Morgunblaðið - 26.05.1999, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT________________
Milosevic ekki langt
frá markmiði sínu
Alræmdir
raðmorðingjar
handteknir
Adelaide. Reuters, AFP.
ÁSTRALSKA lögreglan, sem nú
rannsakar umfangsmestu
fjöldamorð í sögu Astralíu, leitaði í
gær tveggja líka til viðbótar þeim
níu sem fundust við leit fyrir og um
hvítasunnuhelgina. Höfðu ódæðis-
mennimir komið átta af líkunum
níu fyrir í stórum plastpokum og
sett ofan í sex tunnur sem fundust í
ónotuðum bankageymslum í bæn-
um Snowtown, um eitt hundrað og
fímmtíu kílómetra norður af borg-
inni Adelaide. Níunda líkið fannst
grafíð í bakgarði húss sem einn
mannanna, sem grunaðir eru um
morðin, hafði leigt í úthverfi
Adelaide.
Þrír menn hafa verið handteknir
og ákærðir vegna morðanna en
þeir eru á aldrinum tuttugu og átta
til fjörutíu ára. Þótt aðeins hafi
tekist að bera kennsl á þrjú líkanna
er talið að öll fómarlömbin hafi
tengst mönnunum með einum eða
öðrum hætti en lík eiginkonu eins
þeirra, Marks Haydons, var til að
mynda meðal þeirra sem fundust í
bankageymslunni í Snowtown.
Tilefni morðanna era enn nokk-
uð óljós þótt talið sé að morðingj-
amir hafi myrt einhver fómar-
lamba sinna í því skyni að hafa af
þeim fjármuni. Ekki er talið að
morðin tengist kynlífi eða kynferð-
isglæpum. Paul Schramm, sem
stýrir rannsókn lögreglunnar,
sagði erfitt að skýra morðin. „En
þetta er sannarlega eitt af flókn-
ustu, skelfilegustu og sorglegustu
glæpamálum sem við höfum komist
í kynni við.“
Handtökur mannanna þriggja og
fundur líkanna níu er árangur ára-
langrar lögreglurannsóknar á af-
drifum fólks sem horfið hafði spor-
laust. Eins mun hafa verið salaiað
allt fiá 1993. Lögreglan er ennfrem-
ur sögð sannfærð um að morðingj-
amir hafi ráðið minnst ellefu manns
bana á síðustu sex áram og lagði í
gær allt kapp á að finna lík þeirra
tveggja sem enn hafa ekki fundist.
Hins vegar sagði einn yfirmanna
lögreglunnar engin tengsl milli
raðmorðanna og líkamsleifa, sem
fundust á iðnaðarsvæði í Adelaide í
gær, þótt lögreglu gruni að þar hafi
einnig verið um morð að ræða.
Blacc, Skopje, Sarajevo, Stokkhólmur. Rcuters. AP.
YFIR 23.000 flóttamenn hafa komið
til Makedóníu sl. þrjá daga og óttast
fulltrúar Sameinuðu þjóðanna að
þessi gífurlegi fjöldi sé merki um að
serbneskum hersveitum sé að
takast ætlunarverk sitt; að hrekja
alla Kosovo-Albana frá héraðinu.
Mörg þúsund manns hafa þurft að
hafast við á „einskis manns landi,“
milli landamæra Serbíu og Ma-
kedóníu vegna tregðu yfirvalda í
Makedóníu til að taka við fleiri
flóttamönnum.
Yfir 18.000 flóttamenn komu til
Albaníu og Makedóníu frá fostudegi
til sunnudags að þvi er Flótta-
mannahjálp Sameinuðu þjóðanna
(UNHCR) segir. Að sögn Red Red-
mond, talsmanns UNHCR, komu
8.500 flóttamenn til Makedóníu á
mánudag og bjóst hann við álíka
mörgum í gær.
Redmond sagði hættuástand ríkja
á ný í flóttamannabúðunum vegna
gífuriegs straums flóttafólks sl.
fimm daga.
„Straumur flóttamanna heldur
áfram og að landamærunum koma á
milli 8.000 og 10.000 manns frá
Kosovo á dag. Búðirnar munu enn á
ný verða yfirfullar,“ sagði Redmond.
