Morgunblaðið - 26.05.1999, Síða 53

Morgunblaðið - 26.05.1999, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 53 + Ingvar Jón Guð- bjartsson fædd- ist að Grund í Kolls- vík í Rauðasands- hreppi 31. maí 1925. Hann lést á Borgar- sjúkrahúsinu í Reykjavík 14. maí síðastliðinn. Ingvar var sonur hjónanna Guðbjartar Guð- bjartssonar, seinast bónda að Láganúpi, f. 15.7. 1879, d. 1.10. 1970, og Hildar Magnúsdóttur, f. 16.8. 1889, d. 31.1. 1967. Systkini Ingvars: Fríða, f. 30.7. 1909, d. 26.8. 1927; Einar Tómas, f. 27.7. 1911, d. 25.8. 1979; Magnús, f. 26.2. 1913, d. 28.2. 1941; Guðbjartur Halldór, f. 27.12. 1915, d. 31.5. 1968; Jón Ingvar, f. 11.3. 1918, d. 28.4. 1920; Guðrún Anna Magðalena, f. 3.6. 1919; Össur Guðmundur, f. 19.2. 1927, d. 30.4. 1999; Hen- ríetta Fríða, f. 13.12. 1928, og Knútur Páll, f. 4.8. 1931. Eftirlifandi kona Ingvars er Sigurlína Jóna Snæ- björnsdóttir, f. 3.4. 1929 í Kvígindisdal, dóttir hjónanna Þór- dísar M. og Snæ- björns J. Thorodd- sen. Börn þeirra eru: 1) Hersilía Thorodd- sen (dóttir Jónu), f. 7.12. 1948. Hún á tvö börn. 2) Rut, f. 6.2. 1953, leikskólakenn- ari í Hafnarfirði, gift Viðari Friðrikssyni. Hún eignaðist tvö börn með fyrri manni sínum Skúla Hjalta- syni, en annað þeirra dó í bernsku. Rut á tvö böm með Við- ari. 3) Snæbjörn Þór, f. 16.4. 1954, raftæknifræðingur. Hann er kvæntur Herdísi Bjameyju Steindórsdóttur. Börn hans em fjögur. 4) Árni, f. 8.8. 1956, bóndi á Skarði í Lundarreykjadal, kvæntur Ágústu Þorvaldsdóttur og á Qóra syni. 5) Sigurður, f. 11.2. 1958, vélstjóri, kvæntur Kristínu Guðnýju Sigurðardótt- ur. Hann á einn son og einn fóst- urson. 6) Guðrún Hildur, f. 14.7. 1967. Hennar maður er Ásbjörn Ólafsson, smiður. Þau búa í Noregi, þar sem hún stundar nám í félagsráðgjöf. Guðrún Hildur var áður gift Pétri Péturssyni og á með hon- um einn son og annan son á hún með Ásbirni. Ingvar ólst upp hjá foreldr- um sínum á Láganúpi í Kollsvík og eins og þá tíðkaðist tók hann strax á unglingsárum þátt í störfum hinna fullorðnu, bæði hefðbundnum sveitastörfum og sjóróðmm á opnum bátum. Hann Iauk námi við Héraðs- skólann á Núpi í Dýrafirði 1945, en næstu árin þar á eftir stundaði hann ýmsa vinnu bæði heima og að heiman. Ingvar var bóndi á Stekkjarmel í Kolls- vík 1953 til 1962, en flutti þá á jörðina Kollsvík og bjó þar til ársins 1971. Eftir að Ingvar hætti búskap flutti hann til Kópavogs og síðan til Reykja- víkur og starfaði hjá Jarðbor- unum ríkisins tii ársins 1994 að hann lét af störfum vegna heilsubrests og flutti til Borg- arness, þar sem hann bjó til dauðadags. Utför Ingvars fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin kiukkan 15. INGVAR JÓN GUÐBJARTSSON Elsku stjúpi minn. Nú ertu horf- inn svo snögglega í burtu frá okkur. Kallaður burt frá veikindum og þrautum þessa heims. Eg vil með örfáum orðum þakka þér fyrir allar samverustundirnar, og hvað þú varst alltaf góður við mig, allt frá þvi að ég man eftir mér, og þú gift- ist mömmu minni. Eg man þegar þú fórst með mig út í Kollsvík í fyrsta skipti til mömmu. Við fórum á hestum og mér fannst ég búin að fara svo óralangt þegar við komum út yfir Hænuvíkurháls, eins og ég væri búin að fara kringum allan heiminn. Það er svo ótal margt sem kemur upp í hugann, margar góðar minningar, eins og þegar við fórum í ferðalagið um Spán, og til Tossa, hvað þú varst alltaf glaður, og hvað mér þótti gott og gaman að ferðast með ykkur mömmu. Eg gæti skrif- að endalaust, það er svo lítið brot sem kemst á blað, en í hjartanu mínu geymi ég allar minningamar. Þar er nóg rúm. Elsku Ingi