Morgunblaðið - 26.05.1999, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 2S
LISTIR
MÁLVERKIN tvö á Alþingiskosningasýningu Kristjáns Guðmundsson-
ar í Slunkaríki, Isafirði.
Hefðin færð út
á kosningadegi
MYNPLIST
Slunkaríki, ísafirði
MÁLVERK & TEIKNINGAR
KRISTJÁN GUÐMUNDSSON
Til 30. maí. Opið fímmtudaga
til sunnudaga frá kl. 16-18.
MÁLVERK eiga sér ákveðinn
sess í hugum okkar, svo mjög höfum
við þörf fyrir að setja þau ofar
annarri list. Svo mikil er ást okkar á
strigapjötlunni og blindrammanum
að við tölum gjaman um íyrirbærið í
eintölu og segjum þá „málverkið", til
að undirstrika að okkur skiptir
meira máli hvers eðlis verkið er en
hvernig það er útfært. Svo lélegt
getur málverk vart verið að það sé
ekki margfalt skárra en listaverk af
öðrum toga. Að vísu eru til högg-
myndir, en hver getur hugsað sér að
hafa heilar höggmyndir inni í stofu
hjá sér?
Svipaða tryggð má finna meðal
unnenda bókmennta. Á þeim bænum
er gjaman talað um „skáldsöguna",
til að ítreka þá staðreynd að annars
konar ritsmíðar standa vart undir
nafni. Sennilega hefði Nietzsche get-
að verið einum óheppnari en honum
fannst hann annars vera verandi
Þjóðverji. Hann hefði getað fæðst á
Islandi. Þar með má búast við að rit-
störf hans hefðu notið ámóta virðing-
ar og heimspeki Sölva Helgasonar.
Og vart hefði honum hlotnast færri
vandarhögg, önnur eins svívirða og
vall undan penna hans. Kökusort
skal það vera og það í eintölu, því
„sitt af hvora tagi“ í bakkelsismálum
er bara til að rugla fólk í ríminu.
Því má til sanns vegar færa að
Kristján Guðmundsson sé eins konar
Nietzsche íslenskrar listar. Allt sem
hann tekur sér fyrir hendur heitir
svo sem góðum og gildum, hefð-
bundnum nöfnum á borð við teikn-
ingar og málverk, en þar með er ekki
sagt að heiti komi heim og saman við
raunveruleikann. Málverk Kristjáns
Svart málverk með tæru útsýni og
Rautt málverk með tæru útsýni era
tvíburar, sett saman úr fjórum fer-
strendingum úr gleri. Efsti og neðsti
strendingurinn í hvoru verki er úðað-
ur lakki. Þannig er annað verkið úðað
svörtu lakki en hitt skínandi rauðu;
jafnsterkum og grípandi og hjálpar-
sveitatóninum, sem sést hvaðanæva
úr ómælisfjarska. Milli lituðu strend-
inganna era tveir gegnsæir.
Þá sýnir Kristján nokkrar Teikn-
ingar - gerðar í 40 eintökum hver -
settar saman úr 0,7 millimetra
þykku ritblýi. Það merkilega við
þessar fjölfölduðu teikningar er að
þær standa í eðli sínu mitt á milli
teikninga og grafíkverka. Blýraðim-
ar vísa til teikninga meðan fjölfeldið
bendir til þrykklistar.
Eins og fyrri daginn tekst Krist-
jáni Guðmundssyni að setja fram
verk sem lýsa í senn ferli og fallvalt-
leik skilgreininga sem við erum svo
blessunarlega vitlaus að halda að
standi bjarfastar eins og eilífðin.
Málverk heldur vissulega áfram að
vera málverk, enda hættir latnesk
þýðing þess pictura ekki að vera
pictura í nánustu framtíð. En eins og
enska orðið picture sannar þá hafa
hugtökin tilhneigingu til að víkka og
stækka langt út fyrir þann ramma
sem þeim var upphaflega sniðinn.
