Morgunblaðið - 26.05.1999, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 26.05.1999, Qupperneq 39
38 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 39 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. OBREYTTUR ÞORSKKVÓTI RÍKISSTJÓRNIN fékk sl. laugardag í hendur tillögur Hafrannsóknastofnunar um veiðiheimildir á nýju fisk- veiðiári, sem hefst 1. september nk. í gær gaf svo Davíð Oddsson, forsætis- og sjávarútvegsráðherra, út reglugerð um leyfilegan hámarksafla á næsta fiskveiðiári. Er sú ákvörðun að langmestu leyti í samræmi við tillögur Hafrann- sóknastofnunar. Porskkvótinn er aukinn lítillega frá tillög- unum svo og ufsakvótinn. Nokkrar breytingar verða á veiðiheimildum á öðrum teg- undum, t.d. verður síldaraflinn aukinn í 100 þúsund tonn, en dregið úr karfa, svo og skarkola. Búizt er við því, að loðnu- afli verði svipaður áfram, en hann verður ekki ákveðinn fyrr en eftir nánari stofnstærðarmælingar og á það jafnframt við um rækju. í heild er þó um nokkurn samdrátt að ræða í veið- um íslendinga óg hefur verið áætlað, að minni veiði dragi úr tekjum ríkissjóðs um 1,5 milljarða króna og hagvöxtur minnki um 0,5%. Þessar tölur eru þó að sjálfsögðu matsat- riði, því mikið er undir því komið, hvernig veiðarnar ganga og hvernig hráefnið er nýtt. Margir hafa vafalaust orðið fyrir vonbrigðum með, að þorskveiðikvótinn er ekki aukinn. Einkum eru það sjómenn og forustumenn þeirra, sem hafa lýst vonbrigðum og telja ástæðu til að endurmeta reikningsaðferðir Hafrannsókna- stofnunar. Útvegsmenn sætta sig hins vegar við niðurstöð- una. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, telur bjartara framundan í þorskveiðum næstu árin og bend- ir á, að tveir sterkir þorskárgangar séu að vaxa upp og komi inn í veiðina næstu árin. Veiðistofn þorsks er nú áætlaður 1.031 þúsund tonn, en verður kominn í 1.150 þúsund tonn í ársbyrjun árið 2002. Miðað við 25% aflaregluna mun þorsk- veiðin þá geta aukizt um 30 þúsund tonn. Það yrði mikil bú- bót fyrir þjóðarbúið, þótt enn sé langt í það, að þorskafli á íslandsmiðum nái fyrri hæðum, milli 400 og 500 þúsund tonnum á ári. Ríkisstjórn, hagsmunaaðilar og reyndar þjóðin öll á ekki annarra kosta völ en að styðja ráðgjöf Hafrannsóknastofn- unar. Starfsaðferðir stofnunarinnar eru gagnrýndar en gagnrýnendur hafa ekki sannfært þjóðina um að þeir hafi réttar fyrir sér. Verndun fiskstofnanna verður að hafa for- gang. Minna má á, að fyrir aðeins þremur árum var ráðlagð- ur þorskafli aðeins 155 þúsund tonn. Nú er hann nær 100 þúsund tonnum meiri. NAUÐSYNLEGT AÐHALD MEÐ kaupum á verslunarkeðjunni 10-11 um helgina hef- ur Baugur styrkt yfirburðastöðu sína á íslenska mat- vörumarkaðnum. Er það mat forráðamanna Baugs að þeir ráði nú yfir rúmum helmingi árlegrar veltu á þessum mark- aði. Það þýðir væntanlega, að fyrirtækið er með mun stærri hlutdeild á höfuðborgarsvæðinu. Þá telur næststærsti aðil- inn á markaðnum, Kaupás, sig vera með tæpan fjórðung veltunnar. Það er því ljóst að samkeppni á matvörumarkaði verður nú í ríkum mæli samkeppni á milli þessara