Að sögn talsmanna hjálparstofn-
ana er ástand flóttamannanna oft á
tíðum verulega slæmt, ekki síst
Fáir Kosovo-
Albanar taldir
eftir í Kosovo
vegna slæmrar meðferðar
serbneskra hermanna á þeim en
einnig vegna verulegs matarskorts
sem gætt hefur meðal Kosovo-Al-
bana í héraðinu sl. vikur.
Þjóðernishreinsanir
skipulagðari en áður
Óvíst er um fjölda þeirra sem enn
eru í Kosovo, en Redmond sagði
þennan gífurlega straum flóttafólks
til marks um að Slobodan Milosevic,
forseta Júgóslavíu, væri að takast að
hreinsa héraðið af Kosovo-Albönum
og nú virðist sem þjóðemishreinsan-
irnar séu framkvæmdar á skipu-
lagðari hátt en áður.
Redmond sagði flóttafólkið kerfis-
bundið hafa verið hrakið frá heimil-
um sínum og flutt með lestum og
rútum gegn gjaldi.
Flóttafólkið sagði Redmond flest
koma fi-á austurhluta Kosovo.
„Þetta eru víðtækar þjóðernis-
hreinsanir, heilu hverfin era hreins-
menni... allir era hraktir á brott,“
sagði Redmond.
Nú eru um 247.000 flóttamenn í
Makedóníu og af þeim eru 96.000 í
flóttamannabúðum. Með örum flutn-
ingum flóttafólksins til svokallaðra
„þriðju landa“, eða þeirra landa sem
ekki eiga landamæri að Serbíu, hef-
ur tekist að flytja flugleiðis um
60.000 flóttamenn frá svæðinu.
Yfirvöld í Makedóníu hafa oftar
en einu sinni lokað landamærum
sínum vegna gífurlegs fjölda flótta-
manna í landinu. Haft var eftir
flóttamönnum að fulltrúar yfirvalda
í Makedóníu hefðu aðeins leyft þeim
flóttamönnum að koma inn í landið
sem skrifuðu undir skilmála þess
efnis að þeir myndu halda leið sína
til Albaníu.
A sunnudag stöðvuðu starfsmenn
UNHCR þrjár rútur með um 200
flóttamönnum sem makedónísk yfir-
völd ætluðu að flytja nauðuga til Al-
baníu, að sögn talsmanna UNHCR.
í gær sögðust makedónísk yfirvöld
hafa í hyggju að mótmæla þessari
ákvörðun UNHCR harðlega.
Ekki era Kosovo-Albanar einir á
flótta því um 30.000 Serbar hafa
flúið Júgóslavíu til Bosníu frá því
að Atlantshafsbandalagið (NATO)
hóf loftárásir sínar. Þetta hefur
UNHCR eftir yfirvöldum í lýð-
veldinu Sprska, serbneska hluta
Bosníu.
Johannes Rau kjörinn forseti þýska lýðveldisins
Ekkí allir sáttir
við ræðu forsetans
Þann 1. júlí tekur jafnaðarmaðurinn Jo-
hannes Rau við æðsta embætti þýska lýð-
veldisins úr höndum Roman Herzog. Eftir
langan og strembinn pólitískan feril náði
hann loks tilætluðum árangri með stuðningi
ríkisstjórnarflokkanna sem og meirihluta
frjálsra demókrata. Rósa Erlingsdóttir,
fréttaritari í Berlín, fylgdist með gangi
mála á kjördag, í nýja Ríkisdeginum í
Berlín, og kynnti sér feril Johannesar Rau.
Reulfirs
GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, gefur Johannes Rau,
forsetaefni Jafnaðarmannaflokksins (SPD) og nýkjörnum forseta
Þýskalands, blóm er úrslit kosninganna voru kunn á laugardag.
Ottmar Schreiner, framkvæmdastjóri SPD, og þingflokksformaðurinn
Peter Struck fagna við hlið þeirra.
