Morgunblaðið - 25.07.1999, Side 20

Morgunblaðið - 25.07.1999, Side 20
20 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Fj arskiptaþróunin styrki byggðir landsins Einkavæðing Landssímans og lagabreyt- ingar til að tryggja heilbrigða samkeppni í fjarskiptum verða fyrirferðarmestu verk- efnin á næstu árum, segir Sturla Böðvars- son, nýr samgönguráðherra, í viðtali við Kristján Jónsson. Sturla telur koma til greina að fjármögnun vegna stórfram- kvæmda á borð við tvöföldun Reykjanes- brautar verði á hendi einkaaðila. FYRIR nokkrum áratug- um hefðu flestir talið vegaframkvæmdir vera mikilvægasta svið sam- gönguráðuneytisins en nú er öldin önnur. Hvarvetna í iðn- ríkjunum eru það fjarskiptin sem sögð eru munu umbylta lífsháttum okkar, þau eru þegar byrjuð að gera það og skil milli tölvu-, fjar- skipta- og fjölmiðlafyrirtækja verða æ ógleggri. Annar hver Islendingur á nú farsíma, lög um fullt frelsi í fjarskiptaþjónustu tóku gildi í janú- ar 1998 en það flækir málin hér sem víða annars staðar að koparlagnir og ljósleiðarakerfi á landsvísu er í eigu Landssímans. Samkomulag hefur ekki náðst um það hvað sé sanngjamt verð fyrir afnotin og hefur hlutverk Póst- og fjarskipta- stofnunar orðið æ mikiivægara en henni ber að fella salómonsdóma þegar allt um þrýtur. Um næstu áramót verða síma- númer eign notenda en ekki Lands- aímnBS r»rr íoAiíWrííf VGrnnv •JÍIIIHIIÍ an»i/ tv»Jui xjriii- tækið þá að veita keppinautunum aðgang að grunnnetinu. I skýrslu sem unnin var fyrir þáverandi sam- gönguráðherra 1997 um stefnumót- un í fjarskiptum er lagt til að Landssímanum, sem nú er orðinn hlutaféiag, verði ekki skipt upp í smærri einingar. Slík uppstokkun myndi draga úr verðmæti íyrirtæk- isins þegar það yrði selt á markaði. Fyrirtækið fékk sinn fyrsta keppinaut þegar Tal hóf farsíma- þjónustu í fyrra og nú hefur Is- landssími bæst við. Hann hyggst efna til fjarskiptaþjónustu um ljós- leiðarakerfi, fyrst í samstarfi við Reykjavíkurborg á suðvesturhom- inu og síðan víðar á landinu. Ferðaþjónusta er á verksviði samgönguráðherra og þar er margt á döfinni enda hafa gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu aukist hratt á síð- ustu áratugum. I vegamálunum er helst að gerð jarðganga auki tilfinn- ingahitann enda um mikilvæg mál að ræða fyrir mörg byggðarlög. Oformlegt samkomulag var gert á Alþingi um að göng á Austfjörðum yrðu næst á dagskrá en hvar og hvenær er enn óljóst. Ný vegaáætl- un verður lögð fram í vetur. Stöðugt er deilt um Reykjavíkurflugvöll sém margir landsbyggðarmenn teija að verði að vera áfram miðstöð innan- landsflugs. Aðrir benda á óþægindi og hættur vegna flugs yfir íbúðar- byggð í Reykjavík; nær væri að nýta svæðið undir mannabyggð og flytja flugið til Keflavíkur. Fjarskipti og ferðaþjónusta Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra var spurður hver yrðu helstu verkefnin í ráðuneytinu á kjörtíma- bilinu. „Mér sýnist að fjarskiptamálin verði fyrirferðarmest. Það er alveg ljóst að frelsið í fjarskiptamálum hefur þau áhrif að Landssíminn er kominn í sjálfa hringiðu samkeppn- innar sem hann hefur ekki fyrr þurft að takast á við. Lagabreyting- ar til að tryggja samkeppni á þessu sviði verða því forgangsmál. Málefni ferðaþjónustunnar eru einnig ofarlega á baugi, hún er vax- andi atvinnugrein og ég legg áherslu á að sinna henni vel. Eg nefni kynningarmálin sem dæmi og uppbyggingu þjónustunnar í heild. Þar koma vegamálin sterkt inn og jarðgangagerð. Flugþjónusta heyrir einnig undir ráðuneytið og þróun í málefnum flugvalla, svo og öryggis- mál í fluginu. Hafnamál og öryggis- mál sjófarenda þekki ég vel sem gamall bæjarstjóri. Það er af mörgu að taka og ég óttast því ekki að mér muni leiðast í þessu ráðuneyti næstu fjögur árin.“ Hvenær verður Landssíminn einkavæddur? „Verkefnið er svo mikið og flókið að ég held ekki að farið verði að selja hlutabréf í Landssímanum fyrr en á næsta ári, annað tel ég ekki vera raunhæft. Undirbúning- urinn þarf að vera góður. Aður en íanó verour ao seijá nluí í iyríriæK- inu er mikilvægt að fyrir liggi niður- staða af rekstri þessa árs, fyrr er óskynsamlegt að gera ráð fyrir að kaupendur séu reiðubúnir að slá til. En ég tel að það eigi að hraða söl- unni sem mest.