Morgunblaðið - 26.05.1999, Page 55
MORGUNB LAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 55
SESSELJA
SVEINSDÓTTIR
+ Sesselja Sveins-
dóttir, htísmóðir
og verkakona, f. 9.
maí 1911, Ljósheim-
um 22, Reykjavík,
lést á Hrafnistu 17.
maí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Sveinn Gísla-
son, sjómaður, f. 1.
jantíar 1872, d. 4.
janúar 1926, og
Magnea Stefáns-
dóttir, f. 11. maí
1884, d. 8. október
1968. Eiginmaður
Sesselju var Ingólf-
ur Gunnlaugsson, skrifstofu-
maður, f. 17. júní 1906, d. 20.
aprfl 1974. Börn Sesselju og
Ingólfs: 1) Ingibjörg, grunn-
skólakennari, gift Birni A.
Bergssyni, rafmagnseftirlits-
manni og eiga þau
Ijögur börn. 2)
Hrafnhildur,
sjtíkraliði, var gift
Hreiðari Jónssyni,
bæjarstarfsmanni,
þau skildu. Börn
þeirra eru tvö. 3)
Gunnlaugur, orða-
bókarritstjóri. 4)
Magnea, kennari og
námsráðgjafi, gift
Viktori Hjálmars-
syni, málara, og
eiga þau eitt barn.
5) Magnús, sljórn-
málafræðingur og
kennari, kvæntur Sigrúnu L.
Egilsdóttur, hjúkrunarfræðingi
og eiga þau Ijögur börn. Barna-
barnabörn Sesselju eru sjö.
Útför Sesselju fór fram frá
Áskirkju þriðjudaginn 25. maí.
Mig langar til að minnast elsku
ömmu minnar sem alla tíð frá því ég
man fyrst eftfr mér hefur verið part-
ur af tilveru minni. Fyrstu minning-
amar um ömmu og afa á Kambsveg-
inum á ég frá því við Golli frændi
minn vorum bara 2ja og 3ja ára, tvö
fyrstu bamabömin skfrð í höfuðið á
þeim Sesselj u ömmu og Ingólfi afa.
Pabbi var í námi og við litla fjölskyld-
an fengum að búa hjá þeim.
Mamma mín er elst fimm systkina,
Hrafnhildur var þá flutt að heiman en
unglingamir Gulli, Magga og Maggi
vora enn í heimahúsum. Á efri hæð-
inni bjuggu Una og Eiríkur með
bömin sín fjögur. Það var mikið líf og
fjör í þessu stóra húsi og amma var
alltaf að „stússast“. Þótt hún væri úti-
vinnandi þá man ég eftir henni heima
að fægja og pússa, þvo stórþvotta eða
sjóðandi sultu og á meðan bakaði hún
snúða, vínarbrauð, kleinu og pönnu-
kökur. Alvöra amma. Á Kambsvegin-
um vora margir fullir bókaskápar og
þar var mikið lesið. Amma kunni
margar sögur, vísur og þulur sem
hún kenndi okkur bamabömunum.
Hún söng líka söngva sem við heyrð-
um ekki annars staðar. Um veturinn
fæddist Sara systir mín og við fjöl-
skyldan bjuggum þama fram að vori.
Eftir að við fluttum á Akranes
keyrðum við reglulega á milli bæjar
og borgar allan ársins hring hvemig
sem viðraði. í þá daga var Hvalfjörð-
m-inn ekki alveg jafti greiðfær og í
dag. Það var alltaf svo gott að koma
til ömmu, hún tók svo sérlega vel á
móti okkur og varð svo glöð að sjá
okkur. Þar sem ömmu féll aldrei verk
úr hendi var hún alltaf með eitthvað á
prjónunum . Hún bjó til peysur, kjóla,
teppi og heklaði rúmteppi og gardín-
ur. Allt varð að vera óaðfinnanlegt og
ef það kom villa í útprjónið þá var
miskunnarlaust rakið upp. Afi fékk
það hlutverk að vinda aftur upp í
hnykla, enda sagði hann eitt sinn:
,Alhr vita Stella mín hvað þú hefur
prjónað mikið um ævina en ég einn
veit hve mildð þú hefur rakið upp.“
Afi lést í apríl 1974 og það var ömmu
mjög þungbært þvi þau vora alla tíð
svo samrýnd.
