Morgunblaðið - 25.07.1999, Side 28

Morgunblaðið - 25.07.1999, Side 28
28 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1999 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR U'* THLUTUN byggðakvóta, sem skýrt var frá í fyrradag, er að sjálfsögðu ekkert annað en sértækar aðgerðir, sem stjórn- völd hafa ítrekað lýst yfir, að þau hafí horfíð frá með örfáum und- antekningum. Úthlutun byggða- kvótans jafngildir því, að hið op- inbera hafi afhent ísafjarðarbæ 39 milljónir króna til þess að deila út á meðal atvinnufyrir- tækja í sveitarfélaginu, Vestur- byggð 20 milljónir króna, Breið- dalsvík 18 milljónir króna o.s.frv. Þetta er þeim mun athyglis- verðara, þar sem Arni M. Mathiesen, sjávarútvegsráð- herra, hefur verið á ferð um Vestfirði og sagði m.a. í samtali við Morgunblaðið í fyrradag: „Að undanförnu hefur mátt ætla, af fjölmiðlaumfjöllun, að ástandið væri mjög slæmt, en fyrir utan vandamál hjá einstökum fyrir- tækjum er margt mjög gott og jakvætt að gerast á Vestfjörðum. Ég hef það ekki á tilfínningunni, að almenn vandamál ríki í at- vinnulífínu eða það sé hrun á Vestfjörðum. Ég er bjartsýnn á, að sjávarútvegurinn verði sterk atvinnugrein þar.“ I ljósi þessara ummæla sjávar- útvegsráðherra má spyrja, hvers vegna verið sé að úthluta kvóta að verðmæti 60 milljónir króna til Vestfjarða? Sömu sögu má áreiðanlega segja af Austfjörðum en töluvert af byggðakvótanum fer þangað. Fyrir utan þetta grundvallaratriði er svo ástæða Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. til að spyrja hvernig sveitar- stjórnirnar ætla að úthluta þess- um verðmætum? Fiskkvóti er ígildi peninga. Byggðastofnun hefði alveg eins getað afhent þessum byggðarlögum peninga. Samkvæmt hvaða reglum á að út- hluta þessum verðmætum til sjávarútvegsfyrirtækja í viðkom- andi byggðarlögum? Hvað segir sá sem ekki fær þegar hann horfir á sjávarút- vegsfyrirtæki í sama byggðarlagi fá aflient endurgjaldslaust um- talsverð verðmæti? Er ekki aug- ljóst, að það er verið að mismuna fyrirtækjum með herfilegum hætti? Með hvaða rökum? A að refsa þeim, sem standa sig vel í rekstri? Hvaða rök eru fyrir þessu nýja styrkjakerfi í ljósi tveggja daga gamalla ummæla sjávarútvegsráðherra? Úthlutun byggðakvótans end- urgjaldslaust sýnir í hnotskurn vandamálin við óbreytt kvóta- kerfi. Úthlutun byggðakvótans á Vestfjörðum og Austfjörðum til einstakra fyrirtækja fyrir ekki neitt er nákvæmlega það sama og gerist á landsvísu, þegar sjávar- útvegsfyrirtækjum er úthlutað kvóta fyrir ekki neitt, hvort sem um er að ræða hina upphaflegu kvótaúthlutun eða þegar kvóti hefur verið aukinn. Það er eng- inn munur á úthlutun byggða- kvóta eða landskvóta að þessu leyti. Þegar bæjarstjórnirnar fara að úthluta kvótanum til einstakra aðila mun sama óánægja gjósa upp í byggðarlögunum og ríkir um land allt vegna kvótakerfísins eins og það er nú. Það er ekki frambærilegt og verjandi að út- hluta kvótanum með þessum hætti. Þetta er gamla hafta- og skömmtunarkerfið í hnotskurn, þar sem verðugir fengu en aðrir ekki. Menn sjá þetta bara betur, þegar þetta gerist í fámennum byggðarlögum heldur en á lands- vísu. Eina skynsamlega leiðin fyrir þær sveitarstjórnir, sem nú hafa fengið þessi verðmæti í hendur, er að selja