Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Dýrð Krists TQ]\LIST Ilallgrímskirkja KIRKJULISTAHÁTÍÐ Lára Stefánsdóttir ballettdansari, Sverrir Guðjdnsson kontratendr og Hörður Áskelsson orgelleikari fluttu Dýrð Krists eftir Jdnas Tdmasson. Sunnudagur 6. júní kl. 20.30. SÍÐASTLIÐIÐ sunnudagskvöld hófst Kirkjulistahátíð í Hallgríms- kirkju. Hún hefur verið haldin ann- að hvert ár en nú mun ætlunin að gera hana að árlegum viðburði. Að þessu sinni hófst hátíðin með því að verkið Dýrð Krists eftir Jónas Tómasson var flutt í nýjum bún- ingi. Hörður Áskelsson organisti Hallgrímskirkju lék á orgel, Sverr- ir Guðjónsson kontratenór söng og Lára Stefánsdóttir dansaði frum- saminn dans. Dýrð Krists er í sjö þáttum sem hver og einn byggist á texta úr guðspjöllunum. Þegar verkið var frumflutt fyrir þremur árum voru hafðir biblíulestrar á milli þátta en að þessu sinni var breyting gerð á; orð heilagrar ritningar var flutt sem söngles og dansað var við tón- listina. Þrennskonar list var felld saman í eina heild en engu að síður var hver þeirra sem af eigin heimi; organistinn var ósýnilegur í hásæti sínu, kontratenórinn gekk fram og aftur um kirkjuskipið og tónlas en dansarinn var nær allan tímann fremst við altarið og spann vef sinn þar. Söngvari og dansari snertust aðeins einu sinni; það var í upphafi fimmta hluta: fyrirgefið eins og Guð hefur í Kristi fyrirgefið yður. Ekkert tónskáld sem semur trú- arlega tónlist á ofanverðri 20. öld fær horft fram hjá tónverkum franska tónskáldsins Oliviers Messiaens. Hann þróaði sitt eigið tungumál um miðja öldina með margbreytilegum tónstigum og hrynjandi sem átti rætur sínar að rekja til indverskrar tónlistar. Org- elverk Messiaens áttu sér sterka trúarlega skírskotun og voru jafn- an í sjö eða níu þáttum. Þegar hlýtt er á Dýrð Krists eftir Jónas Tóm- asson kemur tónlist Messiaens upp í hugann, því hugmyndirnar eru á margan hátt svipaðs eðlis en úr- vinnsla þeirra er fersk og mjög persónuleg. Styi-kleiki Dýrðar Krists felst fyrst og fremst í skýru formi og hreinum stíl hvers þáttar fyrir sig. í þeim takast á skarpar andstæður sem ýmist falla saman í eitt að lok- um eða sundrast. I öðrum þætti, Vínviðurinn og gi’einarnar, hefja þrjár sjálfstæðar og ólíkar raddir leikinn; þær stíga hljóðlega ólíka tónstiga og hrynjandi þeirra er hver með sínu sniði. Skyndilega brýst fram nýtt efni; tónski-atti (stækkuð ferund) og heiltónstigar leika lausum hala í samstíga átt- undum. Þetta ólíka efni er síðan fellt saman og aðskilið á ný. í fjórða hluta, Salt og ljós, bregður fyrir skemmtilegum þrástefjum og klasahljómum. I upphafi þáttarins hljóma stuttir tónar á efra sviði og þeim er svarað af og til með tveimur stökum tón- um á neðra sviði sem mynda ýmist litla eða stóra þríund. Þessi sam- skipti tónanna þróast og verða að mögnuðum tónbálki; klasahljóm- arnir turnast hver ofan á annan þannig að litbrigði orgelsins fá not- ið sín til hins ítrasta. Þættirnir mynda einnig sterkar andstæður sín í milli. Þriðji þáttur, Andi sannleikans, er innhverfur; raddirnar eru ósamstíga og virðast aldrei ná að mynda samhljóm. I sjötta kafla hins vegar, Jesú fagn- að, mynda raddirnar magnaða stíg- andi með endurteknum tónum og stighækkandi hljómferli. I loka- þættinum