Morgunblaðið - 26.05.1999, Side 50
50 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐBJÖRG SVAVA SIGURGEIRSDÓTTIR
frá Varmadal,
síðast til heimilis á
Fornasandi 5, Hellu,
er lést á Sjúkrahúsi Suðurlands laugardaginn
22. maí, verður jarðsungin frá Oddakirkju
laugardaginn 29. maí kl. 14.00.
Margrét Óskarsdóttir,
Gerður Óskarsdóttir, Sigþór Jónsson,
Bogi Óskarsson,
Sigfríður Óskarsdóttir, Kjartan Óskarsson,
Ingvar Þorsteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐFINNA EIRÍKSDÓTTIR
frá Hesti,
Egilsgötu 4,
Borgarnesi,
verður jarðsungin frá Borgarneskirkju í dag,
miðvikudaginn 26. maí, kl. 14.00.
Sigríður Brynjólfsdóttir,
María Guðmundsdóttir, Guðmundur G. Vigfússon,
Ágústa Guðmundsdóttir, Pétur Þorvaldsson
og ömmubörnin.
+ Ragnheiður Guð-
mundsdóttir
fæddist að Króki í
Ásahreppi 16. ágúst
1929. Hún lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 14. maí síðast-
liðinn. Foreldrar
Ragnheiðar voru
Guðmundur Ólafs-
son, f. 21.12.1888, að
Króki í Ásahreppi, d.
2.5. 1989, og Guðrún
Gísladóttir, f. 13.12.
1889 að Árbæjarhelli
í Landssveit, d. 6.9.
1935. Þau bjuggu að
Króki í Ásahreppi.
Ragnheiður átti 13 systkyni, þau
eru: Guðrún Lovísa, f. 28.8 1915;
Viktoría Guðrún, f. 7.10. 1916;
Guðbjartur Gísli, f. 18.6. 1918, d.
26.8. 1996; Ólafur, f. 20.3. 1920;
Eyrún, f. 1.9. 1921; Hermann, f.
7.10. 1922; Kristín, f. 20.11. 1923;
Dagbjört, f. 1.3. 1925; Sigur-
björg, f. 25.4. 1926; Ingólfur, f.
25.5. 1927; Valtýr, f. 25.6. 1928;
Gísli, f. 9.10. 1930, d. 29.8. 1977;
Sigrún, f. 12.11.1931.
Ragnheiður giftist í Reykjavík
árið 1957 Sigurði Isfeld
Frímannssyni bifreiðasfjóra, f.
4.9. 1930 á Tumastöðum í Fljóts-
hh'ð, d. 1.12. 1996 og bjuggu þau í
Reykjavík til ársloka 1973 er þau
slitu samvistum. Börn þeirra eru:
1) Guðrún Marta, f. 5.3. 1951,
maki Þorsteinn Ingv-
arsson, f. 3.8. 1951.
Þau skildu. Þeirra
böm em: Ragnheiður
Anna, f. 12.7. 1969 og
íris, f. 3.11. 1980. 2)
Óskar ísfeld, f.18.4.
1957, maki Sólveig
Ágústsdóttir, f. 20.4.
1959. Þeirra böra era:
Selma Sif ísfeld, f.
28.1. 1987 og Ari
Freyr ísfeld, f. 5.12.
1991. 3) Helga, f. 2.5.
1960, maki Ágúst
Óskarsson, f. 14.5.
1949. Þeirra böm eru:
Óskar Örn, f. 12.4.
1973, Silja Rán, f. 5.9. 1978, og
Heiðar Reyr, f. 18.3. 1983. 4) Er-
lendur ísfeld, f. 11.5. 1966, maki
Fanney Krisljánsdóttir, f. 9.2.1968.
Þeirra bara er Katla Rún ísfeld, f.
28.6. 1995. Fóstursonur Ragnheið-
ar, sonur Sigurðar, er Frímann
Már, f. 11.9. 1954, maki Wimonrat
Strichkam, 7.5. 1964. Þeirra börn
eru: Númi, f. 23.9. 1989, Frímann
ísleifur, f. 22.4. 1990 og stúlka, f.
14.5.1999.
Ragnheiður ólst upp að Króki í
Ásahreppi í stórum systkinahópi.
Hún missti móður sína ung, aðeins
sex ára gömul. Innan við fermingu
var hún send í vist til að létta undir
með heimili föður síns. Um tvítugt
réðst hún sem ráðskona að Selalæk
í Rangárhreppi og seinna fór hún
ásamt ungri dóttur sinni norður í
Skagafjörð þar sem hún var ráðs-
kona m.a. í Valadal í Seyluhreppi.
