Morgunblaðið - 29.04.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.04.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ h FRÉTTIR Morgunblaðið/Oddur Sigurðsson HORFT til vesturs að jökulbrún Langjökuls sem skríður fram rétt innan við Jarlhettur. Foreldrafélag geðsjúkra barna vekur athygli á vanda þeirra Léleg þjónusta bitnar á geðheilsu foreldra Langjök- ull skríð- ur enn fram FRAMHLAUP heldur enn áfram í suðurhluta Langjökuls, nánar tiltekið í eystri Haga- fellsjökli, en þess varð vart á iiðnu hausti. Oddur Sigurðsson jarðfræðingur, sem flaug yfir jökulinn nýverið, teiur að hann eigfi eftir innan við einn kfló- metra fram á jökulsporðinn og að hann gæti skriðið út í Haga- vatn og geti þá valdið flóði. Hreyfíngar jökulsins hafa verið rannsakaðar síðustu tvö árin. Helgi Björnsson jökla- fræðingur, sem annast þær, sagði í samtali við Morgunblað- ið á síðastliðnu hausti að búast mætti við framskriði næstu mánuði sem nú er komið á dag- inn, að því er Oddur kveðst hafa séð er hann flaug tvisvar yfir jökulinn í síðustu viku. Oddur segir engar almennt viðurkenndar skýringar á fram- hlaupi jökla, það sé eitt af leyndarmálum jöklafræðinnar. Það sé óháð veðurfari, eldsum- brotum, jarðskjálftiun en talið hugsanlegt að breytingar á vatnsrásum og vatnsþrýstingi undir jökli geti valdið því að hann fari af stað. Hlaupi jökullinn fram í Haga- vatn gæti komið flóð í Sandá og Hvítá en Ijóst er að aurburður mun aukast mjög í afrennsli jökulsins og óttast laxveiðimenn til dæmis neikvæð áhrif þess á lífríkið í Hvítá. FORELDRAFÉLAG geðsjúkra barna boðaði til fundar með fram- bjóðendum þar sem athygli þeirra var vakin á málefnum og aðstæðum geðsjúkra bama. Með fundinum vildi félagið vekja athygli á málstað félagsins og voru t.a.m. sagðar þijár dæmisögur úr daglegu lífi geðsjúkra bama. Fram kom á fund- inum að samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar eru lífsgæði for- eldra, sem bíða eftir þjónustu fyrir börnin og geðheilsa mæðranna, í allt að helmingi tilfella slæm. í fyrrnefndum dæmisögum kem- ur m.a. eftirfarandi fram: „Ellefu ára gamalt bam sem greint er geðsjúkt, kveikir í sér við eldhúsborðið heima hjá sér. Það er alvarlega veikt og ætti að komast strax inn á sjúkrahús en þarf að bíða í 18 sólarhringa eftir plássi. Ef barnið hefði verið fótbrotið hefði það aldrei þurft að bíða í 18 sólar- hringa! Ellefu ára gamalt barn er greint geðsjúkt og er þunglynt, gerir margar sjálfsmorðstilraunir sama daginn. Algert neyðarástand -ríkir, það verður að koma barninu inn á spítala, en það er sunnudagur og BUGL er lokuð! (Bömin okkar geta ekki verið veik á rauðum dög- um)! Að lokum vom barnið og faðir þess lögð inn á fullorðinsdeild Landspítalans í tæpan sólarhring. A mánudagsmorgni er útskrifað af BUGL svo hægt sé að taka bráða- tilfelli inn. Hefði barnið verið með bráða botnlangabólgu hefði vart „Börnin okkar geta ekki verið veik á rauðum dögum“ talist eðlilegt að leggja inn á hjarta- deild og bíða eftir að skurðstofan yrði opnuð á mánudagsmorgni." 90 börn á biðlista Að sögn Jennýjar Steingríms- dóttur, forsvarsmanns Foreldrafé- lags geðsjúkra barna, var félagið stofnað fyrir um mánuði. Um 50 foreldrar eru þegar skráðir í félagið og era helstu markmið þess að kynna málstað foreldra geðsjúkra barna og berjast fyrir bættri að- stöðu þeirra. Jenný segir að ástandið sé hrikalegt og nauðsyn- legt sé að finna úrræði í þessum málum sem fyrst. Segir hún nauð- synlegt að komið verði á fót bráða- móttöku og fleiri innlagnarplássum, sérhæfður skóli taki til starfa, lang- tíma meðferðarúrræði verði fundin, .stofnað verði til hvíldarvistunar og verði spítalinn opinn alla daga árs- ins. „Við viljum einnig fá að vera með í nýja barnaspítalanum, að tryggingalöggjöfin verði skoðuð sérstaklega fyrir þennan hóp og stuðningur inn í almenna skóla verði stórefldur,“ segir Jenný. Jenný bendir á að 90 börn séu á biðlista eftir að komast inn á al- menna deild. Hún segir að þessi börn séu ííklar framtíðarinnar og bregðast verði skjótt við eigi að bjarga þeim frá því að fara út í eit- urlyfjaneyslu. Að sögn Jennýjar tóku frambjóð- endur vel í hugmyndir