Morgunblaðið - 26.05.1999, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Niðurstöður bandarískrar þingnefndar um viðamiklar njósnir
Kínverja á kjarnorkuleyndarmálum Bandarfkjanna
Þingmenn segja innihald
skýrslunnar „ógnvekjandi“
Peking, Washington. Reuters, AP, AFP.
KlNVERSKIR hermenn ganga hjá kínverskri eldflaug fyrir utan herminjasafnið í Peking. Kínversk
sfjórnvöld hafa vísað ásökunum Bandaríkjamanna um kjamorkunjósnir algerlega á bug.
SKYRSLA sérstakrar öryggis-
málanefndar bandaríska þingsins,
sem fjallað hefur um kjarn-
orkunjósnir Kínverja í Bandaríkj-
unum, var gerð opinber í gær og í
henni kemur fram að kínversk
stjómvöld hafi stundað umfangs-
miklar kjarnorkunjósnir undan-
fama tvo áratugi. Afleiðingarnar
séu þær að vegna „óseðjandi löng-
unar“ Kínverja í bandarískan
tæknibúnað hafi þeir jrfir tækni-
legri getu að ráða sem sé á „svip-
uðu stigi“ og hjá Bandaríkjamönn-
um sjálfum. I skýrslunni, sem unn-
in var undir forsæti Cristophers
Cox, öldungadeildarþingmanns úr
röðum repúblikana, kemur fram að
njósnir og þjófnað Kínverja á
kjarnorkuleyndarmálum sé hægt
að rekja allt aftur til ársins 1970 og
að líklegt sé að þær séu enn í
gangi. Hafa bandarískir þingmenn
lýst innihaldi skýrslunnar sem
„ógnvekjandi".
Kínversk stjómvöld hafa brugð-
ist ókvæða við ásökunum skýrslu-
höfunda og hafna þvi alfarið að kín-
verskir útsendarar hafi nokkurn
tíma reynt að komast að hemaðar-
leyndarmálum Bandaríkjamanna.
Segja Kínverjar að skýrslan hafi
verið unnin með það að markmiði
að dreifa athygli umheimsins frá
loftárásum Atlantshafsbandalags-
ins á kínverska sendiráðið í
Belgrad fyrir skömmu þar sem
þrír Kínverjar fómst og fjölmargir
særðust. „Pað er skoðun okkar að
sumir Bandaríkjamenn séu stað-
ráðnir í að viðhalda hugsunarhætti
kalda stríðsins," sagði Zhu
Bangzao, talsmaður kínverska ut-
anríkisráðuneytisins, í gær.
í kjölfar upplýsingaleka innan
bandaríska stjómkerfisins hefur
undanfarna mánuði verið hávær
umræða í fjölmiðlum og á banda-
ríska þinginu um að Kínverjar hafi
stundað viðamiklar njósnir í kjam-
orkurannsóknarstofum bandaríska
hersins sem hafi gert þeim kleift að
þróa og smíða nákvæmar eftirlík-
ingar af háþróuðum kjarnaoddum
Bandaríkjamanna. Skýrsla þing-
nefndarinnar staðfestir þær sagnir
þar sem komist er að þeirri niður-
stöðu að Kínverjar hafi stolið
tækniþekkingu og teikningum af
tæknibúnaði sem geri þeim kleift
að þróa smáa kjarnaodda, s.s. W-88
kjamaoddinn auk annarra, sem
unnt sé að beita gegn langdrægum
eldflaugabúnaði andstæðingins.
Jafnframt hafi verið stolið tækni-
búnaði sem notaður er við smíði
bandarískra flugskeyta og orrustu-
þotna. Þá er leitt að því líkum að
kjamorkunjósnir Kínverja séu enn
þann dag í dag hluti af umfangs-
miklu neti þeirra sem beinist að því
að stela eða kaupa bandarísk hem-
aðarleyndarmál.
Kínverjar með um 3.000 fyrir-
tæki á sínum snærum?
