Morgunblaðið - 26.05.1999, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 26.05.1999, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SamfyUdngin næst stæ'rsti JÁ en ég er nú einstæð móðir með sextán óþekktarorma góði. J. .* * .; ,i iirifr BeJdray Stigar frá Starlight og áltröppur frá Beldray fást í öllum stærðum í byggingavöruverslunum um allt land DREIFINGARAÐILI Sími: 533-1999, Fax: 533-199S ; .‘isit:,líZiiL.s&íáí. JMí' aafe Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Mikið af straumönd í ósi Blöndu Blönduósi. Morgunblaðið. STRAUMANDARBLIKI í sum- arbúningi er sérlega glæsilegur fugl eins og sjá má af myndinni. Þessi andartegund sem er ein þriggja varpfugla sem koma frá Ameríku er býsna algeng í ósi Blöndu og mjög áberandi á vor- in og fyrri hluta sumars. Himbrimi og húsönd eru hinir varpfuglarnir sem koma frá Ameríku. Straumöndin hefur stundum verið kölluð brimönd eða brímdúfa en það nafn hefur hún eflaust fengið hjá þeim sem sjá til hennar á vetrarstöðvun- um en þá heldur hún sig við ströndina og er fim kafönd í ólg- andi bríminu. Ráðstefna um ofbeldi Unnið að tillög- um um aðgerðir gegn ofbeldi Guðrún Agnarsdóttir Næstkomandi fimmtudag, 27. maí, verður hald- in ráðstefna á Hótel Sögu um aðgerðir gegn of- beldi. Ráðstefnan er haldin á vegum Endur- menntunarstofnunar Há- skólans í tengslum við fund sérfræðinganefndar Evrópuráðsins, í sam- vinnu við Neyðarmóttöku vegna nauðgunar og Skrifstofu jafnréttismála. Guðrún Agnarsdóttir er formaður sérfræðinga- nefndar Evrópuráðsins. „Þessi ráðstefna er m.a. haldin til að vekja umræðu um ofbeldi og koma á framfæri upplýs- ingum og niðurstöðum rannsókna á þessu sviði bæði til fagfólks og almennings." - Hvert er hlutverk sérfræð- inganefndar Evrópuráðsins? Guðrún segir að sérfræðinga- nefnd Evrópuráðsins sé að vinna að tillögum um breytingar á lög- um og um sérstakar aðgerðir til að vernda konur og ungar stúlk- ur gegn ofbeldi. Hún segir að til- lögumar verði víðtækar, muni varða ofbeldi af ýmsu tagi, stuðning, fyrirbyggjandi aðgerð- ir, menntun og endurhæfingu. Það er jafnréttisnefnd Evr- ópuráðsins sem tilnefndi sér- fræðinganefndina í fyrra til að vinna að þessu verkefni og nefndinni er ætlað að ljúka verki sínu á þessu ári. „Tillögumar verða svo sendar öllum aðildar- ríkjum Evrópuráðsins sem verða hvött til að taka tillit til þeirra og framkvæma þær í löndum sín- um.“ í nefndinni sitja níu sérfræð- ingar víðsvegar að úr Evrópu sem flestir em lögfróðir og sum- ir starfa í ráðuneytum landa sinna. -En hversvegna að halda þessa ráðstefnu á Islandi? .Ákveðið var að halda fund nefndarinnar á Islandi þar sem Island hefur nú forystu í Evr- ópuráðinu sem er fimmtíu ára um þessar mundir. Þar sem nefndarmenn væm allir saman komnir þótti áhugavert að halda jafnframt ráðstefnu til að nýta krafta þeirra og veita þeim upp- lýsingar um stöðu mála hér á landi.“ Guðrún segir að Rauði kross- inn hafi einnig tekið þátt í undir- búningi ráðstefnunnar og fengið til landsins Charlotte Lindsay en hún stjómar nú rannsóknum á vegum alþjóðaráðs Rauða kross- ins á konum sem verða fyrir styrjaldarátökum. - Aðrir athyglisverðir fyrir- lestrar á ráðstefnunni? „Það verða margir mjög áhugaverðir fyrir- lestrar á ráðstefnunni og má til dæmis nefna fyrirlestur Hildigunn- ar Ólafsdóttur sem ræðir um vandann við samanburð á ofbeldi í ólíkum samfélögum. Þá mun Ragnheið- ur Bragadóttir ræða ákvörðun refsinga í nauðgunarmálum og Barbro Wijma fjalla um lang- tíma afleiðingar kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis. Einar Gylfi Jónsson mun ræða um meðferð- arúrræði íyrir karla sem beita heimilisofbeldi og Caroline ► Guðrún Agnarsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1941. Hún er yf- irlæknir neyðarmóttöku vegna nauðgunar á Sjúkrahúsi Reykja- víkur. Eiginmaður hennar er Helgi Valdimarsson prófessor í ónæm- isfræði og eiga þau þijú upp- komin börn. Mechin kynnir jafnréttisnefnd Evrópuráðsins. Ennfremur mun Sophie Piquet fjalla um aðgerðir og bráðaúrræði Evrópuráðsins til að varðveita lýðræði og stöð- ugleika í Suðaustur-Evrópu.“ Guðrún Agnarsdóttir mun setja ráðstefnuna og síðar kynna sérfræðinganefnd Evrópuráðsins um aðgerðir til vemdar konum og ungum stúlkum gegn ofbeldi. Nokkrir nefndarmenn munu síð- an gera grein fyrir stöðu og við- brögðum við ofbeldi í Austurríki, Tyrklandi og Rúmeníu. Þá mun Eyrún Jónsdóttir tala um neyð- armóttöku vegna nauðgunar og Helga Leifsdóttir um hlutverk löglærðra talsmanna. - Hver er reynslan hér á landi af neyðarmóttöku vegna nauðg- unar? „Guðrún segir að á þeim sex árum sem neyðarmóttakan hafi starfað hafi tæplega 500 einstak- lingar leitað til hennar, meiri- hluti konur þó karlar séu einnig á meðal skjólstæðinga. „Um helmingur fómarlamba ofbeldis af þessu tagi kærir. Þeim fjölgar með hverju ári sem koma á neyðarmóttökuna. Það segir okkur að fólk veit orðið hvert það á að leita.“ Guðrún segir að mjög mikilvægt sé að fólk leiti stuðnings sem íyrst eft- ir áfall af þessu tagi til að ná aft- ur tökum á tilveru sinni. „Við er- um fegin að meira en helmingur kemur til okkar innan tólf tíma frá árásinni." Guðrún segir að meirihluti þeirra sem til neyðar- móttökunnar leita sé ungt fólk á aldrinum 16-25 ára en hún bend- ir á að þetta geti hent fólk á öllum aldri, til neyðarmóttökunnar hafi leitað einstak- lingar allt frá 12 ára og upp í áttrætt. - Hvaða þjónustu fær fólk sem leitar á neyðarmóttökuna? „Viðkomandi er boðinn stuðn- ingur, ráðgjöf, læknisskoðun og meðferð og aðstoð lögmanns. Þessa þjónustu veita hjúkmnar- fræðingar, læknar, ráðgjafar, sálfræðingar og lögmenn og hún stendur til boða hvort sem ætlun er að kæra eða ekki.“ Mikilvægt að leita stuðnings sem fyrst
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.