Morgunblaðið - 26.05.1999, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
________________ERLENT
Barak hugar að
stj órnar my ndun
Á næstu dögum munu formlegar stjórnar-
----------------------------?----------
myndunarviðræður hefjast í Israel. Að
sögn Sigriínar Birnu Birnisdóttur í Israel
hefur Ehud Barak, nýkjörinn forsætisráð-
herra, lýst því yfír í viðræðum undanfarna
daga, að hann sé reiðubúinn að ganga til
samstarfs við þá flokka sem lúta vilja
grundvallarstefnu Verkamannaflokksins.
FORMLEGAR stjórnarmyndunar-
viðræður hefjast í Israel á næstunni
en undanfama daga hafa óformlegar
viðræður farið fram milli fulltrúa
Verkamannaflokksins og annarra
flokka á ísraelska þinginu.
Ehud Barak, nýkjörinn forsætis-
ráðherra landsins, hefur enn ekki
tekið beinan þátt í viðræðum en er
þó sagður hafa bæði tögl og hagldir á
bak við tjöldin. Þá hafa áhrifamenn
innan flokksins, svo sem Yossi Beil-
in, ekki tekið þátt í viðræðunum og
er ástæðan sögð sú að Barak óttist
að þeir reyni að beina viðræðunum
inn á aðrar brautir en hann hefur
gefið fyrirmæli um.
Hingað til hefur samninganefnd
Verkamannaflokksins annars vegar
lagt áherslu á að fá fram sjónarmið
hugsanlegra samstarfsflokka til
samstarfs við Shas-flokkinn og hins
vegar til breytinga á lögum um emb-
ættisskipan á þingi. Þannig er Barak
sagður hafa hug á að fella úr gildi lög
sem takmarka fjölda ráðherra og
setja ný lög að norskri fyrirmynd,
þar sem þingmönnum er gert að
gefa eftir þingsæti sín er þeir taka
við ráðherraembætti. Slíkar laga-
breytingar myndu annars vegar
gera nokkrum þeirra frambjóðenda
Verkamannaflokksins sem féllu út af
þingi í síðustu kosningum kleift að
taka sæti á þingi að nýju og hins
vegar róa áhrifamenn innan flokks-
ins sem sagðir eru óttast að hug-
myndir Baraks um myndun stjómar
með sterkum meirihluta muni leiða
til þess að áhrifamenn annarra
flokka verði skipaðir í ráðherraemb-
ætti og að því verði fá ráðuneyti eftir
til skiptanna íyrir þingmenn Verka-
mannaflokksins.
Barak hefur marglýst því yfir að
hann sé reiðubúinn til að ganga til
samstarfs við alla þá flokka sem séu
reiðubúnir til að vinna samkvæmt
grundvallarstefnu Verkamanna-
flokksins. Þannig er hann bæði
sagður hafa áhuga á samstarf! við
Likud-flokkinn og Shas-flokkinn en
með samstarfi við þá gæti hann
hugsanlega tryggt sér stuðning allt
að 95 af 120 þingmönnum auk þess
sem hann mun geta reitt sig á stuðn-
ing araba í mörgum málum þótt þeir
verði ekki þátttakendur í stjórnar-
samstarfinu.
Þannig var haft eftir Limor
Livnat, talsmanni samninganefndar
Likud-flokksins, í gær að samninga-
menn Verkamannaflokksins hefðu
sagt að þeir vildu byrja á því að
ganga til samninga við Likud-flokk-
inn. Þrátt fyrir að áhrifamenn innan
Likud-flokksins séu klofnir í afstöðu
sinni til hugsanlegs stjórnarsam-
starfs telja fréttaskýrendur góða
möguleika á því að Barak takist að fá
flokkinn til samstarfs. Samstarfið
muni þó sennilega kosta það að hann
verði að láta Likud-flokknum eftir
utanríkisráðuneytið sem áhrifamenn
innan Verkamannaflokksins eru
einnig sagðir sækjast eftir.
Flestir eru hins vegar sammála
um að öllu erfiðara muni reynast að
ná samstöðu um þátttöku Shas-
flokksins í stjórnarmyndun, enda
hafi helstu samstarfsflokkar Verka-
mannaflokksins lýst yfir andstöðu
við samstarf við flokkinn. Þannig
hafa vinstriflokkurinn Meretz, Israel
Ba’aliya, Miðjuflokkurinn og Shinui
allir lýst því yfir að þeir muni ekki
Taktu þátt í léttum leik á mbl.is og þú gætir unnið GSM-síma frá
Símanum, bol, hiífu eða miða á myndina frá stjörnubío.
Um þessar mundir frumsýnir Stjörnubíó myndina
lllur ásetningur (Cruel Intentions).
Myndin fjallar um stjúpsystkini sem eru í meira lagi undirförul.
Taktu þátt í leiknum og hver veit!
Hmbl.ÍS
—ALLTVKf* e/TTHV/KÐ IStÝTi
yr
SÍMINN
EHUD Barak, nýkjörinn forsætisráðherra fsraels, fagnar sigri með
stuðningsmönnum í Tel Aviv. Um þessar mundir standa yfir óformleg-
ar viðræður um stjórnarmyndun á milli fulltrúa Verkamannaflokksins
og annarra flokka á ísraelska þinginu.
ganga til samstarfs við flokkinn á
meðan Arye Deri leiðir hann. Að
Shinui frátöldum hefur þó enginn
þessara flokka útilokað samstarf við
Shas komi Deri, sem nýlega var
dæmdur til fjögurra ára fangelsis-
vistar fyrir spillingu, hvorki að
stjórn flokksins á þingi né utan þess.
