Morgunblaðið - 11.08.1999, Síða 36

Morgunblaðið - 11.08.1999, Síða 36
■éö MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ GUÐBJORG EINARSDÓTTIR + Guðbjörg Ein- arsdóttir fædd- ist á Hvalnesi í Lóni 9. júlí 1914. Hún andaðist í Landspít- alanum 31. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Einar Eiríksson frá Hval- nesi, bóndi og kaupmaður, f. 10. • júní 1883, d. 3. jan- i^úar 1973, og Guð- rún Þórðardóttir frá Viðborði á Mýr- um, f. 14. sept. 1884, d. 9. júlí 1926. Systkini Guðbjargar eru: Stúlka, f. 19. okt. 1911, d. 25. okt. 1911, Eiríkur, f. 1. mars 1913, lést tíu daga gamall, Þor- björg, f. 16. maí 1916, Eiríkur, f. 28. apríl 1919, d. 21. okt. 1994, Sólrún, f. 26. ágúst 1921, d. 14. des. 1996, Sigurður, f. 23. júni 1925. Guðbjörg giftist 30. júlí 1939 Sigurði Valdimar Sigjóns- syni í Bæ, f. 9. feb. 1912, d. 25. okt. 1980. Foreldrar Sig- urðar voru Sigjón Bjarnason, f. 24. apr- íl 1879, d. 14. maí 1954 og Bergljót Sig- urðardóttir, f. 6. mars 1881, d. 8. júní 1955, sem bjuggu í Bæ í Lóni. Dætur Guðbjargar og Sig- urðar eru: 1) Guðrún Ósk Sigurðardóttir, f. 14. feb. 1937, maki Þórir Sig- urður Oddsson, f. 1. sept. 1934, d. 9. júní 1993. Börn þeirra eru: Sigurður Þórisson, maki Hólm- fríður Sigríður Jónsdóttir, börn Guðrún Þóra og Jón Þórir. Stef- anía Ósk Þórisdóttir, maki Frið- leifur Kristjánsson, dóttir Mirjam Yrsa. Vilhjálmur Þór Elsku amma mín. Mér er þungt fyrir brjósti, það virðist dimmt allt _ljm kring, tárin glitra á hvörmum niér og söknuðurinn svíður sárt. Ég veit að það þurfa allir að fara, en ég hafði vonast til að hafa þig hjá mér dálítið lengur. Þú hefur verið við hlið mér alla mína ævi og skipað mikilvægan sess í lífi mínu. Ég átti því láni að fagna að alast upp með þig og afa á heimilinu. Þú varst heima og annaðist okkur systkinin meðan aðrir fóru til starfa. Þú hlustaðir á orð okkar full áhuga, varst þolinmóð og skilnings- rík, tókst þátt í því sem við gerðum v-jpg sýndir námi okkar sérstakan áhuga. Þú viðaðir að þér miklum fróðleik í gegnum tíðina og þeim fróðleik miðlaðir þú til okkar á eftir- minnilegan hátt. Það var svo gaman að heyra frásögn þína af lífi og lifn- aðarháttum fólks hér á árum áður. Þú lifðir miklar breytingar í þjóðfé- laginu og einn af þínum helstu kost- um var að þér tókst að lifa í nútím- anum. Þú lagaðir þig að breyttum tímum en varðveittir góðar minn- ingar um liðna tíð. Þú trúðir á það góða í fólki og hallmæltir aldrei neinum. Þú varst falleg manneskja og þess vegna laðaðir þú að þér fólk úr öllum áttum. Þú varst mörgum vinum mínum mjög kær og margir ^•ipplifa söknuð þegar þú ert farin. Élsku amma mín. I huga mínum varðveiti ég mynd af fallegri konu. Bros þitt var eins og sólargeisli, augnaráðið minnti á tvær stjömur á himni og hlátur þinn fyllti mig gleði. Þú varst minn traustasti vinur og þú elskaðir mig af öllu hjarta. Faðmur þinn var sterkur og hlýr og huggunarorð þín græddu sár mín. Heimurinn var betri meðan þú lifðir og það er blessun að fá að kynnast manneskju eins og þér. Þú skilur eftir svo margt í orði og verki, þú gafst mér svo mikið og kenndir