Morgunblaðið - 11.08.1999, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 11.08.1999, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 23 ERLENT Varað við að heilsu Pinochets fari hrakandi London, Madrid. The Daily Telegraph, Reuters. í NÝRRI skýrslu lækna Augustos Pin- ochets, fyri-verandi ein- ræðisherra í Chile, er varað við því að heilsa Pinochets fari svo mjög versnandi að hann gæti látist í stofufangelsi í Bretlandi, áður en búið sé að taka afstöðu til framsalsbeiðni spænsk- ra dómstóla á hendur honum. Hefur Marco Antonio Pinochet, son- ur Pinochets, af þessum sökum óskað þess að föður sínum verði leyft að halda heim til Chile. Skýrslan var tekin saman að beiðni stjórnvalda í Chile en hana skrifuðu einkalæknir Pin- ochets og breskur læknir, sem ann- ast hefur einræðisherrann fyrrver- andi á meðan á dvöl hans í Bret- landi hefur staðið. Munu stjómvöld í Chile hafa afhent breska innanrík- isráðherranum hana í því skyni að auka enn þrýsting á bresk stjóm- völd að þau sendi Pinochet heim á leið, í stað þess að taka afstöðu til framsalsbeiðni spænskra dómstóla á hendur Pinochet, sem lögð var fram á grundvelli ásakana um að gróf mannréttindabrot hefðu verið framin í stjórnartíð hans í Chile. Talsmenn mannréttindasamtak- anna Amnesty Intemational sögðu hins vegar að það væri ekki einka- lækna Pinochets að ákveða hvort hann geti komið fyrir rétt; slíkt yrði óháður læknir, skipaður af breskum dómstólum, að leggja mat á. Fyrir helgina höfðu stjómarandstæðingar og dagblöð á Spáni gagnrýnt harðlega þá ósk Pedros Rubiras ríkissaksóknara að Pinochet yrði sleppt úr haldi. Rubira hafði lagt til að Pinochet yrði sleppt úr haldi enda nyti hann friðhelgi þjóðhöfðingja, rétt eins og Juan Carlos Spánai'konungur nyti friðhelgi. Ríkissaksóknari Spánar verði rekinn fyrir ununæli sín Talsmaður sósíalista á Spáni, sem eru í stjómarandstöðu, fór fram á að Rubira yrði rekinn úr starfi vegna ummæla sinna, enda væri „óviðurkvæmilegt" að bera saman Pinochet og Spánarkonung. Spænska stjórnin hafði áður lýst því yfír að hún myndi ekki taka mál Pinochets úr dómsmeðferð en ýmis mannréttindasamtök hafa lýst yfír áhyggjum sínum af að Spánverjar kunni að semja við Pinochet og að hann muni því verða frjáls ferða sinna. Augusto Pinochet Palestínumaður skotinn til bana eftir árás á ísraelska hermenn Barak og Arafat reyna að forðast árekstur Reuters LÖGREGLUMENN rannsaka brak bfls Palestínumannsins er særði 12 ísraelska hermenn þegar hann ók á fullri ferð inn í hóp þeirra. Árás- armaðurinn liggur látinn við hlið braksins. Jerúsalem, Reuters. AÐ MINNSTA kosti tólf særðust alvarlega eftir að Palestínumaður ók inn í hóp ísraelskra hermanna, mitt á milli Jerúsalem og Gaza, í gærmorgun. Lést árásarmaðurinn stuttu seinna í skothríð ísraelskra löggæslusveita sem kallaðar voru á vettvang. Nýskipuð ríkisstjórn ísraels og yfirvöld Palestínu, sem enn eiga í deilum um framkvæmd Wye-friðarsamkomulagsins, reyndu í gær að forðast árekstur eftir at- vikið. „Arásarmaður hermdarverksins er ofbeldissinni sem að öllum lík- endum aðhyllist öfgakenndar hug- myndir þjóðernisstefnu," sagði Ehud Barak, forsætisráðherra Isra- els, blaðamönnum að loknum fundi hans með Newt Gingrich, fyrrum forseta fulltrúadeildar Bandaríkja- þings. Hann sagði ennfremur að at- burðurinn styrkti ásetning ísraels- manna að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að binda enda á hryðjuverkastarfsemi öfgasinna á báða bóga. Enn hefur enginn lýst ábyrgð sinni á atvikinu. Yfirvöld Palestínu- manna segja málið í rannsókn en gagnrýndu ísraelsku löggæslusveit- imar fyrir dauða árásarmannsins, en þau telja þær hafa hafið skothríð of snemma. ísrelsstjóm gerir heimastjóm Palestínumanna ekki ábjTga fyir ódæðinu sem er ólíkt stefnu fráfarandi stjórnar Benja- mins Netanyahus. Hafði Netanyahu fyrir skömmu ásakað stjóm Palest- ínumanna fyrir aðgerðarleysi til að stemma stigu við hermdarverkum gegn Israelum og í framhaldi af því stöðvað framkvæmdir ákvæða Wye- friðarsamkomulagsins. Fundur um friðar- samkomulagið Samkvæmt heimildum fréttastofa er líklegt að Arafat og Barak fundi í næstu viku um friðarsamkomulagið. Samningamir kveða meðal annars á um að á tólf vikna tímabili afhendi ísraelar Palestínumönnum 13% landsvæðis á Vesturbakkanum í þremur áföngum. Barak hefur nú farið fram á seinkun þriðja og síð- asta áfangans, en Palestínumenn segjast ekki tilbúnir að fallast á það. Heimildir herma að óopinberar samningarviðræður Palestínu- manna við nána samstarfsmenn Baraks, er nú standa yfir, miðist að því að þrýsta á forsætisráðherrann að falla frá frestunartillögunum fyr- ir fundinn með Arafat. SPEEDO 10-60% staðgr. afsl. af öllum vörum REIÐHJÓL SPORTFATNAÐUR ÚTIVISTARFATNAÐUR GOLFFATNAÐUR OGKYLFUR FILA SUNDFATNAÐUR l^eebok IÞROTTASKOR GONGUSKOR ROLUR ^Houison Ármúla 40, símar 553 5320, 568 8860. Perslunin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.