Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn VARAÞINGMENNIRNIR þrír undirrita drengskaparheit að stjórnar- skránni á þingfundi í gær, en fyrir framan þá stendur skrifstofustjóri Alþingis, Friðrik Ólafsson. Flugfreyjur kæra Flugleiðir til jafnréttisráðs Meinað að ganga í bux- um við störf vfir sumarið dóttir, sagði að þær reglur sem nú væru í gildi kvæðu á um að einkenn- isbúningur flugfreyja ætti að vera samansettur af pilsi, jakka, vesti og öðru tilheyrandi og að flugfreyjur hefðu fengið tímabundna undan- þágu í vetur til að nota buxur. Hún sagði jafnframt að í undirbúningi væri hönnun á nýjum búningum fyi’- ir alla starfsmenn Flugleiða en vildi ekki að öðru leyti tjá sig um málið og sagði að Flugleiðir myndu bíða úrskurðar jafnréttisráðs og athuga framhaldið í ljósi þess úrskurðar. FLUGFREYJUFELAG Islands hefur sent kærunefnd jafnréttisráðs kæru á hendur Flugleiðum fyrir að meina flugfreyjum að ganga í bux- um við störf sín. Að sögn Önnu Dóru Guðmundsdóttur, formanns Flugfreyjufélagsins, er ástæðan sú að í vetur fengu flugfreyjur heimild til þess að velja hvort þær klæddust buxum eða pilsi og litu þær þannig á að samkomulagið yrði útfært nán- ar og buxur yrðu hluti af einkennis- búningi þeirra sem þær hefðu val um á móti pilsi. Anna Dóra sagði að þegar líða tók að vori hefði komið tilskipun um að flugfreyjur mættu ekki klæðast buxum á tímabilinu frá 1. maí til 31. september. Þegar það lá ljóst fyrir ákvað stjórn Flugfreyjufélagsins að senda málið áfram til jafnréttisráðs, enda hefur félaginu nú borist stað- festing á þessu banni við að nota buxur á umræddu tímabili. Timabundin undanþága Aðstoðarmaður upplýsingafull- trúa Flugleiða, Margrét H. Hauks- Þrír varaþingmenn taka sæti á Alþingi ÞRIR varaþingmenn tóku sæti á Alþingi í fyrradag vegna tíma- bundinnar fjarveru aðalmanna. Arni Gunnarsson, varaþingmað- ur Framsóknarflokksins í Norð- urlandskjördæmi vestra, tók sæti Páls Péturssonar félagsmálaráð- herra, en hann getur ekki sótt þingfundi á næstunni vegna veik- inda. Karl V. Matthíasson, vara- þingmaður Samfylkingarinnar í Vestfjarðakjördæmi, tók sæti Sighvats Björgvinssonar alþing- ismanns, sem sömuleiðis getur ekki sótt þingfundi á næstunni vegna veikinda, og Ásgeir Logi Ásgeirsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norður- landskjördæmi eystra, tók sæti Tómasar Inga Olrich alþingis- manns, sem er erlendis í opinber- um erindagjörðum. Námskeið Lestrarmiðstöðvar Kennaraháskóla Islands Tveggja mánaða fangelsi fyrir innbrot HERAÐSDÖMUR Reykjavíkur dæmdi í vikunni 42 ára karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað og umferðar- lagabrot hinn 10. júlí á síðasta ári. Braust maðurinn við annan mann inn í verkstæði Fossvirkis við suð- urenda Hvalfjarðarganganna, með þeim hætti að hann ók bifreið í gegnum hurð á verkstæðinu og stal þaðan verkfærum og vinnufötum. Maðurinn var ennfremur sviptur ökuleyfi í hálft ár fyrir að hafa ekið umræddri bifreið og annarri til und- ir áhrifum áfengis og var dæmdm- til að greiða allan sakarkostnað. ÞÁTTTAKENDUR á námskeiði um lestrarörðugleika. Morgunblaðið/Jim Fylgjast þarf með lestrarfærni barna Nýr lækninga- forstjóri ráðinn að Hrafnistu- heimilunum •AÐALSTEINN Guðmundsson hefur verið ráðinn lækningafor- stjóri hjá Hrafnistuheimilunum í Reykjavík og Hafnarfirði. Ráðn- ing eins lækn- ingaforstjóra yf- ir bæði heimilin er liður í þeirri stefnu að sam- ræma áherslur í lækningum, sjúkraþjálfun og allri umönnun á báðum heimil- Aðalsteinn Guðmundsson unum. Aðalsteinn er fæddur árið 1960. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1980 og embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla íslands árið 1986. Hanp fékk almennt lækningaleyfi á íslandi árið 1988. Aðalsteinn fluttist til Bandaríkj- anna árið 1989, þar sem hann lauk sémámi í almennum lyflækning- um árið 1992 og sérnámi í öldrun- arlækningum árið 1994 við Há- skólasjúkrahúsið í Madison, Wisconsin. Að loknu sérnámi fékk Aðal- steinn tveggja ára styrk til rann- sóknarnáms í klínískri lyfjafræði aldraðra sem hann lauk árið 1996. Síðastliðin þrjú ár hefur hann starfað við öldrunarlækningar í Madison og jafnframt gegnt stöðu aðstoðarprófessors við læknadeild Háskólans í Wisconsin. Aðalsteinn kemur til starfa í byrjun næsta árs. Hann er kvænt- ur Ástu Aðalsteinsdóttur og eiga þau þrjú böm. Varasamt náttúruefni Hollustuvemd ríkisins hefur varað almenning við að kaupa náttúruefnið Chaparral, sem unnið er úr laufum jurtarinnar Larrea tridentaia (diverticata), en á ensku heitir jurtin „Creosote bush“. Sala á Chaparral hefur þegar verið bönnuð í Bretlandi, Finn- landi og Danmörku enda hefur komið í ljós að efnið veldur al- varlegum lifrarskemmdum og í Finnlandi er talið að efnið hafí valdið svo alvariegum lifrar- skemmdum hjá ungri konu að hún bíður nú eftir að fá nýja lif- ur. I tilkynningu frá Hollustu- vernd segir að ekki sé vitað til þess að efnið hafí verið flutt inn til íslands, en efnið er selt í töfluformi, hylkjum, í duftformi og sem te. Chaparral er hins vegar selt á Netinu og er fólk varað við því að kaupa efnið og neyta þess. Á ANNAÐ hundrað manns, einkum kennarar með sér- kennslumenntun, sótti námskeið um lestrarörðugleika sem Lestr- ai-miðstöð Kennaraháskóla Is- lands hélt um síðustu helgi. Doktor Margaret Snowling, pró- fessor við sálfræðideild háskól- ans í Jórvík, var kennari á nám- skeiðinu. Margaret var formaður breska dyslexíufélagsins um skeið, hún hefur ritstýrt fjölda greinasafna og tímarita og gert rannsóknir á þróun máls og tals í tengslum við lestur og stafsetn- ingu og örðugleika á þeim svið- um. Rannveig G. Lund, forstöðu- maður Lestrarmiðstöðvar Kenn- araháskóla Islands, segir að margt hafi mátt læra á nám- skeiðinu. Margaret Snowling leggur áherslu á að lestrarörð- ugleika megi alltaf rekja til máls og tals. Hún segir hæfni leik- skólabarna til að hugsa um og Ieika sér með hljóð í töluðum orðum ásamt getu til að þekkja stafina gefa sterkar vísbending- ar um hvernig þeim mun ganga að ná tökum á lestri síðar. Snowling segir hreyfifæmi ekki hafa áhrif á lestrargetu, hins vegar hafi börn sem sýna frávik í tal- og málþroska oftar en önnur börn ýmsa veikleika á borð við takmarkaða hreyfigetu. Greining oft erfið Snowling bendir á að þótt börn lesi áheyrilega geti léleg- ur orðaforði eða slök