mér svo margt. Með minninguna um þig í hjarta mér mun ég takast á við líf- ið betri manneskja. Guð varðveiti þig, elsku amma mín, þar til við hittumst á ný. Þín Stefanía Ósk Þórisdóttir. Elsku amma mín, kærleiksrík, umburðarlynd, óeigingjöm, óhvikul, (jjúpvitur, víðsýn. Laus við eftirsjá, laus við hégóma, laus við öfund. Aldrei sjálfsvorkunn, aldrei neikvæði, aldrei illmælgi, aldrei langrækni. Ávallt samúðarfull, ávallt jákvæð, ávallt áhugasöm, ávallt framsýn. Hræddist engan mann, dæmdi engan mann. Þegar andlát ber að höndum Útfararstofan annast meginhluta alira útfara á höfuðborgarsvæðinu. Þarstarfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu. AláSleg þjónusta sem byggir á langrí reynslu Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf. Vesturhlíð 2 — Fossvogi — Sími 551 1266 LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 MINNINGAR Þórisson, maki Diljá Tegeder. 2) Rakel Svandís Sigurðardótt- ir, f. 31. janúar 1942, maki Ást- valdur Guðmundsson, f. 28. maí 1940. Dætur þeirra eru: Guð- björg Ástvaldsdóttir, maki Michael Jourdan, börn Thelma Rán og Anton Freyr. Þyri Berglind Ástvaldsdóttir, maki John Lettow, dóttir Gefion Yr. Júliana Ýr Ástvaldsdóttir, maki Anré Sikavica, sonur Jannis Cyrill. Guðbjörg missti móður sína 12 ára gömul og ólst hún upp þar eftir í skjóli föður síns, föð- urömmu og föðursystkina. Guð- börg og Sigurður hófu búskap sinn í Bæ í Lóni og bjuggu þar frá 1936 til 1946. Þau voru á Hvalnesi 1946 til 1947, og aftur í Bæ 1947 til 1966. Haustið 1966 fluttust þau til Reykjavíkur og deildu þar heimili með dóttur sinni, Guðrúnu Ósk, og eigin- manni hennar, Þóri Sigurði. Guðbjörg bjó með dóttur sinni til æviloka. Utför Guðbjargar Einarsdótt- ur fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Hafði jafna trú á öllum. Trúði að allir væru jafnir. Algerlega sátt, algerlega óttalaus. „Þið haldið svo bara áfram ykkar ferð,“ sagði hún skömmu áður en hún kvaddi. Elsku amma mín, ég bið að heilsa í húsið til afa. Sigurður Þórisson (Siggi). Ég man vel hvað ég hugsaði fyrst þegar Siggi lýsti þér fyrir mér. Þeg- ar hann hafði dásamað þig um stund tók ég að efast. Það gæti nú tæpast verið að þú hefðir alltaf tíma til að hlusta, talaðir ekki illa um fólk, settir alla jafnt og værir óvenjulega ung í anda. Það var greinilegt að honum þótti vænt um ömmu sína og hlyti frásögnin að litast af því. Seinna þeg- ar ég kynntist þér vttrð mér Ijóst að hann hafði hvorki ýkt né logið. Þú varst einstök. Málfar þitt var eftirtektarvert. Þú notaðir sjaldan stóryrði. Fas þitt studdi orðin svo maður bæði tók eft- ir og umfram allt trúði því sem þú sagðir. Þú tókst þátt í gleði jafnt sem sorgum, ekkert var þér óvið- komandi. Þér var lagið að sannfæra um að allt mundi blessast, að unnt væri að sigrast á hverri raun. Þegar þú sagðir með þinni rólegu vissu: „Þetta gengur allt,“ þá fann maður áhyggjufargið léttast og vonina glæðast. Þú hafðir enga þörf fyrir að dæma aðra. Þú áttir kærleiksbrunn sem þú veittir okkur öllum svo ör- látlega af. Ég er innilega þakklát fyrir að börnin okkar Sigga fengu að kynnast þér