterka pólitíska hug- sjón, segir Guðrún Gestsdóttir, byggða á réttlætiskennd og heil- brigðri skynsemi. sitt eins og virðist algengt að vanh' stjómmálamenn grípi til í þeim kappræðum sem við höfum fylgst með að undanförnu. Sem félaga og fyrrverandi sam- starfsmanni er mér heiður að lýsa trausti mínu og stuðningi við Diífu Snædal í komandi Alþingiskosning- um. Hún er stjórnmálamaður fram- tíðarinnar. Höfundur er fornmður Iðnnema- sambands Islands og 12. maður framboðslista Vinstrihreyfingarinn- ar - græns framboðs. Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* Á KR. 10.000,00 1983-2.fl. 01.05.99-01.11.99 kr. 84.328,30 * Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Dilbert á Netinu ^mbl.is /\LL.TAf= e/TTH\SAiD A/ÝT7 Reykjavík, 29. apríl 1999 l SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.