Morgunblaðið - 26.05.1999, Síða 51

Morgunblaðið - 26.05.1999, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 51 væri greinilegt að ég væri af Krók- sættinni. Lífið er stundum ósanngjarnt og það er svo sannarlega ósanngjarnt að þú skyldir vera tekin svona fljótt frá okkur. Ég veit að þér líður miklu betur þar sem þú ert núna og það er mín eina huggun. Takk fyrir allt elsku amma, ég mun aldrei gleyma þér því þú ert hluti af mér. Guð geymi þig, Silja Rán. Elsku amma mín! Þú varst alltaf svo góð við mig og kenndir mér fallegar bænir og vís- ur. Ég man líka hvað það var gaman þegar við vorum saman í „strætó“. Ég trúi að þú sért nú hjá Guði og að þér líði vel. Amma mín, ég ætla að fara með bæn sem þú kenndir mér. Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gjörðu svo vel og geymdu mig Guð í faðmi þínum. Þinn Ari Freyr. Elsku besta amma mín! Ég skil þetta ekki alveg, en samt. Manstu þegar við tvær einar fórum í „strætó“, hvað það var gaman, við spiluðum saman og sprautuðum á trén, fengum okkur marsís, sem þér þótti svo góður. En svo bara fórstu. Hver á að spila við mig núna? Elsku amma mín, þú ert búin að vera hjá mér síðan ég fæddist og ég var hjá þér síðasta daginn þinn, þess vegna vil ég þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Hérna er ljóð sem passar við okkur í „strætó“. Bless elsku amma mín. Berfættir dagar Þín Berfættirdagar, þegar sólin var stærri en nú og dagurinn lengri. Silungur í læknum. brunnklukka í brunninum og gvuð á himnum. Vængjuð kvöld, mjólkurglas, og sofna undir hvítri sæng á mjúkri dýnu, skítugur á fótunum. (Pétur Gunnarsson) Selma Sif. Elsku amma mín. Núna þegar þú ert dáin hugsa ég um allar góðu stundirnar sem við áttum saman og hvað þú varst alltaf hlýleg og skemmtileg. Manstu hvað mér þótti pönnukökurnar þínar góðar og hvernig ég fékk þig alltaf til þess að baka þær. Og manstu þeg- ar við fórum í sund í hvert einasta skipti sem ég gisti hjá þér og borð- uðum síðan ís og pulsur eftir á. Já amma mín, við höfum gert margt skemmtilegt saman og oftar en ekki rökræddum við um ýmis mál, jafnvel ýmsa þjóðarhagsmuni og pólítík. Ég man líka eftir einu at- viki sem gerðist á Mallorca, þegar þú keyptir handa mér köfunar- græjur og ég fór síðan með þær með mér daginn eftir í matvöru- búðina og lét þær óvart hjá vörun- um okkar við kassann. Síðan ætlaði afgreiðslustúlkan að rukka okkur um þær og aumingja þú þurftir að reyna að útskýra málið fyrir henni í um hálftíma á hálfgerðri íslenskri ensku, þú varst ekki aldeilis á því að borga tvisvar fyrir sama hlut- inn. Já amma mín margt skemmtilegt hefur gerst á þínum bæ, því aldrei kom maður að kofanum tómum. Til dæmis á ég margar góðar minning- ar úr jólaboðunum sem þú hélst og líka frá þeim tíma sem ég byrjaði að koma einn í heimsókn. Gamli hund- urinn minn hann Nabbi var skírður heima hjá þér og kötturinn þinn hún Deisí sem klóraði mig allan í framann og beit mig í nefið lifði næstum því uppi á svefnherbergis- skápnum þínum. Við höfum lent í mörgu saman og allar mjmdir af jólum, afmælum, sumarbústaðarferðum og öðrum mannamótum geyma svo sannar- lega góðar minningar sem ég ætla að varðveita með mér alla ævi og segja bömunum mínum frá. Ég þakka þér fyrir að vera til og fyrir allan þann kærleik og væntumþykju sem þú hefur sýnt mér. Ég sakna þín og ég hlakka til að hitta þig þeg- ar að því kemur. Ég samdi þetta Ijóð handa þér og læt annað fylgja með. Þú ert alltaf kát og sæl, brosandi út að eyrum, elsku amma mín, ég sakna þín svo sárt. Þú ert svo hlý og góð, kringum þig er alltaf hlátur, elsku amma mín, ég sakna þín svo sárt. Þú ert náttúrunnar bam, alls staðar lífið blómstrar, elsku amma mín, ég sakna þín svo sárt. En núna ertu farin, á vit svefns- ins langa, elsku amma mín, ég sakna þín svo sárt. Og eftir stendur mikið, þú lagðir margt af mörkum, elsku amma mín, ég sakna þín svo