Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999 67 FÓLK í FRÉTTUM TO Kill a Mockingbird er fyrsta stórvirki hins áreiðanlega og trausta fagmanns, Roberts Mulligan. Peck stóð sig heldur ekki slælega, vann sín fyrstu og einu Óskarsverðlaun fyrir túlkun á Suðurríkjaiögmanni sem hættir öllu fyrir réttlætið. RUTH Gordon og Natalie Wood (fyrir aftan) léku móður og dóttur í „Inside Daisy Cover“ frá árinu 1965. Gordon, sem hét réttu nafni Gar- son Kanin, var að halda upp á hálfa öld í skemmtanaiðnaðinum þegar myndin var tekin upp. ROBERT MULLIGAN EINN þeirra fáu leikstjóra sem komust í gegnum harðan skóla beinnra sjónvarpsútsendinga á sjötta tug aldarinnar er New York-búinn Robert Mulligan (f.’25). Að stjórna leikritum jafn- óðum og þau komu fyrir sjónir sjónvarpsáhorfenda var aðeins á færi bestu tæknimanna, leikara og ekki síst leikstjóra. Ein slæm mistök, og ferillinn í rúst, það var ekki flóknara en það. Mulli- gan er sonur lögreglumanns og stundaði háskólanám er seinni heimsstyrjöldin skall á. Var kall- aður í herinn og þjónaði landi smu í harðsnúnu fótgönguliði flotans. Er hildarleikurinn var að baki, hugðist hann læra til prests en lenti í snatti hjá CBS- sjónvarpsstöðinni en var orðinn einn af bestu leikstjórunum á þeim bæ síðla á fimmta áratugn- um. Hlaut m.a. Emmy-verðlaun- in ‘59-60 fyrir Tunglið og tíeyr- inginn e. Somerset Maugham. Líkt og starfsbræðra hans flestra lá leið MuIIigans vestur til Hollywood þar sem hann vakti þegar athygli með frumrauninni, Fear Strikes Out (‘57). Með henni hófst löng og gifturík samvinna Mulligans og framleiðandans Alans J. Pakula, sem síðar meir sneri sér einnig að leikstjórn með góðum ár- angri. Fyrsta kvikmynd Mullig- ans ijallar um umgan mann (Anthony Perkins) sem er neyddur til að feta í fótspor föð- ur síns (Karl Malden) og gerast hafnaboltaleikmaður. Þeir þykja báðir standa sig einstaklega vel og var myndinni vel tekið af gagnrýnendum og almenningi. Næstu myndir hans voru The Rat Race (‘60), Come September (‘61), The Great Impostor (‘61) og The Spiral Road (‘62), allt vandaðar og vellukkaðar mynd- ir en ekki rismiklar, frekar en Hafnarbíó, sýningarstaður þeirra hérlendis. Síðan kemur hans besta mynd, klassíkin To Kill a Mockingbird (‘62). Með henni lauk samningi hans hjá Universal. Þeir Pakula héldu til New York þar sem þeir gerðu smellinn Love With a Proper Stranger (‘63) með Steve McQu- een og Natalie Wood, bæði í hópi vinsælustu leikara þessa tíma. McQueen fór einnig með aðalhlutverkið í Baby the Rain Must Fall (‘63), þar sem hann sýndi stórleik í hlutverki manns sem er nýbúinn að afplá.na fang- elsisdóm en fínnur ekki fótum sínum forráð. Hin hæfileikaríka og fagra Woods fór einnig með hlutverkið í Inside Daisy Clover (‘65), óvenju tregafullri mynd um táningsstúlku sem vill slá í gegn í Hollywood. Kvænist í þeim tilgangi ungri sljörnu á uppleið (Robert Redford), en ROBERT Mulligan við tökur hálfgleymdrar perlu, Love With the Proper Stranger, utan við Empire State ‘62. draumarnir breytast í harmleik. Dulítil sápa en Woods er engu að síður stórkostleg. Up the Down Staircase (‘67) er athyglis- verð og raunsæ mynd um bar- áttu kennara (Sandy Dennis) í sorahverfí í New