Framan af hélt ég að ég væri uppá-
halds bamabam ömmu minnar því ég
kom fyrst og fékk nafnið hennar. En
er fram liðu stundir varð mér ljóst að
hún átti svo mikla ást að gefa að það
var nóg handa okkur öllum og hvert
og eitt af hennar börnum og bama-
bömum upplifði trúlega það sama og
ég. Það var mjög auðvelt að gleðja
hana ömmu og gefa henni gjaffr.
Henni fannst allt svo frábært og hug-
ulsamt. Bara það að koma með kaffi-
pakka , camel, blóm eða annað lítil-
ræði var nóg til að kæta hana og þá
varð ég sjálf svo ánægð. Sem betur
fer sagði ég ömmu oft hve vænt mér
þætti um hana.
í gegnum tíðina hefur heimili
ömmu staðið mér opið og á námsár-
unum bjó ég oft hjá henni, tvisvar
sinnum heilan vetur í einu . Þess á
milli vikur eða mánuði. Þegar Óli kom
inn í líf mitt bjuggum við um tíma á
Kambsveginum og þau amma náðu
strax vel saman. Hún kunni vel að
meta það þegar Óli færði henni svart
kaffi í morgunsárið áður en hann
hljóp út til að ná strætó. Vinir mínir
flestir kynntust ömmu og öfunduðu
mig af henni. Ekki bara af því að eiga
ömmu heldur af því hún var svo víð-
sýn og viðræðugóð. Ég reyndi stund-
um að hneyksla hana með sögum og
viðhorfum en hún hafði bara skemmt-
un af því.
Amma hafði mikinn áhuga á þjóð-
málum og fjölskyldunni sinni og hún
fylgdist vel með því sem gerðist í
kringum hana. Þess vegna var svo
erfitt fyrir hana þegar líkaminn var
farinn að gefa sig því hugurinn vildi
mefra. Oftar en einu sinni sagði
amma mér hve þakklát hún væri
vegna þess hve allir væra duglegir að
heimsækja hana enda var oft einhver
úr fjölskyldunni hjá henni þegar mað-
m- rak inn nefið. Ég spurði hana
hvort hún héldi að þetta væri einhver
tilviljun, hún væri bara að uppskera
eins og hún sáði. Við Óli, Inga María
og Ari Bjöm eigum eftir að sakna
hennar mikið eins og aðrir sem hana
þekktu en minningarnar um ömmu
lifa.
Sesselja.
Svo er tíminn búinn. Einhver bíður.
(Andlitið, ennið, hendumar)
Éggengtildyra,
út í norðurljósin, stjömumergðina,
veitið viðtöku.
Með þessu vísubroti eftir norska
skáldið Rolf Jacobsen í þýðingu
Hjartar Pálssonar langar mig að
minnast Sesselju Sveinsdóttur, sem
ég kynntist fyrst og best allra íslend-
inga. Minnistæðar til frambúðar era
þær hlýju móttökur sem hún alltaf
veitti mér á tveggja áratuga kynni
okkar, einkum á þeim sjö árum sem
ég bjó í Reykjavík sem kennari í Nor-
ræna húsinu.
Við kynntumst 1980, sumarblíðuár-
ið fræga. Þá átti ég því láni að fagna
að fá að dveljast á heimili hennar við
Kambsveg á Laugarási, þegar ég
sótti sumarnámskeið í íslensku í
Árnagarði, áður en ég gat tjáð mig al-
mennilega á málinu. Samt skapaðist
milli okkar Sesselju fljótt gagnlwæmt
traust og vinátta, enda talaði hún
ágæta norsku eftir að hafa verið við
vinnu í Álasundi á æskuáram. Auk
þess tengdi fjölskyldan hana við Nor-
eg, þar sem systir hennar, Magna
Berta, var búsett í Stafangri frá
bemsku.