þau á markaðsverði eða bjóða þau upp til þess að sjá hver er tilbúinn til að bjóða bezt. Það eru þá væntanlega þeir, sem eru með beztan rekstur. Og er ekki tilgangur kvótakerfisins m.a. sá, að sía út þá, sem standa bezt að rekstri fyrirtækja sinna. Með þeim hætti ganga þessir fjármunir með einum eða öðrum hætti til almannaþarfa. Á Vestfjörðum eru starfrækt öflug sjávarútvegsfyrirtæki. Þau kaupa og selja kvóta eftir því, sem hentar hagsmunum þeirra. Þau hafa efni ó að kaupa kvóta frá öðrum sjávarútvegsfyrirtækj- um. Hvers vegna skyldu þau ekki hafa efni á að kaupa kvóta af Isa- fjarðarbæ? Eru nokkur skyn- samleg rök fyrir því, að þau geti t.d. keypt kvóta af Granda svo dæmi sé nefnt en ekki af Isa- fjarðarbæ? Auðvitað ekki. En ná- kvæmlega það sama á við á landsvísu. Fyrirtækin hafa efni á að kaupa kvóta hvert af öðru og þar af leiðandi hafa þau efni á að kaupa kvótann, sem úthlutað er af stjórnvöldum. Það þýðir ekki að halda því fram í þessu sambandi, að kvót- anum sé úthlutað til þess að tryggja atvinnu og þess vegna megi ekki selja hann. Hann nýt- ist allavega til þess að auka at- vinnu á Vestfjörðum, ef hann er seldur þar. Munurinn er bara sá, að andvirðið leggst í almannasjóð en ekki einkasjóði útvaldra út- gerðarfyrirtækja. Það hefur áreiðanlega ekki verið tilgangur stjórnvalda með byggðakvótanum að sýna fram á þennan stórkostlega veikleika óbreytts kvótakerfis. Á seinni ár- um hefur fátt gerzt sem undir- strikar þennan veikleika betur. BYGGÐAKVOTI - NÝTT STYRKJAKERFI? „En hvað um meistara nútíma málaralistar?“, spurði ég. „Ég hef ekkert um þá að segja“, sagði Gunnlaugur. „Að fara að básúna þeirra verk, finnst mér eitthvað líkt því og að tala um að sólin sé björt. Én láttu ekki gæla við þig. Vertu ekki jábróðir tíð- arandans. Láttu ekki samtíðina slípa af þér kantana og gera úr þér fínan mann.“ „Var þetta öðru vísi, þegar þú varst að byrja?“ „Já, maður hafði ekki á tilfinning- unni, að tíðarandinn ætlaði að éta mann. Maður var fijáls. Og það var óskapleg krítík. Við vorum óánægðii- með listina, nema svona einn og einn snilling, gamlan eða nýjan. Ég held að við höfum verið jafn óánægðir með samtíð og fortíð, lík- lega óánægðari með samtíðina. Mað- ur hitti unga menn og jafnaldra sína. Þeir voru svalir og klárir, eins og ég sagði. En þetta var samt óþarfa amstur, fínnst mér nú. Sú stóra list með upphafsstaf og heimsviðurkenn- ingu er frekar sjaldgæft fyrirbæri. En ég hef lært af reynslunni að fara varlega í að gefa resept upp á tíðar- andann eða sjálfan mig. Jón Engil- berts sagði mér einu sinni, að úti í Noregi væru stundum haldnar trú- arsamkomur og þar kæmu menn til áheyrenda, dúnkuðu fólkið í bakið og spyrðu: „Ér du frelst?" Já, mér fmnst stundum, að nútíminn sé flutt- ur sem trúarboðskapur og fagnaðar- erindi, og það er alltaf verið að berja í bakið á manni og spyrja: ertu frels- aður? eða: ertu með? Hefurðu með- tekið „kviku aldarinnar?" Gunnlaugur minnt- ist einnig á að hann hefði ávallt haft mikl- ar mætur á Rousseau, Matisse, Marquet og Bonnard, auk þeirra sem að framan grein- ir. Engar sérstakar mætur hafði hann á tassistum og nefndi Pollock í því sambandi. En myndir Vero- nese, Delacroix og Watteau fannst honum mikil hátíð og mikil veizla fyrir augað, eins og hann komst að orði. Þar eru alls nægtir, sagði hann. „En mér finnst abstraktlistin nokkuð einhæf og fátæk. Myndir Veronese eru eins og veisluborð með ótal réttum og vínum og alls konar lúxus. Myndir Mondrians eru sem molar af því borði. Ég get ekki hirt þá. En ég flyt engan boð- skap, mundu það, og þrengi ekki skoðunum mínum upp á nokkurn mann.