Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 42
■ 42 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999 MORGUNB LAÐIÐ Siðir og sannfæring Að standa á hliðarlínunni og benda á að allir dómar manns séu þersónu- bundnir er því ekki sá mikli sannleikur sem það er oft talið vera. Eftir Kristján G. Arngrímsson Þegar Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði að Kosovo væri prófsteinn á sann- færingu okkar hitti hann naglann beint á höfuðið. Það sem Kosovo reynir á, er sú sannfæring manns, að skipu- lögð fjöldamorð skuli ekki líð- ast. (Að þessu leyti er Kosovo frábrugðið Kúveit, sem var aldrei um neina sannfæringu, heldur einfaldlega um við- skiptahagsmuni - og menn voru svo sem ekkert að fara í felur með það.) Einu sinni var til íslenskt máltæki sem VIÐHORF sagði að sinn væri siðurinn í landi hverju. Líklega er þetta máltæki nú orðið eitt af fórnarlömbum hnattvæðingar, því að nálægðin við og beinar útsendingar frá öðrum löndum hefur leitt í ljós að það sem þar er á ferðinni er oft skelfilegt, og manni gengur sífellt verr að flokka það sem aðra siði og manns eigin við- brögð sem fordóma. En maður veit líka að við- brögð manns við hugmyndum og háttarlagi annarra eru í raun og veru oftar en ekki byggð á fordómum. maður kemst illa hjá því að fella dóma um það sem að manni steðjar, þar á meðal háttalag annarra, og að fella þá dóma á forsend- um einhvers annars en manns eigin gildismats er illmögulegt. Þess vegna hljóta dómar manns ævinlega að vera for- dómar. Þessi vandi skýtur til dæmis upp kollinum þegar mannrétt- indabrot í Kína eða umskurn á stúlkubömum í afrískum þjóð- flokkum ber á góma. Annars vegar fínnst manni forkastan- legt að stúlkur séu umskornar í nafni einhverra hefða eða trú- arbragða, en hins vegar veit maður líka að þarna er á ferð- inni siður sem maður einfald- lega skilur ekki vegna þess að maður hefur ekki mótast af hefðinni og ekki alist upp í trúnni. Og maður fyrirverður sig fyrir að hafa svona mót- sagnakennda sannfæringu. Það er alveg sama þótt síðar- nefnda viðhorfið sé til marks um víðsýni og umburðarlyndi og allt það sem manni fínnst í raun og veru eftirsóknarvert og vill gera að eigin eiginleikum; þetta viðhorf kemur manni í vandræði ef maður fylgir því til rökréttrar niðurstöðu. Því þá verður spurningin nefnilega sú, hvort það sé ekki bara rétt hjá Kínverjum að þeirra lýðræði sé einfaldlega öðru vísi en hið vestræna, og að hugmyndir um mannréttindi séu afurð vestræns gildismats og ekki sé sanngjamt að ætla öðrum menningarheimum að deila því viðhorfi. En maður veit að Kínverjar hafa rangt fyrir sér. En um leið er það óverjandi viðhorf að manni beri einfaldlega að fylgja manns eigin sannfæringu og gera þessum afrísku þjóðflokk- um grein fyrir því hversu ómannúðlegar gjörðir þeirra eru og hefðir þeirra og trú- arsiðir í raun siðlausir. Nú mætti kannski halda því fram að þetta fari eftir því um hvað sé að ræða. Að mannrétt- indi séu ekki sambærileg við manndómsvígslu sem felur í sér umskurn. En þetta dugar ekki. Það mætti augljóslega halda því fram - og það hljómar satt að segja mjög sannfærandi - að það séu mannréttindi að fá að vígjast formlega inn í það sam- félag sem maður fæðist inn í, og