og njóta elsku þinn- UTFARARSTOFA OSWALDS simi 551 3485 FJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN ADAi.SrR/i ri ílt • 101 IU-VKJAVÍK I ÍKKIS I UVINNUSIOI A EYVINDAR ÁRNASONAR ar. Þú gafst þeim það sem böm þrá mest, ást, þolinmæði, athygli og tíma. Það vora forréttindi að eiga „lömbu“ eins og þig. Þú varst svo ung í anda og frísk í hugsun að maður tók ekki eftir að aldurinn færðist yfir. Hugsunin um hvemig maður ætti að fara að án þín var ein af þeim sem maður ýtir burt af festu meðan hægt er. Nú er kallið komið og þú horfin okkur um stund. Við sem eftir stöndum verð- um að finna okkar leið til að sigrast á þessari raun og trúa að þetta gangi allt. Ég bið algóðan Guð að taka þig í sinn náðarfaðm og styrkja alla sem að syrgja þig í dag. Elsku Guðbjörg, farðu í friði, vina, og takk fyrir allt. Hólmfríður S. Jónsdóttir (Fríða). „Fegurðin er eilífð sem horfir á sjálfa sig í spegli. En þið eruð eilífð- in og þið eruð spegillinn." (Kahil Gi- bran.) Fegurð þín var ekki aðeins hið ytra heldur líka hið innra. Þú varst hávaxin og tignarleg, þú gafst svo mikið öllum sem þiggja vildu með nærveru þinni og hlýleika. Þú áttir svo undur stóran faðm og marga kossa. Þú lést okkur alltaf vita að við værum mikils virði. Yfir það eigum við engin orð, aðeins minningai' og þakklæti. Sem böm og unglingar biðum við spenntar eftir sumrinu og það kom alltaf þegar þið Siggi komuð, sjaldn- ast ein, austur í Bæ. Þá var alltaf sólskin. Þegar við fóram að fara í styttri ferðir til Reykjavíkur stóð heimili þitt okkur ávallt opið. I dag er okk- ur hulin ráðgáta hvemig hægt var að koma öllu þessu fólki fyrir. Hjá ykkur ríkti ávallt hlýjan og gleðin og þess vegna áttuð þið í okkar huga alltaf heima í „Glaðheimum". Þú varst svo stolt og hreykin af öllum bamabömum þínum og ekki minnkaði aðdáum þín þegar litlu bamabamabörnin bættust í hópinn. Við, bömin okkar, Hrafn og Kam þökkum þér fyrir að hafa fengið að eiga þig að. Megi góður guð vemda þig um alla eilífð. Elsku Dúna, Rakel, Ástvaldur, böm, tengdaböm og barnaböm, megi minning elskulegrar móður og ömmu verða ykkur ljós í lífinu. „En komist þú ekki hjá að mæla tímann í árstíðum, láttu þá hveija árstíð fela í sér allar árstíðh'. Og láttu daginn í dag geyma minningu hins liðna og draum hins ókomna.“ (Kahill Gibran.) Oddný, Hildur, Eva, Erna og Anna. Þegar mér bárast þær sorgar- fréttir austur á Homafjörð að mág- kona mín væri dáin fannst mér eins og einhver hlekkur hefði brostið sem tengdi mig við þessa fjölskyldu löngu áður en ég kynntist mannin- um mínum. Á hugann leituðu minningamar 1 ÚTFARARST OFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Svem'r Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 ♦ Simi 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ frá því ég man fyrst eftir Guðbjörgu en þá kom hún í heimsókn til for- eldra minna, þessi stóra og fallega kona með litlu rauðhærðu stelpuna sína sem var á sama aldri og ég en var svo feimin við mig að hún vildi ekkert leika sér en það breyttist nú sem betur fer. Oft var komið að Bæ og aldrei var Guðbjörg svo nefnd að ekki