sárt. Þó lítið ég viti núna, hvert ég skuli snúa, elsku amma mín, ég sakna þín svo sárt. Þá mun ég muna orð þín, og ganga bara áfram, elsku amma mín, ég sakna þín svo sárt. Ég hlakka til að sjá þig, þegar að því kemur, elsku amma mín, ég sakna þín svo sárt. Og að lokum vil ég segja, ég elska þig svo mikið, elsku amma mín, ég sakna þín svo sárt. Elsku amma mín, ég sakna þín svo sárt, elsku amma mín, ég sakna þín svo sárt. Lítill drengur iófa strýkur létt um vota móðurkinn, - augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin - amma fmnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann - lokar sinni blíðu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir - amma kyssir undurblítt á kollinn hans. Breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum) Elsku amma, ég vona að þú sért hamingjusöm og umkringd vinum. Vertu sæl og Guð geymi þig Þinn Heiðar Reyr Ágústsson. Elsku amma, mig langar að skrifa þessi fáu orð til að kveðja þig í hinsta sinn. Ég man hve gaman var að koma í heimsókn til þín í Breiðholtið og spjalla við þig um allt milli himins og jarðar. Þú kunnir alltaf frá einhverju skemmtilegu að segja og hafðir mjög ákveðnar skoð- anir á mönnum og málefnum. Það voru miklar ánægjustundir. Alltaf þegar fjölskyldan kom saman varst þú í miðpunkti og geislaðir af kátínu og gleði. í minn- ingunni eru þó sælustu stundirnar jólin, stemmningin í kringum hátíð- ina, lyktin af matnum, hvemig þú tókst á móti okkur þegar við kom- um inn, allt átti þetta þátt í að skapa ógleymanleg kvöld sem ég mun geyma með mér um aldur og ævi. Elsku amma mín, ég mun ávallt geyma í hjarta mér þær stundir sem við áttum saman, guð blessi þig og varðveiti. Þinn Óskar Örn. • Fleiri minningargreinar um Ragnheiði Guðmundsdóttur bíða birtingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. + Guðfinna Ei- ríksdóttir fædd- ist í Reykjavík 16. nóvember 1914. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Akra- ness mánudaginn 17. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Björnsdóttir, hús- freyja og kennari, f. 5. júní 1891, d. 31. maí 1975 og Eiríkur Valdimar Alberts- son, dr. theol., skólastjóri Hvítár- bakkaskóla og prestur á Hesti í Andakílshr., Borg., f. 7. nóv. 1887, d. 11. okt. 1972. Guðfínna var elst systkinanna. Eftirlif- andi eru Ásta, Friðrik og Ragn- ar Heiðar. Látin eru Jón, Stef- anía, Björn, Guðbjörg og Al- bert. Guðfinna var gift Guð- mundi Ólafssyni, sjómanni, f. 4. maí 1911, d. 12. ágúst 1993. Foreldrar hans voru María Sæ- mundsdóttir, húsfreyja á Hvít- árvöllum og Ólafúr Davfðsson, bóndi á Hvítárvöllum. Dætur Guðfinnu eru: 1) Sigríður Brynjólfsdóttir, f. 9. júm' 1936. Elsku amma mín, söknuður minn er sár. Sárt er til þess að vita að eigi mun ég líta augu þín aftur, heyra þinn hlýja róm né hlýða á sögur þín- ar. Það sem gerir sorg mína bæri- legri er sú hugsun að vita af þér á stað þar sem þér mun líða vel. Kannski líkist sá staður Borgarfirð- inum þar sem þú ólst upp á Hesti, þar sem Ijöll með hvíta kolla og ið- andi ár með spriklandi löxum blasa við þér. Þar mun þér líða vel hjá hon- um afa og foreldrum þínum. Ég veit að síðustu vikurnar hafa verið þér erfiðar og þakklátur er ég fyrir að hafa dvalið hjá þér þínar síðustu stundir. I mínum huga verð- ur minning mín um þig ætíð ósnort- in. Þú varst yndisleg manneskja sem veittir mér og hinum barna- bömunum þínum ómælda ánægju í gegnum árin. Alltaf tókuð þið afi okkur opnum örmum á heimili ykk- ar í Borgarnesi. Var það ætíð mesta tilhlökkunarefni hvers vors að fara upp í Borgarnes til ykkar þegar prófum lyki. Þú varst vel að þér, vel lesin og fróð um allt milli himins og jarðar og miðlaðir til mín miklum fróðleik, jafnt sögulegum og um lífið og tilver- una. Ég minnist daganna uppi í Borgamesi þar sem við sátum tímunum saman við eldhúsborðið og spjölluðum um lífið og tilveruna eða jafnvel