minn, ég vil þakka þér fyrir hvað þú varst góður við bömin mín, Snædísi mína, sem ólst upp hjá ykkur mömmu um nokk- urra ára skeið, og þú tókst eins og þína eigin dóttur eins og mig. Og Ægi Þór minn, sem átti alltaf at- hvarf hjá þér og bókunum þínum, eins og öll þín bamaböm. Nú ertu kominn á stað þar sem allar þrautir og veikindi ná ekki til þín, og þér getur liðið vel, þar hittumst við öll einhvem tíma. Þangað til, elsku stjúpi minn, vertu sæll og Guð þig geymi. Biðjið - og þá öðlist þér, eftir Jesú fyrirheiti. Hans í nafni biðja ber bænin svo þér fullting veiti. Bænin sé þér indæl iðja öðlast munu þeir, sem biðja. Leitið - og þér finnið fljótt ffið í yðar mæddu hjörtum. Drottinn gegnum dimma nðtt dreifir náðargeislum björtum. Hann mun frið og frelsi veita, finna munu þeir, sem leita. Knýið á - þá opnar sig ástríkt Drottins föðurhjarta og við dauðans dimma stig dýrðarinnar höllin bjarta. I Guðs náðar arma flýið upp mun lokið, þá þér knýið. (Þýð. V. Briem) Elsku mamma mín, systkini mín og fjölskyldur, Snædís og Ægir Þór, og aðrir ástvinir. Guð gefi ykkur styrk í sorg ykk- ar og söknuði. Hersilía Thoroddsen. Fyrir um það bil tveim vikum vorum við fjögur systkini, sem í okkar heimasveit erum kennd við Láganúp, stödd vestur í Rauða- sandshreppi til þess að fylgja til grafar Össuri bróður okkar, sem bjó á Láganúpi. Nú hefur enn fækkað í hópnum, þegar við þrjú, sem enn lifum kveðjum Ingvar bróður okkar. Við vorum þá ekki við því búin að svona skammt yrði milli þeirra bræðra, enda þótt við vissum að heilsa Ingvars var mjög skert orðin. Við vissum hinsvegar hversu ætíð var kært milli þeirra bræðra, enda höfðu þeir fylgst að mestan hluta ævinnar og aldurs- munur þeirra var innan við tvö ár. Um jólin 1997 veiktist Ingvar mjög alvarlega og þurfti upp frá því sérstaka og mjög nákvæma hjúkrunarþjónustu. Þetta hjúkrun- arhlutverk tók Jóna kona hans að sér og rækti það af mikilli um- hyggju og ábyrgðartilfinningu. Við systkinin þrjú, sem eftir lifum fær- um Jónu heilshugar þakkir fyrir þessa umönnun. Jafnframt vottum við henni, bömum hennar, tengda- börnum og barnabörnum einlæga samúð. Guðrún A.M. Guðbjartsdóttir, Reykjavík, Fríða Guðbjarts- dóttir, Kvígindisdal, og Páll Guðbjartsson, Borgamesi. Árið 1971 brugðu búi vestur í Kollsvík þau Ingvar og Jóna og fluttu suður eins og svo margir. Fljótlega gengu þau í Barðstrend- ingafélagið og urðu virkir félagar í því. Ingvar var fljótlega kosinn í stjóm og sat þar í mörg ár auk margra annarra verka sem hann vann fyrir Barðstrendingafélagið. Alls staðar þar sem Ingvar var fylgdi honum glaðværð og hressi- leiki. Hann var fljótur að kynnast fólki, fróður og fróðleiksfús. Þar af leiðandi laðaðist fólk að honum enda var vinahópurinn innan fé- lagsins stór. Þeir sem sóttu skemmtifundi Barðstrendingafélagsins á ámnum upp úr 1970 muna eftir þegar þau Ingvar og Jóna vom að koma á skemmtanir félagsins. Með þeim kom íjöldi ungs fólks, oft á annan tuginn. Þetta vom börn þeirra, frændur og vinir sem Ingvar safii- aði gjarnan saman heim til sín og fór svo með á skemmtifimdina. Hann var hrókur alls fagnaðar og var kátari eftir því sem hópurinn var stærri. Margt af þessu unga fólki sem Ingvar kom með í félagið hefur tekið við forystu í félaginu og hans hópur hefur einnig hlaðið utan ásig. Ingvar og Jóna fluttu fyrir nokkmm ámm upp í Borgames og dró Ingvar sig þá mikið út úr starf- seminni þó hann fylgdist vel með öllu sem gerðist og tók þátt í því sem hann hafði tök á. Ingvar var gæddur kostum góðs félagsmanns, opinn fyrir öllu, fordómalaus gagn- vart bæði