En norskan var sþammlíft tungu-
mál okkar Sesselju. Ég var kominn til
landsins til þess að læra nýtt mál, og
þá fannst henni að ég ætti aðeins að
hella mér út í það sem fyrst. Og mér
hefur aldrei hlotnast afkastameira
málnám: Sesselja gaf sér tíma til að
tala bæði uppeldisfræðilega og lengi
við nemann, og eftir þijár vikur vor-
um við „sammóla" í tvennum skiln-
ingi. Sesselja var ljósmóðir „minnar“
íslensku, og ég verð henni ævinlega
þakklátur fyrir það.
Þótt lífsbaráttan væri henni óvæg-
in á stundum og þrátt fyrir aldar-
fjórðungs ekkjulíf, er gott að vita að
Sesselja lifði góð elliár allt að ævilok-
um, bæði á Laugarási, í Ljósheimum
og síðast á Hrafnistu. Mikil huggun
fyiir okkur sem eftir sitja era sér í
lagi ógleymandi minningai- frá liðnum
ánægjustundum með Sesselju. Ég
mun .ávallt minnast hennar með
þakklæti, virðingu og söknuði, og ég
votta fjölskyldu hennar einlægan
samhug á kveðjustund.
Óskar Vistdal.
Látin er frænka mín, Sesselja
Sveinsdóttir, nýorðin 88 óra, ævin-
lega kölluð af nánustu ættingjum
Stella frænka. Seinasta ár hefur
heilsa hennar verið léleg. Hún veikt-
ist hastarlega fyrir einu og hálfu ári
og var þá á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í
nokkra mánuði á sjúkradeild. Síðasta
árið var hún á Hrafnistu. Hún fékk
erfið veikindatímabil en með sínum
dugnaði hafði hún sig ætíð uppúr
þeim.
Stella var fædd á Borgarfirði
eystra og bjó í föðurhúsum fyrstu
æviárin uns faðir hennar lést. Eftir
lát hans var hún á Hjartarstöðum í
Eiðaþinghá hjá vinafóltó, Önnu Sig-
urðardóttur og Sigbimi Sigurðssyni,
á Fáskrúðsfirði og svo í Noregi hjá
föðurbróður sínum, þá sem ung
stúlka.
í mínum huga var Stella einstök
manneskja og samband okkar sér-
staklega gott á allan hátt. Áhugi
hennar á umhverfi sínu og velvild til
allra var einstök. Hún bjó á Kambs-
vegi 13 lengst af sinni starfsævi
ásamt manni sínum Ingólfi Gunn-
laugssyni. Þar ól hún upp fimm böm
þeirra. Öll komust þau til mennta og
hefur famast vel í sínu starfi.
Það er af svo mörgu að taka þegar
ég minnist Stellu minnar að ég veit
ektó á hverju á að byrja. Fyrst vil ég
nefna umhyggjuna sem hún bar fyrir
mínum bömum og þeirra fjölskyld-
um. Ævinlega þegar ég kom til henn-
ar spurði hún um hvem og einn af
mínu fóltó. Þetta vil ég þakka.
Stella var mjög vel lesin og fylgdist
vel með útkomu bóka og kunni góð
stól á höfundum, eldri sem yngri.
Bóklestm- veitti henni ómælda
ánægju alla tíð. Einnig hafði Stella
mjög gaman af að ferðast og gerði
nokkuð af því. Hafði líka nokkra að-
stöðu þar sem hún vann hjá Flugfé-
lagi íslands um tíma. Við fóram einu
sinni saman til Norðurlandanna og
enduðum förina í Glasgow. Það var
ógleymanlegt ferðalag.
Stella gat aldrei setið auðum hönd-
um, prjónaði mitóð og heklaði. Fal-
legu og hlýju teppin sem hún heklaði
ylja á öllum heimilum bama hennar
og fleiri ættingja.
