Morgunblaðið - 26.05.1999, Síða 64

Morgunblaðið - 26.05.1999, Síða 64
64 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ 'l KIRKJUSTARF Safnaðarstarf , Vortónleikar kórs Hjallakirkju HINIR árlegu vortónleikar Kórs Hjallakirkju verða haldnir í Hjalla- kirkju fímmtudaginn 27. maí nk. kl. 20.30. A efnisskránni verður út- dráttur úr efnisskrá kórsins í fyrir- hugaðri ferð til Svíþjóðar og Dan- merkur. Má þar nefna verk eftir höfunda s.s. Jón Asgeirsson, Jón _ Nordal, Jón Þórarinsson, Sigvalda Kaldalóns, W.A. Mozart, Franz Schubert, Edward Grieg, Georg Bizet o.fl. Einsöngvarar eru Gréta Jónsdóttir, María Guðmundsdóttir og Gunnar Jónsson, undirleikari á orgel og píanó er Lenka Mátéová. Raddþjálfari er Sigríður Gröndal og söngstjóri Jón Olafur Sigurðs- son, organisti Hjallakirkju. Miða- verð á tónleikana er 1000 kr. og 500 kr. fyrir ellilífeyrisþega og böm. Allir hjartanlega velkomnir. Tónleikar , í KEFAS TÓNLEIKAR verða í KEFAS, kristnu samfélagi, Dalvegi 24, Kópavogi í dag, miðvikudaginn 26. maí kl. 20.30. Fjölbreytt og skemmtileg tónlist. AJlir velkomnir og aðgangur ókeypis. Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldr- aða kl. 13-17. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10 í safnaðarheimihnu. Orgel- leikur á undan. Léttur málsverður - á eftir. Grensáskirkja. Samverustund eldri borgara kl. 14-16. Biblíulest- ur, samverustund, kaffíveitingar. Haligrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12. Fræðsla: Agi í uppeldi. Hjördís Guðbjörnsdóttir hjúkrunarfræð- ingur. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyr- irbænir kl. 18. Langhoitskirkja. Starf eldri borg- ara í dag kl. 13-17. Allir velkomnir. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 18. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðar- stund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnað- arheimilinu á eftir. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. IQallakirlga. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel- komnir. Tekið á móti fyrirbæna- efnum í kirkjunni og í síma 567 0110. Vídalínskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Hafnarfíarðarkirkja. Kyrrðar- stund í hádegi í kirkjunni kl. 12- 12.30. Æskulýðsstarf, eldri deild kl. 20-22 í minni Hásölum. Kl. 20- 21.30 íhugun og samræður í safn- aðarheimilinu í Hafnarfjarðar- kirkju. Leiðbeinendur Ragnhild Hansen og sr. Gunnþór Ingason. Keflavíkurkirkja. Kirkjuferð fyrir eldri borgara á Seltjamames. Lyfjafræðisafnið í Nesstofu go Læknaminjasafnið í Gróttu verða skoðuð og Seltjamameskirkja heimsótt og þar er þátttakendum boðið upp á kaffi. Rútumar leggja af stað kl. 13. Þær taka ferðalanga upp á Suðurgötu, Faxabraut og við Kirkjulund. Áætlað er að koma heim um kl. 18. Nánari upplýsingar í síma 421 4327 í Kirkjulundi. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Hólaneskirkja, Skagaströnd. Mömmumorgunn í Fellsborg kl. 10. L0GSUÐU- SLÖNGUR ÁRMÚLA1 • S(MI 568 7222 • FAX 568 7295 ÁRVÍK ÁRMÚLA1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 Utanborösmótorar í DAG VELVAKAJVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þakkir fyrir gott fjölmiðlaefni MIG hefur lengi langað til að skrifa og þakka fyrir mig. En svona fer tíminn fram hjá manni á hend- ingshraða, hef ég svo sem margskrifað í huganum, en er auðvitað eins og allir hinir, æ - það er nógur tíminn, ég geri það á morgun. En nú er ekki til setunnai' boðið, þá kem ég aftur að því, þakklætinu. Páskadagur er mér dýr- mætari en allir aðrir dagar á árinu. Það er einhver æðri birta sem skín á þess- um degi og í minni mínu alveg frá því ég var barn er alltaf sól á páskadag. Ég sat á páskadag nú í vor ein heima, eftir kirkjuferð- ir frá tveimur kirkjum, einni lútherskri og annarri kaþólskri, sem gerði sálar- tetrinu gott, jæja, og þar sem ég sit ein opna ég af rælni fyrir Stöð 2. Sjaldan hef fengið svo góða stund, hún breyttist í gersemi. Biskup okkar fyrrverandi, sr. Sigurbjörn Einarsson, var að fjalla um upprisuna og páskadaginn en frá orð- um hans streymdi ljós og mátti finna eins og höfug- an blómailm í texta hans og samt í gegnum þennan andlausa kassa. Éinhver hefur sagt að ilmur sé af orðum góðra manna, og það er svo sannarlega rétt. En það var þess vegna sem mig langaði til að segja takk, þessi stund mun geymast í safni minn- inganna eins og perla. Og úr því ég er komin með penna í hönd, vil ég þakka Indriða G. Þor- steinssyni pistil í Morgun- blaðinu um sjónvarpið, þar sem hann kvartar yfír endalausum boltaleikjum. Auðvitað eru margir sem hafa gaman af þessum leikjum, en það eru líka margir sem hafa gaman af öðrum leikjum, sem sjald- an eða aldrei koma á