Deri, sem tilkynnti í síðustu viku að
hann hefði ákveðið að láta af þing-
mennsku, hefur hins vegar marglýst
því yfir að hann sé langt frá því
hættur afskiptum af málefnum
flokksins og talsmenn Shas lýstu því
yfir í gær að þeir myndu ekki láta ut-
anaðkomandi aðila ráða því hver
leiddi flokkinn.
Staða Deris mun hins vegar ekki
verða eina hindrunin í vegi fyrir
stjómarþátttöku Shas þar sem ljóst
er að stefnuskrá flokksins stangast í
mörgum meginatriðum á við þau
stefnumál sem Barak lagði áherslu á
í kosningabaráttu sinni. Þannig hefur
Barak m.a. barist fyrir því að strang-
trúuðum verði gert að gegna her-
þjónustu og lagt áherslu á nauðsyn
þess að endurskoða ýmis fríðindi sem
strangtrúaðir njóta. Shas hefur hins
vegar sett fram það skilyrði fyrir
stjómarþátttöku að engar breytingar
verði gerðar á stöðu strangtrúaðra.
Þá hefur mikið farið fyrir slagorð-
unum „Shas-kontrol“ og „Nash-
kontrol“ í ísraelskum stjórnmálum
að undanfómu. Slagorðin vísa til
baráttu Shas-flokksins annars vegar
og Israel Báaliya hins vegar um
völdin í innanríkisráðuneytinu, en
báðir þessir flokkar em fyrst og
fremst byggðir upp í kringum hags-
muni afmarkaðra þjóðfélagshópa.
Þannig leggur Shas-flokkurinn
áherslu á réttindabaráttu gyðinga af
austrænum uppruna sem þeir segja
að hafi orðið að búa við mismunun
áratugum saman. Israel Báaliya er
hins vegar stærsti flokkm' rúss-
neskra innflytjenda.
Þrátt fyrir að Barak hafi gefið
samninganefnd sinni ströng fyrir-
mæli um að taka ekki þátt í neinum
viðræðum um hugsanlega skipun í
embætti lýsti talsmaður Israel
Ba’aliya því yfir eftir viðræður
samninganefnda flokkanna í gær að
hann væri þess fullviss að Israel
Ba’aliya hefði sitt fram í málinu,
enda hefði flokkurinn stutt Barak í
kosningabaráttunni en Shas lýsti yf-
ir stuðningi við Benjamin Netanya-
hu, fráfarandi forsætisráðherra.
Það er því ljóst að Barak, sem hef-
ur 45 daga til að mynda nýja ríkis-
stjóm, mun eiga fullt í fangi með að
sætta ólík sjónarmið, bæði innan
flokks og utan, er raunverulegar
samningaviðræður hefjast.
Bætt samskipti
við N-Kóreu?
Tókýd, Peking. Reuters.
WILLIAM Perry, sendifulltrúi
Bandaríkjaforseta og fyrrverandi
varnarmálaráðherra, hélt í heim-
sókn til Norður-Kóreu í gær, sem
talin er marka tímamót í samskipt-
um ríkjanna. Perry er hæst setti
bandaríski embættismaðurinn sem
heimsækir N-Kóreu síðan á dögum
Kóreustríðsins í upphafí sjötta ára-
tugarins. Tilgangur farar hans er
endurskoðun á stefnu Bandaríkja-
stjómar gagnvart N-Kóreu.
Perry flaug til Pyongyang, höfuð-
borgar N-Kóreu, frá Tókýó, þar
sem hann hafði átt fundi með
japönskum og suður-kóreskum
embættismönnum í því skyni að
samhæfa stefnu ríkjanna gagnvart
stjómvöldum í Pyongyang. Heim-
sókn Perrys til N-Kóreu mun
standa í þrjá daga, og væntir Perry
þess að hitta að máli Kim Jong-il,
forseta landsins, auk annarra emb-
ættismanna.
Bandaríkjastjórn ákvað í desem-
ber sl. að endurskipuleggja stefnu
sína gagnvart N-Kóreu í ljósi þess
að N-kóresk stjómvöld neituðu að
hverfa frá flugskeytaáætlun sinni
og svöraðu engu ásökunum um að
þau hyggðu á smíði kjamorku-
vopna.
Kínversk stjómvöld tilkynntu í
gær að næstæðsti ráðamaður N-
Kóreu, Kim Yong-nam, myndi koma
í heimsókn til Kína í byrjun næsta
mánaðar, og er það haft til marks um
aukin tengsl ríkjanna, en samskipti
beggja við Bandaríkin em stirð.
Stjómvöld í Peking hafa mót-
mælt harðlega auknum hernaðar-
legum tengslum Bandaríkjanna og
Japans, og áætlunum þeirra um
sameiginlegar flugskeytavarnfr í
Norðaustur-Asíu. Segir Kínastjórn
ætlan Bandaríkjanna að auka völd
sín á svæðinu og sporna við því að
Kína verði stórveldi.
Líföndun^n
Að anda er að lifa \
Guðrún Arnalds verður með námskeið í líföndun
helgina 29. og 31. maf.
Hvernig væri að taka á móti sumrinu með því að fylla þig af orku, losa um
það gamla og búa til pláss fyrir meiri gleði og kærleika?
Líföndun hjálpar við að ná djúpri slökun, takti við okkur sjálf og er góð leið
til að kynnast okkur sjálfum.
Guðrún Arnalds,símar 551 8439 og_896 2396
Ef við lærum að anda léttar, verður líf okkar ósjálfrátt léttara.