spiluðum á spil. Á kvöldin sagðir þú mér sögur, jafnt ævintýri sem minningar frá uppvaxtarárum þínum. Sögur sem ég vona að ein- hvern daginn muni ég geta sagt mín- um börnum. Alltaf var það jafn erfitt að fara frá ykkur afa þó maður vissi að fljótlega kæmi maður aftur. Og aldrei yfirgaf maður ykkur án þess að vera með tárin í augunum. Síðasta dvöl mín hjá þér í húsinu áður en þú fórst á dvalarheimilið var þegar ég undirbjó mig fyrir stúdentsprófin mín. Sú samvera okkar er mér afar minnisstæð. Þó varð manni ljóst að þú áttir orðið erfitt með að vera ein í húsinu enda sjónin orðin slæm. En ætíð var létt yfir þér og eftir að þú fórst á dvalarheimilið var ætíð gleði- legt að heimsækja þig og er mér minnisstætt hve mikla ánægju þú hafðir af því þegar við Elín heimsótt- um þig í fyrrasumar. Elsku amma, minningar mínar um þig, samverustundir okkar og þann fróðleik sem þú færðir mér mun ég varðveita sem mín mestu verðmæti. Nú veit ég að þér líður vel. Þú ert komin á fallegri stað, komin innan um þá ástvini sem þú hefur þurft að sjá á eftir í gegnum tíðina. Elsku amma mín, þér vil ég þakka fyrir allt sem þú hefur gefið mér í veganesti fyrir lífið, þakka þér fyrir allar stundimar sem við áttum saman, þakka þér fyrir þann fróðleik og þá sýn á lífið sem þú gafst mér. Þakka Sonur hennar er Guðmundur Jón Halldórsson, kvænt- ur Kolfinnu Ottós- dóttur og eiga þau þijú böm, Jóhönnu Erlu, sambýlismað- ur hennar er Davíð Jónsson, sonur Erlu er Guðmundur Jón, Halldór og Sigríði Heiðu. 2) María Guðmundsdóttur, f. 15. sept. 1944 gjft Guðmundi G. Vig- fússyni og eiga þau þijú böm, Vigfús sem er kvæntur Lára Guð- mundsdóttur og eiga þau tvö böm, Ólöfu Maríu og Guðmund Gauk, Guðfinnu Jóhönnu, sam- býlismaður Lúðvík Bergvins- son, sonur Guðfinnu er Theodór Gaukur, Krislján Guðmunds- son, sambýliskona Elín Anna Helgadóttir. 3) Ágústa Guð- mundsdóttir, f. 13. mars 1951, gift Pétri Þorvaldssyni og eiga þau tvær dætur, Þómnni Sig- ríði og Karen Eygló. Utför Guðfinnu verður gerð frá Borgarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. þér fyrir að hafa verið amma mín. Guð blessi minningu þína. Ef jeg á eitthvað önugt heima og eitthvað, sem jeg þarf að gleyma, þá kem ég hingað hvert eitt sinn, að heyra fagra saunginn þinn. Og jeg tek vor með ástarómi og yl úr þínum hlýja rómi, ef illur stormur úti hvín og andar köldu á blómin mín. Og þegar öllu er um mig lokað og ekkert getur hliðum þokað, þá á jeg víðan unaðs heim, sem opnast fyrir rómi þeim. (Þorsteinn Erlingsson) Kristján Guðmundsson. Nú þegar ég kveð þig amma mín, langar mig að þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Ég var víst ekki hár í loftinu er þú sast fyrst með mig á hnjánum og við horfðum á bílana út um gluggann í stofunni. Eða þegar við sátum úti í kofa og þú sagðir mér sögur. Hvað þú sagðir alltaf skemmtilegar sögur, sögur sem enginn kunni nema þú. Ég man hvað ég hlakkaði alltaf til að fara uppeftir, hvað þú varst falleg og góð og aldrei skiptir þú skapi. Mér er minnisstætt hvað þið afi tók- uð vel á móti gestum en sjálfsagt hafa fá borð verið hlaðin eins miklu góðgæti og gamla eldhúsborðið. Það var alltaf eins og fötin minnkuðu á manni þegar maður var uppfrá. En árin hafa liðið og minningarnar eru orðnar margar og þó margt hafi breyst var eitt sem aldrei breyttist, því alltaf var gott að koma í Borgar- nes. Guð blessi minningu þína elsku amma mín. Vigfús. Minningarnar um ömmu eru bæði margar og góðar. Það sem einna helst einkenndi hana var vel gerður persónuleiki. Amma hallmælti aldrei nokkurri manneskju og aldrei sá ég hana skipta skapi. Það var því alltaf tilhlökkunarefni að fara upp í Borg- ames að heimsækja ömmu og afa í sumar- og páskafríum. Á ég margar góðar minningar um þær stundir. Amma kunni fjöldann allan af sögum sem lifa skemmtilega í minn- ingunni. Sú saga sem er mér einna eftirminnilegust