Morgunblaðið - 25.07.1999, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 25.07.1999, Qupperneq 24
24 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FISKSALINN Á HORNINU Á UNDIR HÖGG AÐ SÆKJA MEÐ AUKINNI SAMKEPPNI FRÁ Morgunblaðió/Kristinn FISKSALAR eru samdóma um að það sem þeir hafa umfram stórmarkaðina er að í fiskbúðum geta við- skiptavinir valið fiskinn eða flökin sjálfir og látið vinna að vild. var FLESTIR þeirra físksala sem rætt var við eru sammála um að viðskipti í fiskbúðum hafi minnkað eftir að kjörbúðir fóru að bjóða upp á ferskan fisk. „Það er nú einu sinni svo að þegar fólk verslar í stórmörkuðunum grípur það fiskinn með sér, nennir ekki í búðina á horninu þótt fiskur- inn sé bestur þar,“ segir Einar Magnússon sem hefur starfað sem fisksali í 25 ár og rekur eigin fiskbúð á Háteigsvegi, Fiskbúð Einars. Margir halda því fram að finna megi betri fisk í fiskbúðunum en stórmörkuðunum. Magnús Sigurðs- son eigandi Fiskbúðarinnar Hafrún- ar í Skipholti segir það ekkert vafa- mál. „Fiskurinn er nýrri hjá okkur því við sem einyrkjar verðum að passa vel upp á gæði fisksins einfald- lega til þess að halda í viðskiptavini okkar,“ segir hann. Kristófer As- mundsson fiskiðnaðarmaður, sem rekur Fiskbúðina Nethyl ásamt föð- ur sínum, Ásmundi Karlssyni, segir skýringuna þá að stórmarkaðirnir geri miklar kröfur til heildsala sinna um verð og þrýsti því niður eins og hægt er. „Heildsalinn á því um tvennt að velja, annaðhvort að fara á hausinn eða einfaldlega að kaupa ódýrari fisk og hann er að sjálfsögðu lélegri vara. Fisksalar verka fisk sinn sjálfir og losna því við nokkum milli- liðakostnað. Þeir geta því keypt dýr- ari fisk á fiskmörkuðunum og selt beint til neytandans,“ segir hann. Fiskbúðirnar eru oftar en ekki einungis hluti af rekstri fyrirtækj- anna. Fiskverkun og þjónusta við veitingahús, verslanir og mötuneyti eru stór hluti rekstrarins og jafnvel matvörumarkaðnum undanfarna áratugi hefur sérhæfðum smáverslunum fariö fækkandi. Ber þar aö minnast mjólkur- búða og kjötverslana sem liðið hafa undir lok. Úti á landsbyggöinni hafa fiskbúðir veriö lagðar niður hveráfætur annarri og finna má mörg sjávarplássin þar sem ekki er lengur hægt aö nálgast ófrosinn fisk nema á bryggjunni. Nú um stundir eru um tuttugu fiskverslanir starfræktar á höfuð- borgarsvæðinu. Sigríður Dögg Auðuns- dóttir heimsótti nokkrar þeirra og komst að því að fisksalan sjálf er í flestum tilfell- um einungis hluti af rekstrinum. „ÞAÐ er nú einu sinni svo að þeg- ar fólk verslar í stórmörkuðunum grípur það fiskinn með sér, nennir ekki í búðina á horninu þótt fiskur- inn sé bestur þar,“ segir Einar Magnússon í Fiskbúð Einars. Morgunblaöið/Ámi Sæberg „UM TÍMA voru fiskbúðir á niðurleið en með tilkomu nýrrar kyn- slóðar fisksala er að takast að snúa þelrrl þróun við,“ segir Kristján Berg (t.v.), eigandi Fiskbúðarinnar Varar. T.h. er Ei- ríkur Auðunsson matreiðslumeistari. veigameiri þáttur en fisksalan sjálf og þónokkrir fisksalar verka einnig fisk og selja til útlanda. Fisksalar eru jafnframt sammála um að það sem þeir hafa umfram stórmarkaðina er að í fiskbúðum geta viðskiptavinir valið fiskinn eða flökin sjálfir og látið vinna að vild. I stórmörkuðunum er hins vegar stærsti hluti fisks í neytendapakkn- ingum sem takmarkar valmögu- leika neytandans. „Góður fiskur kostar meira,“ segir Kristófer, „og þegar verið er að berjast í krónum og aurum líkt og hér tíðkast, minnka gæðin og fiskneysla minnk- ar.“ Ragnar Hauksson, sem starfar í Fiskbúð Hafliða á Hverfisgötu, er þó á öðru máli. Fyrirtæki hans þjónust- ar einnig verslanir og segir hann að sömu kröfur séu gerðar til hráefnis sem fer í stórmarkaðina og í fiskbúð- ina. Hann samsinnir því þó að fisk- búðum komi til með að fækka áfram. „Kröfurnar eru orðnar miklar hvað varðar útlit og umgjörð," segir hann. „Margar búðir eru ekki reknar í nógu góðu húsnæði og kosta þyrfti miklu til við endurnýjun svo það uppfylli kröfur." Fjölbreyttari fisktegunda neytt núorðið Ragnar segir þó að mun betra úr- val sé nú í fískbúðunum en áður og Með vaxandi hlutdeild stórmarkaðanna á

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.