Morgunblaðið - 26.05.1999, Side 62

Morgunblaðið - 26.05.1999, Side 62
62 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ J> Dýraglens Grettir Hundalíf Smáfólk HES',CHUCK..HOU)'d Y0UR6AME 60 THE OTHER DM ? 'zr Hæ, Kalli-.hvernig ór leikurinn um daginn? U)ELL,WE WEKE BEHINP FORTT TO NOTHIN6,BOT THEN IT 5TARTEP TO RAIN 50THE 6AME 60T CALLEP OFF.. Nú, við vorum fjörti'u stigum undir, en þá fór að rigna svo að leiknum var aflýst.. LUOU).' 6REAT COMEBACK, CHUCK! IT WA5N T A COMEBACK.. THE 6AME WA5 CALLED OFF.. Vá! Frábært „comeback", Kalli! Þetta var ekki „comeback". .leiknum var aflýst.. FORVOUTHAT'5 / I LL A COMEBACK,/ BET HE CHUCK! 1 ENJOys ll A III a i/t a I / VOUR Fyrir þig er þetta “come- back”, Kalli! HA! HA! HA! Ég er viss um að honum þykir gaman að hringing- unum frá þér, herra BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 40% með kvota- braski, 60% á moti Frá Guðvarði Jónssyni: ÚRSLIT kosninganna eru kunn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hlotið góða kosningu út á loforð um það að gera eins og hann hefur gert. Framsóknarflokkurinn fékk áminningu fyrir að lofa ekki að gera eins og hann hefur gert. Sam- fylkingin fékk viðunandi útkomu en saknar Marðar sárt. Sennilega er stærsti sigur Samfylkingarinnar fólginn í því að hafa tekist að koma forustumönnum Sjálfstæðisflokks- ins svo úr andlegu jafnvægi að þeir töluðu ekki um annað eftir kosn- ingar en hvernig forustu Samfylk- ingarinnar liði. Vonandi verður þetta ekki viðvarandi ástand allt kjörtímabilið. Steingrími J. Sigfús- syni hjá Vinstrigrænum tókst, með ótrúlegum árangri, að mynda 6 manna þingflokk. Guðjóni A. Krist- jánssyni hjá Frjálslyndum var fleygt inn á þing af Vestfírðingum og hann dró forustumann Frjáls- lynda flokksins, Sverri Hermanns- son, inn fyrir dyr Alþingis með sér. Þetta er að vísu ekki á færi ann- arra en Vestfirðinga. Húmanistar fengu engan mann á þing, ekki hefði þó veitt af því að fá einn slík- an til að minna alþingismenn á það öðru hvoru, að í landinu býr fólk en ekki bara fjáröflunartæki fjár- magnseigenda. Menn hafa velt fyrir sér mis- jöfnu gengi flokkanna, en frá mínu sjónarmiði er það nokkuð ljóst hvað veldur. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði engum breytingum. Formað- ur Framsóknarflokksins taldi nauðsynlegt að ná sáttum um kvótaframsal og taka á óhóflegum fráhvarfsgróða. Þetta voru ekki góð tíðindi fyrir þá sem höfðu hag af kvótabraski, því var hagkvæm- ast fyrir þá að styrkja Sjálfstæðis- flokkinn og tryggja með því brask- gróðann. Samfylkingin fékk góða útkomu í fyrstu skoðanakönnun, en þegar hún fór að kynna áætlun sína um bætt kjör lífeyrisþega og láglaunafólks á kostnað þeirra sem betur mega sín, varð fólk sem lifað hafði innan ramma góðærisins ekki sátt við þá stefnu að fá allan skríl- inn inn í góðærisrammann. Því átti það aðeins einn kost - að tryggja sterka stöðu Sjálfstæðisflokksins. Niðurstaða kosninganna varð aftur á móti sú að 40% þjóðarinnar vilja óbreytt ástand í sjávarútvegs- og lífeyrismálum en 60% þjóðar- innar vilja afgerandi breytingu í sömu málum. Því verður Sjálfstæð- isflokknum varla stætt á öðru en taka með einhverjum hætti tillit til afstöðu meirihluta þjóðarinnar, taka á kvótabraskinu og gera breytingar á lífeyriskerfínu verði hann í næstu ríkisstjóm. Þó sam- starfsflokkur Sjálfstæðisflokksins væri tilbúinn að breyta stefnu sinni frá því fyrir kosningar, breytti það engu um meirihlutaafstöðu þjóðar- innar í kosningunum. Því það er ijóst að sjávarútvegsstefna Sjálf- stæðisflokksins tapaði í kosningun- um þó flokkurinn kæmi vel út úr þeim. Ég hef alltaf átt erfitt með að skilja rökfræði ríkisstjórnarinnar í umræðunni um kvótastefnuna. Tekið hefur verið skýrt fram af ráðherrum að þjóðin eigi auðlind- ina, samt hefur ráðherra, sem er kjörinn til þess af þjóðinni að gæta eigna og arðsemi hennar af auð- lindinni, gefið einstaklingum og fyrirtækjum kvótann til eignar og sölu án þess að hafa fengið heimild þjóðarinnar til þess að ráðstafa auðlindinni með þessum hætti og forsætisráðherra hefur tekið skýrt fram að þjóðin eigi auðlindina. Þegar ríkisstjórnin hefur verið hvött til að afnema framsalið, þá er svarið: „Það er ekki hægt því menn hafa sett stórfé í það að kaupa kvóta.“ Mig minnir að þegar hinn al- menni borgari tekur eitthvað sem hann hefur verið beðinn að varð- veita fyrii' eigandann, gefur eignina án samþykkis eiganda og sá sem tekur við gjöfinni selur hana, þá sé eignin tekin af þeim, sem keypti, endurgjaldslaust og kaupandi, við- takandi gjafarinnar og gjafarinn, ef allir hafa vitað að eigninni var ráð- stafað án samþykkis eiganda, kærðir fyrir lögbrot. Því spyr ég, getur ráðherra án heimildar þjóð- arinnar gefið auðlindina einstak- lingum og fyrirtækjum, leyft þeim að selja aðgang að auðlindinni án þess að á móti hagnaði af henni komi verðmætasköpun til þjóðar- innar? Væri ekki gott að fara með þetta á hreinu inn í nýja öld? GUÐVARÐUR JÓNSSON, Hamrabergi 5, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Mörkinni 3, sími 588 0640 casa@islandia.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.