Morgunblaðið - 26.05.1999, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Viðræður Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks
Stefnt að því að
kynna niðurstöð-
ur á fímmtudag
dag. Halldór ræddi við þingmenn
síns flokks fram eftir kvöldi í gær.
Aætlað er að formennimir hittist í
dag til þess að ræða málefnagrund-
völlinn og framgang viðræðna um
áframhaldandi stjómarsamstarf en
að sögn Davíðs er stefnt að því að
kynna þingflokkunum niðurstöður
viðræðnanna á fimmtudag. Flokks-
ráð Sjálfstæðisflokksins var í gær
boðað til fundar á fimmtudagskvöld
og er fundarefnið ákvörðun um þátt-
töku í ríkisstjóm.
Þegar Davíð er inntur eftir því
hvort ákveðið hafi verið að hafa tólf
ráðherra í ríkisstjóm og skipta þeim
jafnt milli þingflokkanna, þannig að
hvor fengi sex ráðherra, segir hann
að engin ákvörðun hafi verið tekin
um það ennþá. „Menn era að ræða
málin í heild og þetta er einn af þeim
þáttum sem þar koma til athugunar,"
segir hann. En er búið að ákveða
hvaða þingmenn fái hvaða ráðuneyti?
„Nei,“ segir Davíð, „það ákveður
hvor flokkur fyrir sig og gert er ráð
fyrir því að sú ákvörðun verði ekki
tekin fyrr en allt annað er klárt.“
DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra
og formaður Sjálfstæðisflokksins,
lauk í gær viðræðum við einstaka
þingmenn Sjálfstæðisflokksins um
hverjir kæmu til greina sem ráð-
herraefni flokksins í næstu ríkis-
stjóm en búist er við því að Halldór
Asgrímsson, utanríkisráðherra og
formaður Framsóknarflokksins,
klári að ræða við þingmenn Fram-
sóknarflokksins um sama málefni í
Vefur vegna
Smáþjóða-
leikanna
SÉRSTAKUR vefur hefur verið
opnaður á mbl.is vegna Smáþjóða-
leikanna sem fram fara í Liechten-
stein. A forsíðu Fréttavefjar Morg-
unblaðsins er sérstakur hnappur til
að tengjast Smáþjóðavefnum en þar
má finna stutt ágrip af sögu leik-
anna, skiptingu verðlauna frá upp-
hafi þeirra og fréttir af gengi ís-
lenskra keppenda þar.
Morgunblaðið/jtn
HÉR er Jóhannes R. Snorrason, fyrrverandi flugstjóri hjá Flugfélagi
íslands og Flugleiðum, við breiðþotu Atlanta sem nú ber nafn hans.
Sjöunda
þota Atlanta
fær nafn
frumkvöð-
uls úr flug-
sögunni
SJÖUNDA breiðþota flugfélags-
ins Atlanta hefur fengið nafn ís-
lensks frumkvöðuls í flugsögunni
og var nú komið að Jóhannesi R.
Snorrasyni, fyrrverandi flug-
stjóra hjá Flugleiðum. Breiðþotu
af gerðinni Boeing 747-200 var
gefið nafn hans í gærkvöld.
Atlanta hefur síðustu árin gef-
ið þeim þotum félagsins sem
fljúga til íslands og frá nafn
frumkvöðuls úr flugsögunni.
Arngrímur Jóhannsson, stjórn-
arformaður Atlanta, var flug-
stjóri í þessari ferð þotunnar frá
Spáni og sagði hann við heim-
komuna að ætlunin væri að
halda þessum sið félagsins
áfram, nóg væri eftir af nöfnum.
Með þessu vildi fyrirtækið leggja
sitt af mörkum til að koma í veg
fyrir að nöfn þessara frumkvöðla
gleymdust. Jóhannes R. Snorra-
son sagði í samtali við Morgtm-
blaðið, að sér væri heiður sýndur
með þessu og þakkaði eigendum
Atlanta, Þóru Guðmundsdóttur
og Arngrími.
