Morgunblaðið - 01.10.1999, Síða 6

Morgunblaðið - 01.10.1999, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Uppréttur Hundurinn virðist varla vita hvernig hann á láta, enda blasa risaeðlur við honum á aðra hönd og kjúklingar á hina á boium Ieikfélaga hans. Hann virðist hafa ákveðið að fara milliveginn og leikur listir sínar af stakri snilld á myndinni sem ljósmynd- ari Morgunblaðsins tók af þrem- ur vinum á góðviðrisdegi í Mos- fellsbæ á dögunum. Seppa virð- ist verða vei ágengt með það að standa uppréttur og er það væntanlega vegna einhvers góð- gætis sem annar drengjanna lumar á í lófanum, sykurmoli eða súkkulaðibiti. Minnkandi skjálfta- virkni JARÐSKJÁLFTAVIRKNI suðvest- an við Hestvatn í norðanverðum Flóa hefur minnkað mikið undanfarna sól- arhringa, en sérfræðingar á Veður- stofu Islands útiloka þó ekki enn að skjólftavirknin færist í aukana og höfðu þeir vakt með svæðinu í nótt. Um 40 litlir skjálftar höfðu mælst á svæðinu síðdegis í gær, en þeir voru allir undir 1 á Richter-kvarða og í fyrradag mældust um 170 litlir skjálftar. Þar af var sá stærsti 2,5 á Richter-kvarða og mældist hann klukkan 16.05. Ur málflutningi til sjós á níræðisaldri VILHJÁLMUR Árnason hæstaréttarlögmaður kom í land í fyrradag eftir fimm daga veiðiferð með tog- aranum GuIIveri frá Seyðisfírði. Vilhjálmur, sem er 82 ára gamall, kveðst hafa farið á sjó sér til ánægju og yndisauka en hann reri sem formaður á vertíðar- bátnum Magnúsi í sjö ár á fjórða og fímmta ára- tugnum. „Það var ákaflega ánægjulegt að fá að fara aftur til sjós. Eg er alinn upp við sjómennsku en hef aldrei farið áður á togara. Vinur minn Ólafur Ólafsson út- gerðarmaður og Jón Pálsson gáfu mér tækifæri til þess að rifja upp kynni mín af sjómennsku. Mér þótti sérstaklega gaman að sjá hvað áhöfnin er gríð- arlega samhent. Það væri nú ágætt fyrir ýmsa að prófa þetta ef þeir treysta sér til,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur hefur mikið ritað um sjávarútvegsmál og stjórnun fiskveiða en hann segir að þetta uppá- tæki sitt tengist þeim hugðarefnum á engan hátt. „Ég er alinn upp á Hánefsstöðum. Frá 1937 var ég formaður hérna þar til ég kom úr minni síðustu veiðiferð 1943, sem var með snurvoð norður á Hér- aðsflóa," segir Vilhjálmur. Veiðiferðin með Gullveri hófst einmitt í Héraðs- flóa og þaðan var haldið norður á Langanesgrunn. Einnig var reynt fyrir sér í Digranesflaki, Seyðis- fjarðardjúpi, Papagrunni og á þriðjudagskvöldið reyndu þeir fyrir sér á Fætinum sem er 40-50 mflur út frá Papey. Vilhjálmur segir að aflabrögð hafí verið ágæt. Einkum hafí fengist þorskur, karfí og grálúða en einnig hafí fengist tveir stórir hákarlar og a.m.k. 200 punda stórlúða. „Þetta var eiginlega sýning fyr- ir gamla manninn því ég tók nú ekki til hendinni. Ég á nú samt að kunna þessi handtök. Þetta var stór- kostlegt ævintýri fyrir mig því sjómennskan er svo gjörólík þeim störfum sem ég hef helgað mig í Vilhjálmur Árnason, sem er hættur málflutningi í Hæstarétti, er nýkominn af sjónum. seinni tíð,“ segir Vilhjálmur, sem kveðst hafa flutt sitt síðasta mál fyrir Hæstarétti í júlí siðastliðnum. Póstkort í tilefni Reykjavíkur menn- ingarborgar Evrdpu ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ Litbrá ehf. í samvinnu við Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000, hefur gefið út 6 póstkort með ljós- myndum frá Reykjavík eftir Rafn Hafnfjörð og alþjóðlegu merki menningarborganna árið 2000. Þrjú kortanna bera einnig mynd Reykja- víkur menningarborgar eftir mynd- listarmanninn Sigurð Áma Sigurðs- son. I fréttatilkynningu segir að kort- in séu einn liður í að vekja athygli á menningarborginni og menningar- árinu og nokkuð frábrugðin öðrum póstkortum hvað hönnun varðar og marki að vissu leyti nýstárlega línu inn í nýja öld. Hæstiréttir dæmir í málinii þegar lögregla handtók menn við mótmæli á Austurvelli HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær niðurstöðu Héraðsdóms Reykja- víkur um greiðslu skaðabóta til manna, sem handteknir voru á Austurvelli í maí 1997, þegar þeir höfðu í frammi mótmæli á meðan á beinni útsendingu sjónvarpsþáttar- ins Good Morning America til Bandaríkjanna stóð. Hæstiréttur segir að ekki hafi verið lögmæt skiiyrði til handtöku mannanna. Mótmæli sem fram færu með þeim hætti að hrópa sameiginleg slagorð gegn aðgerðum erlends ríkis, bera spjöld með áletrunum og fána, sem vísuðu til