þar með eru mannréttindi og umskurn allt í einu orðin að einu og sama málinu. maður getur ekki einfaldlega hafnað annarri afstöðunni og samþykkt hina, svo sem hinn hefðbundni, vestur-evrópski hugsunarháttur manns krefst. Þetta er ekki lengur spurning um hvort sé rétt og hvort sé rangt og verkefni manns sé að finna út hvað sé hvað. Vandinn sem maður stendur frammi fyrir er því í raun og veru sá, að maður getur ekki skorið úr um hvort sannfæring manns sé á leið með mann í gönur, en maður verður engu að síður að fella dóm, því að það að fella engan dóm jafngildir í rauninni til dæmis því að sætt- ast á það viðhorf að maður skuli ekki fordæma mannréttinda- brot Kínverja. Þess vegna er einfaldlega ekki hægt að taka ekki afstöðu, þótt maður sjái ekki hvemig í veröldinni það á að vera mögu- legt. Er nema von að frétta- mannsstarfið sé eftirsótt, þar sem maður getur beinlínis skákað í skjóli vinnureglu um að ekki skuli taka afstöðu? (En eins og maður kemst fljótt að raun um er þessi vinnuregla oftar en ekki bara notuð sem afsökun fyrir sið- lausri framkomu.) Að standa á hliðarlínunni og benda á að allir dómar manns séu persónubundnir og fremur sprottnir af fordómum en hlut- lægu mati á aðstæðum er því á endanum innantómt hjal og ekki sá mikli sannleikur sem það er oft talið vera. Þvert á móti virðist það við- horf beinlínis fela í sér ósann- indi, því það byggist á þeirri grundvallarforsendu að manni beri að komast að því hvað sé rétt, og ef ekkert reynist alger- lega rétt (eins og virðist vera raunin) þá þurfi maður ekki að gera annað en að bend á þá staðreynd og yppta svo öxlum. Þannig kemst maður að niður- stöðu, en heldur því fram um leið, að enga niðurstöðu sé að hafa. Að staðnæmast við það og kalla niðurstöðu að manns eigin sannfæring sé sjálfkrafa úr leik sem fordómar, er í rauninni bara tilraun til sjálfsblekkingar þegar úrræðaleysið ofbýður samviskunni. _______UMRÆÐAN Töfrasundið ÍSLENDINGAR eru komnir í stríð. Það má víst reyndar ekki, strangt tekið, nefna það því nafni, því enn hefur engum verið sagt stríð á hendur með við- eigandi formsatriðum, en hvað annað er hægt að kalla aðgerðir NATO á Balkanskaga? „Vestræna samvinnu“? Það er dapurlegt að þráin eftir að láta til sín taka í Evrópumálum skuli endilega þurfa að brjótast fram með þessum hætti hjá þjóð- inni sem býr svo iangt frá heimsins vígaslóð. Herflugvélar fljúga í okkar nafni, og varpa sprengjum á brýr og bryggjur, sjúkrahús og sígarettu- verksmiðjur, börn og gamalmenni, ýmist viljandi eða fyrir mistök. Þó þetta væri ærið, erum við þar að auki að fótumtroða alþjóðalög. Með lögum skal heim byggja, en með ólögum eyða. Afieiðingar þess for- dæmis að gefa frat í þær leikreglur sem heimsbyggðin hefur verið að klambra saman í meira en hálfa öld eru ófyrirsjáanlegar. Yfirsjón eins og að draga lappimar í undirritun Kyoto-bókunarinnar, sem mörgum þykir furðulega djörf uppreisn gegn alþjóðasamfélaginu, verður lítilfjör- leg í samanburði. Það er engin af- sökun, þegar maður tekur þátt í af- töku án dóms og laga, að vera lítil- sigldastur í stórum hópi. En semsagt, Islendingar standa nú heldur betur í stórræðum, og eðlilegt að spyrja hvaða stórfeng- legi tilgangur helgi þetta