“ Honum fannst sumir listamenn, sem hafa ekki átt upp á pallborðið, eins og leiftrandi elding í svörtu myrkri næturinnar: vondur smekk- ur! Hann þoldi ekki „góðan smekk“ þeirra sem hafa það eitt markmið í listinni að gæla við það sem er fínt og í tízku á hverjum tíma. Hann sagði stundum að hann hefði rækt- að með sér vondan smekk. Honum þótti frönsku málararnir mjög að- gengilegir og myndir þeirra hefðu alltaf svör við öllu í málaralistinni. „Ég elska Watteau. Hann er mál- verkið sjálft," sagði hann eitt sinn við mig. „Watteau er Mozart mál- verksins. Líklega hef ég lært mest af Watteau." Hann var flæmskur að uppruna. Gunnlaugur sagði, að listamenn væru alltaf að byrja á einhverju og innblásturinn væri eins og ský á himninum. „Hefur þú tekið eftir því, hvað skýin eru margbreytileg? Þau eru alltaf að biðja mann að mála af sér mynd“, gat hann allt í einu sagt í miðju samtali. Og svo bætti hann kannski við: „Náttúran er full af litum og maður frelsast aftur og aftur í öllum þessum gráu núönsum og óendanlegu litasam- böndum sem stríða á mann.“ Myndir Picassos minntu Gunn- laug Scheving á þau tvö öfl í nátt- úrunni sem rífa niður og byggja upp aftur: djöfuls afl og engils veldi. Þessi tvíhyggja var Gunn: laugi áleitið umhugsunarefni. í verkum Picassos eins og annarra Spánverja kynnist hann tilfinning- unni fyrir harmleik lífsins, sárs- auka og dauða eins og hann minnt- ist svo eftirminnilega á í einu sam- tala okkar. Gunnlaugur sagði að ekki væri unnt að tala um einn Picasso. Hann minnti á listgagn- rýnandann, sem hafði skrifað þessi orð: „Ég er óánægður með myndir Picassos." En þá svaraði málarinn: „Hvaða Picassos?“ Gunnlaugi fannst Miro vera arftaki alþýðulist- arinnar, eins og hún birtist í göml- um myndskreytingum á veggjum og í vefnaði. Honum fannst íslenzk málaralist hafa staðið sig nokkuð vel, þó ung væri. Þó gerði hann sér grein fyrir því, að hún hafði verið langt á eftir tímanum og minntist eitt sinn á það við mig, að sama ár- ið og Ásgrímur Jónsson málaði sína frægu Heklumynd hefði Picasso lokið við Stúlkumar frá Avignon. M. HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 24. júlí TÍMABILIÐ FRÁ 1945 til 1975 er stundum nefnt „Ameríska öldin“. Þetta nafn vísar til þeirrar yfirburðastöðu, sem Bandaríkin nutu eftir lok síðari heims- styrjaldarinnar. Gömlu stórveldin í Evrópu voru þá komin að fótum fram eftir hildarleikinn mikla, Þýskaland var í rústum og endalok heimsveldis Breta voru skammt undan. Hinn „bandaríski frið- ur“, Pax Americana, leysti af hólmi hinn breska, Pax Britannica. Bandaríkin urðu hnattrænt risaveldi. Bandaríkjamenn gerðust útflytjendur við- horfa og gildismats, sem þeir voru tilbúnir til að verja með hervaldi ef nauðsyn krafð- ist. Þar bar hæst hugmyndina um frelsi ein- staklingsins og ágæti hins frjálsa hagkerfis. Einkum einkenndist „Ameríska öldin“ af viðspymu