Morgunblaðið - 11.08.1999, Page 11

Morgunblaðið - 11.08.1999, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 11 FRÉTTIR Félagar í breskri flugsveit á Islandi afhjúpa minnismerki á Selfossflugvelli EINN af foringjum í flugsveitinni, Hugh Eccles (í miðið), og sendiherra Bretlands á íslandi, James McCulloch (t.v.), afhjúpuðu minnismerkið. Hér eru þeir á spjalli við Arngrím Jóhannsson, forseta Flugmálaféiags íslands. ÞEIR Joe Owen-King (t.v.) og Gerry Raffé sögðu það nánast óraunverulegt að vera komnir aftur á gamlar slóðir. Sérstakt að koma hingað aftur „OKKUR finnst alveg sérstakt og nánast óraun- verulegt að koma hingað aftur eftir meira en 50 ár,“ sögðu þeir Joe Owen-King og Gerry Raffé, fé- lagar í flugsveit 269 í Konunglega breska flughern- um, er þeir voru á Selfossflugvelli í gærmorgun en þá var afhjúpað minnismcrki um veru sveitarinnar hér á landi í seinni heimsstyrjöldinni. Nokkrir fé- lagar sveitarinnar komu hingað til lands í boði Atl- anta sem stóð að gerð minnisvarðans í samstarfi við Flugmálafélag íslands og fleiri aðila. Við upphaf athafnarinnar flugu þeir Sigurjón Valsson, flugkennari og flugmaður hjá íslandsflugi, og Magnús Norðdahl, fyrrverandi flugstjóri hjá Flugleiðum, listflug á frönsku Cap 10 vélinni og hinni rússnesku Yak 55. Jón Guðbrandsson, fulltrúi Flugklúbbs Selfoss, bauð gesti velkomna en klúbb- urinn hefur aðsetur á Selfossflugvelli og átti einnig aðild að uppsetningu minnisvarðans. Klúbburinn fagnaði 25 ára afmæli sínu á liðnu vori. Minnisvarð- ann hannaði Ásta Þóris en hann stendur á stein- stöpli og sýnir flugbrautirnar þrjár sem voru í Kaldaðarnesi. Einnig fluttu ávarp þeir Arngrimur Jóhannsson, stjórnarformaður Atlanta, Hugh Eccles, foringi í flugsveitinni og séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson. Eccles sagði það verðugt að minnast þeirra sem störfuðu í Kaldaðarnesi með þvi að reisa því minnisvarða, margir hefðu týnt lífi sínu en hann sagði starf sveitarinnar hafa haft mikla þýðingu fyrir framgang stríðsins. Hann sagði það einstakt að fulltrúum sveitarinnar skyldi hafa verið boðið til lands þar sem þeir hefðu starfað. Margt hefur breyst „Hér hefiir mikið breyst frá því fyrir meira en hálfri öld. Við dvöldum mest hér fyrir austan en skruppum mánaðarlega til Reykjavíkur en þar þekkjum við ekki annað í dag en Hótel Borg, allt er orðið gjörbreytt," sagði Gerry Raffé. Hann var Morgunblaðið/Jim Smart VIÐ afhjúpun minnismerkisins voru einnig grdður- sett nokkur tré. Merkið sem sést í baksýn gerði Ásta Þóris en það sýnir flugbrautirnar þijár sem voru á Kaldaðarnesi. sprengjumaður í flugsveitinni sem hafði yfir að ráða Hudson-vélum og voru alls um 240 manns í Kaldaðarnesi þegar mest var frá því í mars 1941 og fram eftir árinu 1943 en meðlimir sveitarinnar dvöldu hér misjafnlega lengi. „Á vélunum var fjög- urra manna áhöfn og tvær dúfur,“ sagði Joe Owen- King en hann var flugsljóri, „því ef vél hlekktist á og áhöfnin varð sambandslaus var hugsanlegt að dúfurnar kæmu henni til hjálpar." Þeir félagar sögðu lítið hafa verið um hjálpar- tæki eða leiðsögutæki og hætt við villum þegar menn flugpi í myrkri og dimmviðri. „Okkur stóð mest ógn af Ingólfsfjalli og urðum að fara varlega vegna þess en samt missti sveitin ekki nema eina vél þar. Fjóra menn misstum við í flugslysi á sjálf- um vellinum en flestir fórust þegar vélar þeirra fóru í sjóinn.