Bíll er ekki bara hugtak yfir gamla
Ford. Nýi Ford er líka bíll þótt hann
eigi fátt annað skylt við forverann en
nafnið. Eins er um glæsileg verk
Kristjáns í Slunkaríki. Þau era enn-
þá málverk og teikningar þótt tækn-
in hafi tekið breytingum frá því end-
urreisnin var og hét. Sýning hans
sannar að það er snöggtum væn-
legra að líta á listrænar skilgreining-
ar með eðlilegri víðsýni en daga uppi
sem nátttröll í kreddufestunni.
Halldór Björn Runólfsson
Rússneskt alþýðuskáld
í Þjóðarbókhlöðunni
ALEKSANDR Púshkín, 200 ára
minningarsýning, verður opnuð í
Þjóðarbókhlöðu á morgun. Af til-
efninu bjóða MIR, Menningar-
samband Is-
lands og Rúss-
lands og Lands-
bókasafn Is-
lands - Háskóla-
bókasafn til
dagskrár kl.
20.30 í Þjóðar-
bókhlöðu. Dag-
skráin hefst
með inngangi
Bergþóru Ein-
arsdóttur, auk þess verða flutt
tvö erindi um skáldið; Áslaug
Agnarsdóttir, Alexander Púshkín
í 200 ár, og Árni Bergmann, Jev-
gení Onegjn og upphaf rúss-
nesku skáldsögunnar. Baldvin
Halldórsson leikari og Nikolaj
Pjatkov sendifuiltrúi lesa Ijóð
Púshkíns og Reynir Jónasson
leikur rússnesk lög á harmon-
ikku.
Alexauder Sergejevítsj Pús-
hkín 1799-1837, þjóðskáld Rússa
og eitt merkasta skáld sinnar
samtíðar, fæddist í Moskvu 26.
maí 1799. Þó að hann hafi fyrst
og fremst verið Ijóðskáld fékkst
hann einnig við flest önnur bók-
menntaform, samdi sagnfræðirit,
ritstýrði bókmenntatímariti og
skrifaði gagnrýni. Höfuðverk
hans er Jevgení Onegín, skáld-
saga í Ijóðaformi, en eftir hann
liggja auk þess sögur, leikrit og
ævintýri, fjöldi bréfa og um 500
Ijóð. Hann var ágætur teiknari
og til eru ótal teikningar sem
hann skreytti handrit sín með
auk annarra mynda. Púshkín
hefur haft umtalsverð áhrif á
flestalla rússneska rithöfunda
bæði á 19. öldinni og fram á
þennan dag; hafði hann áhrif á
jafn ólíka rithöfunda sem
Dostojevskí, Tolstoj, Tsjekhov og
Onnu Akhmatovu. Púshkín hefur
sömuieiðis veitt mörgum rúss-
neskum tónskáldum innblástur
og hafa meðal annars Glínka,
Rímskí-Korsakov, Tsjajkovskí og
Mussorgskí samið tónlist sem
byggist á verkum hans.
Sýningin stendur til 30. júní.
Opnunartími safnsins frá júní til
ágúst er virka daga frá kl. 9-17,
laugardaga frá kl. 10-14.
Aleksandr
Púshkín
Dallus
LA-Z-BOY.
* *
Anderson
35.980,-
Nashua
65-380,“
As/ilev
39-980,-
Aspen
42.980
í 70 ár hafa Lazyboy verið vinsælustu heilsu-
og hvíldarstólarnir í Ameríku og undrar engan
því þeir gefa frábæran stuðning við bak og
hnakka. Innbyggt skammel lyftir fótum sem
létti á blóðrás og hjarta. Lazyboy er í senn
hægindastóll, hvíldarstóll og heilsustóll.
HÚSGAGNAHÖLUN
Bildshöfði 20-112 Reykjavik Slmi 510 8000
Lazyboy er hægt að stilla á ótal vegu.
Lazyboy er amerísk hágæðavara sem fæst
aðeins í Húsgagnahöllinni