rís verkið hæst; þáttur- inn er tilbrigði við eigið sálmalag tónskáldsins. Raddfærslan verður sífellt ómstríðari með hverju til- brigðinu sem líður og í lokin taka raddirnar á rás með ■miklum gleði- hljóm; undir niðri hljómar hæg- ferðug laglínan og stefnir mark- visst að langþráðum lokahljómn- um, mögnuðum C-dúr þríhljómi. Með því að setja Dýrð Krists í nýtt listrænt samhengi með söng og dansi öðlast það á vissan hátt nýtt líf. Orgelverkið er tvímæla- laust eitt og sér glæsileg tónsmíð sem lætur engan ósnortinn en með tónlesi og dansi verður hún að leik- rænni og trúarlegri athöfn í senn. Tónlesið sprettur fram úr þögninni milli þátta en hvort tveggja, söng- urinn og orgelleikurinn, er hreyfi- afl dansins. Enn frekari staðfesting á styrk orgelverksins var sérlega blæbrigðarík raddskipan hljóðfær- isins; svo virðist sem þetta marg- slungna verk bjóði upp á óendan- lega möguleika í raddskipan. Þannig lék Hörður Áskelsson verk- ið af mikilli hugmyndaauðgi og ör- yggi, líkt og hér hafi verið um klassískt verk að ræða. Sverrir Guðjónsson flutti tónlesið milli þátta glæsilega; hann fyllti rýmið orðum líkt og Lára gaf því líf með dansi sínum. Saman var flutningur- inn hjá þremenningunum mjög áhrifaríkur, fullur tjáningar og íhugunar í senn. Gunnsteinn Ólafsson Nýjar bækur • LEIG URÉTTURII. Húsaleiga er eftir Jóhannes K. Sveinsson. I þessari bók eru skýrðar þær lagareglur er gilda um réttarsam- band leigusala og leigjanda húsnæð- is. Einkum er byggt á húsaleigulög- um nr. 36/1994, sem gilda um leigu íbúðarhúsnæðis. Fjallað er ítarlega um allar greinar laganna, s.s. um gerð leigusamninga, túlkun þeirra, viðhaldsskyldur aðila samnings, van- efndir leigusamninga, á hvern hátt lögin eru frávíkjanleg og áhrif þess að fýrirmælum laganna er ekki fylgt. Einnig er að finna sjálfstæða kafla um skattalega meðferð húsaleigu- tekna og reglur um húsaleigubætm-. Fjölmargir dómar Hæstaréttar íslands eru reifaðir í tengslum við þau álitaefni sem fengist er við í bók- inni. Jafníramt er að finna tilvísanir til fordæma norrænna dómstóla og álita Kærunefndar húsaleigumála þar sem við á. Bókin er ætluð sem handbók fyrir starfandi lögfræðinga og aðra þá sem þurfa að kynna sér reglur um húsaleigu. Jafnframt mun bókin nýt- ast laganemum sem leggja stund á valgi-einina Leigurétt. Höfundur bókai-innar er starfandi héraðsdómslögmaður, en hefur haft umsjón með kennslu leiguréttar við lagadeild Háskóla Islands. Útgefandi er Háskólaútgáfan. Bókin er 297 bls. og innbundin. Verð kr. 3.900. SNILLD ARKENN SL A VERKIN á sýningunni í Helsinki eru unnin úr hrosshári og silfri. Islenskir skartgripir 1 Helsinki im;kii; Fræðibók NÝTT LAND - NÝ ÞJÓÐ Landnámsaðferðin - samþætting námsgreina í grunnskóla eftir Her- dísi Egilsdóttur. Mál og menning, 1998 - 77, viii bls. MARGT er nú rætt og ritað um kennslu, kennsluaðferðir og kjör kennara og það ekki alltaf á já- kvæðum nótum. Það kemur því eins og ferskur vindblær að fá í hendur bók þar sem fjallað er um svokallaða landnáms- aðferð sem Herdís Egilsdóttir hefur þró- að og prófað með átta og níu ára bömum Isaksskóla í tæpan aldarfjórðung eða frá árinu 1976. Þessi að- ferð byggir á þvi að bömin finna ónumið land og þurfa að þróa þar nútímasamfélag. Kennarinn