mönnum og málefnum og fús til að leggja öllum málefnum lið. Við sjáum á eftir góðum félags- manni og sendum Jónu og börnum hennar okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Barðstrendingafélagið. Þeim fækkar óðum gömlu sveit- ungum mínum. Nú hafa fjórir látist á skömmum tíma, Þórir á Skeri, Stjáni frá Tungu og þeir Kollsvík- urbræður Össur og Ingvar. Össur lést 30. apríl en Ingvar 14. maí. Mig langar til að minnast þeirra bræðra með fáeinum orðum, þeir voru næstu nágrannar mínir í vestri, Össur öll árin sem ég átti heima í Hænuvík, en ég flutti á Patreks- fjörð 1982. Og Ingvar þar til hann flutti til Reylq'avíkur árið 1971. Minningar brjótast um í huga mín- um. Ingvar var oft heimagangur hjá mér. Maðurinn minn vann mik- ið utan heimilisins og þá var Ingvar gjarnan beðinn að vinna ýmislegt heima og það gerði Ingvar með glöðu geði. I litlu herbergi innaf stofunni í gamla bænum var uppbúið gesta- rúm, þá var ekki til siðs að læsa bæjarhúsum og væri Ingvar seint á ferð þá var hljóðlega gengið um til að vekja mig ekki, þá voru engir bflvegir komnir og mikið farið fót- gangandi. Eftir að Ingvar flutti til Reykjavíkur og við hjónin vorum þar á ferð, var alltaf hringt í Ingvar og hann var ekki seinn að sækja okkur vestur í bæ og fara með okk- ur heim til sín, en hann átti heima inní Hraunbæ. Þá var það besta Graníl' I | HELLUHRAUN 14 1 |J 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI; 565 2707 FAX: 565 2629 HEIMASÍÐA: www.granit.is ■ Guðmundur Jónsson F. 14.11.1807 D. 21.3.1865 . borið á borð og setið og spjallað langt fram á nótt. Og það brást ekki að þau hjón Jóna og Ingvar litu inn þegar þau komu vestur, og líka eftir að ég var orðin ein, þá kíktu þau inn á Brunn- um 1. Össur var stundakennari við bamaskólann í sveitinni eftir að elstu bömin mín fóm að ganga í skóla. Hann var góður kennari enda prýðilega greindur. Þegar við vomm að „stússa“ við þorra- blótsundirbúning var Össur alltaf foringinn fyrir litla hópnum, sá um að allt færi vel fram, var vel máli farinn og dómbær um allt sem flutt var, hann var líka góður hagyrðing- ur, ég á ennþá vísur sem hann gerði um ríkisstjómina sem þá var. Fyrir þrettán ámm veiktist hann og hafði eftir það litla hreyfigetu. Össur hafði gaman af að fá gesti og það vom öragglega margir sem komu að Láganúpi, hann var vel málhress og sagði mjög skemmti- lega frá. Já, það var oft glatt á hjalla í Hænuvíkureldhúsi þegar þeir bræður vom staddir þar, en nú er hláturinn hljóðnaður og engar sög- ur sagðar lengur. Kæm nágrannar, ég þakka ykk- ur samfylgdina í gegnum tíðina, ég sakna ykkar svo sannarlega. Sigríði og Jónu og fjölskyldum þeirra sendi ég mínar dýpstu sam- úðarkveðjur. Dagbjörg Ólafsdóttir. Síðastliðinn föstudag lést í Reykjavík Ingvar Jón Guðbjarts- son, ættaður frá Kollsvík á Rauða- sandi. Við Ingvar þekktumst vel enda samstarfsmenn í tvo áratugi og nú við leiðarlok vil ég minnast hans nokkmm orðum. Ingvar var hár maður og hraustur vel. Hann var einn af mönnunum úr björgunar- sveitinni í Rauðasandshreppi sem vann afrekið við Látrabjarg árið 1947 þegar breskum sjómönnum var bjargað í land úr strönduðum togara. Eins og margir Vestfirðing- ar hafði Ingvar ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og var ekkert að liggja á þeim. En var um leið ekkert nema gæðin þegar á reyndi og vildi hvers manns vanda leysa. Ingvar var og allra manna skemmtilegastur við þá sem hann vildi það við hafa. Ég hitti Ingvar fyrst sumarið 1971. Hann var þá fluttur til Reykjavíkur, hættur búskap á Láganúpi og var að leita að atvinnu hér