Morgunblaðið - 26.05.1999, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Gerðu sér
glaðan dag
fyrir
próflestur
STIJDENTSEFNI við Mennta-
skólann á Akureyri eru nú að
hefja próflestur en að venju
verður brautskráð frá skólanum
á þjóðhátíðardaginn, 17. júní.
Verðandi stúdentar gerðu sér af
þessu tilefni glaðan dag í gær og
dimmiteruðu. Klæddu þeir sig
upp á í búninga af ýmsu tagi og
mátti sjá skrautlegar kynjaverur
skjótast um lóð skólans fram eft-
ir morgni, en eftir hádegið var
ekið á milli heimila kennara skól-
ans á dráttarvélum með vögnum
og þeir kvaddir með virktum.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Búi
Skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri gagnrýnir bæjaryfírvöld
Fátt eitt gengið eftir af
fyrirhuguðum breytingum
ATLI Guðlaugsson skólastjóri
Tónlistarskólans á Akureyri gagn-
rýndi bæjaryfírvöld á Akureyri í
ræðu sinni við skólaslit um helgina.
Hann sagði fátt eitt hafa gengið
eftir af fyrirhuguðum breytingum
á starfsemi Tónlistarskólans á
Akureyri sem kynntar voru síðast-
liðið vor, en m.a. var gert ráð fyrir
að öl forskólakennsla í tónlist færð-
ist inn í grunnskólana og yrði að
skyldunámi í fyrsta og öðrum bekk
auk þess sem auka átti tónmennta-
kennslu í grunnskólum verulega.
Þá var gert ráð fyrir að byrjenda-
kennsla í hljóðfæraleik, jafnvel
fyrstu þrjú stigin, færðust á næstu
fímm árum að mestu út í grunn-
skólana, en var þeim annmörkum
háð að boðlegt húsnæði fyndist fyr-
ir slíka kennslu.
í máli Atla kom fram að allt það
hafi gengið eftir sem starfsfólki
Tónlistarskólans var ætlað að
framkvæma, en hið sama yrði ekki
sagt um bæjaryfirvöld. „Sú mikla
vinna sem þessar breytingar hafa
kostað hefur því miður verið
einskis metin og virðist því vænsti
kosturinn í stöðunni vera sá að
hætta við flutning tónlistarkennsl-
unnar út í grunnskólana um ókom-
in ár, því betra er að hætta starf-
seminni heldur en vera með hálf-
kák sem er öllum til vansa og skilar
mjög takmörkuðum árangri," sagði
Atli.
Hann sagði tillögumar hafa vak-
ið mikla athygli víða um land og
skólastjórar og sveitarstjórnar-
menn sem heimsótt hafa skólann
hafí talið þær til fyrirmyndar. Allir
hafí þó séð í hendi sér að meira
kostaði að kenna 450 nemendum í
einkakennslu og 540 nemendum í
forskóla úti í 7 skólum heldur en
sinna 450 nemendum í einka-
kennslu í einum skóla.
Draumsýn um tónleikasal
í blámóðu Ijarskans
Bæjaryfírvöld hafí einnig sett á
oddinn að gera Tónlistarskólann
sýnilegri í samfélaginu og hafí það
tekist, því tónleikahald hafí marg-
faldast á stuttum tíma. Alls voru
haldnir 112 tónleikar á vegum skól-
ans á síðasta skólaári.
Atli gerði húsnæðismál Tónlist-
arskólans á Akureyri einnig að
umtalsefni, en mörg ár eru frá því
rætt var um að hann flytti úr
Hafnarstræti 81 í nýtt húsnæði,
en þar er hann enn. „Draumsýnin
um tónleikasal færist fjær og fjær,
nú síðast út í blámóðu fjarskans,
SLIPPSTOÐIN hf. hefur lokið
vinnu við portúgalska frystitogar-
ann Calvao og hélt hann frá Akur-
eyri áleiðis á Reykjaneshrygg sl.
sunnudag. Að sögn Antons Benja-
mínssonar verkefnisstjóra Slipp-
stöðvarinnar var þetta nokkuð
stórt verk og snéri að vinnu við
spilbúnað skipsins, svo og vinnslu-
og vélbúnað.
Um næstu helgi er, að sögn Ant-
ons, von á öðrum frystitogara,
Santa Mafalda, frá sömu útgerð til
Slippstöðvarinnar og ráðgert að
vinna við lagfæringar á honum í
um einn mánuð. Ný vinnslulína
með Marel-flokkara verður m.a.
sett í skipið og fískimóttaka smíð-
uð. Með haustinu er svo von á syst-
urskipi Santa Mafalda til Akureyr-
afturfyi-ir skautahöll og yfir-
byggðan knattspyrnuvöll," sagði
Atli.
Hann hefur nú látið af störfum,
en skólanefnd hefur mælt með því
að Helgi Þ. Svavarsson hornleikari,
sem búsettur er í Noregi, verði
ráðinn í stöðu skólastjóra Tónlist-
arskólans á Akureyri frá 1. ágúst
næstkomandi.
ar og verður unnið við svipaðar
endurbætur um borð í því.
Anton sagði að tengsl Slipp-
stöðvarinnar við þetta portúgalska
útgerðarfyrirtæki væru í gegnum
fyrirtækið Fiskafurðir í Reykjavík,
sem selur afurðir þess. Hann sagði
þetta stærsta fyrirtækið í togara-
útgerð í Portúgal, með 9 togara og
væru þeir við veiðar í norðurhöfum
og við Nýfundnaland. Togarinn
Calvao fór til karfaveiða á Reykja-
neshrygg með svokallað gloríutroll
frá Hampiðjunni.