Því er haldið fram að Kínverjar
hafi um árabil stundað njósnir í
fjórum aðalrannsóknarstofum
bandaríska hersins; Los Alamos,
Lawrence Livermore, Oak Ridge
og Sandia. Upplýsingum þaðan
hafi m.a. verið komið til kínverskra
stjómvalda í gegnum fyrirtækja-
net sem stjórnað sé af kín-
verskættuðum einstaklingum bú-
settum í Bandaríkjunum. Með
þeim hætti hafi Kínverjum tekist
að afla upplýsinga í skjóli þess að
um tæknibúnað til friðsamlegrar
nýtingar kjarnorku hafi verið að
ræða. í skýrslunni er talið að kín-
versk stjómvöld hafi u.þ.b. 3.000
slík fyrirtæki á sínum snæram og
séu þau staðsett í miðstöðvum há-
tækniiðnaðarins í Kalifomíu og
Nýja-Englandi. Þá er sagt frá því
að tvö bandarísk fyrirtæki, Loral
Aircraft og Hughes Aircraft, hafi
farið langt út fyrir leyfilegt starfs-
svið sitt til að afla Kínveijum upp-
lýsinga sem þjóni því markmiði áð
efla nákvæmni eldflauga sem borið
geta kjamaodda. Ennfremur er því
haldið fram að Kínverjar líti á það
sem viðtekna venju að láta marga
af þeim þúsundum náms-, ferða- og
vísindamanna sem sækja Banda-
ríkin heim á hverju ári, leita eftir
upplýsingum sem nýst gætu við
smíði hergagna.
Talið er að stjómvöld í Peking
geti hafist handa við að sannreyna
gæði kjamorkubúnaðarins á þessu
ári og í kjölfarið sé möguleiki á að
kjamaoddar af bandarískum upp-
runa fylli kínversk vopnabúr árið
2002. Skýrsluhöfundar segja enn-
fremur að með framtaki sínu hafi
Kínverjar stokkið, á örfáum ámm,
yfir nokkrar „kynslóðir" kjarna-
vopna og hafi nú yfir háþróaðri
tækni að ráða sem setji þá á stall
með Bandaríkjunum. Afleiðingam-
ar til skamms tíma séu þær að
svæðisbundnum stöðugleika í Asíu
- t.d. með hliðsjón af Taívan - sé
stefnt í voða. Markmið kínverskra
stjórnvalda sé að nota vopnin til að
auka orðstír sinn og ítreka hags-
muni sína á alþjóðavettvangi, sem
felist m.a. í því að innlima Taívan
undir stjórnina í Peking.
Hugsanlegur „útflutningur"
kínverskra stjórnvalda
Um þriðjungi upplýsinganna
sem fram koma í skýrslu þing-
nefndarinnar verður haldið leynd-
um að sögn Cristophers Cox. Þar á
meðal era upplýsingar er varða
mál Wen Ho Lees, taívansks vís-
indamanns, sem varð uppvís að því
að koma hemaðarleyndarmálum
úr Los Alamos rannsóknarstofunni
í hendur kínverskra stjórnvalda. Af
öðram málum sem haldið verður
leyndum er hugsanlegur útflutn-
ingur Kínverja á kjarnorkuleynd-
armálum til ríkja á borð við Iran,
Pakistan, Líbýu, Sýrland og Norð-
ur-Kóreu. Á undanfórnum áram
hafa áhyggjur vestrænna stjórn-
valda beinst í auknum mæli að því
að sum ríki sem áhuga hafa á að
koma sér upp búri gereyðingar-
vopna kynnu að leita til Kínverja
um aðföng og upplýsingar.
Kínversk stjómvöld sögðu í gær
að ásakanimar sem fram koma í
þeirra garð í Cox-skýrslunni
svokölluðu, séu algerlega tilhæfu-
lausar. Talsmaður kínverska varn-
armálaráðuneytisins ítrekaði í
gærdag að leiðtogar ríkisins hefðu
ávallt neitað því að Kínverjar
stæðu fyrir njósnum hvað kjarn-
orkuleyndarmál Bandaríkjanna
varðaði. „Kína hefur aldrei stolið
leyndarmálum annarra ríkja, held-
ur ekki Bandaríkjanna," sagði tals-
maðurinn í viðtali við fréttamann
AP.
Cox-skýrslan og ásakanimar j
sem í henni standa koma fram á
slæmum tíma en undanfarnar vik-
ur hafa einkennst af tortyggni í
samskiptum Bandaríkjanna og
Kína. Áðeins era tæpar tvær vikur
frá því flugskeyti NATO lentu á
sendiráði Kína í Belgrad. Hefur því
máli verið fylgt fast eftir af hálfu
kínverskra stjómvalda.
Þá vora kínversk stjómvöld sök-
uð um það í gær að hafa „leynt
staðreyndum" í kjölfar blóðugra
aðgerða lögreglu á Torgi hins
himneska friðar árið 1989.1 þings-
ályktun sem samþykkt hefur verið
í báðum deildum bandaríska þings-
ins eru kínversk stjórnvöld for-
dæmd fyrir mannréttindabrot og
er farið fram á opinberlega rann-
sókn á tildrögum harmleiksins er
hundrað námsmanna vora vegin
eftir mánaðalangar mótmælaað-
gerðir þeirra.