tveggja stóru blokka. Það er ekki sjálfgefið að kaupin á 10-11 breyti miklu á matvörumarkaðnum. Vöruveltan, sem hefur rekið 10-11- keðjuna, tók á síðasta ári upp samstarf við Aðföng, inn- kaupa- og dreifingarfyrirtæki Baugs, og því spurning hversu miklu kaupin muni breyta gagnvart neytendum. Það er heldur ekkert sjálfgefið að þessi aukna samþjöpp- un í smásölu á matvöru muni leiða til hækkandi vöruverðs og minnkandi samkeppni. Stærð getur tryggt hagkvæmni og hagstæð innkaup. Ef stærðarhagkvæmnin skilaði sér áfram alla leið til neytenda væri það fagnaðarefni. Jafnt í Banda- ríkjunum sem Evrópu eru dæmi um risavaxnar verslunar- keðjur er tekst að halda vöruverði niðri í krafti stærðarinn- ar. Þá ættu verslanir Kaupáss að hafa alla burði til að veita verslunum innan vébanda Baugs öfluga og óvægna sam- keppni. Þetta breytir hins vegar ekki því að ástæða er til að hafa áhyggjur af aukinni fákeppni á markaðnum til lengri tíma litið. Það er lögmál hagfræðinnar að ef samkeppnin er ekki nægjanlega virk hverfur hvatinn til að bjóða neytendum hagstæðustu kjör. Hinar breyttu aðstæður á matvörumark- aðnum hljóta því að kalla á gífurlega öflugt aðhald af hálfu neytenda jafnt sem samkeppnisyfirvalda. FjöldauppsaKnir tilkynntar í Vinnslustöðinni hf. 1 Vestmannaeyjum GERT er ráð fyrir að segja upp 34 starfsmönnum í jafnmörgum stöðugildum í landvinnslu Vinnslustöðv- arinnar hf. í Vestmannaeyjum og sömuleiðis verður fækkað um tíu manns í yfírstjóm á skrifstofu og á verkstæði í Eyjum vegna slæmrar afkomu fyrírtækisins fyrstu sex mánuði ársins. Hefur stjóm Vinnslu- stöðvarinnar gripið til þessara ráð- stafana auk umtalsverðra uppsagna í Þorlákshöfn, í því skyni að endur- skipuleggja og breyta áherslum í rekstri fyrirtækisins. A næstu vikum verður allri iand- frystingu í núverandi mynd hætt á vegum Vinnslustöðvarinnar en aukin áhersla verður lögð á saltfiskvinnslu í Eyjum auk áframhaldandi vinnslu humars, síldar og loðnu. Akveðið hefur verið að kanna ítar- lega hvort og þá hvemig nýta megi tækjabúnað til landfrystingar í annarri vinnslu sjávarafurða í Vest- mannaeyjum og Þorlákshöfn. Að sögn Jóns Kjartanssonar, for- manns Verkalýðsfélags Vestmanna- eyja, bjóst hann ekki við svo kröftug- um ráðstöfunum sem nú hafa verið kynntar. „Þetta var ekki það sem maður átti von á,“ sagði Jón í samtali við Morgunblaðið í gær. „Eg átti kannski von á því að byrjað yrði á því að lýsa því yfir ekki yrði ráðið nýtt fólk, að það yrði ekki ráðið skólafólk. Þessar uppsagnir núna finnst mér bera vott um að það hafi gripið um sig einhver skelfing og við- brögð stjómar fyrirtækisins em svo- lítið eftir því. Það er til dæmis und- arlegt að sambærileg stór fisk- vinnslufyrirtæki hafa verið að gera það gott í góðærinu á meðan þetta fyrirtæki hefur verið að tapa.“ Að sögn Jóns er greinilegt að meirihluti þeirra sem sagt verður upp í Eyjum er konur og af þeim verður meirihluti unglingar og skóla- fólk. „Okkur vai- sagt að það yrði reynt að haga því þannig að fyrir- vinnur myndu ekki missa vinnuna," sagði hann. I augnablikinu sér hann ekki bjartar hliðar á því ástandi sem nú blasir við vegna fyrirhugaðra upp- sagna. „Hitt er annað mál að við hljótum að vinna okkur út úr þessu og reynum að gera það í samein- ingu. Eg vona að við bemm gæfu til þess.