“ Er skoðanamunur í málinu milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæð- isflokksins, er deilt um tímasetn- ingu sölunnar? „Ég held að það sé ekki mikill skoðanamunur. Eg get ekki svarað fyrir Framsóknarflokkinn en í stjórnarsamningnum er kveðið skýrt á um að sala á Landssímanum verði undirbúin og ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að samstarfsflokkur okkar sjáifstæðis- manna sé ekki reiðubúinn að standa að sölunni. Tíminn fram á næsta ár er ekki langur, nokkrir mánuðir. Sjálfur tel ég að salan eigi að fara fram í áföngum en þessi mál eru öll í at- hugun og ég vil á þessu stigi ekki tjá mig meira um útfærsluna. Sam- komulagi þarf að ná um hana.“ Landssímanum ber skylda til að tryggja góða fjarskiptaþjónustu um iand allt. Væri rétt að tryggja með lagasetningu að keppinautamir tækju á sig sams konar skyldur svo að jafnræðis sé gætt þegar búið verður að einkavæða Landssfmann? „Þessa þjónustu þarf að tryggja um ailt land. Um næstu áramót verður sú breyting að Landssíman- um verður skylt að hleypa öðrum símafyrirtækjum að með sín númer inn á dreifikerfin og um leið eignast notendur sitt símanúmer, það verð- ur ekki eign símafyrirtækisins. Þetta verður mikilvæg breyting fyr- ir keppinauta Landssímans. Það sem ég segi ráðamönnum fyrirtækisins er að þeir skuii gera þetta eins fljótt og hægt sé og þannig að það verði neytandanum til góða. Asinn má hins vegar ekki vera svo mikill að við neyðum fyrir- tækið til að standa að breytingunni á óhagkvæman hátt, það gæti kost- STURLA Böðvarsson samgönguráðherra Morgunblaðið/Jim Smart að að þjónustan við keppinautana yrði dýrari en ella. Þann aukakostn- að borga á endanum neytendur og hálft ár í þessu sambandi getur varla riðið baggamuninn fyrir kegpinautana. Ég held að Landssíminn hafi átt- að sig á því hvað til hans friðar heyrir í þessum efnum og muni bregðast við samkeppninni, vitandi um þá gagnrýni sem heyrst hefur. Ég hef mikla trú á starfsmönnum hans og tel að stofnanabragurinn hverfi smám saman fyrir tilstuðlan stjóméndanna. Ég hef rætt um að nú þegar Reykjavíkurborg efnir til samstarfs við Íslandssíma og stefnt er að upp- byggingu á nýju dreifikerfi á þeim vettvangi verði menn að gæta þess að fjárfesta ekki um of. Þá er ég með dreifíkerfin í huga vegna þess að á endanum verða það neytendur sem borga brúsann. Segjum að hver útgerð byggði sína eigin höfn, ekki þætti neitt vit í því. Nýtingin yrði svo léleg og það er þetta sem ég á við þegar ég hvet til varkárni í fjár- festingum í dreifikerfum. Ég fagn- aði því hins vegar frá upphafi að fleiri fyrirtæki kæmu inn á markað- inn, að til væru menn sem hefðu kjark og vilja til að sinna þessari þjónustu en fannst eðlilegt að hvetja til að menn nýttu vel dreifi- kerfin, neytendum til hagsbóta. Við þurfum og ætlum að opna kerfin og því tel ég ástæðulaust að byggja upp mörg ljósleiðarakerfi hlið við hlið. Þetta má ekki verða nýtt loðdýra- eða fiskeldisævintýri á sviði fjar- skiptaþjónustu. Ég geri mér vel grein fyrir mikilvægi þess að tryggja sem fyrst fulit frelsi í þess- um viðskiptum. Þetta hef ég sagt margoft eftir að ég tók við embætti. Ég er þá að hugsa um hagsmuni neytandans, ekki Landssímans. Hins vegar er það skyida mín sem handhafa eina hlutabréfs Landssím- ans að sjá til þess að fyrirtækið verði sem öflugast; þannig aukum við verðmæti þess og tryggjum að eigandinn, ríkið, fái sem mest fyrir það. Á sama hátt er eðliiegt að reyna að nýta dreifikerfi í fjarskiptum sem best með því að tryggja í lög- gjöf að símafyrirtæki eigi öll aðgang að dreifikerfi hvers annars gegn eðlilegu gjaldi. Ég á þá við GSM- símakerfin, ljósleiðara og aðra þjón- ustu. Þess vegna tel ég að breyta þurfi fjarskiptalöggjöfinni og lögunum um Póst- og fjarskiptastofnun til að tryggja að samkeppni verði og þá ekki bara hér í Kvosinni í Reykjavík heldur í landinu öllu. Þjónustufyrir- tæki eiga mikið undir því að geta fengið síma- og gagnaflutningsþjón- ustu um allt Island. Ég held því að eitt allra mikilvægasta byggðamálið sé nú að byggja upp fjarskiptakerf- ið hér þannig að allir landsmenn hafi góðan aðgang að því, þetta sé ekki síður mikilvægt en að byggja upp vegakerfið. Þessu hyggst ég vinna að og vænti þess að þeir sem vilja leggja fjármuni í uppbyggingu þessar þjónustu, þ.á m. Reykjavík- urborg, hafi skilning á því að það er best fyrir þjóðina að hægt sé að flytja gögn jafn auðveldlega um allt Island. Þetta er að mínu viti algert grundvallaratriði." Byggðastefna og fjarvinna Fjarkennsla og fjarvinna eru lausnir næstu aldar, segja menn. Þá muni starfsstöðvar fólks geta verið nánast hvar sem er á landinu. Verð- ur þetta hin nýja byggðastefna? „Ég er sammála því að þetta geti orðið hin nýja byggðastefna. Kostn-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.