stjórnmálalegra hug- mynda, væru ótvírætt tjáning í skilningi 73. greinar stjórnarskrár- innar. Þá hafi mönnunum verið haldið lengur í vörslu lögreglunnar en réttlætt verði. Átta menn voru handteknir á Austurvelli og fluttir á lögregiu- stöð, en Hæstiréttur dæmdi í mál- um sex þeirra í gær. Mennirnir átta báru spjöld með ýmsum slag- orðum, einn þeirra var vafinn bandaríska fánanum og var með snöru um hálsinn, en annar var sveipaður kúbanska fánanum. Þeir hrópuðu ýmis slagorð þar til lög- reglan handtók þá eftir um hálfrár mínútu mótmæli. EX9CX.!fO| I dómi Hæstaréttar er vísað tif þess, að samkvæmt 73. grein stjórnarskrárinnar eigi hver maður rétt á að láta í ljós hugsanir sínar. Ritskoðun eða aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi megi Handtakan ólög- mæt og mönnunum haldið of lengi aldrei í lög leiða. í 3. málsgrein 74. greinar stjómarskrárinnar sé tekið fram að menn eigi rétt á að safnast saman vopnlausir, en lögreglu sé heimilt að vera við alménnar sam- komur og banna megi mannfundi undir berum himni, ef uggvænt þyki, að af þeim leiði óspektir. Viðurhlutamikil skerðing á (jáningar- og fundafrelsi Hæstiréttur segir að mótmæli, sem fari fram með þeim hætti að hrópa sameiginleg slagorð gegn aðgerðum erlends ríkis, bera f spjöld með áletrunum og fána, sem ' vísa til stjórnmálalegra hugmynda, séu ótvírætt tjáning í skilningi 73. gr. stjórnarskrárinnar. „Handtaka manna, sem hafa í frammi mót- mæli sem þessi, er viðurhlutamikil skerðing á því tjáningar- og funda- frelsi, sem verndað er af framan- greindum ákvæðum stjórnar- skrár,“ segir í dóminum. Hæstiréttur segir að í málatil- búnaði ríkisins í héraði hafi hand- taka mannanna verið rökstudd með vísun til lögreglulaga nr. 90/1996, en þau hafi ekki tekið gildi fyrr en 1. júlí 1997, einum og hálf- um mánuði eftir handtökuna. Af hálfu rikisins hafi verið vísað til þess, að heimildir í lögunum hafi verið óskráðar og venjumyndaðar fyrir gildistölu laganna, en Hæsti- réttur segir venju eða óskráðar reglur ekki haldbæra ástæðu fyrir handtöku, áskilja verði skýra laga- heimild fyrir handtöku manna, sem séu saman komnir til þess að hafa uppi mótmæli af pólitískum toga. Varðandi þá fullyrðingu ríkisins fyrir Hæstarétti, að mennirnir hafi framið brot á hegningarlögum með meðferð sinni á þjóðfána annars ríkis, segir Hæstiréttur að ekkert hafi komið fram um að mönnunum hafi verið kynnt að tilefni handtök- unnar væri vanvirðing við fána er- lends ríkis. Að þessu virtu segir Hæstiréttur aðeins koma til álita, hvort mót- mæli mannanna hafi falið í sér óspektir eða hættu á óspektum á almannafæri. Háttsemi áttmenn- inganna hafi verið til þess fallin að valda truflun á þeirri sjónvarpsút- sendingu, sem fram fór á Austur- velli á umræddum tíma og lögreglu hafí verið rétt að hafa afskipti af þeim. Stórfelldar ti'uflanir, sem há- vær og umfangsmikil mótmæli hóps fólks geti valdið vegfai-endum eða öðrum borgurum, geti falið í sér óspektir eða töskun á allsherj- arreglu í skilningi stjórnarskrár. Hins vegar sé á það að líta, að á al- mannafæri megi almennt búast við einhverjum truflunum, sem meðal annars geti falist í því, að menn kjósi að tjá þar skoðanir sínar eða hugsanir. Ekki meiri truflanir en vænta mátti Hæstiréttur telur, að í framferði mannanna hafi ekld falist meiri trufl- anh- á upptöku sjónvarpsþáttarins en almennt megi vænta við slíka at- burði á almannafæri. Ekki hafi verið um að ræða truflun á skipulögðum mannfundi eða dagskrá í þágu al- mennings eða félagasamtaka eða annars konar opinberum hátíðar- höldum. Því hafi ekki verið leitt í Ijós að framferði mannanna leiddi til óspekta eða hættu á óspektum og ekki hafi verið sýnt fram á að lög- reglan hafi ekki átt kost á hóflegri aðgerðum en handtöku. Hæstiréttui- bendir á, að ríflega klukkustund hafi liðið frá handtöku þar til hafist var handa við að taka skýrslur af mönnunum. Eftir skýrslutöku hafi þeir svo þurft að bíða myndatöku. Álls hafi þeim verið haldið í þrjár klukkustundir, miðað við framburð lögreglumanna, en í tvær til fjóra og hálfa klukkustund eftir eigin frásögnum. Hæstiréttur sagði ekki hafa verið sýnt fram á, að rannsóknarnauðsyn hefði krafist þess að mönnunum væri haldið svo lengi. Ákvæði héraðsdóms um greiðslu 50 þúsund króna skaðabóta til hvers og eins voru staðfest og málskostn- aður greiddur úr ríkissjóði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.