meðal. Fréttamennimii’ okkar hafa fyrir sína parta löngu fengið fullnægjandi svar: NATO hefur fengið sérstakan áhuga á mannréttindum, auk þess að bera hag hrjáðra þjóða fyrir brjósti. NATO hefur ennfremur sérstaka skömm á því að hús séu brennd, þorpum eytt, og íbúum þeirra stökkt á flótta. Það er ekki nóg með að fréttamenn hafi kyngt þessu svari athugasemdalaust nokkrum sinnum, heldur hafa þeir líka stundum haft orð á þessu í fréttum sínum, án þess að hafa eftir öðrum, eins og hverri annarri óum- deildri staðreynd, s.s. að viðskipti á verðbréfaþingi hafi numið 1.150 milljónum í dag. En þótt þetta sé sjálfsagt ágætt svar út af fyrir sig, þá stenst það ekki langa skoðun. NATO hefur þráfald- lega látið jafnslæma eða verri harmleiki og mannréttindabrot við- gangast, t.d. í Indónesíu, Alsír, Tsjetsjeníu og Tyrk- landi (hér er auðvitað miðað við ástandið í Kosovo áður en NATO rétti fram hjálpandi hönd). Þótt fréttahaukum okkar virðist þykja vangaveltur af þessu tagi vandræðalegar eða jafnvel ósæmileg- ar, hefur borið dálítið á því í blöðum að svarað væri spurningum í þessa veru, þótt þær hafi ekki verið bornar upp. Svona eins og þegar grænjaxl á Stríð Það er dapurlegt, segir Steinþór Sigurðsson, að þráin eftir að láta til sín taka í Evrópumál- um skuli endilega þurfa að brjótast fram með þessum hætti hjá þjóð- inni sem býr svo langt frá heimsins vígaslóð. rjúpnaveiðum þrýstir óvart of fast á gikkinn áður en hann hefur komið auga á rjúpuna. Bent hefur verið á, að auk þess að batnandi manni sé best að lifa, þá sé ekki nema eðli- legt að hjálpa þeim fremur sem næst manni standa. Ekki sé hægt að ætlast til þess að maður frelsi allan heiminn. Enda hafa nú stríðs- haukarnir klifað á því, í fréttaút- sendingum sjónvarpsins, að hér séu á ferð skelfilegustu illvirki í Evrópu frá síðari heimsstyrjöld (sem er reyndar engan veginn ótvírætt, nema miðað sé við það sem gerðist eftir að NATO hóf loftárásir). í Evrópu? Það er hryllilegt þegar Evrópubúar verða fyrir hörmung- um af þessu tagi, og það virðist ekki þurfa að útskýra af hverju það er minna hræðilegt þegar annað fólk verður fyrir þeim. En aðfarir Serba, sérstaklega fyrir loftárásir, eru fljótar að blikna ef farið er að miða við Kambódíu, Gvatemala, Rúanda o.s.frv. En einhverra hluta vegna eru margir farnir að nota orðið „Evrópubúi" eins og sumt fólk notaði orðið „aríi“ áður. Og það virðist ljóst, að miklu skiptir hvor- um megin Töfrasundsins hlutirnir gerast. Töfrasundið er Sæviðarsund, eða Bospórus-sund, þar sem Evrópa og Asía mætast í einni og sömu borg- inni. Við þetta sund snúast náttúru- lögmálin við, a.m.k. hvað NATO við- víkur. Það er að vísu ekki svo, að svart verði hvítt, heitt kalt eða upp niður - eins og í Ástralíu - en þar verður vont gott, mikið lítið og óbærilegt viðunandi. Þar er Tyrkland, þar sem brennd hafa verið niður 4.000 þoi’p, 3 millj- ónir hraktar á flótta og 30 þúsund hafa fallið. NATO-ríki verða ekki sökuð um að hafa látið þjóðemisof- sóknir og mannréttindabrot gegn Kúrdum afskiptalaus: það er NATO-ríkið Tyrkland sem heijar gegn þegnum sem vilja fá að kalla sig Kúrda en ekki Fjalla-Tyrki. Það er NATO-ríkið Bandaríkin sem hef- ur séð til þess að þessir félagar sínir verði ekki