“ Aðspurður sagðist Jón hafa mest- ar áhyggjur af fólksflótta frá Eyjum vegna umræddra rekstrarbreytinga í Vinnslustöðinni. „Fólksflóttinn hef- ur aðallega verið meðal yngri kyn- slóðarinnar, þ.e. hjá fólki sem hefur ekki bundið einhvem hluta af ævi- starfinu eða sjálft sig í fasteignum eða fasteignalánum. Þetta er fólk sem fer til náms og kemur ekki aft- ur, fólk sem ieitar til Reykjavíkur af því að því finnst ekki nóg tækifæri og það er þetta fólk sem við megum síst missa og af því hef ég mestar áhyggjur.“ sagði Jón. Miklu meira en við áttum von á „Þetta var miklu meira en við átt- um von á,“ sögðu þær Eydís Ás- geirsdótir og Guðný Ármannsdóttir sem vinna í Vinnslustöðinni í Eyjum og gegna báðar starfi sérhæfðs físk- vinnslustarfsmanns. „Þetta var rosalegur skellur," sagði Eydís. „Við vonuðumst til að allir héldu sínu starfi en ekki að svona miklar uppsagnir kæmu til,“ sagði Guðný. Fyrirhugaðar uppsagn- ir vom kynntar í íyrirtækinu í gær- morgun og sögðu þær að þögn hefði slegið á hópinn við tíðindin. „Það höfðu allir vonað það besta og áttu von á að það yrði fækkað smávegis en ekki svona mikið. Við fáum bréf á föstudaginn þar sem kemur í ljós hvort við höldum vinnunni eða ekki. Sumum hefur verið boðin endur- ráðning á öðram forsendum, í salt- fiskvinnslu t.d., en aðrir vita ekki neitt og því hefur óvissuástand ríkt hér. Það hefur verið reynt að meta það hvort fólk er fyrirvinnur eða ekki,“ sögðu þær um gærdaginn þar sem viðræður verkstjóra og starfs- fólks áttu sér stað í kjölfar þess að 'fc'-1 • iv. J&fe- . . £ i • - **&***'' - ttL Uppsagnirnar koma á óvart í : ' ,Íf- ; ^ ’v : ; — 1_ £2-1. Morgunblaðið/Sigurgeir EYDÍS Ásgeirsdóttir og Guðný Ármannsdóttir sögðu að allir hefðu vonað það besta og hefðu átt von á að starfsfólki yrði fækkað lítillega en ekki eins mikið og raun varð á. stjórn félagsins tilkynnti um uppsagnimar. „Þetta er örugglega mjög erfitt fyrir t.d. eldri konur sem hafa unnið hér alla sína starfsævi og treysta sér ekki í saltfiskinn því það er mjög 61410 vinna líkamlega," sögðu þær. Þeim var báðum boðin áframhaldandi vinna á öðmm forsendum og hefur Guðný tekið því boði en Eydís svar- aði ekki strax. „Eg er fegin að fá vinnu í saltfiski og því sem mér stendur til boða þar sem ég er íyrirvinna með þrjú börn og hef afborganir af hús- Guðjón Hjörleifsson „MAÐUR bjóst ekki við þessu en ef það er unnt að koma fólki aftur í vinnu, er það gífurlega mikil bót,“ sagði Amdís Pálsdóttir (t.h.) trúnaðarmaður starfs- manna í Vinnslustöðinni, sem hér er ásamt starfsfélaga. næði þannig að ég er fegin að fá þá vinnu sem ég get fengið,“ sagði Guðný en Eydís sagðist hafa þurft að hugsa málið þar sem hún er frekar slæm í öxlum og baki. Sársaukafullt fyrir alla Guðjón Hjörleifsson, bæjar- stjóri í Vestmannaeyjum, sagði að ljóst hefði verið að Vinnslu- stöðin hefði