félagsins og segir hún það einlæga trú félagsins að veraleiki foreldra breyttist ef stjórnvöld tækju málefni þessa hóps upp á arma sína. Aðalfundur Foreldrafélags geðsjúkra barna verður haldinn þriðjudaginn 4. maí á bama- og unglingageðdeild Land- spítalans, Dalbraut 12. Geðheilsa helmings mæðra slæm Ólafur Ó. Guðmundsson, yfir- læknir barna- og unglingageðl- deildar Landspítalans, segir stofn- un félagsins mikið framfararspor og nauðsynlegt að rödd þeirra sem fái ónóga þjónustu heyrist, og fylli- lega tímabært að þessar raddir nái eyram yfirvalda. Ólafur tók undir með Jennýju um þá þjónustu sem vantar til þess að vandamálum geðsjúkra barna yrði sinnt eins'og nauðsynlegt er. Þá benti hann á niðurstöður nýrrar rannsóknar sem sýndi að slæmt ástand er farið að bitna á geðheilsu foreldra. „Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að lífsgæði foreldra sem bíða eftir þjónustu og geðheilsa mæðr- anna er, í allt að helmingi tilfella, slæm. Það er mjög brýnt að bregð- ast við því hverjum þetta kemur niður á,“ sagði Ólafur. Mjdlkinn- f kölluð vegna bragðgalla MJÓLKURBÚ Flóamanna þurfti || að innkalla nokkur hundrað lítra af w mjólk vegna bragðgalla, sem fannst við eftirrannsókn. Mjólkinni hafði verið dreift um svæðið austur af Vík. Birgir Guðmundsson mjólkurbús- stjóri sagði að ákvörðunin hefði alfar- ið verið í höndum Mjólkurbúsins, því ekki hefði borist nein kvörtun vegna þessa. Hann sagði að eftirlit og gæðakröfur væra alltaf að verða k strangari og að eftir svokallaða eftir- rannsókn hefði verið ákveðið að inn- m kalla mjólk sem dagsett var á mánu- p daginn. Hann sagði að eftirrannsókn- in færi þannig fram að eftir pökkun væri mjólkin geymd við hátt hitastig og síðan rannsökuð tveimur dögum seinna, en þá kom í Ijós að það vott- aði fyrir bragðgalla í mjólkinni. Birgir sagði að bragðgallar á mjólk fylgdu oft fóðurbreytingum og sérstaklega væri það algengt á | haustin, þegar kýr væru settar inn. Hann sagði þetta þó geta gerst all- 1| an ársins hring. Birgir sagði málið í raun léttvægt og efaðist um að nokkur hefði fund- ið sérkennilegt bragð, en sagði fyr- irtækið setja sér mjög strangar kröfur og því hefði verið ákveðið kalla mjólkina inn. Birgir sagði fjár- hagslegt tjón mjólkurbúsins óveru- legt enda sagði hann það ekki skipta máli heldur væri öryggi neyt- | endanna fyrir öllu. ---------------- Mýrdalshreppur Sýknaðir af ákæru vegna lausagöngu hrossa | FIMM ábúendur í svokallaðri Sól- heimatorfu í Mýrdalshreppi í V- Skaftafellsýslu voru sýknaðir af ákæra sýslumanns í Héraðsdómi Suðurlands á þriðjudag. Var ákærðu gefið að sök að hafa ekki haft hross sín í öruggri vörslu, þannig að þau gengu margoft, um það bil 30 saman, laus við þjóðveg nr. 1, þar sem hann liggur fyrir neð- an bæinn Framnes í Mýrdals- % hreppi, á tímabilinu frá 1. ágúst f 1998 til 26. október 1998. í dóminum segir að beitiland þeirra sjö bæja sem teljast til Sól- heimatorfunnar sé afgirt og að það sé í óskiptri sameign eigenda torf- unnar, en þjóðvegurinn liggi yfir beitarlandið. I 37. gr. vegalaga nr. 45/1994 segir að sé vegur lagður gegnum girt beitiland skuli veg- k haldari girða báðum megin vegarins eða leggja ristarhlið ásamt grindar- | hliði ef hann telur það hentugra. Taldi dómurinn m.a. að veghald- ara, þ.e. Vegagerð ríkisins, hafi bor- ið að girða veginn eins og gert sé víða um land. í framburði ákærðu kom fram að það væri tvímælalaust í þeirra huga að veghaldara bæri skylda til að girða meðfram þjóðveginum, en Vegagerð ríkisins hafi hins vegar L aldrei haft samband við þá vegna | þess. ------♦-♦-♦----- Harður árekstur í Hafnarfírði TVEIR vora fluttir á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur eftir harð- an árekstur tveggja bifreiða á mót- um Flatahrauns og Bæjarhrauns í 1 Hafnai-firði skömmu eftir klukkan 14 í gær. Að sögn læknis á slysadeild voru J meiðsl hinna ekki alvarleg. Bifreið- imar skemmdust töluvert og voru íluttar á brott með kranabifreið. heimilisbankinn a rettri ókeypis aðgangur til ársins 2000 ® ®BÚNAÐARBANKINN S k í in a mánaða internettenging fylgir Traustur honki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.