er sagan um Grá- mann í Garðshorni. Einnig eru mér minnisstæð öll misgáfulegu og neyðarlegu uppátæki mín sem hún varð oft vitni að. Það voru ófáar stundirnar sem við áttum saman við eldhúsborðið. Það var hægt að segja ömmu allt sem manni lá á hjarta því traustari og fordómalausari mann- eskja verður vart fundin. Góð- mennska ömmu beindist þó ekki eingöngu að mannfólkinu því það er mér minnisstætt hvað henni var^_ umhugað um alla flækingskettina sem leituðu í garðinn til hennar eft- ir fæði. Það sem er mér nú efst í huga er þakklæti fyrir að eiga hana sem ömmu. Minningin um ömmu og minningarnar um samverustundir okkar munu standa skýrar í huga mér um aldur og ævi. Ég kem bæði fagnandi og frjáls, ég er ferðbúin indæla vor. Eg vil fljúga yfir fjöll, yfir háls, ég vil finna mín æskunnar spor. (S.B.) ^ Guð veri með þér. Guðfinna. Elsku Guðfinna. Nú ertu farin frá okkur. Það er ekki langt síðan að Kiddi sagði mér að amma sín væri komin á spítala. Það var daginn sem ég tók fyrsta prófið mitt. Ég er ekki enn búin í prófum en nú ertu dáin og ég náði aldrei að koma til að kveðja þig. Ég man þegar ég heimsótti þig í fyrsta skipti. Ég var með svo ógnar- stóran hnút í maganum. Hvemig skyldi amma hans Kidda taka mér? Á planinu fyrir utan dvalarheimilið fór ég eitthvað að kveinka mér við Kidda, að ég væri nú bara alveg að fara yfir- um, en Kiddi hlustaði nú ekki á það því hann vissi að það var óþarfi. Og það fann ég strax og við komum inn í herbergið þitt og ég heilsaði þér fyrst. Þú varst einfaldlega yndisleg kona, svo róleg, hlý og góð. Við höfðum ekki tækifæri til að hittast svo oft en samt finnst mér ég þekkja þig ótrúlega vel. Bæði í gegn- um okkar stuttu kynni og svo í gegn- um minningamar hans Kidda. Fyrir mér var Borgames aldrei annað en stoppistaður áður en lengra var haldið norður, en ekki lengur. Þegar ég fór fyrst með Kidda upp í Borgar- nes þá fann ég að ég var komin á mjög sérstakan stað. Hann keyrði um göturnar og rifjaði upp allar minningarnar sínar um þær stundir þegar hann dvaldi hjá ömmu og afa í Borgamesi. Og þær vom ófáar minningamar. Það var eins og hann væri í öðrum heimi. Og þannig var það alltaf þegar við komum upp í Borgames og þannig verður það alltaf. Og þó þetta séu ekki mínar minningar þá eiga þær núna stóran stað í hjarta mínu. Elsku Guðfinna, ég sakna þín en ég veit líka að nú ertu á stað þar sem þér líður vel. Takk fyrir samveru- stundimar. Blessuð sé minning þín. ^ Elín Anna. Nú þegar við kveðjum Guðfinnu Eiríksdóttur eða ömmu í Borgamesi eins og við fjölskyldan köllum hana, koma margar minningar upp í hug- ann og allar eru þær góðar. Eg kynntist þér vorið 1987 þegar ég og Vigfús dóttursonur þinn rugluðum saman reytum. Ekki leið á löngu áð- ur en hann bauð mér í bíltúr upp í Borgames að heimsækja ömmu sína og afa. Þar tókuð þið mér opnum örmum og fann ég strax hvað til ykk- ar var gott að koma. Ég fann líka hvað þið umgengust Vigfús með mik- illi hlýju og væntumþykju og hvað ^ þið vorað stór partur af hans lífi. Heimsóknimar á Egilsgötuna áttu eftir að reynast margar og ánægju- legar. Alltaf beið manns fullt borð af kræsingum og sátum við, spjölluðum og hlógum oft á tíðum langt fram á kvöld. Flestar voru þó heimsóknirn- ar árin sem við vorum á Bifröst og var þá farið minnst einu sinni í viku niður í Borgames. Ólöf María dóttir okkar var mjög hænd að þér og mér er það minnisstætt þegar hún á tímabili hljóp alltaf inn og fann sama rauða og bláa boltann og kallaði: Amma koma í boltaleik. Vart var hægt að sjá hvor ykkar skemmti sér betur við að rúlla boltanum á milli, sitjandi á gólfinu í ótrúlegum róleg- heitum eins og tíminn væri eitthvað sem ekki væri til. Elsku Guðfinna, ég þakka það að hafa fengið að kynnast þér og minn- ing þín liftr hjá mér og minni fjöl- skyldu. Lára. GUÐFINNA EIRÍKSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.