fyrir sunnan. Ingvar þekkti Isleif Jónsson verkfræðing, for- stöðumann Jarðborana rfldsins sem þá var undir Orkustofnun. Isleifur og Ingvar höfðu mörgum ámm áð- ur verið saman á sfld. Ingvar kom að máli við ísleif Jónsson sem réð hann þegar til starfa á höggbor sem var verið að kaupa frá Englandi. Hér var ekki tjaldað til einnar nætur, Ingvar vann við jarð- boranir allt til 1995 þegar hann fór á eftirlaun. Frá 1967 höfðu aðeins verið verkefni fyrir einn höggbor en vor- ið 1971 vora allar líkur á að einn bor dygði ekki lengur. Og enn árið 1974 var keyptur stór höggbor frá Bandaríkjunum. Hér á landi hafa höggborar mest verið notaðir til þess að bora eftir köldu vatni og til , þess að forbora fyrstu 60 metrana fyrir stóra snúningsbora sem em notaðir annars vegar til þess að bora eftir heitu vatni fyrir hitaveit- ur eða hins vegar eftir gufu á há- hitasvæðum til rafmagnsfram- leiðslu. Höggborstæknin byggir á aldagömlum aðferðum og em til- tölulega einföld tæki miðað við glussa- og rafmagnsdrifnu jarðbor- ana sem nú era mest notaðir og bora með lofti. Næg verkefni voru fyrir þessa þrjá höggbora frá 1971 og til 1989. Á hverjum bor eru venjulega tveir menn. Til margra ára vom það sömu mennirnir sem unnu saman á höggboranum. Þeir bjuggu allir yfir mikilli þekkingu og reynslu sem var ómetanleg. Ingvar náði strax góðum tökum á því að bora með höggbor. Lengst var Ingvar borstjóri á Höggbor 5. En með Höggbor 5 var borað ekki aðeins hér á Suðvesturhominu heldur einnig víða á Suðurlandi og lítilsháttar á Norðurlandi. Svo dæmi sé tekið má nefna kalda- vatnsholurnar á Seleyri gegnt Borgamesi. Ingvar hafði ánægju af þvi að koma á nýjar slóðir og kynnast nýj- um viðhorfum. Að því leyti höfðaði vinnan á höggbornum vel til hans. Hann hafði líka þannig viðhorf til hlutanna að vilja vita hvað hann væri að gera hveiju sinni og tilbú- inn að læra meira um allt sem við- kom bomninni með því að afla sér fróðleiks í jarð- og jarðeðlisfræði. Þar fyrir utan var hann vel heima í öllum þjóðlegum fróðleik og ramm- íslenskur í hugsun. Ég mun lengi muna lýsingar hans eftir ferðalag þeirra hjóna til Vesturheims sum- arið 1978 á slóðir Vestur-íslend- inga. En þá var það bóndinn sem horfði á landið búsældarlega, vél- tækt en ekki allt á brattann eins og í heimahögum. Ingvar var mikið snyrtimenni í allri umgengni og alltaf sérstaklega þrifalegt á hans höggbor. Einnig var Ingvar mjög handlaginn, góður smiður og hafði gaman af því að smíða. Þegar hlé var á borverkinu var Ingvar oftar en ekki að smíða kjarnakassa fyrir kjamaborana í Áhaldahúsi Jarðborana ríkisins í Vesturvör. Ingvar var mikill höfðingi heim að sækja. Ég minnist með ánægju heimsókna til hans og Jónu konu hans á heimili þeirra meðan það stóð í Reykjavík. Við Ingvar töluð- um saman síðast í síma árið 1996. Þá vom þau hjón flutt í Borgarnes. Ingvar kvaddi mig með þeim orð- um að ég væri velkominn heim til þeirra „hvort sem væri á nóttu eða degi.“ Um leið og ég þakka fyrir ára- tuga góð kynni sendi ég konu hans, bömum og barnabörnum hlýjar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Ingvars Jóns Guðbjartssonar. Þorgils Jónasson. Útför móður okkar, GERÐAR BJÖRNSDÓTTUR, hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum fyrir auðsýnda samúð og vinarhug. Björn Kristjánsson, Sigurbjörg Kristjánsdóttir, Hulda Kristjánsdóttir. Konan mín, móðir, tengdamóðir og amma, SÚSANNA BRYNJÓLFSDÓTTIR, Hólavallagötu 3, er látin. Ásgeir Jónsson, Jón Ásgeirsson, Þorbjörg Skjaldberg, Ásgeir Jónsson yngri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.