þurft að gangast undir skipulagsbreytingar þar sem að öðrum kosti hefði fyrir- tækinu verið lokað, að hans mati „Það er alltaf sárast að þurfa Jón Kjartansson að segja upp fólki og þessi ákvörðun er mjög sársaukafull fyrir alla. Vinnslustöðin er stærsta fyrirtækið í Eyjum og mikilvægt að hún sé í góðum rekstri," sagði Guðjón og nefndi þau margfeldisáhrif sem hún hefur á atvinnu í bæjarfélaginu, fyr- ir utan þau störf sem hún skapar, t.a.m. aðila sem njóta góðs af rekstri hennar. Þar má nefna járn- iðnaðarmenn, rafvirkja, flutninga- aðila og fleiri. „Það er ljósið í myrkrinu að hvorki aflaheimildir né skip verða seld og ég er að vona að með þessari endurskipulagningu hafi menn líka möguleika á því að rífa sig upp til að geta náð þessum störfum aftur.“ I gær var haldinn fundur með framkvæmdastjóra Vinnslustöðvar- innar og fulltrúum verkalýðsfélag- anna auk bæjarstjóra þar sem íyrir- hugaðar uppsagnh' vora ræddar. „Við ætlum okkur að setjast niður og skoða það hvort við getum fundið störf handa þeim sem missa vinnuna. Það era ekki nema þrír á atvinnu- leysisskrá hér í Eyjum, en ættu að vera 50-60 miðað við landsmeðaltal," sagði hann og kvaðst vongóður um að unnt væri að finna vinnu handa þeim sem missa vinnuna hjá Vinnslustöðinni. Af þeim 34 sem var sagt upp, era fimm útlendingar og þrettán lausamenn, sem eiga ekki lögheimili í Eyjum, samkvæmt upp- lýsingum frá Vinnslustöðinni sem Guðjón hefur fengið. Samvinnan aðalatriðið „Gagnvart Vestmannaeyjum era þetta 16 stöðugildi í fiskvinnslunni og ég er búinn að fá loforð fyrir störf handa fjóram eða fímm í haust, þannig að þegar maður sér slíkan ár- angur á fyrsta degi, er það aðeins í áttina.“ Áð sögn Guðjóns verður staðan metin betur á morgun, fimmtudag, þegar fundað verður að nýju um atvinnuhorfurnar. „Ég held að samvinnan sé aðalatriðið þegar menn þurfa að leysa þessi mál,“ sagði hann. Arndís Pálsdóttir, félagslegur trúnaðarmaður starfsmanna í Vinnslustöðinni, sagði að menn hefðu um nokkurt skeið heyrt að hugsanlega yrði gripið til ráðstaf- ana vegna afkomu fyrirtækisins en sagði ekki gott að meta afleiðing- arnar að svo stöddu en hins vegar væri framganga bæjarstjórans í málinu lofsverð þar sem strax hefði verið farið í það verkefni að útvega vinnu handa þeim sem missa vinn- una. „Sem innfæddum Vestmanna- eyingi finnst mér þetta ömurlegt að þetta skuli skella svona á okkur. Maður bjóst ekki við þessu en ef það er unnt að koma fólki aftur í vinnu, er það gífurlega mikil bót,“ sagði Ai-ndís. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf. Einbeitum okkur að því sem við erum góðir í SIGURGEIR Brynjar Kristgeirs- son, framkvæmdastjóri Vinnslu- stöðvarinnar, skýrði starfsmönnum í Þorlákshöfn frá gangi mála á fundi síðdegis í gær. „I stuttu máli erum við að leggja af landfrystingu í nú- verandi mynd og ætlum fyrst og fremst að fara í saltfiskvinnslu, ein- beita okkur að því sem við erum góðir í og höfum náð tökum á,“ sagði hann við Morgunblaðið eftir fundinn. Að sögn Sigurgeirs Brynjars verð- ur um 90 manns í Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum sagt upp störfum fyrir mánaðamót, en uppsagnarfrest- ur er mismunandi langur, allt frá því að vera nokkrir dagar upp í sex mán- uði. Uppsagnirnar era þvert á það sem gefið var út fyrir tæplega þrem- ur áram þegar stefnt var að því að störfum yrði ekki fækkað. Fólkið vitnar stöðugt í viljayfir- lýsingu þess efnis og nokkrir viðmælendur Morgunblaðsins í Þor- lákshöfn sögðu að með þessu væri fyrirtækið að ganga á bak orða sinna. „Það er sjónarmið sem ég heyri líka en ég held að svarið sé að við get- um ekki haldið óbreytt- um rekstri og farið á hausinn vegna þess að við geram ekki neitt, lát- um reka á reiðanum. Það yrði náttúrulega mesti ábyrgðarhlutinn og það versta sem við gerðum." Sigurgeir Biynjar sagði að reksturinn hefði ekki verið nægjanlega SIGURGEIR Brynj- ar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyj- um og Þorlákshöfn. I góðm' í um það bil tvö ár og á því hefði þurft að taka. „Niðurstaðan var að grípa til þessara að- gerða núna. Undanfarin tvö ár höfum við talað um rekstrarvanda bol- fiskfrystingar í félaginu og þetta era úrræðin. Við munum veita fólki þá aðstoð sem við getum varðandi atvinnu en ekki er auðvelt að sjá fyrir í hvaða formi það verður. Hins vegar eram við allir af vilja gerðir að hjálpa fólki.“ Starfsmönnum verðm- tíðrætt um að samein- ingin hafi verið upphafið að endalokunum. „Ég heyri þetta líka og það er ekki nýtt, en ég er ekki samþykkur því að þetta hafi legið í loftinu allan tímann þótt umræðan hafi verið á þessum nótum. En meginmarkmiðið með þessum aðgerðum er að ná tök- um á rekstrinum eins og hann er. Það er ljóst að við verðum að gera það og við vonum að þessar aðgerðir nægi til þess. Við ætlum að reyna að halda uppi vinnslu hérna þótt það feli ekki í sér loforð." Hann sagði að starfsfólkið hefði sínar skoðanir og við því væri ekkert að segja. „Við látum engan gjalda orða sinna“ en kjarninn er að ná tök- um á rekstrinum. Við erum með þrjár vinnsluleiðir, frystingu hér og í Vestmannaeyjum og saltfiskvinnslu. Hver um sig gæti unnið nánast allan bolfiskkvóta félagsins en við höfum valið eina vinnslurás og ætlum að keyra á henni.“ Breyting’ar á tíðni krans- æðasjúkdóma á Islandi í þessari fyrstu grein af átta sem rituð er af Nikulási Sigfússyni segir hann m.a. að þótt mikilvægur árangur hafí náðst í baráttunni við kransæðasjúkdóma hér á landi séu þeir þó enn- þá algeng dánarorsök. SAMNORRÆNT hjartaþing verður haldið hér á íslandi í júníbyrjun. Á þinginu verða kynntar nýjustu rannsóknir á sviði hjartasjúkdóma. Af þessu tilefni standa Hjartavernd og Hjarta- og æðasjúkdómafélag íslenskra lækna fyrir greina- skrifum ætluð- um almenningi á þessu sviði. Eitt af markmiðum Hjartaverndar er að fræða al- menning um áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma og fá fólk til að tileinka sér fyrir- byggjandi aðgerðir á þessu sviði. Öflugar rannsóknir Hjartavemdai' og íslenskra hjartalækna hafa skilað sér í aukinni þekkingu og skilningi á eðli, orsökum, forvörnum og árangursrík- ari meðferð á hjartasjúkdómum. Þessi