ÞAÐ KOM heldur á óvart þegar
Oskar Lafontaine fyrrverandi for-
maður þýskra jafnaðarmanna til-
kynnti sl. haust að Johannes Rau
myndi að nýju sækjast eftir emb-
ætti forseta landsins og yrði þar
með frambjóðandi ríkisstjómar-
flokkanna. Pólitískir ósigrar Raus
eru Þjóðverjum enn í fersku minni
og því töldu margir að þjóðin myndi
ekki standa heilshugar að baki
þessu vali jafnaðarmanna. Þótti val-
ið einnig benda til að jafnaðarmenn
vildu hreinlega losna við Rau sem
stjómmálamann, en jafnframt
þakka honum vel unnin störf og vin-
sældir með forsetaembættinu.
A síðastliðnum árum hefur Jo-
hannes Rau, þrátt fyrir miklar vin-
sældir meðal almennings, mátt þola
hvem pólitískan ósigurinn á fætur
öðram. En stjómmálaskýrendur
eru einnig á einu máli um að
óheppilegar aðstæður, frekar en
persónulegar óvinsældir eða van-
hæfni Raus, hafi ráðið mestu um
ósigrana. Árið 1987 töpuðu jafnað-
armenn naumlega í þingkosningum
með Rau í fararbroddi sem kansl-
araefni flokksins og árið 1994 fór
Rau halloka í forsetakosningunum
fyrir frambjóðenda kristilegra
demókrata, Roman Herzog. Og rétt
eins og til að kóróna ógæfuár Raus,
ákvað forysta jafnaðarmanna á
kosningarárinu mikla 1998 að setja
yngri mann í hans stað, í embætti
forsætisráðherra sambandslandsins
Nordrhein-Westfalen. Rau hafði
gegnt þeirri stöðu í tæp tuttugu ár
og var allan þann tíma vinsælasti
stjómmálamaður heimalands síns.
Rau er fæddur árið 1931 í borg-
inni Wuppertal í Nordrhein-Westfa-
len. Hann er giftur og á tvö böm á
unglingsaldri. Eiginkona hans,
Christina Rau, er bamabam
Gustavs Heinemanns sem fyrir 25
árum síðan var fyrsti forseti Þýska-
lands úr röðum jafnaðarmanna.
Christina er ung að aldri, 42 ára, og
þar með yngsta forsetafrúin í sögu
þýska lýðveldisins.
Persónan mikilvægari
en embættið
Þýska forsetembættið jafngildir
hinu íslenska. Forsetinn er fulltrúi
þjóðarinnar allrar og hefur sam-
kvæmt stjórnarskrá ekki pólitísk
völd. Hann er þó ekld kosinn beinni
kosningu af þjóðinni sjálfri heldur
af svokölluðum sambandsfundi
(Bundesversammlung). Sambands-
fundur er einungis haldinn í þeim
tilgangi að kjósa forseta og hann
sitja allir þingmenn líðandi kjör-
tímabils ásamt sama fjölda af
óbreyttum borgurum sem valdir
eru til starfsins af handahófi af
landsstjómum sambandslandanna.
Vægi stjómmálaflokkanna endur-
speglast því, með litlum frávikum, í
samsetningu sambandsfundsins.
Frambjóðendur era valdir af flokk-
unum og bjóða iðulega fram í nafni
þeirra svo deila má um ópólitískt
vægi kosninganna og þar með emb-
ættisins.
Líkt og á Islandi hafa blaðamenn
og fræðimenn í Þýskalandi eytt
miklu púðri í að túlka stöðu og hluL
verk forsetans fyrir kosningar. í
nokkurri alvöra segja menn að
þýska forsetaembættinu svipi, í
smækkaðri mynd, til embættis evr-
ópskra konungsfjöldskyldna. Aðrir
líkja forsetaembættinu við stöðu
æðsta ríkislögmanns sem jafnframt
starfi sem einskonar siðferðisvörður
er vaki yfir þjóðfélagslegum umræð-
um um pólitísk málefni hðandi
stundar. Enn aðrir segja að embætt-
ið sjálft skipti htlu í samanburði við
vægi persónunnar sem því gegnir og
á sú skýring líklega einna best við.