Um miðjan sjötta áratuginn fór
hún suður til Reykjavíkur þar sem
hún bjó síðan. Ragnheiður giftist
árið 1956 Sigurði Isfeld
Frímannssyni, bflsljóra hjá Stræt-
isvögnum Reykjavíkur. Þau slitu
samvistir árið 1973. Eftir að
Ragnheiður kom til Reykjavíkur
vann hún við ýmis störf, tók
sauma heim og starfaði lengi á
veitingahúsum eins og Lídó, Hótel
Sögu og Sælkeranum sem smur-
brauðsdama en það hafði hún
lært. Árið 1974 hóf hún verslunar-
rekstur, er hún keypti söluturninn
Álfaborg á Skólavörðustíg. Rak
hún þar verslun fram til ársins
1978. Þá tók hún að sér að setja á
laggimar og vejta forstöðu mötu-
neyti Háskóla Islands. Þar starf-
aði hún fram til ársins 1984 er
hún fékk tveggja ára leyfi frá Há-
skólanum og keypti hún þá og rak
sölutuminn Texas snack bar við
Ingólfstorg. Árið 1985 tók hún
aftur við starfi sihu hjá Háskólan-
um og vann þar fram á seinni
hluta ársins 1993 er hún varð að
láta af störfum vegna vinnuslyss.
Eftir það undi hún sér best í Ár-
bæjarhelli ásamt bömum sfnum
og baraabörnum, en þar hafði
hún erft land eftir móður sína.
Þar kom hún sér upp sumarhúsi
fyrir sig og sína auk þess sem hún
fékkst við að yrkja landið. Gerði
hún það af sama krafti og frum-
leika og einkenndi allt hennar líf.
Útför Ragnheiðar verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
RAGNHEIÐUR
GUÐMUNDSDÓTTIR
+
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
JÓHANNES SVEINSSON
bifvélavirki,
Skúlagötu 20,
andaðist á heimili sínu laugardaginn 22. maí.
Þóra Jónsdóttir,
Björg Fríða Jóhannesdóttir,
Birgir Jóhannesson.
+ Elskuleg móðir okkar,
JÓHANNA KRISTJÁNSDÓTTIR,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn W
23. maí.
Helga G. Guðmundsdóttir,
Anna Guðný Guðmundsdóttir,
+
Móðir okkar,
ANNA KATRÍN JÓNSDÓTTIR,
áður til heimilis
á Brávallagötu 42,
Reykjavík,
andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund að
kvöldi hvítasunnudags, 23. maí.
Ingibjörg Ólafsdóttir,
Ágúst Þórdfs Ólafsdóttir.
+
Móðir okkar tengdamóðir, amma og langamma,
JÓNA KRISTBJÖRG GUNNARSDÓTTIR,
Víðihlíð
Grindavík,
lést á Landspítalanum sunnudaginn 23. maí.
Margeir Jónsson, Guðlaug R. Jónsdóttir,
Ólafur Æ. Jónsson, Guðný Elíasdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elsku mamma okkar, við sökn-
um þín svo mikið. Það er erfítt að
skilja þetta, allt gerðist svo hratt
og allt í einu varstu hrifsuð frá
okkur.
Mamma þú varst kletturinn í lífi
okkar, við gátum alltaf leitað til þín
hvemig sem á stóð. Alltaf gastu
leiðbeint okkur, brýnt okkur ef með
þurfti og veittir okkur styrk allt
fram á síðustu stundu.
Mamma þú ert fyrirmyndin okk-
ar, þú varst alltaf ófeimin við að
segja þína meiningu og varst trú
þinni sannfæringu. Þú þoldir ekki
óréttlæti né spillingu og vildir bæta
heiminn. Þú hvattir yngri kynslóð-
imar til dáða.
Kenndir okkur að ekkert gerðist
af sjálfu sér, það þyrfti að hafa fyrir
hlutunum. Kenndir okkur að við
þyrftum að vera ófeimnir að láta í
okkur heyra og segja okkar skoðan-
ir.
Þú varst vön að segja: „Drengir,
þið hafíð munninn fyrir neðan nefíð,
ég verð ekki alltaf hér til að tala fyr-
ir ykkur“.
Tilfínningum okkar til þín er
kannski best lýst í eftirfarandi ljóð-
línum:
Um stræti rölti ég
og hugsa um horfmn veg,
á kinnar mínar heit falla tár.
Allt sem áður var eru nú minningar
jwí aldrei aftur koma þau ár.
Ég h't í anda htinn hnokka á
er liggur móðurbijóstin við
hjá henni fmnur hann ást og þrá
hjá henni fær hann Mð, alla hlýju og von.
Elsku mamma mín er ég minnist þín
mér finnast ég verða lítill um sinn
afþráíörmumþér
um stund ég undi mér
þá ást og hlýju enn ég finn.
Ég hugar kveðju sendi, mamma mín,
þigmanégahastund
og guð ég bið um að gæta þín
uns geng ég á þinn fúnd.
Hjarta sárt ég kenni saknaðar
erhugsaégthþín
af því ég man er ég htih var
hver kyssti tárin mín.