þekking mun nýtast okkar kyn- slóð og næstu kynslóðum í baráttunni við sjúkdóminn. Það er einlæg ósk Hjartaverndar að þessi greinaskrif komi að góðum notum. Á þessari öld hefur orðið mikil breyting á dánarorsökum íslend- inga. Á íyrstu áratugum aldarinnar voru krans- æðasjúkdómar nánast óþekktir en upp úr 1930 fór dánartíðni vegna þeirra ört vaxandi. Á sjöunda áratugnum var svo komið að hjarta- og æðasjúkdómar voru valdir að dauða um það bil 50% allra karla. í þessum sjúkdómaflokki vora kransæðasjúkdóm- ar langalgengasta dán- arorsökin eða í yfir 30% tilvika, heilablóðfall í um 10% tilvika og ýmsir aðrir hjarta- og æðasjúkdómar voru dánarorsök í nokkrum prósentum. Meðal kvenna var þróunin svipuð en kransæðastífla hefur þó alla tíð verið miklu sjald- gæfari meðal kvenna en karla. Þessar breytingar á sjúkdómatíðni sem áttu sér stað hér á landi vora ekkert einsdæmi heldur má segja að mjög svipuð þróun hafi orðið víðast hvar í hinum vestræna heimi. Á undanfornum áratugum hafa far- ið fram víðtækar rannsóknir, einkum á sviði faraldsfræði, til þesss að reyna að finna orsakir þessara sjúkdóma svo hægt yrði að beita varnaraðgerð- um eða lækningum. Hinn 8. maí sl. birtist grein í hinu þekkta læknatímariti Lancet sem fjallar um fyrstu meginniðurstöður MONICA-rannsóknar Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar. Þessi fjöl- þjóðarannsókn (stærsta faraldsfræði- lega rannsókn sem gerð hefur verið) er vel þekkt hér á landi því íslending- ar hafa verið þátttakendur í henni frá 1981. Markmið þessarar rannsóknar voru tvenns konar: í íyrsta lagi að sannreyna hvort tíðni kransæðastíflu væri að breytast í þátttökulöndunum og í öðra lagi að leiða í ljós hverjai' væru ástæður slíkra breytinga. í þessu skyni vora skráð öll tilvik kransæðastíflu á hverju rannsóknar- svæði í minnst 10 ár, áhættuþættir vora kannaðir regluiega og einnig meðferð. Rannsóknarhópar urðu 37 í 21 landi í fjórum heimsálfum. Alls voru ski'áð 166.000 tilfelli kransæða- stíflu. Hér á landi hófst skráningin Dánartíðni, nýgengi og heildartíðni kransæðastífiu pr.100.000 íslenska karla á aldrinum 25-74 ára. MONICA-rannsókn. Aldursstaðlað (World population). 800 600 400 200 Dánartíðni (lækkun: 57”/ '81 '82 '83 '84 '85 '86 '87 '88 '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 '96 Dánartíðni, nýgengi og heildartíðni kransæöastíflu pr.100.000 islenskar konur á aldrinum 25-74 ára. MONICA-rannsókn. Aldursstaðlað (World population). 250 200 '81 '82 '83 '84 '85 '86 '87 '88 '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 '96 Nikulás Sigfússon 1981 og nær til allra íbúa landsins á aldrinum 25-74 ára. Skráningu er nú Iokið til og með árinu 1996. Tíðni kransæðastífiu lækkar I greininni í Lancet kemur fram að tíðni kransæðastíflu hefur farið lækkandi í flestum löndum MONICA-rann- sóknarinnar. í nokkrum löndum Austur-Evrópu og Kína átti sér stað aukning. Myndir 1 og 2 sýna hvernig þróunin hefur orðið meðal ís- lenskra karla og kvenna. Dánartíðni karla vegna kransæðastíflu hefur lækkað um 57% á tímabilinu 1981- 1996, nýgengi (ný tilfelli) hefur lækk- að um 36% og heildar-tíðni (ný og endurtekin tilfelli) hefur lækkað um 30%. Meðal kvenna hefur þróunin orðið svipuð en lækkunin er nokkra minni en meðal karla en þar eru sam- svarandi tölur 42, 29 og 30%. í MONICA-löndunum lækkaði dánartíðni mest meðal karla í Norð- ur-Svíþjóð, um 8% á ári og meðal kvenna á Nýja-Sjálandi um 8,5%. Hér á landi varð árleg lækkun dánar- tíðni 6,4% meðal karla en 4,3% meðal kvenna. Ef litið er til dánartíðni eftir aldursflokkum hér á landi kemur í ljós að dánartíðni hefur lækkað lang- mest í yngstu aldursflokkunum eða um 70%. Dánarhlutfall lækkar I MONICA-rannsókninni er reikn- að hve stór hluti þeirra sem fá kransæðastíflu deyi innan 28 daga frá áfallinu. Þessi hlutfallstala er 36,9% meðal íslenskra karla en 34,1% meðal kvenna. Þetta eru mjög lágar hlut- fallstölur miðað við aðrar MONICA- þjóðir, hjá mörgum var þetta hlutfall í kringum 60% og fór upp í 80%. Dán- arhlutfallið hefur einnig farið stöðugt lækkandi hjá okkur meðal karla um 2% á ári en um 1% meðal kvenna. Þetta bendir til þess að meðferð vegna kransæðastíflu fari stöðugt batnandi. Eins og nú standa sakir era ís- lenskar konur í næstneðsta sæti að því er dánarhlutall varðar og íslensk- ir karlar í 4. neðsta sæti MONICA- * þjóðanna. Forvarnir skila árangri Gögn MONICA-rannsóknarmnar gera kleift að áætla hve stór hluti þeirrar lækkunar sem orðið hefur á dánartíðni vegna kransæðastíflu stafar af minnkandi tíðni sjúkdóms- ins og hve stór hluti vegna lækkandi dánarhlutfalls. Hjá flestum þátttöku- þjóðunum, þar á meðal íslandi, skýrist lækkunin að tveim þriðju af lækkandi tíðni en aðeins einn þriðji af lækkandi dánarhlutfalli. Lækkandi tíðni kransæðastíflu hér á landi skýrist fyrst og fremst af breytingum til batnaðar á helstu 'r áhættuþáttum sjúkdómsins. Þannig hefur meðferð hækkaðs blóðþrýst- ings stórlega batnað og meðalblóð- þrýstingur þjóðarinnar lækkað veru- lega, reykingatíðni hefur minnkað um helming meðal karla og um þriðj- ung meðal kvenna, blóðfita hefur lækkað og reglubundin líkamsþjálfun hefm- aukist. Allar þessar forvarnaraðgerðir hafa skilað sér þannig að heildartíðni kransæðastíflu lækkar nú meir hér á landi en í flestum öðrum löndum. Af 37 rannsóknarhópum MONICA- verkefnisins vora aðeins 5 er sýndu meiri lækkun meðal karla og 6 meðal kvenna. Nýjar áherslur Þótt mikilvægur árangur hafi náðst í baráttunni við kransæðasjúk- dóma hér á landi eru þeir þó ennþá algeng dánarorsök. Rannsóknarstöð Hjartaverndar hefur haft það að meginmarkmiði að finna áhættuþætti þessara sjúkdóma svo hægt verði að beita markvissum forvömum. Þeir áhættuþættir sem nú era þekktir geta aðeins skýrt 70-80% til- vika kransæðastíflu þannig að ennþá era ýmsir áhættuþættir ófundnir* Rannsóknir Hjartaverndar beinast nú að því að finna slíka þætti og einnig að meta þátt erfða í tilurð hjarta- og æðasjúkdóma. Næsta grein í þessum flokki mun fjalla nán- ar um erfðir hjartasjúkdóma. Höfundur cr dr. med. yfirlæknir Rannsóknarstöðvar Hjnrtavemdar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.