Morgunblaðið - 26.05.1999, Síða 54

Morgunblaðið - 26.05.1999, Síða 54
54 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Innilegar þakkir fyrir samhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, INGÓLFS ÁRNA GUÐMUNDSSONAR, Norðurbraut 25b, Hafnarfirði. Sérstakar kveðjur til starfsfólks St. Jósefsspítala. Fyrir hönd ættingja, Unnur Kristjana Sigtryggsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, langafi og bróðir, MAGNÚS LÁRUSSON frá Brúarlandi, Markholti 24, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju í Kópa- vogi í dag, miðvikudaginn 26. maí, kl. 13.30. Hallfríður Georgsdóttir, Georg Magnússon, Steinunn J. Steinarsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Guðbjörg Magnúsdóttir, Sigurður Ó. Lárusson, Hallsteinn Magnússon, Sigrfður Jónsdóttir, Sigríður Ótöf Magnúsdóttir Smeltser, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hins látna. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir og tengdasonur, ÁGÚST NORDGULEN verktaki, Fannafold 24, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum að morgni hvíta- sunnudags, verður jarðsunginn frá Bústaða- kirkju föstudaginn 28. maí kl. 13.30. Ásta Þórunn Þráinsdóttir, Halla Sjöfn Ágústsdóttir, Friðrik Már Steinþórsson, Anna Rut Ágústsdóttir, Ágúst Orri Ágústsson, Lúðvík S. Nordgulen, Sigríður S. Einarsdóttir, Þráinn Jónsson, Halla Gunnlaugsdóttir og fjölskyldur. + Sambýlismaður minn og faðir okkar, SIGFÚS ÞÓR BALDVINSSON, Litla-Hvammi 1, Húsavík, áður Sandhólum, Tjörnesi, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 17. maí, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju í dag, miðvikudaginn 26. maí, kl. 14.00. Indiana Ingólfsdóttir, Gréta Sigfúsdóttir, Unnur Sigfúsdóttir, Birna Sigfúsdóttir, Jenný Sigfúsdóttir og aðrir aðstandendur. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, KRISTJÁN FR. GUÐMUNDSSON listaverkasali, Njálsgötu 56, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 26. maí, kl. 15.00. Birgir Kristjánsson, Elín Ellertsdóttir, Agatha Kristjánsdóttir, Kristján Halldórsson, Bóas Kristjánsson, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Sigurjón Kristjánsson, Mattfna Sigurðardóttir, Friðfinnur Kristjánsson, Þórunn Ólafsdóttir og fjölskyldur. SIGFUS ÞOR BALD VINSSON + Sigfús Þór Bald- vinsson fæddist í Flatey á Skjálfanda 16. nóvember 1915. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 17. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Baldvin Friðfinns- son, f. 24.11. 1879, d. 5.2.1961 og Margrét Jónsdóttir f. 30.3. 1885, d. 1.2. 1973. Sigfús átti sjö alsyst- kyni og einn hálf- bróður sem öll eru látin. Sigfús kvæntist 13.6. 1942 Kristbjörgu Haraldsdóttur, f. 6.12. 1922. Foreidrar Kristbjarg- ar voru Haraldur Sigurðsson og Kristbjörg Stefánsdóttir. Sigfús og Kristbjörg eignuðust fjórar dætur. Þær eru: 1) Gréta, f. 13.3. 1943, hún á tvö börn og þrjú barnaböm. 2) Unnur, f. 22.3. 1948, hún á þijú böra á lífi og tvö barnaböra. 3) Biraa, f. 26.5. 1962, hún á tvo syni. 4) Jenný, f. 14.3. 1965, hún á þrjú börn. Kveðja frá dætrum og afabörnum. Skjótt sMpast veður, félagar falla Qarri er ltfsglíma hörð. Býður nú þreyttum, að bijósti sér halla brosandi móðir, jörð. Skarð fyrir skildi, horfinn er hlynur húmar, þó sólin skín. AstríM faðir, afi og vinur, ávallt, við minnumst þín. (Guðmundur G. Halldórsson) Elsku pabbi minn. Þá ertu horfinn úr þessari áþreif- anlegu veröld og yfír í aðra sem fyr- ir okkur er heldur óáþreifanlegri en ég sé fyrir mér ömmu Margréti í blárósóttum kjól, afa Baldvin, öll systkini þín og aðra horfna ástvini taka á móti þér og fagna komu þinni. Þú fórst frekar skyndilega, gafst okkur ekki mikinn fyrirvara en það var að vísu þér líkt. Þú varst vanur að taka ákvarðanir einn með sjálfum þér og