Niðurstöður samræmdra prófa í 10. bekk
270 kennarar sagt upp störfum
Hæst meðal-
tal í skólum í
Reykjavík
MEÐALEINKUNNIR á samræmd-
um prófum í 10. bekk grunnskóla í
vor vora hæstar í Reykjavík í öllum
greinum. Meðaleinkunn yfir landið
allt í stærðfræði var 5,7; í íslensku
6,4; í dönsku 6,6 og í ensku 6,3.
I Reykjavík var meðaleinkunnin
6,0 í stærðfræði, 6,7 í íslensku, 7,0 í
dönsku og 6,8 í ensku. Lægstar vora
meðaleinkunnir á Vestfjörðum, 4,8 í
stærðfræði, 5,9 í íslensku, 6,0 í
dönsku og 5,7 í ensku.
Þegar athugaðar eru upplýsingar
um einstaka námsþætti á prófi í ís-
lensku kemur fram að landsmeðaltal
einkunna í stafsetningarþætti prófs-
ins var 7,3; landsmeðaltal í ritun 5,3;
meðaltal í málfræði var 6,6; meðaltal
í fombókmenntum 6,0, meðaltal í
ljóðum 6,0 og meðaltalseinkunn úr
spumingum úr skáldsögunni Englar
alheimsins var 6,7.
Úr verinu inni í
Fasteignablaði
FJÖGUR sérblöð fylgja Morgunblað-
inu í dag, þar sem blaðið kom ekki út í
gær, þriðjudag, vegna hvítasunnunn-
ar. Þessi blöð eru Iþróttablað, B-blað,
Bamablað, C-blað, Fasteignablað, D-
blaði og Ur verinu, sem er E-blað og
er inni í miðju Fasteignablaðsins.
Auk þess fylgir Dagskrárblað Morg-
unblaðsins blaðinu í dag.
Jf Meðaleinkunn á samræmdum prófum
Í10. bekk eftir fræðsluumdæmum 1999
Stærðfræði íslenska Danska Enska
Umdæmi 1998 1998 1998 1998
Reykjavík 6,0 6,7 7,0 6,8
Nágr. Reykjav. 5,8 6,5 6,8 6,6
Suðurnes 5,2 6,0 6,4 5,9
Vesturland 5,7 6,3 6,4 5,8
Vestfirðir 4,6 5,9 6,0 5,7
Norðurl. vestra 5,8 6,4 6,6 6,1
Norðurl. eystra 5,0 6,2 5,9 5,7
Austurland 5,3 6,4 6,5 6,1
Suðurland 5,6 6,2 6,2 5,9
Landið allt 5,7 6,4 6,6 6,3
Nemendur sem tóku samíæmt próf í norsku eða sænsku í stað dönsku eru ekki reiknaðir inn í meðaltal.
Yænta tilboðs
frá borgarstjóra
TRÚNAÐARMENN kennara og
kennarar sem hafa sagt upp störfum
við grannskólana í Reykjavík héldu
fund í Breiðholtsskóla í gær. A fund-
inum var samþykkt ályktun til Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladóttur borg-
arstjóra þar sem kennarar lýsa því
yfir að það viðbótarfjármagn sem
borgarstjóri er tilbúinn að leggja
fram til að rétta kjör kennara nægi
engan veginn til að mæta kröfum
kennara í Reykjavík um sambærileg
kjör og bjóðast í öðrum sveitarfélög-
um. Kennarar muni því ekki draga
uppsagnir sínar til baka. Þuríður
Óttarsdóttir, sem var fundarstjóri,
segir að kennarar vænti þess nú að
borgarstjóri geri kennuram tilboð.
Þuríður segir að rætt hafi veríð
um uppsagnimar og aðra sérkjara-
samninga á fundinum. Góð stemmn-
ing hafi verið og kennarar verið ein-
huga um að draga uppsagnir sínar
ekki til baka.