við útþenslustefnu kommúnista og óbilandi sjálfstrausti Bandaríkjamanna, sem bæði ráðamenn og margir helstu fjöl- miðlar kepptust við að treysta á þeim for- sendum að þjóðinni væra búin þau „örlög“ að vera í forastuhlutverld. Átökum einangr- unarsinna og alþjóðasinna lauk er Harry Traman forseti lýsti yfír því í marsmánuði 1947 að Bandaríkin myndu verjast sókn kommúnismans með því að veita ríkis- stjórnum Grikklands og Tyrklands hemað- ar- og efnahagsaðstoð. Alþjóðasinnar urðu síðan ofan á í Repúblikanaflokknum er Thomas Dewey var öðra sinni valinn fram- bjóðandi flokksins í forsetakosningunum 1948. Bandaríkjamenn höfðu tekið að sér að fylla tómarúmið, sem skapaðist eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Þetta ástand, „Ameríska öldin“, varði í 30 ár. Raunar vilja sumir skilgreina þetta hug- tak á annan veg og miða við árin 100 frá 1889 til 1989 er Berlínarmúrinn hrandi. Öðram þykir rétt að miða upphaf þessa tímabils við lok síðari heimsstyrjaldar og endalokin við ósigur Bandaríkjamanna í Ví- etnam-stríðinu árið 1975. Margt mælir með þessari skilgreiningu. Sérstaklega sýnist hæpið að kenna forsetatíð Calvins Coolidge (1923-1929) við „Amerísku öldina“ enda ein- kenndust þau ár af afskiptaleysi á vettvangi utanríkismála. Víetnam-stríðið, sem John F. Kennedy forseti bar ráðamanna mest ábyrgð á, þótt það kæmi í hlut Lyndons B. Johnsons að stórauka þátt Bandaríkjanna í því, var háð á þeim forsendum að hefta bæri útþenslu heimskommúnismans. í raun skildu Banda- ríkjamenn aldrei hver óvinurinn var og hvað það var sem gerði honum kleift að þola blóðbaðið og hryllinginn. Ósigurinn í Víetnam hafði gífurleg áhrif á bandarísku þjóðina. Sjálfstraust hennar beið alvarlegan hnekki og við tók tímabil sjálfsskoðunar og hógværðar. Jimmy Carter, látlaus maður, sem gerði út á lítillæti sitt og andstöðu við valdakerfið í Washington, var kjörinn for- seti Bandaríkjanna. Með því móti brást bandaríska þjóðin við niðurlægingunni í Ví- etnam og þeim trúnaðarbresti sem Water- gate-málið hafði í för með sér. Afsprengi „Amerísku aldarinnar“ ÞETTA TIMABIL sjálfskoðunar og hófstillingar varði ekki lengi, nánar til- tekið aðeins í fjögur ár. Bandaríkjamenn höfnuðu hógværð og „gráma“ Carter-tíma- bilsins haustið 1980 og kusu Ronald Reag- an forseta; mann sem um flest var beint afsprengi „Amerísku aldarinnar“. Reagan forseti einsetti sér að endurreisa sjálfs- traust Bandaríkjamanna. Hann nýtti sér- hvert tækifæri til að lofa hin „bandarísku lífsgildi“, stóð fyrir gríðarlegri hernaðar- uppbyggingu og kom jafnan fram sem réttnefndur hatursmaður kommúnismans. Sovétríkin nefndi hann „keisaradæmi hins illa“ og var full alvara. Eftirmaður Reagans á forsetastóli var George Bush, afkvæmi stjórnmálastéttar- innar og maður sem „Ameríska öldin“ hafði einnig mótað. Bush forseti fylgdi stefnu Reagans í hvívetna. Hann var al- þjóðasinni, sem var sannfærður um að Bandaríkin hefðu ótvíræðu forustuhlut- verki að gegna. í forsetatíð hans liðu Sov- étríkin endanlega undir lok og Bandaríkja- menn stóðu uppi sem sigurvegarar kalda stríðsins. Forsetinn tók að ræða um „nýtt heimsskipulag" en virtist ekki fyllilega gera sér ljóst í hverju það fæhst. Hann vann sögulegan sigur í umboði Sameinuðu