Þakka þér fyrir að umbera það sem var
óþolandi.
(Gylfi Ægisson)
Fyrir að gera eitthvað úr engu.
Fyrir að gefa þegar þú áttir ekki
neitt. Fyrir að elska okkur þegar
við létum sem verst. Þakka þér
fyrir að gera það ómögulega bros-
andi.
Þakka þér „fyrir allt, fyrir að um-
bera okkur, fyrir að ala okkur upp.
Við metum þig mikils. Við dáumst
að þér. Okkur þykir svo óendanlega
vænt um þig. Þú ert okkur meira
virði en nokkuð annað“.
Erlendur og Óskar.
Aftur gefa þér skal þá,
þar sem hel ei granda má“.
(Þýð. H. Hálfd.)
Hún er dáin, hún mamma mín.
Hvemig má það vera? Vantrúin er
slík að einungis nístandi sársaukinn
kemur í veg fyrir afneitun.
Víst varstu ósköp mikið lasin,
elsku mamma, og aðeins örfáum
dögum áður en þú dóst kom úr-
skurður, illvígur sjúkdómur hafði
búið um sig í líkama þínum og svar-
aði engri meðferð. Ekkert hægt að
gera. Aðeins fáeinar vikur eftir. Þó
var von, ekki um bata en von um að
fá fótaferð, þó ekki væri nema í einn
dag, til þess að komast í sælureitinn
þinn, í strætó, sem þú hafðir komið
fyrir í stað sumarhúss á landinu sem
þú barðist svo hatrammlega fyrir og
elskaðir svo mikið. Þeirri von sleppt-
ir þú ekki eitt andartak og aðdáun og
undrun allra yfír þrautseigju þinni
var mikil. En skyndilega og öllum að
óvörum var klippt á. Ég hélt um höf-
uð þitt og horfði í augu þín og sá þig
fara. Baráttuþrek þitt og viljafesta
sem svo löngum höfðu fleytt þér yfir
þær ójöfnur sem lífinu hafði þóknast
að búa þér, og þær voru ekki fáar
eða smáar, máttu sín einskis.
Ég veit að öllum finnst sín
mamma vera sérstök, en þú varst
svo miklu meira en það elsku
mamma mín. Glaðværðin og dillandi
hlátur, hin ríka réttlætiskennd sem
þú óhikað og hástöfum varðir fyrir
háum sem lágum, hvar og hvenær
sem er, hvemig þú barðist með kjafti
og klóm til að búa okkur sem best at-
læti, sögumar þínar og söngurinn og
það sem skiptir allra mestu máli, hin
óendanleg ást þín til okkar allra.
Bamabömin þín eiga svo skelfíng
bágt, þau hafa misst svo mikið, því
þú varst ekki bara ástrík amma
heldur ekki síður skemmtilegur fé-
lagi og trúnaðarvinur. Minningar
þeirra um ömmu í strætó, ömmu á
náttbuxunum í gúmmístígvélum,
eldsnemma að morgni, á leið út í
móa að pissa, ömmu með derhúfu
og sólgleraugu, syngjandi hástöfum
undir stýri á leið í strætó, ömmu
strjúkandi og kjassandi plönturnar
sínar. Þessar og svo ótal margar
aðrar minningar eru fjársjóður sem
aldrei glatast, þær og fullvissan um
að þú sért laus við þjáningarnar eru
þeirra og okkar allra eina huggun.
Ef á mínum ævivegi
ástvinum ég sviptur er,
Guðs son mælir: „Grát þú eigi,
geymdir eru þeir þjá mér.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt
Æ, virzt mig að þér taka,
méryfirláttuvaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson)
Góður Guð geymi elsku mömmu
mína.
Helga.
í minningu móður minnar.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðasta blund.
Margs er að minnast
margt er hér að þakka
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
FarþúíMði,
MðurGuðsþigblessi
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Guð veri með okkur öllum í okkar
hyldjúpu sorg.
Dúna.
Elsku amma mín. Núna ert þú
farin frá okkur og ég kveð þig með
miklum söknuði. Eg mun ávallt
minnast þín austur í strætó, úti í
náttúrunni þar sem þú kunnir best
við þig. Það verður skrítið að geta
ekki skroppið í Stífluselið hvenær
sem er og heimsótt þig. Mér datt
það aldrei í hug þegar þú varst lögð
inn á spítalann að þú færir aldrei
heim aftur og ég held reyndar að
þér hafi ekki dottið það heldur í
hug. Allt í einu ertu farin og ég
mun alltaf hugsa til þín með sökn-
uði. Ég þakka fyrir það að hafa
fengið að kynnast þér og umgang-
ast og allt það sem þú hefur kennt
mér. Þú kenndir mér að berjast og
að gefast aldrei upp hvað sem gengi
á og sagðir að þá væru mér allir
vegir færir. Það var nú oftar en
einu sinni sem þú sagðir að það