uppiskroppa með þyrlur eða herflugvélar til þess að stríða gegn borgurum sem vilja fá tungu sína og menningu viðurkennda. NATO-ríkið Tyrkland á næst- stærsta herinn í bandalaginu, og nú þykir kominn tími á að Tyrkir taki þátt í loftárásum til þess að venja Serba af þjóðernisofsóknum. í Tyrkiandi gæti NATO unnið gegn þjóðernisofsóknum og mann- réttindabrotum með fáránlega ein- földum hætti. Án þess að stofna lífi eins einasta óbreytts borgara í hættu, án þess að sýna í verki að al- þjóðalög séu úr gildi fallin, án þess að margfalda hörmungar þeirra sem verið er að hjálpa, án þess að sprengja upp sjónvarpsstöðvar og fæðingardeildir. Tyrkir þyrftu ekki að fara í eina einustu flugferð yfir Serbíu til þess að binda enda á hörmungar Kúrda. Þeir gætu ein- faldlega hætt ofsóknum gegn þeim. Bandaríkjamenn þyrftu ekki að miða á svo mikið sem eina einustu brú eða sprengja upp eitt einasta sendiráð til þess að draga úr mann- réttindabrotum í Tyrklandi. Þeir gætu einfaldlega hætt að senda Tyrkjum vopn. Höfundur er lífefnafræðingvr. Steinþór Sigurðsson Skattleggjum forsetann FORSETI íslands hefur ávallt gefið sig út fyrir að vera bar- áttumaður. Ungur að árum hóf hann út- varpsþætti, sem báru nafnið Þjóðlíf og seinna færðust í sjón- varpið. Árið 1970 stýrði hann þætti sem fjallaði um skattamál og „einkum um þá sem lifðu vel en borguðu litla skatta“. Þar sýndi Ólafur meðal annars myndir af glæsihúsum manna sem voru afar tekjulágir samkvæmt framtali. En hvers konar baráttumaður er Ólafur Ragnar? Hann gagnrýndi á sínum yngri árum menn sem unnu að því að byggja upp frjálsan at- vinnurekstur, njósnaði um skatt- greiðslur þeirra og fordæmdi í Rík- issjónvarpinu. Hann taidi sig berj- ast fyrir hagsmunum launafólks en þegar hann sjálfur komst í valda- stól fékk hann viður- nefnið „skattman", jók útgjöld ríkisins og skipaði launafólki að þræla myrkranna á milli til að ullariðnað- ur, fiskeldi og loðdýi-a- rækt fengi að þrífast undir verndarvæng ríkisins. I dag þiggur hann enn laun sín af fé vinnandi fólks, borgar ekki krónu í skatt og þegir þunnu hijóði um breytingar í þá áttina þrátt fyrir fögur fyrir- heit í kosningabarátt- unni. Þetta er maður- inn sem gaf sig út fyrir að vera vinur launafólks í landinu. Þetta er baráttumaðurinn. Á fyrstu dögum Ólafs sem fjár- málaráðherra var hann ekki spar á yfirlýsingamar og sagði meðal annars að það væri „náttúrulega ólíðandi að ákveðnir vel efnaðir borgarar í þessu landi skyldu kom- ast hjá því að greiða sína eðlilegu Björgvin Guðmundsson Skattar * A fyrstu dögum sínum sem fjármálaráðherra, segir Björgvin Guð- mundsson, sagði Olafur Ragnar að það væri „náttúrulega ólíðandi að ákveðnir vel efnaðir borgarar í þessu landi skyldu komast hjá því að greiða sína eðlilegu skatta“. skatta“. Er ekki kominn tími til að maðurinn, sem var duglegur að leggja á skatt, fái að bera sömu byrðar og annað launafóik í land- inu? Er ekki kominn tími til að maðurinn, sem var duglegur að auka útgjöld ríkisins, fái að vinna fyrir hið opinbera 150 daga á ári eins og aðrir þegnar þessa lands? Er ekki kominn tími til að skatt- leggja forsetann eins og aðra? Höfundur er í stjórn HeimdnUnr, f.u.s.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.