Dularfullt
morðmál vekur
óhug í Noregi
Ósló. Morgfunblaðið.
AP
EITT fórnarlamba óþekktra morðingja Paust-fjölskyldunnar er borið
út úr húsi í Sörum nærri Ósló á sunnudag.
AFAR dularfullt morðmál veldur
Norðmönnum nú miklum heila-
brotum en Anna Orderud Paust,
einkaritari varnarmálaráðherra
landsins, og foreldrar hennar
fundust myrtir í íbúðarhúsi í Sör-
um rétt fyrir norðan Ósló á sunnu-
dag.
Lögreglan leitar nú eins eða
fleiri morðingja sem skutu Önnu
Orderud Paust og Kristian og
Marie Orderud í eða við húsið.
Enginn hefur verið hnepptur í
varðhald en lögreglan er sögð
vinna eftir þremur tilgátum við
lausn málsins: Fjölskyldan kynni
að hafa fallið fyrir hendi innbrots-
þjófa; hún tekin af lífí vegna óupp-
gerðra saka; eða verið fórnarlamb
hryðjuverkamanna. Samkvæmt
Asbjörn Gran lögreglustjóra fund-
ust þremenningamir í einu her-
bergja hússins sem var í eigu eins
frænda Önnu Orderuds Pausts.
Lögreglan hefur ekki viljað full-
yrða um tengsl morðanna á
sunnudag og fyrra morðtilræðis
við Önnu og Per Paust, nýlátinn
eiginmann hennar. En Per Paust,
erindreki og fyrrum talsmaður
norska utanríkisráðuneytisins,
lést af völdum krabbameins fyrir
um þremur vikum.
Ókunnugt um tengsi við fyrri
tilræði
Anna Orderad Paust komst á
síður norskra dagblaða í júlí sl. ár
eftir að lögreglan fann um 500
grömm af sprengiefni sem komið
hafði verið fyrir undir bifreið
hennar sem stóð fyrir utan skrif-
stofur varnarmálaráðuneytisins í
Ósló. Innan við mánuði síðar var
reynt að kveikja í inngangi íbúðar-
húss Paust-hjónanna í Skillebekk í
Ósló. Er lögregla kom á staðinn
fannst þar lekur própangaskútur.
Þá hafði tilræðismaðurinn tæmt
úr bensínbrúsa inni í forstöfunni
og bersýnilega reynt að leggja eld
að.
Málið var skilgreint sem morð-
tilræði og gerði norska lögreglan
lýðum Ijóst að tengsl væru á milli
tilræðanna. I kjölfar seinna til-
ræðisins kom og fram að ráðist
hafði verið á Per Paust árið 1996.
Óþekktur árásarmaður hafi ráðist
að Per sem var á leið til íbúðar
sinnar. Talið er að lögreglan hafi
jafnframt sett árásina í samhengi
við tilræðin sl. ár.
Paust-hjónin fluttu til New
York seinni hluta síðasta árs þar
sem Per átti að taka við starfí að-
alræðismanns Noregs. Sneru þau
til baka til Noregs og fluttu inn í
íbúð sína við Skillebekk í janúar
sL þar sem þau bjuggu uns Per
lést eftir stutta legu.
Lögreglan í Ósló hefur ekki enn
fundið tengslin milli tilræðanna né
heldur hver eða hverjir stóðu á
bak við þau. Þá er talið að ástæður
tilræðanna séu enn á huldu. Haft
hefur verið eftir fulltrúum eftir-
litsdeildar lögreglunnar að
sprengjan sem fannst undir bif-
reið Ónnu hafí að öllum líkindum
ekki verið beint gegn henni sjálfri
þar sem hún starfaði sem einkarit-
ari varnarmálaráðherrans. Þá var
hvorki talið líklegt að henni hafí
verið beint gegn eiginmanni henn-
ar né Dag Jostein Fjærvoll, þá-
verandi varnarmálaráðherra.
Fulltrúar varnarmálaráðuneytis-
ins hafa ekki viljað tjá sig um
hugsanlegar ástæður en öryggis-
gæsla um starfsmenn ráðuneytis-
ins hefur verið hert til muna.
Morðin á sunnudag hafa sett
starfsemi ráðuneytisins úr skorð-
um og mun Elbjörg Böwer, varn-
armálaráðherra Noregs, ekki hafa
sinnt daglegum skyldustörfum
sínum í gær. í gær stjórnaði
Böwer minningarathöfn um hina
látnu þar sem starfsmenn ráðu-
neytisins voru saman komnir. Þá |
voru skrifstofur ráðuneytisins lok-
aðar fyrir blaðamönnum.