þjóðanna á herafla Saddams Hussein Iraksforseta en stóð síðan fyrir herför til Sómalíu í nafni mannúðar, sem misheppn- aðist algjörlega með skelfilegum afleiðing- um. Bandaríkjamenn höfðu sig á brott en þá þegar voru áhrifamiklir þing- og fjöl- miðlamenn teknir að vara við því að „ann- að Víetnam" væri yfii*vofandi. Sú samlík- ing stóðst vitanlega ekki skoðun en hafði tilætluð áhrif. Þrátt fyrir glæsta sigra á vettvangi ut- anríkismála, endalok kalda stríðsins og snöggan sigur á hervél Saddams Hussein íraksforseta, höfnuðu Bandaríkjamenn George Bush er hann sóttist eftir endur- kjöri 1992. Við tók ný kynslóð. Bill Clint- on, ungur menntamaður, sem mótmælt hafði Víetnam-stríðinu og komið hafði sér hjá herþjónustu, var kjörinn forseti. Bandaríkjamenn vildu á ný beina sjónum sínum inn á við og Clinton hét því að verða við þeirri ósk þeirra. „Ég hyggst einbeita mér sem leysigeisli væri að efnahagsmál- unum,“ sagði Clinton í upphafi forsetafer- ils síns. Forsetinn var nýgræðingur á sviði utanríkis- og varnarmála og þótti um margt minna á átrúnaðargoð sitt John F. Kennedy. Sú samlíking átti eftir að reyn- ast réttmæt á tilteknum sviðum. Þótt Clinton forseti tilheyri annarri kynslóð en þeir forsetar sem nefndir voru hér að framan er hann engu að síður mót- aður af „Amerísku öldinni“. Stjórnmála- skoðanir hans voru í mótun þegar áfallið í Víetnam reið yfír. Hafí forsetinn í upphafí ferils síns viljað horfa inn á við gerðu utan- aðkomandi atburðir að verkum að enn á ný var kallað eftir forustuhlutverki Banda- ríkjamanna á evrópskri grundu. Vafalaust hefur reynslan frá Víetnam mótað mest þá afstöðu Clintons forseta að ekki bæri að senda landhersveitir inn í Kosovo-hérað í Júgóslavíu til að binda enda á grimmdarverk sveita Slobodans Milosevic Júgóslavíuforseta þar. Þrátt fyr- ir gífurlegan þrýsting ekki síst af hálfu Breta, sem jafnan telja sig í „sérstöku sambandi“ við Bandaríkjamenn á söguleg- um og menningarlegum forsendum, neit- aði Clinton staðfastlega að beita öðru en flugvélum í herförinni í Kosovo. Ymsar at- hugasemdir hafa verið gerðar við þessa herfræði en mestu skiptir að stefna Clint- ons skilaði tilætluðum árangri. Enginn vafi leikur á að Evrópuríkin hefðu, þrátt fyrir heldur digurbarkaleg ummæli um eigin mátt, aldrei megnað að koma á friði fyrst í Bosníu og síðan í Kosovo. Bandaríkjamenn gegndu þar og gegna enn ótvíræðu forustuhlutverki. Því er oft haldið fram að ófriðurinn í fyrrum Júgóslavíu hafi leit í ljós máttleysi Evr- ópusambandsins á vettvangi utanríkis- og varnarmála. Ekki verður annað séð en að það mat eigi við rök að styðjast. Það kom því í hlut Clintons forseta, mannsins sem andmælti Víetnam-stríðinu og kom sér undan herþjónustu, að undir- strika á ný yfirburðastöðu Bandaríkja- manna gagnvart Evrópubúum í hernaðar- legu og pólitísku tilliti. Afskipti Banda- ríkjamanna af ófriðnum í fyrrum Júgóslavíu réttlættu forsetinn og undirsát- ar hans með tilvísun til reynslunnar af síð- ari heimsstyrjöldinni. Samhliða þessu tók forsetinn að leggja ríkari áherslu á for- ystuhlutverk Bandaríkjamanna í heimin- um en hann hafði áður gert. Er nú svo komið að málflutningur hans greinir sig í raun í engu frá þeim skoðunum, sem þeir menn, sem mótuðu „Amerísku öldina", héldu á lofti af slíkum sannfæringarkrafti. Óvinurinn, heimskommúnisminn, er að vísu horfinn en Bandaríkjamenn sýnast ekki í nokkrum vafa um yfirburðastöðu sína á alþjóðavettvangi. Bandaríkin eru eina risaveldið og áhrifasvæði þeirra er hnattrænt rétt eins og skuldbindingarnar. r~:-----— Morgunblaðið/Rax VIÐ NÁMASKARÐ mmmmmmmmmm evrópusam- MÓtvægÍ VÍð bandið var upp- BandanTdn ™nale^a /tefn- að sem Inðar- bandalag, bandalag um að skapa sameigin- lega hagsmuni til að tryggja að Evrópuríki tækju ekki á ný að fara með ófriði hvert gegn öðru. Sem slíkt hefur þetta samstarf skilað þeim árangiá, er þeir framsýnu menn, sem til þess stofnuðu, stefndu að. Evrópusamstarfið, sem nú fer fram á vettvangi Evrópusambandsins (ESB), hef- ur sífellt orðið metnaðarfyllra og nú er svo komið að ákveðið hefur v.erið að aðildarríki þess móti í sameiningu stefnu á sviði utan- ríkis- og öryggismála. Sögulegt skref var stigið í þessu viðfangi fyrr á þessu ári þegar ákveðið var að útnefna Spánverjann Javier Solana, framkvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins (NATO), „utanríkisráðherra“ Evrópusambandsins. Solana hefur sýnt að þar fer sérlega hæfur maður. Verkefnið er hins vegar risavaxið. Aðild- arríki ESB eru 15 og hagsmunir þeirra í mjög mörgum tilfellum ólíkir. Þótt Banda- ríkjamenn fái nú brátt símanúmer, sem þeir geta hringt í þegar þeir þurfa að ráð- færa sig við Evrópuríkin, svo vitnað sé til orða Henry Kissingers, fyrrum utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, má fullyrða að það verður bæði erfitt verk og tímafrekt að samræma afstöðu aðildarríkja Evrópusam- bandsins á þessu sviði. Stækkun ESB mun ekki auðvelda það starf. Hættan er einnig sú að viðbragðstími ESB-ríkjanna verði óhóflega langur þannig að svigrúm þeirra til aðgerða verði lítið, skapist óvissuástand. Þetta samstarf ESB-ríkjanna mun hafa víðtæk áhrif og þeirra mun án nokkurs vafa gæta á vettvangi Atlantshafsbandalagsins, sem aftur gerir að verkum að það er mikið hagsmunamál okkar íslendinga, sem stönd- um utan Evrópusambandsins, að fylgjast grannt með þessari þróun. Hins vegar sýn- ist full ástæða til að hafa efasemdir um að sameiginleg utanríkis- og varnarmálastefna Evrópusambandsríkja verði „skilvirk“, ef svo má að orði komast, í nánustu framtíð. Þó er ljóst hvert stefnir. Evrópuríkin hafa fullan hug á að mynda ákveðið mót- vægi við Bandaríkin í efnahagslegu, póli- tísku og hernaðarlegu tilliti. Þennan ásetn- ing Evrópusambandsríkjanna verður að taka alvarlega þótt hér hafí verið viðraðar ákveðnar efasemdir um samstarfið í utan- ríkis- og öryggismálum þegar til skemmri MÁTTUR BANDA- ríkjanna birtist á hinn bóginn ekki einvörðungu í her- afla þessa risaveldis, pólitískum skrið- þunga og gríðarlega kröftugu efnahagslífi. Bandaríkin hafa einnig haslað sér völl sem menningarlegt stórveldi á síðustu áratug- um. Nú er svo komið að bandarísk viðhorf og bandarískt gildismat hafa mótandi áhrif um allan heim með sama hætti og Banda- ríkjamenn gerðust forðum helstu „útflytj- endur“ einstaklings- og markaðsfrelsisins. Bandarískar „uppfínningar" og þó ekki síst bandarískir lífshættir verða sífellt áhrifameiri, ekki aðeins í Evrópu heldur einnig í Asíu. Þjóðir heims