framkvæma síðan án fyrirvara. Ég man t.d. eftir því þeg- ar þú tókst ákvörðun um að koma suður í heimsókn til okkar systr- anna, þá hringdir þú jafnvel bara með eins til tveggja daga fyrirvara og tilkynntir komu þína og sagðist stoppa í þrjár vikur það skiptið eða tvær vikur annað skiptið. Syðri-Sandhólar á Tjömesi var mitt æskuheimili og þar ólst ég upp til tíu ára aldurs. Fyrstu tíu árin mótuðu mig mikið að því sem ég er í dag. Engan son eignaðist þú en fjórar dætur og reyndir þú að gera bændur úr okkur öllum. Að vísu sagði mamma mér seinna að ég hefði átt að verða strákur og heita Jóhann. Við vorum látnar moka flórinn, gefa á garðann, hjálpa til við sauðburð og gyrða, ekki háar í loftinu. Og alltaf stjómaðir þú með ákveðni en hæglæti og enginn mót- mælti enda hefði það lítið þýtt. Þú varst vinnufús og þurftir alltaf að hafa einhver verkefni og þér féll aldrei verk úr hendi alveg fram á síðasta dag. Eftir búskap í 30 ár og vinnu við vegagerð til fjölda ára þá varstu ekki hættur að vinna. Við tók netagerð, bókband og hannyrðir. Hver hefði trúað að þú kominn á áttræðisaldur myndir fara að sauma út og það engar smámyndir heldur heilu listaverkin. Hér uppi á vegg hjá mér hanga tvær myndir eftir þig. Onnur af Burstafelli í Vopna- firði sem þú stækkaðir upp eftir mynd á konfektkassa og hin er af þér sjálfum í sjóstakk á árabát, mynd sem þú saumaðir eftir mál- verki eftir Sigurpál ísfjörð. Eins áttir þú stóra fallega mynd af Bessastöðum sem þú hafðir saumað eftir símskeyti og í júní 1995, eitt skiptið er þú komst nánast fyrir- varalaust til mín í Mosfellsbæinn, Sigfús ólst upp í Flatey til 5 ára ald- urs en þá flutti hann ásamt föður sinum til Húsavíkur, en foreldrar hans höfðu skilið nokkru áður. Faðir hans reisti þeim hús er hann nefndi Brekkubæ sem síðan var endur- byggður árið 1930 og nefndur Þórs- hamar og er nú Safnahús að Mánár- bakka á Tjörnesi. Sigfús og Kristbjörg hófu búskap á Sandhólum á Tjörnesi 1942. Stunduðu þau bú- skap til ársins 1972 en brugðu þá búi og fluttu til Húsavíkur þar sem Sigfús starfaði fyrir Vega- gerðina allt til sjötugs. Sigfús og Kristbjörg skildu 1978. Síðast liðin 13 ár hefúr hann búið með Indíönu Ingólfsdóttur, f. 24.11. 1915. títför Sigfúsar fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. þá varstu með þessa mynd undir hendinni, vel innpakkaða í brúnan papplr með snæri utan um og sagðir mér að nú yrði ég að hringja í Frú Vigdísi Finnbogadóttur því þú ætl- aðir að gefa henni þessa mynd. Ég gerði eins og mér var sagt, þó mér þætti ótrúlegt að forsetinn hefði tíma til að taka við þessu í eigin per- sónu, en viti menn, þú fékkst þínu framgengt og Frú Vigdís tók á móti þér á Bessastöðum þar sem hún tók við listaverkinu og dásamaði það mikið. Við Nikki og Daði, sonur okkar, þá þriggja mánaða, fórum með og okkur var síðan öllum boðið inn í stórt og einstaklega fallegt bókaherbergi þar sem okkur var fært kaffi og heimabakaðar smákökur og þú fékkst tækifæri á að spjalla við forsetann í um klukkustund. Ég man hvað þú varst glaður og upp með þér yfir þessum fundum og talaðir ekki um annað það sem eftir var dvalarinnar hér fyrir sunnan og lengi eftir það. Við eigum fallega minningu frá þessu líka sem er stækkuð mynd af Frú Vigdísi með Daða í fanginu og gest- ir sem hingað koma reka upp stór augu. Ég spurði þig að því hvað hefði komið til að þú hefðir farið að sauma og hanna þessar myndir svona á gamals aldri, þá sagðirðu að þú hefðir byrjað á þessu miklu fyrr eða þegar þið mamma voruð ung, þá hefðir þú eitt sinn hannað og sniðið kjól á hana sem hún hefði síðan saumað. Og þú varst enn að því, ég frétti að þú hefðir verið byrjaður að sauma mottur handa okkur systr- unum. Þú kenndir mér líka að verða sjálfstæð. Bæði með þeirri vinnu sem þú ætlaðist til af mér heima í sveitinni og einnig eftir að við flutt- um til Húsavíkur en þá léstu mig mála þakið á Vilpu og húsið allt að utan. Þú settir mér fyrir verkefni að morgni áður en þú fórst í vinnu, síð- an tókstu það út að kvöldi og settir upp verkefni fyrir næsta dag. Þegar ég fékk mitt fyrsta og eina reiðhjól, ellefu ára gömul var ég látin borga það sjálf að stórum hluta. Þú lagðir fram u.