Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ AUGLÝSING SÁÁ FRÉTTIR Birtar í Morgunblaðinu 5. tbl. júní 1999 Ábm: Theódór S. Halldórsson AUGLÝSING SÁÁ, Samtök áhugafólks um áfengis- og vimuefnavandann Sími: 581-2399 • Fax: 568-1552 Vefsetur SÁÁ er á slóðinni: www.saa.is Aðalfundur SÁÁ var haldinn fimmtudaginn 27. maí Næg verkefni framundan Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, var endurkjörinn formaður SÁÁ á aðalfundi samtakanna. í skýrslu sinni lýsti hann starfsemi SÁÁ árið 1998 og framtíðaráformum. Aðalfundur SÁÁ var haldinn þann 27. maí. Fjölmenni var á fundinum sem einkenndist af sátt og sam- kennd. Þórarinn Tyrfingsson, formaður SÁÁ, flutti skýrslu sína um starfsemi samtakanna á síðasta ári. Fram kom að erfiðlega gengur að láta enda ná saman í rekstrinum. Kemur þar, að mati Þórarins, að mestu til sú ráð- stöfun ríkisvaldsins árið 1992 að lækka mjög framlög til sjúkrarekstrar samtakanna. Það gerir það að verkum að hlutur samtakanna sjálfra í rekstri sjúkrastofnana, sem í raun er á ábyrgð ríkis, hefur stækkað mjög og er nú um þriðjungur af rekstrar- kostnaði. Þórarinn sagði fyrirsjáan- legt að taka yrði fjármuni til sjúkrarekstrarins frá öðrum rekstrar- liðum. Mikilvægi forvarnarstarfs Umfang rekstrarins hefur breyst lítið undanfarin ár. Innlagnir hjá samtök- unum voru í heild tæplega 2800 á síðasta ári. Það sem helst veldur áhyggjum er vaxandi hlutfaO ungs fólks í hópi sjúklinga. Á tíu ára tíma- bili ffá árinu 1988-1998 fór hlutfall ungra sjúklinga úr 4% í 14%. Þórarinn minntist sérstaklega á mikilvægi forvarnastarfs og sagði að mikið starf væri óunnið varðandi upplýsingagjöf og rannsóknastarf. Benti hann á að mikilvægt væri að finna og sinna áhættuhópum. Stjórnarkjör Formaðurinn þakkaði stjórnar- mönnum og þá sérstaklega Oddi Hjaltasyni, formanni byggingar- nefndar, fyrir góð störf. Á fundinum var kjörin ný stjórn, varastjórn, endurskoðendur og vara- endurskoðendur. í 36 manna aðalstjórn voru kjörin til þriggja ára: Anna Ólafsdóttir Björnsson, Björn J. Guðmundsson, Friðrik Theodórsson, Guðmundur Á. Kristinsson, Heiður Gunnarsdóttir, Jakob Ó. Jónsson, Pétur Sigurðsson, Tómas Agnar Tómasson, Tryggvi Sigurbjarnarson, Valur Júlíusson, Þorleifur Gunnarsson og Þráinn Bertelsson. Varamenn til eins árs voru kjörnir: Axel Rúnar Guðmundsson, Flosi Ólafsson, Tómas Jónsson, Sig- urður Rafn Bjarnason og Sigmundur Sigfússon. Endurskoðendur voru kosnir Gunnar Ólafsson og Þór Fannar og til vara Gísli S. Loftsson og Sigurður H. Þorsteinsson. Ný framkvæmdastjórn var kjörin og í henni sitja: Arnþór Jónsson, Heiður Gunnarsdóttir, Oddur Hjaltason og Þráinn Bertelsson. Varamenn eru Atli F. Guðmundsson og Jakob Ó. Jónsson. Þórarinn Tyrfingsson var endurkjörinn formaður SÁÁ með lófataki. Þórarinn þakkaði traustið sem honum var sýnt og sleit fundi með þeim orðum að næg verkefni væru ffamundan. Fjölskylduhátíð SÁÁ 9.