leiðir og stýrir, leggur fyrir spumingar en gefur ekki svörin fyrir fram. í landnámsaðferðinni er kennslustofunni ekkert mannlegt óvið- komandi. Bömin þurfa sjálf að leysa vandamál sem upp koma og þannig tengir kennarinn allar greinar, grunngreinar svo sem lestur, skrift og reikning en auk þess samfélagsgreinar svo sem skattamál, lagasetningu, mennta- mál, útflutning og innflutning og svo framvegis. Bömin kynnast til dæmis tungumálanámi með því að þau innleiða esperantó sem tungu- mál í landinu nýja og þau kynnast málfræði með því að glíma við að þýða orð á þetta nýja mál. Afrakst- ur þessarar kennslu er hrífandi og sýnir svo ekki verður um villst hversu mikið er hægt að gera í kennslustofu ef hugvit og alúð ráða ferð. Kennari getur gert ótrúlega hluti með litlum böm og leitt þau áfram langt umfram það sem manni finnst að svona lítil börn ráði við. Þekkingin er framreidd á aðlaðandi og leikandi máta og nem- endur fá að prófa ólíkustu hluti, jafnvel að búa til kennslubækur handa bömum nýja landsins! Þessi aðferðafræði Herdísar hefur hlotið verðskuldaða athygli, bæði innan lands og utan, þótt það vefjist áreiðanlega fyrir mörgum kennaranum að leggja út í þá vinnu sem þessi aðferð kallar á. En kennari sem vinnur starf sitt af hugsjón og hefur að leiðarljósi að kennsla er ekki aðeins fólgin í því að miðla þekking- armolum til nemenda, heldur miklu fremur í mannrækt, finnur í þessari aðferð lykil að snilldarlegri kennslu- aðferð sem nær að samþætta allar skólagreinar inn í einn farveg þar sem markmiðið er að kynna böm- unum lífið sjálft og samfélagið sem þau búa í. I bókinni er fjallað um þessa að- ferð frá ýmsum sjónarhomum. Heimir Pálsson segir frá reynslu sinni er hann mætti á „Þjóðhátíð“ í fsaksskóla og honum verður hug- leiknust ljóðasmíð þessara litlu bama. Herdís segir sjálf frá að- ferðum og leiðum sem hún notar í kennslunni og gefur sýnishom af einfaldri hönnun hluta sem nauð- synlegir era í verkefninu. í bókar- lok tengir Sigurður Bjömsson heimspekingur landnámsaðferðina og kennslu bama með heimspeki- legri samræðu. Rit þetta er fyrst og fremst skemmtileg lesning sem kemur veralega á óvart, en um leið er um- fjöllunin um það sem börnin hafa fram að færa fróðleg og vekjandi. Þetta er rit sem er fyrst og fremst hugsað sem hjálpartæki fyrir kennara, en ég skora á alla for- eldra sem eiga börn á fyrstu árum grannskóla að kynna sér efni þessa rits því það vekur óneitanlega alla til umhugsunar um uppeldi og kennslumál. Það er ekki síður skylda foreldra en kennara að koma ungum bömum til þroska og þessi bók er uppfull að jákvæðum hugmyndum um hvemig hægt er að gera nám skemmtilegt. KVIKMYNDIR Háskólabfó CELEBRITY irk'h. Leikstjórn og handrit: Woody Allen. Aðalhlutverk: Kenneth Branagh, Ju- dy Davis, Joe Mantegna, Winona Ryder, Melanie Griffith, Charlize Theron og Leonardo DiCaprio. Sweetland Films 1998. ELSKULEGUR Woody Allen. Þótt hann sé ekki alltaf bestur verð- ur hann alltaf skemmtilegastur. Og það á svo víðtækan hátt. Engum öðrum er jafnlagið að tæta utan af okkur, og ekki síst sjálfum sér, van- máttuga varnarskjöldinn þannig að ekkert stendur eftir nema mannleg- ur breyskleikinn, heillandi í hjákát- leika sínum og það kann Woody að notfæra sér betur en nokkur