hafa tekið fagn- andi bandarískri skyndibitamenningu rétt eins og bandarískar kvikmyndir og sjón- varpsefni er hvarvetna í boði. Oft er fjallað með neikvæðum hætti um neysluhyggjuna svonefndu með þeirri yfirborðsmennsku og auglýsingaskrumi sem henni óneitan- lega tilheyrir og hún rakin til Bandaríkj- anna. Hins vegar fer ekki á milli mála að fólk um allan hinn vestræna heim, hið minnsta, hefur fallið kylliflatt fyrir þessari hugmyndafræði. Á þessu sviði hafa Evrópuríkin einnig reynt að bregðast við. Líkt og alkunna er hafa fjölmargir evrópskir stjórnmálamenn og menningarfrömuðir andmælt með ýmsu móti þessari yfirburðastöðu Bandaríkj- anna á sviði hvers kyns neyslu, afþreying- ar og dægurmenningar. Því er m.a. haldið tíma er litið. Fjölda- menning og neysluhyggja fram að þetta feli í sér ógnun við menn- ingu Evrópuþjóða. Svipaður málflutningur hefur heyrst hér á landi. Frakkar hafa verið í nokkru forustu- hlutverki í Evrópu hvað varðar varðstöðu um menninguna gagnvart bandarískum áhrifum. Þar í landi hefur m.a. verið gripið til ráðstafana til að hamla gegn því að bandarískt efni tröllríði dagskrám sjón- varpsstöðva og Frakkar hafa einnig haldið uppi vörnum fyrir franska tungu. Almennt má segja að varðstaða Frakka um tungu sína sé um flest til fyrirmyndar þótt vægi hennar á alþjóðavettvangi fari minnkandi. Bandarísk fjöldamenning, markaðs- og neysluhyggja með öllu því, sem þessum fyrirbrigðum fylgir, er í mikilli sókn víðast hvar á Vesturlöndum. Þessari þróun fylgja breyttir lífshættir, önnur viðhorf og nýtt gildismat. Greinilegt er að fólk hér á landi, sérstaklega unga fólkið, er mjög opið fyrir þessari lífsháttabreytingu. Skyndibitasala hér á landi er t.d. með miklum ólíkindum, kvikmyndahús og sjónvarpsstöðvar bjóða svo til eingöngu upp á bandarískar bíó- myndir og þætti og á það ekki síst við um efni, sem ætlað er ungu fólki. Börn eru hér enda hraðmælt á enska tungu fyrir ferm- ingu. Allt er þetta mikið umhugsunarefni fyrir litla þjóð. Því verður tæpast á móti mælt að áhrifin eru æði einhæf hvað þenn- an mikilvæga kima menningarinnar varð- ar, sem mótar svo mjög viðhorfin og gildis- matið. Það kann ekki síður að reynast erfítt verk hyggist ríki Evrópu sameinast um að mynda mótvægi við Bandaríkin í menning- arlegu tilliti. Menn kann að greina á um hvenær „Ameríska öldin“ hófst en er henni lokið? Vissulega höfðu Bandarikjamenn skýrari hugmyndir um hvernig þeir vildu móta al- þjóðamál eftir síðari heimsstyi’jöldina heldur en eftir sigurinn í kalda stríðinu. Vísast væru helstu hugmyndafræðingar þessa tímabils þó fullsáttir við stöðu Bandaríkjanna fengju þeir nú horft yfir sviðið. „Bandarísk fjölda- menning, mark- aðs- og neyslu- hyggja með öllu því sem þessum fyrirbrigðum fylg- ir er í mikilli sókn víðast hvar á Vesturlöndum. Þessari þróun fylgja breyttir lífshættir, önnur viðhorf og nýtt gildismat. Greini- legt er að fólk hér á landi, sérstak- lega unga fólkið, er mjög opið fyrir þessari lífshátta- breytingu. Skyndibitasala hér á landi er t.d. með miklum ólík- indum, í kvik- myndahúsum er svo til eingöngu boðið upp á bandarískar bíó- myndir. Börn eru hér enda hraðmælt á enska tungu fyrir ferm- ingu.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.