York. Dennis þótti mér jafnan einstaklega hvimleið leikkona. The Stalking Moon (‘68) var vissulega óvenju- legur vestri en olli ekki þeim þáttaskilum sem af honum var ætlast. Gregoi-y Peck leikur könnuð í riddaraliðinu sem bjargar hvítri konu og syni hennar úr höndum indíána. Drenginn átti hún með einum kvalara sinna (Robert Foster), sem fylgir þeim í humátt. Hún er þá minnisstæð, þrátt fyrir allt! Til þessa hafði samstarf þeirra Pakula verið rómað og í dálæti hjá kvikmyndahúsagest- um, en nú var komið að sam- vinnuslitum og Pakula gerðist sjálfur merkur leikstjóri. Fyrsta mynd MuIIigans án hans var The Pursuit ofHappiness (‘71), sem segir raunasögu ungs manns sem lendir saklaus í fangelsi. Hún hlaut góða dóma. Þá var komið að Sumrinu ‘42 (‘71), vin- sælustu mynd Mulligans frá upp- hafí. Laglegur hrollur, The Other (‘72), sigldi í kjölfarið. Nú var Mulligan tekinn að hægja á sér. ‘74 gerir hann The Nickel Ride, afspyrnu vont drama, þjakað af mislukkuðum, listræn- um tilburðum. Bloodbrothers (‘78), verkamannadrama frá New York, var skárri og gaf Richard Gere tækifæri til að sýna að hann væri meira en út- litið. Engu að síður heldur slök. Síðasta gæðamynd Mulligans kom fyrir sjónir manna ‘78, kvikmyndagerð Á sama tíma að ári með Alan Alda og Ellen Burstyn í miklum ham í þessum ágæta tvfleik. Kiss Me Goodbye (‘72) var döpur Hollywood-eft- iröpun af Dona Flor og menn- irnir hennar tveir (‘78), hressi- legrar, brasilískrar gaman- myndar sem fór sigurför um heiminn. James Caan og Jeff Bridges, þeir góðu leikarar, fengu engu bjargað, né Sally Field, sem komst ekki með geir- vörturnar þar sem Sonia Braga hafði gumpinn. Eftir þessi von- brigði gerði þessi fyrrum pott- þétti gæðaleikstjóri lítt eftir- minnilega mynd, Clara’s Heart (‘88) og The Man In the Moon (‘91) reyndist hans síðasta verk til þessa dags. Lítið og ljúft Suðurríkjadrama þar sem Reese Witherspoon sýndi strax í sínu fyrsta hlutverki hversu mikill töggur er í henni. Leikur fermingarstelpu yfír sig ást- fangna af kærasta systur sinn- ar. Notalegur lokapunktur á traustum og eftirminnilegum ferli. Sígild myndbönd TO KILL A MOCKINGBIRD (‘62) ★★★★ Lögfræðingur (Gregory Peck) í Suðurríkjunum tekur að sér að verja blökkumann (Brock Peters), sem er saklaus grunaður um nauðg- un. Fær bæjarfélagið upp á móti sér. Atburðarásin einsog hún kem- ur tveimur börnum lögmannsins fyrir sjónir. Að flest öllu leyti vel heppnuð kvikmyndagerð ágætrar sögu Harper Lees um lögfræðing- inn góða og börnin hans, sem upp- götva leyndarmál í húsi nágrann- ans. Peck í einu sínu besta hlutverki (hreppti Óskarinn fyrir) og Duvall lætur vita vel af sér í sinni fyrstu bíómynd. Réttardramað í lokin hef- ur ekki elst of vel (frekar en handrit Hortons Foote), en var engu að síð- ur gott innlegg í umræðuna um kynþáttavandamálin ‘62. LOVE WITH THE PROPER STRANGER (‘63) idck'h Minnisstæð, sérlega vel leikstýrð mynd um ástir tveggja ókunnugra New York-búa. Hann (Steve McQu- een) er djassleikari á uppleið, hún (Natalie Wood) ósköp venjuleg, ung stúlka. Þau verða ástfangin, hún ófrísk og hvað er til ráða? Endur- speglar einstaklega vel andrúmsloft fyrri hluta sjöunda áratugarins þeg- ar ungt fólk var að hrista af