-11. júlí Úlfaldinn '99 Sumarhátíð SÁÁ, Úlfaldinn ‘99, verður haldin í sjötta sinn helgina 9 - 11. júlí í Galtalækjarskógi. Hátíðin hefur notið mikilla vin- sælda og hefur aðsókn aukist jafht og þétt. Síðustu ár hafa gest- ir verið á annað þúsund. Nánari upplýsingar fást hjá Göngudeild SÁÁ í Síðumúla 3-5, s. 581 2399. Sifej.lt fleiri leita til SAÁ fyrir tvítugt 4,5-r Ognvænlegt Hlutfall (%) drengja I hverjury árgangi sem komiö rf-ýf hafaímeSeröhjá / SÁÁ fvrir tvítuat r í umræðum um ársskýrslu SÁÁ benti Þórarinn Tyrfingsson meðal annars á þá uggvænlegu staðreynd að 4,4% drengja sem fæddir eru árið 1978 komu í meðferð á sjúkrahúsið Vog fyrir tvítugt. Það þýðir að einn drengur af hveijum 23 sem fæddir eru 1978 hefur lagst inn á Vog. Aukn- ingin ffá því sem gerist hjá árgangn- um sem fæddur er árið 1977 er um 23%. Neysla kannabisefna fer stigvaxandi og er hún mest áberandi hjá ungu fólki. Alls leituðu 227 einstaklingar yngri en 19 ára til SÁÁ á síðasta ári af þeim sök- um. Þar af notuðu 106 eða 47% kannabisefni daglega á meðan 6,5% neyttu áfengis daglega. Amfetamínneysla hefur að sama skapi aukist og sprautufíklum fjölgað. 3 5 Flestir þeirra eru á aldrinum 20-40 ára. Á síðustu átta árum hafa 860 sprautufíklar komið til SÁÁ. Áhyggjur af framhaldinu Auk þess sem neysla ólöglegra fíkni- efna hefúr aukist hefur áfengisneysla aukist stig af stigi. Áfengissýld á unga aldri er langvinnur sjúkdómur og er líklegt að stór hluti þeirra sem þegar hafa leitað til SÁÁ muni áfram þarfn- ast hjálpar samtakanna síðar. Af þessu má ráða að kostnaður vegna sjúldinga á aldrinum 20-30 ára muni aukast um helming á næstu árum. Frekari upplýsingar er að finna á vefsetri SÁÁ: www.saa.is 1971 1972 1973 19741975 19761977197« Hlutfail drengja sem komið hafa í meðferð hjá SÁÁ fyrir tvítugt hækkar verulega með hverju ári. Göngudeildarþjónusta AKUREYRI GLERÁRGÖTU 20 • Sími 462-7611 Göngudeild SÁÁ á Akureyri er opin fyrir viðtöl og ráðgjöf alla virka daga frá kl. 9-17. Mánudagur 7. júní, kl. 20 Kynningarfundur fyrir aðstand- endur um starfsemi SÁÁ. Fundurinn er opinn öllum og ókeypis aðgangur. Nánari upplýsingar um starfsemi SÁÁ er að finna á www.saa.is Sjálfspróf SÁÁ á www.saa.is Ert þú á hálum ís? SÁÁ hefur opnað vefsetur sitt á slóðinni www.saa.is. Þar er að fmna margt fróðlegt um samtökin, starfsemi þeirra og rannsóknir. Meðal annars getur fólk athugað með einföldum hætti hvort það er á hálum ís hvað varðar áfengisneyslu. Um er að ræða tvo spurningalista sem nefnast CAGE og SMAST (Short Michigan Alcoholism Screening Test). Fyrri listinn er settur saman úr fjórum spurningum og sá síðari úr þrettán. Margprófaðir listar Spurningalistar þessir hafa margoft verið prófaðir með vísindalegum rann- sóknum og hafa reynst ótrúlega ná- kvæmir. Ef fólk vill fá svör við því hvort áfengisneysla þess, eða einhvers sem það þekkir, sé eðlileg ætti það að fá nokkuð nákvæmt svar ef svarað er samvisku- samlega. Spurningalistar geta þó aldrei orðið jafn nákvæmir og viðtal við fag- fólk með sérþelckingu og er fólki því ráðlagt að leita til slíkra aðila. Álfurinn þakkar góðar mottökur maí og tókst með miklum ágætum. Álfur og Unglings- álfur senda öllum lands- mönnum kveðju með inni- legu þakklæti fýrir hlýjar móttökur. Þeir dvelja nú hjá Álfhildi ömmu í Álfholti. Göngudeildarþjónusta REYKJAVÍK SÍÐUMÚLA 3-5 • Simi 581-2399 Fundir og ffæðsla á vegum SÁÁ: Kynningarfundir SÁÁ eru haldnir í Síðumúla 3-5 alla fimmtudaga. Kynningin