Atkvæði FDP tryggðu
Rau sigurinn
Líkt og í forsetakjörinu fyrir fimm
árum var kosningahegðun frjálsra
demókrata afdrifaríkust fyrir úrslit
kosninganna. Árið 1994 kusu flokks-
menn FDP kristilega demókratann
Roman Herzog einhuga, því enn
vora þrír mánuðir í þingkosningar,
og með hollustu sinni við CDU
sýndu þeir vilja sinn í verki fyrir
áframhaldandi stjórnarsamstarfi
sem og varð úr. Stjómarskiptin
1998 veita nú flokksmönnum FDP
frelsi til að kjósa samkvæmt eigin
sannfæringu þó þeir viti sem fyrr
varla í hvom fótinn þeir eigi að
stíga. Kosningamar voru, í anda
þýskra stjómmála, hvorki tvísýnar
né spennandi. Allt fór á sama veg
og spáð hafði verið; flokksmenn
FDP kusu ýmist frambjóðanda
kristilegra demókrata, Dagmar
Schipanski, eða sátu hjá í fyrri um-
ferð og Johannes Rau vantaði þar
með 13 atkvæði upp á hreinan
meirihluta. Wolfgang Gerhardt for-
maður flokksins létti síðan kvöð
flokkshollustunnar af mönnum sín-
um og sagði þá frjálsa til að kjósa af
eigin sannfæringu í annarri umferð.
I annarri umferð kosninganna hlaut
Rau hreinan meirihluta, eða 20 at-
kvæðum meira en Dagmar
Schipanski. Ef FDP hefði stutt Rau
einhuga í fyrstu umferð kosning-
anna, og hann fengið hreinan meiri-
hluta hefði það verið túlkað sem við-
urkenning á störfum núverandi rík-
isstjómar SPD og Græningja. Því
þurftu þingmenn FDP fyrst að láta
í Ijós andstöðu sína við ríkisstjóm-
ina og sýna samsarfsaðilum í stjóm-
arandstöðu jafnframt hollustu og
draga síðan í land í seinni umferð til
að veita Rau umboð til embættisins.
I anda Willys Brandts
Johannes Rau sagði í þakkarræðu
sinni að hann „yrði forseti allra íbúa
Þýskalands á jafnréttisgrundvelli“,
um leið og hann óskaði landsmönn-
um sínum til hamingju með hálfrar
aldar afmæli lýðveldisins. Við það
tækifæri vitnaði hann í fyrstu grein
stjómarskránnar, þar sem segir að
ekki megi ráðast gegn virðingu ein-
staklingsins og sagði hana gilda
jafnt fyrir útlendinga búsetta í land-
inu sem og Þjóðverja. Að þessum
orðum töluðum stóðu þingmenn
jafnaðarmanna og vinstri flokkanna
á fætur og klöppuðu, en þingmenn
kristilegra demókrata sátu sem
fastast. Rau sagði ennfremur að
hann myndi beita sér fyrir aukinni
þjóðfélagsumræðu um jafnrétti
kynjanna og minnti viðstadda á
kennisetningar Bismarck um að
veraldlegar eigur ættu fyrst og
fremst að þjóna hagsmunum heild-
arinnar. Hann væri ekki föður-
landssinni heldur föðurlandsvinur
því hann virti land sitt og elskaði án
þess að draga þar með úr ágæti
annarra landa. Hann lauk ræðunni
með tilvitnum í Willy Brandt; „...því
skila ég kveðju til allra Þjóðverja,
allra nágranna sem og allra okkar í
heiminum.“
Að loknum þessum „ópólitísku“
kosningum eru jafnaðarmenn í sjö-
unda himni, Græningjar votta sig-
urvegaranum virðingu sína í viðtöl-
um við fjölmiðla og frammámenn
CDU gagnrýna Rau fyrir að hafa
flutt pólitíska ræðu. En hann sann-
aði enn og aftur í ræðupúlti að hann
á heima yst á vinstri væng jafnaðar-
manna og því nokkuð ljóst að hann
á eftir að fylgja i fótspor Hein-
emanns og Brandts.