Sonur hennar Gunnlaugur var
nokkur sumur hjá okkur á Skjöldólfs-
stöðum og oft komu Stella og Ingólf-
ur í heimsókn. Það var nú gaman og
allir hlökkuðu til að sjá Stellu frænku
eins og hún var ævinlega kölluð af
mínu fóltó.
Elsku Gulli minn, systtóni þín og
fjölskyldur þeirra - innilegar samúð-
arkveðjur frá mér, bömum mínum og
fjölskyldum þeirra.
Guð blessi minningu góðrar konu.
Sesselja Níelsdóttir.
Nú er húm amma mín komin til
guðs og afi hefur öragglega tetóð
fagnandi á móti henni. Mig langar að
þakka henni fyrir það sem hún gaf
mér af sjálfri sér og þau áhrif sem
hún hafði á mig.
Minningamar frá Kambsveginum
eru óteljandi og allar góðar. Risa-
stóra trén sem við krakkamir klifrað-
um í, matjurtagarðurinn hennar Unu
frænku, ævintýralegi kjallarinn undir
húsinu með alls kyns spennandi hlut-
um. Já, það var mikil birta yfir þessu
húsi systranna og fjölskyldna þeirra.
Ég man eftir stóra brauðhnöílunum
sem amma bakaði handa okkur systr-
um, einn á mann af því okkur fannst
þeir svo góðir. Með svuntuna, brosið
og sinn smitandi hlátur var hún á sí-
felldum þönum við að gleðja aðra og
sjálfa sig um leið. Svo fór hún ótelj-
andi ferðir til útlanda og kom heim
hlaðin gjöfum handa öllum, alltaf eittr
hvað fallegt og spennandi.
Þegar ég varð elch'i gerði ég mér
ljóst að amma hafði mikinn áhuga á
andlegum málefnum og var mjög trú-
uð og átti ég mínar bestu stundir með
henni þegar við ræddum þessa hluti.
Ég veit að hún mun lifa áfram í hug-
um allra þeirra sem henni fengu að
kynnast. Við eigum eftir að sakna
hennar en huggum okkur við að nú
líður henni vel og er aftur komin til
afa.
Sara, Arnar og Gulleik.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓN VETURLIÐASON
matsveinn,
Hrafnistu Hafnarfirði,
áður til heimilis á Hringbraut 39,
Reykjavfk,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 27. maí kl. 15.00.
j
Eyjólfur Jónsson,
Kristinn Jónsson, Björk Aðalsteinsdóttir,
Sigrún Jónsdóttir, Jóhannes Karlsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Króki f Ásahreppi,
Stffluseli 11,
sem andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstu-
daginn 14. maí, verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju f dag, miðvikudaginn 26. maí,
kl. 13.30.
Guðrún Marta Sigurðardóttir,
Óskar fsfeld Sigurðsson, Sólveig Ágústsdóttir,
Helga Sigurðardóttir, Ágúst Óskarsson,
Erlendur ísfeld Sigurðsson, Fanney Kristjánsdóttir
og barnabörn.
+
Útför
BJARNA KONRÁÐSSONAR
læknis,
Þingholtsstræti 21,
Reykjavík,
fer fram frá Háteigskirkju á morgun, fimmtu-
daginn 27. maí, kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á
hjúkrunarþjónustu Karitas.
Sigrfður Bjarnadóttir
og aðstandendur.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
VAL SKOWRONSKI,
Árskógum 8,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum laugardaginn 22. maí.
Útförin fer fram frá Landakotskirkju mánudaginn
31. maíkl. 13.30.
Guðrún Þórðardóttir,
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabarn.
Lokað
Vegna útfarar MAGNÚSAR LÁRUSSONAR, fyrrverandi stjórnar-
manns, verður skrifstofa félagsins lokuð í dag, miðvikudaginn
26. mars, frá kl. 13.00.
Styrktarfélag vangefinna.
LEGSTEINAR
lslensk framleiðsla
Vönduð vinna, gott verð
Sendum myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík
sími 5871960, fax 5871986
*