Heldur er farið að hægjast um í
Slippstöðinni og ekki mörg stór-
verkefnin framundan, að sögn Ant-
ons. Hann sagði að núorðið væri
orðið meira að gera yfír vetrar-
mánuðina en sumarið.
Viðarvinnslufyrirtækið
Aldin á Húsavík
gjaldþrota
Skuldir um-
fram eignir
um 50 millj-
ónir króna
Viðarvinnslufyrirtækið Aldin á
Húsavík var úrskurðað gjaldþrota
hjá Héraðsdómi Norðurlands 'eystra
í gær. Tólf starfsmönnum sem hjá
fyrirtækinu störfuðu var sagt upp í
kjölfarið, en að sögn Ólafs Birgis
Arnasonar hæstaréttarlögmanns,
sem skipaður var skiptastjóri, munu
3-4 menn verða við vinnu til 1. júní
til að halda vinnslu gangandi og
forða framleiðslu frá skemmdum.
Ólafur Birgir sagði ljóst að engar
eignir væru til í búinu og skuldir
umfram eignir væru tæplega 50
milljónir króna. Samkvæmt fyrir-
liggjandi bráðabirgðauppgjöri nam
tap fyrirtækisins yfír 100 milljónum
króna 1998. Virðast skuldir hafa
aukist tO muna á síðasta ári.
Skiptastjóri sagði að byrjað yrði á
að kanna hvort einhver rekstrar-
grundvöllur væri fyrir fyrirtækið.
Ef svo reyndist vera yrði í framhald-
inu gert það sem hægt væri til að
koma því í gang að nýju. Lands-
banki Islands hefur gengið í ábyrgð
fyrir greiðslu launa þeirra starfs-
manna sem enn eru að störfum hjá
fyrirtækinu til mánaðamóta.
Aldin var stofnað 1995 og eru
stærstu eigendur þess Kaupfélag
Þingeyinga, Nýsköpunarsjóður og
Kaupfélag Eyfírðinga.
------♦-♦-♦----
Jónasarkvöld
í Deiglunni
JÓNASARKVÖLD verður haldið í
Deiglunni, Kaupvangsstræti,
fimmtudagskvöldið 27. maí og hefst
það kl. 20.30.
Formaður menningarmálanefndar
Akureyrarbæjar, Þröstur Asmunds-
son, ávai-par gesti og þá lesa Þráinn
Karlsson leikari, Erlingur Sigurðars-
son forstöðumaður, Ólöf Ása Bene-
diktsdóttir nemi, Baldur Heiðar Sig-
urðsson nemi og Jón Laxdal Hall-
dórsson listamaður. Rósa Kiistín
Baldursdóttir og Hjörleifur Hjartar-
son sjá um söng á Ijóðum Jónasar við
undirleik Dórótheu Dagnýjar Tóm-
asdóttur. Dúóið „Hundur í óskilum"
kemur fram, en það skipa þeir Eirík-
ur G. Stephensen og Hjörleifur
Hjartarson.
Amtsbókasafnið verður með opið
útibú í Deiglunni af þessu tilefni,
helgað Jónasi og ljóðalestri.
Viðburður þessi er lokapunktur í
mánaðarlegum bókmenntavökum
Gilfélagsins, Amtsbókasafnsins og
Húss skáldsins síðustu mánuði.
Gilfélagið mun á Listasumri á
Akureyri 1999 fylgja auknum
áherslum á bókmenntum eftir með
sérstakri bókmenntaviku frá og með
verslunarmannahelgi.
------»♦♦------
Stéttskipt-
ing nútíma-
þjóðfélaga
ERIK Olin Wright prófessor við há-
skólann í Wisconsin, Madison, flytur
opinberan fyrirlestur í boði heil-
brigðisdeildar Háskólans á Akureyri
í dag, miðvikudaginn 26. maí kl. 16 í
stofu 14 í húsi háskólans við Þing-
vallastræti 23.
Fyrirlesturinn verður fluttur á
ensku og er heiti hans „Class, Ex-
ploitation and the Shmoo“. í fyrir-
lestrinum fjallar hann um stéttskipt-
inu nútímaþjóðfélga, útskýrir hug-
takið þjóðfélagsstétt og eðli sam-
skipta stétta í nútímaþjóðfélagi.
Hann mun einnig bera saman ólíkar
skólastefnur varðandi stéttahugtak-
ið og stéttagreiningu.
Skipulagsmál og skólamál
á Oddeyri
Almennur kynningarfundur
Skipulagsnefnd og skólanefnd Akureyrarbæjar boða til almenns kynn-
ingarfundar í Oddeyrarskóla fimmtudaginn 27. maí kl. 20.00. Tiíefni
fundarins er umsókn skólanefndar Akureyrar um að byggður verði fjög-
urra deilda leikskóli að Iðavöllum í stað þriggja deilda eins og
deiliskipulag suðurhluta Oddeyrar gerir ráð fyrir og leik- og útivistar-
svæði austan hans verði tekið undir leikskólann. Þessi áform fela í sér
breytingu á staðfestu deiliskipulagi suðurhluta Oddeyrar og Aðalskipu-
lagi Akureyrar 1998 - 2018. Auk sem fjallað verður um skipulagsmál
munu formaður skólanefndar, skólastjóri Oddeyrarskóla og leikskóla-
stjóri Iðavalla fjalla um skólamál hverfísins.
Skipulagsstióri Akurevar.
Heldur farið að hægjast um í Slippstöðinni
Unnið við
portúgalska
frystitogara