skjá. Tónlistarskólarnir eru full- ir af börnum og ungu fólki sem iðka listir sínar af kappi og margir voru af- bragðs tónleikar leiknir í vor, en að það þyki frétt- næmt, það er af og frá, en endalaus hlaup eftir bolt- anum ku vera það. En fólkið hvlslar í kringum mig; „uss, þetta snýst um peninga“. Ef þið hafíð farið hratt yfír hvítasunnublaðið, skulið þið fletta því betur því skemmtiskrif eru frá Ellert B. Schram um „kossinn", ég er búin að lesa greinina fyrir gesti mína og hláturtaugarnar hafa fengið vökvun, takk. Að endingu vil ég þakka „Dagbókarkorn kennara“ eftir Ástu Elínu Halol- grímsson, þetta korn var svo léttilega og skemmti- lega skrifað vafíð alvöru. Nú vil ég spyrja eins og hver annar meðlimur þjóð- arinnar; „skiptir ekki miklu máli að hlú að kenn- urum þessa lands, skiptir það ekki höfuðmáli fyrir framtíð þjóðarinnar?" Erla Stefánsdóttir Melhaga 1, Rvík. Dýrahald Kettlingar óska eftir heimili FIMM átta vikna hálfloðn- ir kettlingar óska eftir góðu heimili. Upplýsingar í síma 554 2384. SKAK með skiptamun yfir vann hvítur örugglega. Staðan að loknum sjö um- ferðum á mótinu er þessi: 1.-2. Kasparov og Barejev 5 v., 3-4. Adams og Shirov 4V4 v., 5.-7. Leko, Morosjevitsj og Topalov 3!/2 v., 8. Short 2Vi v., 9. I. Sokolov 2 v. og 10. Timman 1 v. I in\ jon Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á stór- mótinu sem nú stendur yfír í Sarajevo í Bosníu. Evgem Barejev (2.679), Rússlandi, hafði hvítt og átti leik gegn Veselin Topalov (2.700), Búlgaríu. 23. Bxg7! - Kxg7 24. Dg4+ - Kf6 25. e4 - He5 26. f4! (Nú fellur svarti hrókurinn. Svartur reynir f örvæntingu að ná gagnsókn) 26. - Dc7+ 27. Kbl - Dc3 28. fxe5+ - Rxe5 29. De6+ og HVITUR leikur og vinnur. HOGNI HREKKVISI /Hann er e.fcki nyöp öí huyasanncjr.' Víkverji skrifar... GREINILEGT er að ísland er orðið vettvangur fyrir skipu- lagða glæpastarfsemi eða öllu held- ur fjársvikastarfsemi eins og fram hefur komið í fréttum. Reynt hefur verið að svíkja fé út úr íslenskum fyrirtækjum með því sem lögreglan nefnir fagleg vinnubrögð afbrota- mannsins og telur hún að hér séu eriendir menn að verki. Notuð er nútímatækni fjarskipta og brögðum og skjalafalsi beitt. Landið er sem sé ekki lengur eyja í þessum efnum, hingað sækja menn orðið í því skyni að ræna og rupla og því verða menn að halda vöku sinni. Það hefur líka tekist varðandi þær tilraunir sem upplýst hefur verið að gerðar hafi verið hjá nokkrum íslenskum fyrirtækjum. Þegar menn hafa samband við banka fyrirtækjanna, segjast vera hinn eða þessi forráðamaður en tala ensku af því að þeir eru á fundi með erlendum viðskiptavinum þá eru bankamenn á varðbergi. Þótt vel og fagmannlega sé staðið að undirbún- ingnum finnst þeim eitthvað gruggugt hér á ferð og tilraunin til fjársvika fer út um þúfur. Þessar tilraunir hljóta að vera mönnum al- menn viðvörun og hvatning til að fara yfir starfshætti sína, ekki bara á þessum sviðum varðandi flutning á fjármagni heldur kannski á ýms- um samskiptasviðum öðrum. Er ástæða til að staldra við og spyrja hvernig farið sé með upplýsingar, þekkingu, sendingar verðmæta, hitt og þetta sem fer á milli manna eftir ýmsum leiðum. Nútímatæknin sem okkur finnst nauðsynleg krefst líka agaðra vinnubragða. XXX KKI er Víkverji sannfærður um að Ferðafélag íslands sé á réttri leið með árbókina nýju. Hún er að sönnu mikið verk og merk lesning en hún fjallar að þessu sinni um fólk og byggðir á Vestfjörðum aftur í aldir. Bókin er mikil að vöxt- um og hin gerðarlegasta með ágætu myndasafni og ekki er að efa að höfundurinn, Kjartan Ólafsson, fjalli um efnið af þekkingu. Spurn- ing er hins vegar hvort Ferðafé- lagsárbók á að fjalla svo mikið um sögu, árbækurnar hafa til þessa að mestu leyti verið helgaðar landa- fræði og jarðfræði. Sem félagi Ferðafélagsins hefur Víkverji áhuga á landinu og að einhverju leyti jarðfræði þess en hann er minni áhugamaður um sögu. Og þótt einhverjir geti eflaust fært rök fyrir því að sagan og landið séu næsta óaðskiljanleg þá fær Víkverji þetta ekki til að ganga alls kostar upp. XXX EFLAUST er næstum verið að bera í bakkafullan lækinn að minnast enn á Reykjavíkurflug- völl. Eitt atriði hefur þó lítið verið nefnt þegar menn hafa ámast við uppbyggingu vallarins í Vatnsmýr- inni og viljað færa innanlandsflug- ið til Keflavíkur en það er mikil- vægi hans sem sjúkraflugvallar. Reykjavíkurflugvöllur þjónar öllu landinu sem sjúkraflugvöllur. Verði hann lagður af hlýtur lengri ferðatími vegna sjúkraflutninga að geta haft slæmar afleiðingar í för með sér. Þarna skiptir hver mín- úta máli. Þetta hlýtur að skipta einhverju þegar við íhugum fram- tíð vallarins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.