væri sagt „Guðbjörg og Siggi í Bæ“ og síðar meir áttu dætur mínar ekkert nema góðar miningar frá Bæ en oft var komið þangað þegar Guðbjörg og Siggi vora í sumardvöl þar eftir að þau fluttu til Reylqavíkur. Ég mun aldrei gleyma því þegar við Dúna fermdumst og Guðbjörg hélt í höndina á mér og dóttur sinni fyrir altarinu og það var eins og hún ætti okkur báðar. Ég held ég halli ekki á neinn þótt ég segi að enginn hafi boðið mig eins innilega velkomna í fjölskyld- una og Guðbjörg þegar ég og' Diddi litli bróðir hennar giftum okkur og sú umhyggja náði út yfir okkar fjöl- skyldu alla tíð. Söknuðurinn er mikill og ekki síst hjá Dúnu en mæðgunar höfðu hald- ið heimili saman í rúm 30 ár og stutt hvor aðra í blíðu og stríðu. Elsku Dúna, Rakel, Ástvaldur, böm, tengdaböm og bamaböm, guð styrki ykkur öll við þennan mikla missi. Kæra Guðbjörg mín, innilegar þakkir fyrir allt sem þú hefur gefið mér í gegnum árin. Ég veit að þú átt góða heimkomu þangað sem þú ferð núna. Guðný. Á uppvaxtaráram mínum í Vest- mannaeyjum heyrði ég föður minn heitinn oft lýsa æskuslóðum sínum. Hann var fæddur og uppalinn í Bæ í Lóni. Hann hafði mörg orð um feg- urð sveitarinnar og hversu gott fólk byggi þar. Þegar ég svo fór þangað í sveit, þá 11 ára gamall, kynntist ég Guðbjörgu Einarsdóttur, ættaðri frá Hvalnesi í sömu sveit, og manni hennar, Sigurði Sigjónssyni, frænda mínum, sem þá bjuggu í Bæ, og sannreyndi orð föður míns. Sumrin sem ég var hjá þessum sómahjónum urðu tvö. Minningar um þau sumur munu fylgja mér ævilangt. Lóns- sveit er í mínum huga fegurst sveita og í Bæ bjó gott og vandað fólk. Mynd Guðbjargar er í mínum huga órjúfanlegur hluti af þessu tvennu. Hún var bæði hjartahrein og hlý. Hún sýndi mér, stráklingnum, vin- áttu sem var einstök. Leiðir okkar lágu síðan ekki sam- an um árabil. Við endumýjuðum kynnin þegar ég, 1991, eignaðist hlut í jörðinni Bæ, sem þá var farin í eyði. Guðbjörg átti enn hlut í jörð- inni og jukust því samskiptin á ný. Hún hafði ekkert breyst, var ennþá sama hjartahlýja, hreinlynda og vandaða konan. I Lóni hefur hins vegar margt breyst síðan ég var þar í sveit árið 1960. Ámar hafa breytt um farveg, fólki hefur fækkað, í Bæ býr nú enginn og yfir hraunklettunum svíf- ur andi liðinna daga. Ég vil með þessum fátæklegu orðum þakka Guðbjörgu Einarsdóttur samfylgd- ina bæði fyrr og síðar. Kynni mín við hana hafa gert mig að betri manni. Og fjöllin risa björt í brjósti þér, þau benda heim svo langt sem auga sér. Og moldin vakir, mold og gróin tún -og máttug rís þín sól við fjallabrún. (Matthías Johannessen.) Innilegustu samúðarkveðjur sendi ég dætrum Guðbjargar, Dúnu og Rakel, og aðstandendum öllum. Kjartan Ásmundsson. Milli Homafjarðar og Álftafjarð- ar er Lónsfjörðurinn - eitt best geymda og jafnframt fallegasta leyndarmál Islands að mínu mati. Umgirtur fjöllum í ótrúlegum lit- brigðum, allt frá gráu gabbrói yfir í gula og brúna tóna líparítsins. Úti við sjóinn er Bær í Lóni, sögustaður frá landnámsöld. Árið 1962, þá níu ára, kem ég fyrst til sumardvalar til Guðbjargar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.