hefst kl. 19 og stendur í 45 mín. Á eftir eru leyfðar fyrir- spurnir. Á fundunum er fjallað um starfsemi SÁÁ, áfengissýki og aðra fíkn og meðvirkni. Meðferðarhópur (M-hópur): Móttöku- og kynningarfundir eru á fimmtudögum kl. 16.15. Fundir M-hóps eru fyrir þá sem geta nýtt sér áfengismeðferð á göngudeild. Meðferðin fer ffam á hópfundum, fyrirlestrum og með viðtölum. Fyrstu 4 vikurnar er mætt 4 kvöld í viku en síðan vikulega í 3 mánuði. Víkingahópur: Fundir eru á mánudögum og fimmtudögum ffá kl. 16-17. Móttaka og skráning er á sömu dögum kl. 15.30. Eftir Vík- ingameðferð á Staðarfelli er stuðn- ingur göngudeildar í eitt ár. Fyrstu 8 vikurnar er mætt tvisvar í viku en síðan vikulega í 44 vikur. Kvennahópur: Móttaka og skrán- ing er mánud. kl. 15.30 og fimmtu- daga kl. 17. Effir „Kvennameðferð“ á Vík er veittur göngudeildar- stuðningur í 1 ár. Fundir eru 2svar í viku fyrstu 12 vikur síðan einu sinni í viku. Fjölskyldumeðferð er liður í stuðningi við hópinn. Spilafíklar: Fundir eru á þriðju- dögum frá kl. 18-19. Móttaka og skráning er sömu daga kl. 17.30. Eftir viðtal geta spilafíklar fengið ótímabundinn stuðning. Þessum hópi og aðstandendum standa til boða fræðsluerindi, viðtöl og hópstarf. Ef nauðsyn krefur býðst spilafíklum meðferð um helgar. Helgarnámskeið fyrir spilafíkla verður haldið 18. - 20. júní. Unglingahópur: Vikulega eru haldnir stuðningsfundir fyrir ungt fólk, 14-22 ára, með vímuefha- vandamál. Móttaka og skráning er mánud. kl. 17.20. Fólk kemst inn í hópinn að lokinni meðferð á Vogi eða á eftirmeðferðarstöðum SÁÁ. Stuðningshópur fyrir alkóhóhsta hittist daglega kl. 11 árdegis. Inn- ritanir eru hjá læknum á Vogi. Einnig geta ráðgjafar á göngudeild komið fólki í hópinn. Stuðningshópur fyrir aðstandendur: Fundir aðstandenda alkóhólista eru á þriðjud. kl. 16. í þann hóp fer fólk eftir viðtöl við ráðgjafa eða fjölskyldunámskeið á göngudeild. Foreldrahópur er stuðningshópur fyrir foreldra ungra vímuefnaneyt- enda. Hópurinn er jafnt fyrir foreldra sem eiga börn í meðferð og barna sem hafa lokið meðferð. Jafnframt er hópurinn fyrir þá for- eldra sem leita sér upplýsinga vegna gruns um fíkniefnaneyslu. Fræðslunámskeið lyrir alkóhólista: Helgarnámskeið um bata og ófull- kominn bata verður haldið helgina 4.- 6. júní. Á því er fjallað um ýmsa þætti sem koma í veg fýrir bata fyrstu mánuði eftir meðferð. Námskeiðið hentar einnig þeim sem eru að ná sér efitir önnur áföll. Fjölskyldunámskeið SÁÁ. Helgar- námskeið verður 12.-13. júní. Á því er leitast við að auka þekkingu aðstandenda alkóhólista á vímu- efnasjúkdómnum, einkennum, birtingarformi og áhrif á fólk sem er í nábýli við sjúkdóminn. Þriðjudagsfyrirlestrar: SÁÁ stend- ur fyrir fyrirlestrum alla þriðju- daga kl. 17. Þeir eru öllum opnir en aðgangseyrir er kr. 500. Á næst- unni verða eftirfarandi námskeið: 15. júní: Tilfinningar: Reiði, gremja. 22. júnf: Tilfinningar: Þáttur viðhorfa og hugsunar. 29. júní: Vandi aðstandenda. 6. júlí: Bati við alkóhólisma. 13. júlí: Streita og síðhvörf. G.A. fundir eru haldnir á fimmtu- dögum kl. 20.30 og kl. 18 sömu daga eru haldnir Gam-anon fúndir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.