„Okkur hefur ekki borist neitt til-
boð og höfum því ekki tekið ákvarð-
anir eða sett fram kröfur," sagði
Þuríður.
Aukafj árveiting’ til grunnskóla
Fá 170 milljónir
fst^ ÍSLENSKA Meðaleinkunnir námsþátta Lands- Vægi meðaltal (%)
Stafsetning 7,3 15
Málfræði 6,6 36
Fornbókmenntir 6,0 15
Ritun 5,3 10
Ljóð 6,0 9
Englar alheimsins 6,7 15
Heildareinkunn 6,4 100
BORGARRÁÐ samþykkti í gær til-
lögu Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt-
ur borgarstjóra um að verja skuli
170 milljónum króna til grannskóla
Reykjavíkur ó næsta skólaári. Verða
90 milijónir notaðar á þessu ári en 80
á því næsta.
Fjárveitingunni er ætlað að
standa straum af kostnaði við að inn-
leiða nýja starfshætti, m.a. huga að
breytingum á vinnutímakerfi kenn-
ara og starfstíma skóla, efla sam-
vinnu kennara, efla foreldrasamstarf
og efla sjálfstæð vinnubrögð nem-
enda. Þá eiga 10 milljónir af þessari
upphæð að renna hvort ár til að efla
stjórnun.
Heimilt er að verja 30% af heildar-
fjárveitingu þessa árs til greiðslu til
kennara tfl að laga skólastarf að
nýrri aðalnámskrá. Gert er ráð fyrir
að viðbótarfjárveitingin skiptist milli
grunnskólanna eftir fjölda stöðu-
gilda kennara og skólastjórnenda.
270 fastráðnir kennarar og kenn-
arar með eins árs ráðningu, sem
ætla ekki að endurnýja samninga
sína, hafa sagt upp störfum. Flestar
eru uppsagnirnar í eftirtöldum skól-
um: Yfir 20 uppsagnir eru í Folda-
skóla, 20 í Austurbæjarskóla, 19 í
Grandaskóla, 18 í Selásskóla, 17 í
Fossvogsskóla, 16 í Vogaskóla, 16 í
Melaskóla, 14 í Ölduselsskóla, 14 í
Hagaskóla, 12 í Hlíðaskóla og 11 í
Háteigsskóla.
„Nú höfum við kastað boltanum til
borgarstjóra og væntum þess að
hann geri okkur tflboð eða ræði mál-
in við okkur,“ sagði Þuríður. Hún
sagði að krafan væri 230 þúsund kr.
eingreiðsla fyrir það skólaár sem nú
er að ljúka og að kjörin verði jöfnuð
við það sem gerist í öðrum sveitarfé-
lögum.
Sérblöð í dag
IúrVERJNU\
►í Verinu í dag er mest fjallað um
mat Hafrannsóknastofnunar á
veiðiþoli nytjastofna við landið og
ráðleggingar um hæfilegan afla
næsta fiskveiðiár. Einnig er hefð-
bundin umfjöliun um markaði, veið-
ar, afla og staðsetningu skipanna.
m
-J
16 SfeUíl
Shell - Ferrari Classico
Líta-
leikur
íslendingar með sex
gullverðlaun í
Liechtenstein-
/ B1 ,B4,B5,B6,B16
Heimíli
►tími sumarhúsanna er genginn ■
garð. I Fasteignablaðinu er m. a. fjallað
um sumarhúsalóðir á Vesturlandi, cn
með Hvalfjarðargöngunum hefur leiðin
þangað stytzt mikið. Einnig er fjallað
um fyrirhugaða Suðurbyggð á Selfossi.
HÁLFUR MÁNUÐUR AF
DAQSKRÁ FRÁ MIÐVIKUDEQI
TIL ÞRIDJUDAGS.