“ Verkefni sveitarinnar var að fylgjast með ferðum kafbáta Þjóðveija í grennd við ísland. Sögðu þeir að alls hefðu sést 68 kafbátar og hefði íjórum þeirra verið sökkt. „Einum náðum við, sáum hann við yfir- borðið og þá kafaði hann en kom sfðan upp aftur og í framhaldi af því náðum við honum. Þýsku her- mennirnir komu út á dekk og gáfu merki um upp- gjöf og kafbáturinn var síðar færður til Bretlands. Þar var hann notaður til æfinga og margs konar at- hugana og kom þannig í góðar þarfir okkar megin.“ Flugsveit 269 varð til árið 1915 en var stofnuð formlega 1918 og hefur starfað með hléum síðan. Félagar hennar hittast árlega og halda þannig hóp- inn. Eftir veruna í Kaldaðarnesi voru meðlimir sveitarinnar sendir í verkefni hér og þar og þannig hefur hún starfað í flestum heimshlutum. Arngrímur bauð eftirlifandi meðlimum flugsveit- arinnar sem hér voru á striðsárunum til Iandsins og auk þess að vera við athöfnina á Selfossflugvelli í gær hafa þeir skoðað sig litilsháttar um á Suður- landi. Þeir halda aftur af landi brott á morgun. Kanarí- veisla Heimsferða í vetur frá kr. 46.355 Leiðandi í lægra verði til Kanaríeyja og þjónustu við farþega 20.000 kr. afsláttur fyrir 4 manna fjölskyldu 10.000 kr. afsfáttur fyrir bjön ef liu bðkarfyrir 1. xent Heimsferðir kynna nú glæsilega vetrar- áætlun sína með spennandi ferðatilboð- um í vetur þar sem þú getur valið um ævintýraferðir til Kanaríeyja í beinu vikulegu flugi flesta sunnu- daga í allan vetur. Þú getur valið um þá ferðalengd sem þér best hentar, 2, 3, 4 vikur eða lengur, og nýtur þjónustu okkar reyndu fararstjóra á meðan á dvölinni stendur. Beint flug með glæsileg- um Boeing 757-véIum án millilendingar og við bjóðum valda gististaði í hjarta Ensku strandarinnar og verðið hefur aldrei verið lægra en nú í vetur. Vikulegt flug í vetur Einn vinsælasti gististaðurinn - Paraiso Maspalomas SPENNANDI dagskrá í vetur Sigurður Guðmundsson verður með spennandi dagskrá fyrir Heimsferðafarþega í vetur. Sérferðir Heimsborgara 20. okt 21.nóv 2. jan 9. jan 23. apríl Brottfarar- dagar 20. okt. 21. nóv. 12. des. 19. des. 26. des. 2. jan. 9.jan. 30. jan. 6. feb. 20. feb. 27. feb. 12. mars. 19. mars. 26. mars. 2. apríl 9. apríl 16. apríl Ótrúlegt verð Sigurður Guðmundsson Verð frá Verð frá kr. 46.355 kr. 48.655 Vikuferð til Kanarí 26. mars, hjón með 2 böm, Tanife með 5.000 kr. afslætti á mann. Innifalið í verði er flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli, Ferð í 3 vikur, 21. nóv., m.v. hjón með 2 böm, Tanife. Verð frá kr 69.990 íslensk fararstjóm og skattar. M v-2 1 íbúð’Tanife-12-mars-2 vikur ef bókað er fyrir 1. sept. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.