þ.b. 25% og tilkynntir mér jafnframt að þá ættir þú hlut í hjól- inu. Þegar ég hins vegar sautján ára, í námi, leigði mér mína fyrstu íbúð og þurfti að borga leigu níu mánuði fram í tímann þá leitaði ég til þín þar sem ég átti ekki pening til að borga þessa fyrirframgreiðslu og þú „lánaðir“ mér en lést mig jafnframt skilja að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að borga það til baka. Þín hjálp var líka ómetan- leg við að helluleggja kring um hús- ið okkar og tyrfa alla lóðina, stuttu eftir að við fluttum inn. Svo fannst þér nauðsynlegt að við hefðum kart- öflugarð og einn daginn er ég kom heim úr vinnunni varstu búinn að búa til kartöflugarð, senda Nikka eftir útsæði og setja niður og ég átti ekki til orð þegar ég kom heim; og svipurinn á þér var svo sérstakur þegar þér tókst að koma öðrum á óvart. Já, þú hafðir húmor og varst svakalega stríðinn og að þér hænd- ust bömin, enda höfðu bamabömin og barnabamabörnin alltaf gaman af því að heimsækja afa Dodda. Og þú áttir svo mikinn tíma handa þeim og gast dundað við að spila við þau, púsla eða vefja upp jójó aftur og aftur. Og gilti einu hvort það voru þínir eigin afkomendur eða Indu. Þú varst afi þeirra allra. Elsku Inda, Guð blessi þig og styrki og þakka þér fyrir að hugsa svona vel um pabba minn. Kæri pabbi minn. Takk fyrir það sem þú kenndir mér og að hafa lifað það lengi að synir mínir fengju að kynnast þér, því þó Róbert sé að- eins á öðm ári og hafi ekki oft séð þig þá eigum við svo mikið af mynd- um af ykkur saman sem við skoðum oft þannig að hann veit alveg hver afi Doddi er. Ég veit þú munt fylgj- ast með okkur og ég á eflaust eftir að tala til þín eins og ég geri svo oft til ömmu Margrétar. Þú ert eflaust hvíldinni feginn og við biðjum al- góðan Guð að passa þig. Hittumst síðar. Þín dóttir, Birna. Elsku afi. Ég veit þér líður vel uppi hjá Guði en samt sakna ég þín. Ég veit að það er enginn fullkom- inn en þú varst nálægt því. Þú varst alltaf í góðu skapi og komst mér til að brosa. Ég gleymi þér aldrei því þú verð- ur alltaf í hjarta mínu. Þín dótturdóttir, Birgitta Anný Baldursdóttir. SVAVA EYÞÓRSDÓTTIR + Svava Eyþórs- dóttir fæddist í Reykjavík 2. októ- ber 1933. Hún lést á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykja- víkur 14. maí síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Há- teigskirkju 21. maí. Til minnar elskulegu „nanna“. Þú vart svo um- hyggjusöm og full af kærleika og alltaf með hugann við velferð okk- ar. Það gaf mér öryggi að vita að þú varst alltaf til staðar, tilbúin og viljug að gefa allt án þess að vera spurð. Þú skildir alltaf bágbomar tilraunir mín- ar til að tjá mig á tungu þinni. Af því að þú varst með hreint hjarta skildir þú orð mín. Ég er þakklátur fóður mínum á himnum fyrir að þú skyldir hafa alið upp svo ljúfa og yndis- lega sonardóttur, sem hefur sannarlega gefið lífi mínu gildi. Eg á eftir að sakna símhringing- anna frá þér sem gáfu mér tækifæri á að segja „ég elska þig“. Þú hefur snert líf fjölskyldu okk- ar og vina sem upplifðu góðvild þína og ást. Ég mun minnast þín sem engils sem gætti okkar. Þú verður ávallt „nanna“ mín og ég mun ávallt minnast þín þegar ég borða hafragraut. Megi Guð og englar hans umvefja þig ást sinni þangað til við hittumst aftur. Astarkveðjur að eilífu. Þinn tengdasonur, Pauli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.