annar. Þessi elska. í þessari mynd sinni, Þotuliðinu, tekur hann fyrir og gerir grín að stjömudýrkun almennings og því í INTO Galleria í Helsinki stend- ur yfir skartgripasýning Guðrún- ar Marinósdóttur og Sifjar Ægis- dóttur. Verkin á sýningunni eru unnin úr hrosshári og silfri í samvinnu þeirra mæðgna. Guðrún Marinósdóttir útskrif- aðist úr textíldeild MHÍ árið 1978 og hefur heldið nokkrar einka- fáránlega fólki sem samfélagið vel- ur sér að fyrirmynd. Það er fólk uppfullt af tilgerð, fólk sem við sjá- um í bíómyndum, fólk sem við sjá- um á tískusýningum; fólk sem er ekki til. Aðalpersónan Lee, sem Kenneth Branagh leikur, er misheppnaður rithöfundur. Hann starfar við tíma- rit sem fjallar um stjörnur, og þeg- ar hann kemst í tæri við þær reynir hann að pranga inn á þær kvik- myndahandriti eftir sig, en gengur illa. Hann er nýskilinn við Robin, sem Judy Davis leikur, en hún er á barmi taugaáfalls þegar hún kynn- ist alltof dásamlegum manni. Branagh er hér eiginlega í hlut- verki Woodys Allens og hefur stúd- erað alla hans líkamstjáningu og talsmáta til hins ýtrasta og nær honum frábærlega vel. En ef hann á að vera alveg einsog Woody Allen, af hverju lék hann þá ekki hlutverk- ið bara sjálfur? Judy Davis er frá- bær leikkona og frábær hér sem endranær. Það er samt eins og hlut- verkið hennar sé hálfutanveltu í þessu handriti. Eða er handritið sýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði hér heima og erlendis. Sif Ægisdóttir útskrifaðist úr skúlptúrdeild MHÍ árið 1991 og gullsmíðadeild Lahti’s Institute of Design, Finnlandi, árið 1996. Sýningunni lýkur sunnudaginn 13. júní. sjálft utanveltu? Eða var kannski ekkert handrit? Ja, það er von að maður spyrji því þessi mynd er al- gerlega stefnulaus. Allen hefur ver- ið þekktur fyrir að taka upp hina ýmsu kvikmyndastíla; þýskan ex- pressionisma, Cassavettes, o.s.frv. og leika sér að þeim. („Bara til að sýna hvað hann er ógeðslega klár,“ sagði eitt sinn öfundsjúkur vinur minn með leikstjóradrauma.) Á tímabili hélt ég að Þotuliðið væri mynd sem byggðist mikið á leikara- spuna, eins og margir leikstjórar era fyrir í dag. En það getur eigin- lega ekki verið því þá hefði það orð- ið mun augljósara og hann hafði ekki klikkað. í Þotuliðið vantar ekki bara handrit, heldur líka beina meiningu leikstjórans, tilgang með myndinni, boðskap. Hún byggist á einni lítilli hugmynd og það er ekki nóg. En hún er samt ekki leiðinleg. Nei, nei, nei, Woody gæti aldrei orðið leiðin- legur, hann er bara ekki alltaf jafn góður. Hildur Loftsdóttir Símateikning Gabríelu í Nýló GABRÍELA Friðriksdóttir mynd- listamaður situr við símann á Nýlistasafninu í dag, fimmtudag, frá klukkan 14-18. Ollum er vel- komið að hringja í símanúmerið 6951132 og taka óbeinan þátt í símateikningu sem Gabríela teikn- ar um leið og hún spjallar í símann. Símateikningar byrja á einfóldum punkti og ef lengd símtalsins er talsverð verða þær oft flóknar og margbrotnar en útkoman er alltaf ráðgáta, segir í fréttatilkynningu. Nýlistasafnið á Vatnsstíg hýsir þessa dagana sýningu sem ber nafnið POLYLOGUE 153 og er samsýning 15 listamanna frá París. Herdís Egilsdóttir Sigrún Klara Hannesdóttir Stjörnurnar heilla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.