Morgunblaðið - 26.05.1999, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 57
Umbrot - QuarkXpress
Morgunblaðið óskar eftir að ráða umbrots-
menn til sumarafleysinga.
Viðkomandi þurfa að hafa góða kunnáttu
og reynslu á Quark-Xpress og þurfa að
geta hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar fást hjá starfsmanna-
haldi, sími 569 1100.
Umsóknum skal skilað til afgreiðslu
Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 1. hæð,
á umsóknareyðublöðum sem þar fást.
Umsóknarfrestur er til 28. maí nk.
Morgunblaðið leggur áherslu á aó færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar
fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í
upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag.
Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru hátt
í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1.
Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913.
Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.
Hagfræðingur/
viðski ptaf ræð i n g u r
Efling - stéttarfélag óskar eftir að ráða
hagfræðing eða viðskiptafræðing
til starfa hjá félaginu.
Starfssvið:
Verkefni tengjast undirbúningi og gerð kjara-
samninga, útreikningar og ráðgjöf í kjaramál-
um, samstarf við stjórn og trúnaðarráð,
fræðsla um efnahags og kjaramál.
Hæfniskröfur:
Háskólamenntun í hagfræði eða viðskipta-
fræði, sjálfstæði í vinnubrögðum og hæfileiki
til að vinna undir álagi, færni í mannlegum
samskiptum, áhugi á félags-, efnahags- og
verkalýðsmálum
Vinsamlega sendið umsóknirtil Eflingar —
stéttarfélags, Skipholti 50d, 105 Reykjavík.
Umsóknir berist fyrir lok júní 1999.
Frekari upplýsingar veita Halldór Björnsson
og Þráinn Hallgrímsson í síma 510 75 00.
Stjórn
Eflingar — stéttarfélags.
Qe rðnskóli
Kennara vantar
Okkur vantar kennara í almenna kennslu,
heimilisfræði og sérkennslu.
Frekari upplýsingarveita Einar Valgeir Arason
og Jón Ogmundsson í síma 422 7020.
Umsóknarfrestur er til 4. júní.
Skólastjóri.
Matreiðslumaður
Veitingahúsið Ráin í Keflavík
Okkur vantar matreiðslumann, sem einnig mun
vinna að markaðsmálum. Góð laun í boði.
Upplýsingar síma 421 4601.
Hreingerningar
Ábyggilegan og samviskusaman starfsmann
vantar í hreingerningar á rannsóknastofu. Vinnu-
tími eftirsamkomulagi, en utan skrifstofutíma.
Upplýsingar í síma 567 3040.
Orkubú Vestfjarða
auglýsir
Orkubú Vestfjarða óskar eftir að ráða tvo
starfsmenn í vinnuflokk Orkubúsins í Vestur-
Barðastrandarsýslu.
Aðsetur vinnuflokksins er á Patreksfirði.
1) Óskað er eftir vélfræðingi.
2) Óskað er eftir vélstjóra eða vélsmið.
Störfin felast einkum í umsjón með kyndistöð
og hitaveitu á Patreksfirði, auk annarra starfa
í vinnuflokknum.
Umsóknir um ofangreind störf, sendist Orku-
búi Vestfjarða, Stakkanesi 1,400 ísafirði, fyrir
1. júní nk.
Upplýsingar um störfin gefa Jakob Ólafsson
og Kristján Haraldsson í síma 456 3211 og Run-
ólfur Ingólfsson í síma 456 1411.
Upplýsingar um Orkubú Vestfjarða má finna
á vefsíðum fyrirtækisins http://www.ov.is/
ORKUBÚ VESTFJARÐA
Atvinna Siglufjörður
Bifvélavirki eða vélvirki óskast til starfa hjá HD
vélum ehf. á Siglufirði. Um fjölbreytt framtíðar-
starf getur verið að ræða. Vinnuvélaréttindi
og meirapróf æskileg. Aðeins vanur maður
kemur til greina. Uppl. um aldur og fyrri störf
sendist afgreiðslu Mbl. merktar: „B — 1798".
Fundarboð
Aðalfundur S.Í.B.S.-deildarinnar á Vífilsstöðum
verður haldinn fimmtudaginn 27. maí 1999
kl. 20.30
Fundarstaður: Vífilsstaðaspítali, dagstofa,
1. hæð
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Fyrirlestur: Ómskoðun frá ýmsum sjónar-
hornum. Sigurður V. Sigurjónsson, læknir.
3. Einsöngur: Kristín Snædal Sigtryggsdóttir,
óperusöngkona, við undirleik Þóru Fríðu
Sæmundsdóttur.
4. Kaffiveitingar kr. 500.
Fundarstjóri: Jóna Valgerður Höskuldsdóttir.
Framhaldsaðalfundur
Kaupmannasamtaka íslands verður haldinn
á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni, í dag, mið-
vikudaginn 26. maí, og hefst kl. 14.00.
Stjórnin.
