Morgunblaðið - 11.08.1999, Page 12

Morgunblaðið - 11.08.1999, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ I- FRÉTTIR Sótt um leyfí fyrir flensulyfi Byggingarleyfí vegna Laugavegar 53b fellt úr gildi Byggingara.ðili íhug- ar að krefíast bóta BÚIÐ er að sækja um leyfi fyrir flensulyfinu relenza hér á landi, en lyfið hefur þegar verið leyft í Bret- landi og Bandaríkjunum. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Hjörleif Þórarinsson, framkvæmda- stjóra Glaxo Wellcome ehf. Sótt var um leyfi um síðustu ára- mót, en samkvæmt upplýsingum frá Lyfjanefnd ríkisins er venjulegur af- greiðslutími slíkra umsókna um eitt ár. Hjörleifur sagðist telja að miklar líkur væru á því að lyfið yrði leyft hérlendis, þar sem það hefði þegar verið leyft í Evrópu og Bandaríkjun- um. Hann sagðist vonast til að lyfið gæti komið í hillur apóteka um næstu áramót. Hann sagði að lyfið yrði lyfseðilskylt og að meðferðin, sem tekur viku, mundi líklega kosta 3-4.000 kr. Lyfið er tekið inn tvisvar á dag í fimm daga. Meðferðin á að hefjast innan tveggja daga eftir að einkenn- in gera vart við sig. Rannsóknir hafa leitt í Ijós að veikindin vara 40% skemur ef lyfið er tekið inn og að það dragi úr einkennum. JÓN Sigurjónsson, kaupmaður og byggingaraðili hússins við Lauga- veg 53b, en úrskurðarnefnd um skipulags- og byggingarmál hefur fellt byggingarleyfi þess úr gildi, segist vera að meta stöðu sína tO að krefja Reykj aríkurborg um bætur vegna þess að byggingarleyfi húss- ins hafa tvisvar verið felld úr gOdi. Upphaflegar áætlanú- hans gerðu ráð fyrir að húsið yrði tObúið fyrir ári. „Eg hef tvisvar fengið byggingar- leyfi, sem Reykjavíkurborg hefur veitt og ekki stenst, og Reykjavík- urborg hlýtur að þurfa að standa skil á því og þeim kostnaði sem því fylgir að koma þessu í gang. Við höfum ekki gert neitt sem Reykja- víkurborg hefur ekki verið sammála um. Við hljótum að eiga rétt.“ „Við erum mjög ósáttir með þennan úrskurð," sagði Jón. Hann sagði að í fyrra skiptið hefði bygg- ingarleyfið verið ógilt vegna of hás nýtingarhlutfalls. „Við erum að út- vega bflastæði undir húsinu til þess að uppfylla þær reglur sem gflda fyrir svona hús og við höfum þau í opnum og óupphituðum bflakjallara undir húsinu. Við höfum farið eftir því sem Reykjavíkurborg og aflir þeir sem við höfum haft samband við, meira að segja þeir sem semja lögin og reglurnar, segja að slíkar bflageymslur, svokallað b-rými, telj- ist ekki með við útreikning nýting- arhlutfalls." I úrskurðinum kemur fram að þótt svokallað b-rými sé undanskflið við útreikning eignarskiptayfirlýs- inga í fjöleignarhúsum gildi aðrar reglur við útreikning nýtingarhlut- faUs, þ.e. hlutfallsins mflli stærðar lóðar og stærðar gólfflatar í bygg- ingu. „Það er ekki rétt. Guðmundur G. Þórarinsson, sem kennir mönn- um í háskólanum að reikna þetta út og meta, hefur gefið yfirlýsingu um að b-rými eigi ekki að teljast með í nýtingarhlutfalli. Það er einhver togstreita mflli Skipulagsstofnunar ríkisins og Reykjavíkurborgar og við lendum þar á milli. Reykjavíkur- borg hefur alla tíð túlkað þetta á þennan hátt. Ef þessi lög eru túlkuð svona eru nýgerðir eignarskipta- samningai' fyrir fjöleignarhús allir vitlausir og í uppnámi.“ Sátt við fyrri eigendur Annað atriði sem ógflding bygg- ingarleyfisins byggist á er nálægð fyrirhugaðrar byggingar við aðliggjandi hús. Um það sagði Jón: „Þegar við byrjuðum að byggja skv. fyrra leyfi var alger sátt við fyrri eigendur og þá selja eigendur Laugavegar 55 húsið. Það koma ný- ir eigendur og þeir eru ósáttir við hvemig bygging okkar er í seinná málinu og kæra þá líka. Þau vissu afla tíð þegar þau kaupa hvemig húsið átti að vera. Það er rosalega ósanngjarnt að einhverjir aðflar geti komið inn í þegar búið er að veita byggingarleyfi og geti kært þegar allt er komið af stað. Þessi lög eru ekki í lagi. Það þarf að stoppa það að það sé hægt að kæra eftir að það er búið að veita bygg- ingarleyfi. Ef það á að stoppa þarf að gera það á skipulagstímabilinu en ekki eftir að búið er að gefa byggingarleyfi og byrjað að byggja. Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á þetta.“ Húsið þykir einnig of nálægt hús- inu nr. 53a við Laugaveg og Hverf- isgötu 72 og 74 samkvæmt úrskurð- inum. „Við emm tæpa þrjá metra frá Laugavegi 53a en á 53a er eld- vamarveggur og það segir ekkert í lögunum annað en ef eldvamar- veggur er fyrir hendi þá er í lagi að byggja nær. Þetta er mjög strangur úrskurður og ósanngjam. Jón Kjell á 53a hefur byggt eld- vamarvegg út í lóðarmörk en við megum ekki byggja út í hans lóðar- mörk. Þetta er ósanngjarnt á alla vegu. Á svona stað vilja borgaryfir- völd auðvitað að sé byggt út í lóðar- mörk ef þess er kostur; við Lauga- veginn. Við rifum hús sem var búið að standa í lóðarmörkum í 80 ár og þá segir þetta fólk að við þurfum þessi leyfi tfl að byggja út í lóðar- mörk í staðinn. Þetta er ekki sann- gjarnt. Ef við ætlum að byggja upp sambyggða húsaröð hvernig væri það að hafa alls staðar 6 metra sund á aðalverslunargötu Reykjavíkur? Það gengur ekki upp.“ Jón segir að fólkið við Laugaveg 53a, sem standi fyrir kærunum, hafi sjálft byggt út að lóðarmörkum á alla vegu. „Svo eiga aðrh- að fara frá lóðarmörkum til að það hafi eitt- hvert svigi-úm. Þetta er ekki í lagi.“ Viðræður við borgina Jón sagði að næstu skref í málinu væri að stofna tfl viðræðna við borg- aryfirvöld um hvað eigi að gera í málinu. „Núna eram við stopp í hálft ár að minnsta kosti. Við erum búnir að verða fyrir svo miklum skaða á þessu að það er ekki hægt að bjóða okkur meira. Við ætluðum að hafa húsið tflbúið fyrir ári þegar nýi Laugavegurinn var opnaður. Við eram mjög sái’ir yfir hvemig þessir íbúar sem standa fyrir þess- um kærum eru að eyðfleggja fyrir okkur verslunargötuna. Ef íbúamir ætla að haga sér svona verður ekki byggt almennflegt verslunarhús við Laugaveginn. Við eram að rembast við að útvega 2-3 verslunarpláss af stærðargráðunni 150-200 fermetrar en í Debenhams í Kópavogi sem verður opnað eftir 2 ár verða 100 svona pláss. Það sjá allir hvers lags möguleika við höfum á Laugavegin- um ef það gengur svona að byggja 2-3 pláss. Þetta er ekki bara slæmt fyrir mig heldur miðborgina og verslunagötuna Laugaveg því hér geta menn ekki þróað sig. Við get- um ekki endalaust boðið upp á 50 fermetra verslanir þegar flehi hundruð fermetra verslunarpláss era hér allt í kringum okkur. Þetta leiðir tfl þess að verslanimar þróast út af þessu svæði. Það er slæmt. En ef íbúarnir vilja bara krár og kaffí- hús við götuna þá er þetta leiðin til þess.“ Stökktu til Costa del Sol 31. ágúst frá kr. 29.955 Nú seljum við síðustu sætin hinn 31. ágúst til Costa del Sol og þú getur nú nýtt þér einstakt tilboð okkar til að komast í sólina á þennan vinsæla áfangastað. Þú bókar núna og staðfestir ferðina og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og látum þig vita hvar þú gistir. Verð kr. 29.955 Verð kr. 39.990 M.v. hjón með 2 böm, 2ja-l 1 ára, M.v. 2 í stúdíó, 1 vika, 31. ágúst. 31. ágúst í 1 viku. Verðkr. 49.990 M.v. 2 í stúdíó, 2 vikur, 31. ágúst. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is Oft hefur vöruúrvaliO verið mikið og verðið gott... Verð Áður Verð Nú Reebok skór 3.990- 990- Reebok skór m/púða 7.990- 3.990- Fótboltaskór 3.990- 1.990- íþróttagallar S-XXL 7.290- 2.990- íþróttagallar 128-176 5.990- 1.990- Regnjakkar ^ 8.590- 2.990- MIKIÐ ÚRVAL AF ÚLPUM, REGNFATNAÐI 0G SUNDB0LUM A D I D A S FATNAÐUR í ÚR V A L I RcGbok GEAR boItámáður'nn LAUGAVEGI 23 • SÍMI 551 5599 adidas COnVERSE

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.