sér aldagmla klafa og venjur. Mulligan og aðalleikararnir gera myndina sérstaklega viðkunnanlega, á sínum tíma fannst manni hún einfaldlega blátt áfram og eðlileg. Edie Adams á góða innkomu sem fyrrum kærasta McQueen, sem sýnir á sér allt að því mjúka hlið sem á fátt skylt með töffurunum sem hann var þekktastur fyrir. SUMARIÐ ‘42 - THE SUMMER OF ‘42 (‘71) ★★★% Ekki er gott að segja hvemig árin hafa leikið þessa rómantísku endur- minningamynd sem var sneisafull af tilfinningum og altént bjó yfir seið- andi þokka og eftirsjá. Söguhetjan er táningsstrákur (Gary Grimes), sem eyðir þessu forláta sumri ásamt vinum sínum á eyju við Massachu- setts á meðan stríðið geisar. Lætur sig dreyma syndsamlega drauma um undurfagra konu (Jennifer O’Neill), sem bíður þess að mannsefnið henn- ar komi heim úr styrjöldinni. Það samband endar á tregafullan hátt. Sorglegan og fallegan í senn, þar sem allir hlutaðeigendur eiga þakkir skildar fyrir að vemda fegurð slíkra augnablika í stað þess að gera þau væmin, klámfengin, ódýr. Sæbjörn Valdimarsson MYNPBÖND Vondu löggurnar Sérsveitin (S.C.A.R.)_______ Glæpamynd ★ Framleiðsla: Avi Lemer og Elie Samana. Handrit og leiksljóm: Ken Sanzel. Kvikmyndataka: Michael Síov- is. Aðalhlutverk: Chazz Palminteri. 100 mín. Bandarísk. Myndform, maí 1999. Aldurstakmark: 16 ár. ÞAÐ er mjög algengt að hasar- myndir séu byggðar á ómerkilegum handritum og standa þær þá og falla með út- færslu hasarat- riða og leikstjóm. Hér er handrits- höfundurinn jafn- framt leikstjóri og að því er virð- ist jafn hörmu- legur á báðum vígstöðvum. Helstu leikarar lofa góðu um myndina, en svíkja allt saman. Þetta er ægileg klisjusúpa og alveg óspennandi. Persónur em flatar, fá- ránlegar og að því leyti í fullkomnu samræmi við útlit myndarinnar og stemmningu. Sagan er eins og dauf- ur endurómur ótal lélegra kvik- mynda úr fortíðinni og það er vem- lega pirrandi að þurfa að sitja og láta mata sig á vitleysunni. „S.C.A.R.“ er fullkominn kostur fyrir þá sem sækjast eftir virkilega leiðinlegri stund fyrir framan skjá- inn. Guðmundur Asgeirsson --------------- Karlavandi Karlmenn (Men)___________________ Drama ★★ Leikstjórn: Zoe Clarke-Williams. Að- alhlutverk: Sean Young, John Heard og Dylan Walsh. 92 mín. Bandarísk. Háskólabíó, maí 1999. Aldurstak- mark: 16 ár MISMUNUR á stöðu karla og kvenna í samfélaginu er viðfangs- efni þessarar femínísku myndar. Kynhegðun og mismunandi sam- félagsnorm eru í brennidepli og eru sjálfstæði, frelsi og jafnrétti sett í beint sam- hengi við réttinn til að skilgreina eigið kynferði út frá eigin forsend- um. Þetta er ekki ný hugmynd og þokkalega athyglis- verð, þótt hún nægi ekki til að halda myndinni almennilega uppi. Sögu- þráðurinn er í andstöðu við upp- reisnargjarnt þemað, því klisjur vaða uppi og er gjaman stutt í mellódramatíkina. Leikur er í ágætu lagi og langt síðan Sean Young hefur sést í jafn bitastæðu hlutverki. Persónusköpun er þó með þynnra móti og nokkuð á skjön við raunsæislegan heildarsvip myndarinnar. Þrátt fyrir nokkra áberandi galla er „Men“ í þokka- legu meðallagi. Guðmundur Ásgeirsson Fréttir á Netinu vg§) mbl.is _ALLTA/= eiTTHVAO NÝTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.