tilfinning bama fyrir orðaröð og beyg- ingarfræðilegum þáttum hindr- að þau í að skilja það sem þau lesa. Lestrarörðugleikar af þessu tagi fara oft framhjá for- eldrum og kennurum því þeir koma ekki fram í raddlestri. Langtímarannsókn sem Margaret Snowliug gerði sýnir að algengt er að börn sem ná seint tökum á lestri, t.a.m. um átta ára aldur, eigi seinna erfitt með Iestur og stafsetningu. Nið- urstaðan er ábending til kenn- ara og foreldra um að fylgjast áfram vel með lestrargetu bama sem hafa átt erfitt með lestur þótt þau virðist hafa náð valdi á honum. Sex fara til friðar- gæslu í Kosovo GERT er ráð fyrir að allt að sex Islendingar taki þátt í störfum alþjóðlegs friðar- gæsluliðs í Kosovo þegar frið- ur kemst þar á, að sögn Hall- dórs Ásgrímssonar, utanríkis- ráðherra. Halldór sagði að íslending- ar væru þegar þátttakendur í starfi á vegum ÓSE í Kosovo; tveir fóru utan og einn Islend- ingur er enn starfandi á veg- um ÖSE ytra. Síðan sé gert ráð fyrir að 6 íslendingar til viðbótar komi til starfa þegar alþjóðlegt friðargæslulið tek- ur til starfa í Kosovo. Hann sagði að eftir væri að ákveða hvers konar störf Islending- um yrðu þarna fengin en helst væri horft til starfsfólks í heilbrigðisþjónustu. Islend- ingar hafa reynslu af slíkum störfum en fjórir íslendingar sinntu heilbrigðisstörfum með breskum sveitum í Bosníu. Jón Kjartansson ánægður með niðurstöðuna varðandi vegalagningu í Borgarfirði Kominn aftur á Stóra-Kropp JÓN Kjartansson er fluttur að nýju að Stóra-Kroppi í Borgar- firði og vonar að nú sé lokið þeim deilum um lagningu Borgarfjarð- arbrautar sem staðið hafa síðan í október 1994. Jón stóð lengi í stappi við yfir- völd vegna áforma um að leggja nýjan veg sem liggja átti þvert yfir túnin í landi Stóra-Kropps, en Jón taldi að með því yrði fót- unum kippt undan öllum búskap á jörðinni. Að hans sögn hættu þessar deilur fljótlega að snúast um þau efnislegu rök sem taka þurfti tillit til og breyttust í stað- inn í persónulegan kryt manna á milli. Fór svo að lokum að Jón taldi sér ekki lengur vært að Stóra-Kroppi og keypti hann því jörðina Ártún á Rangárvöllum og flutti allan búskap sinn þangað fyrir um ári. Skömmu fyrir síðustu áramót komust hins vegar þingmenn Vesturlandskjördæmis, hrepps- nefnd Reykholtsdalshrepps og Vegagerð ríkisins að þeirri sam- eiginlegu niðurstöðu að hverfa bæri frá fyrri hugmyndum um vegarstæði Borgarfjarðarbrautar og endurbyggja hana í staðinn á svipuðum stað og hún er á í dag. Varð þessi niðurstaða til þess að Jón ákvað að selja Ártún og flytj- ast á ný að Stóra-Kroppi og taka upp þráðinn þar sem frá var horf- ið við búskap þar. Ánægður með niðurstöðuna Jón segist vera ánægður með þessar málalyktir og telur nokkra sátt ríkja um þær. „Ég trúi því og treysti að menn sjái sóma sinn í því að sættast og leggja niður þessar deilur svo hægt sé að snúa sér að því sem meira máli skiptir, þ.e. velferð sveitarfélagsins og uppbyggingu landbúnaðar,“ sagði Jón. Hann vill jafnframt koma á framfæri þakklæti til þeirra sem studdu við bakið á honum, sem og til fjölmiðla fyrir að hafa vakið at- hygli á málinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.