Aðalsafnaðarfundur
Ásprestakalls
verður haldinn sunnudaginn 30. maí nk.
kl. 12.00 (strax eftir messu) í safnaðarheimili
kirkjunnar
Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf.
Kosning.
Önnur mál.
Sóknarnefnd Áskirkju.
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Umhverfisáhrif bifreiða-
umferðar í Reykjavík
Ráðstefna Hollustuverndar ríkisins og
Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í Há-
skólabíói, miðvikudaginn 26. maí 1999,
kl. 13.00-17.30
13.00 Setning: Hermann Sveinbjörnsson, for-
stjóri Hollustuverndar ríkisins.
13.15 Ávarp: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
borgarstjóri.
13.30 Kröfur í lögum, reglugerðum og milli-
ríkjasamningum: Ölafur Pétursson,
Hollustuvernd ríkisins.
13.50 Niðurstöður mælinga á loftmengun: Jón
Benjamínsson, Heilbrigðiseftirliti Reykja-
víkur.
14.10 Hávaðadreifing í Reykjavík: Baldur Grét-
arsson, verkfræðingur umferðardeild
borgarverkfræðings.
14.30 Gæti ástandið verið betra: Þorsteinn Þor-
steinsson, verkfr. Háskóla íslands.
14.50 Áhrif loft- og hávaðamengunar á heilsu-
far: Helgi Guðbergsson, yfirlæknir at-
vinnusjúkdómadeild Heilsugæslu
Reykjavíkur.
15.10 Kaffihlé.
15.30 Afstaða og kröfur borgaranna: Hjalti
Guðmundsson, verkefnisstjóri umhverf-
isstefnu Reykjavíkur.
15.50 Tæknilegar lausnir gegn hávaða: Stein-
dór Guðmundsson, verkfræðingur Rann-
sóknastofnun byggingariðnaðarins.
16.10 Aðgerðir Reykjavíkurborgar: Ólafur
Bjarnason, yfirverkfræðingur.
16.30 Áhrif nagladekkja: ÞórTómasson, Holl-
ustuvernd ríkisins.
16.50 Umhverfisálag vegna samgangna í
framtíðinni: Gestur Ólafsson, skipulags-
fræðingur.
17.15 Fyrirspurnir, umræður, fundarlok.
Ráðstefnugjald er kr. 1.000.
Ráðstefnan er öllum opin.
ATVINNUHÚSNÆÐI
Leiguhúsnæði
— samstarfsaðili óskast
á Fáskrúðsfirði
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins óskar eftir
leiguhúsnæði undir vínbúð á Fáskrúðsfirði.
Stærð húsnæðis, sem þarf að vera unnt að
loka frá annarri starfsemi, sé um 20 m2.
Verslunin þarf að hafa góða aðkomu fyrirfatl-
aða. Greiður aðgangur sé til vörumóttöku, en
vara verður flutt að versluninni á vörubrettum.
Leitað er eftir rými samtengdu húsnæði sem í
er atvinnurekstur, er getur átt samleið með rekstri
vínbúðar, hvað snertir hreinlæti og umhverfi.
Húsnæðið verður að hljóta samþykki bygg-
ingafulltrúa, vinnueftirlits, brunaeftirlits og
heilbrigðiseftirlits. Samþykkis lögreglu á stað-
setningu verslunarinnar verður óskað og leyfis
sveitarstjórnar til að reka verslunina.
Það verðurforsenda leigusamnings að um
semjist við leigusala að hann veiti ÁTVR ýmis
konar aðstoð við rekstur verslunarinnar, t.d.
við móttöku vöru, aðstoð við verslunarstjóra
ÁTVR á annatímum og í forföllum hans.
Það er ætlun ÁTVR að opna verslunina
20. október 1999.
Gögn, er lýsa nánar óskum ÁTVR um ástand
húsnæðis og um þjónustu, liggja frammi á
skrifstofu Búðahrepps.
Nánari upplýsingar veitir Jóhann Steinsson
í síma 560 7700.
Leigusali/samstarfsaðili skal með svari sínu láta
fylgja upplýsingar um atvinnuferil sinn. Sé um
fyrirtæki að ræða, óskast upplýsingar um fýrir-
tækið, hvenær það var stofnað, stjórnskipulag
og nöfn eigenda. Gefa skal upp nöfn starfsmanna
sem hafa má samband við um mál þetta.
Ársreikningur síðasta árs skal fylga með svari.
Einnig staðfest vottorð frá viðkomandi yfir-
völdum um skil á opinberum gjöldum. Jafn-
framt staðfest vottorð frá Iffeyrissjóðum starfs-
manna um skil á iðgjöldum.
Með allar upplýsingar sem óskað er eftir verð-
ur farið sem trúnaðarmál.
Tilboð, er greini hvenær leigutimi geti hafist,
stærð húsnæðis, leigu- og þjónustugjöld,
berist skrifstofu Áfengis- og tóbaksverslunar
ríkisins eigi síðar en 20. júní.
Reykjavík, 19. maí 1999.