Morgunblaðið - 01.10.1999, Side 37

Morgunblaðið - 01.10.1999, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓMBER 1999 37 LISTIR Ljósmyndin er líkust ástinni Guido á bryggjunni, Feneyjum, 1998. Cibachrome-ljósmynd, 69,5 x 101,5 cm, er meðal fjölniargra meistaraverka Nan Goldin á sýningunni í Listasafni fslands. Misty og Jimmy Paulette í leigara í New York, 1991. Cibachrome- ljósmynd, 76,2 x 101,6 cm. Myndir úr sömu klæðskiptingasyrpu er að finna á sýningu Listasafns fslands á verkum Nan Goldin. MYMPLIST Lisiasafn íslands LJÓSMYNDIR NAN GOLDIN Til 24. október. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 12-18. Aðgangur kr. 300. TILFINNINGAHYGGJA hef- ur stundum þótt vera helsti tak- mörkuð í samtímalist og því er oft haldið fram nú til dags að listin sé orðin mönnum framandi sökum þess hve rökræn hún er og óper- sónuleg. Það má vel vera að þetta sé rétt að einhverju leyti en þá gleymist væntanlega ljósmyndin í upptalningunni, sá myndmiðill sem telja má helsta skrásetning- ar- og tjáningartæki nútíma- mannsins. A meðan hefðbundnari miðlum er beitt með yfirvegaðri hætti en áður er ljósmyndin að verða stöðugt ágengari við hjarta- lag okkar. Ef til vill er þetta ofur eðlilegt. Málaralistin, sem í eðli sínu er heitur miðill, er hamin og tamin svo hún leysist ekki upp í eintóma væmni. Ljósmyndin, sem upphaf- lega er næsta kaldranalegur skrá- setningarmiðill, er hins vegar keyrð upp á sífellt tilfinningalegra plan vegna þess að miðilinn þolir slíka beitingu með afbrigðum vel. Það getur enginn vænt skrásetj- arann um væmni þegar hann beinir linsunni að hinum ýmsu hornum tilverunnar. Lífið er ein- faldlega eins og það er skrásett, hvorki of né van, ýkt né fært í stfl- inn. Hvergi sannast þessi kostur ljósmyndatækninnar eins vel og í verkum bandaríska ljósmyndar- ans Nan Goldin, en sýning á verk- um hennar var opnuð í Listasafni Islands í gær, á síðasta degi sept- embermánaðar. Goldin hefur á síðustu tveim áratugum áunnið sér nafn fyrir einurð sína í ljós- myndun á dekkri hliðum tilver- unnar, sem hún þekkir af eigin raun sem fikill og tvíkynhneigður einstaklingur. Hún er fædd í Washington DC, snemma á sjötta áratugnum, en síðustu tuttugu árin hefur hún búið í New York. Goldin hefur tekið myndir síðan hún var sext- án ára, og smám saman hefur myndavélin gróið við hana sem framlenging á sjáaldrinu. Hún skráir alla upplifun sína í stóru og smáu á filmu líkt og aðrir færa reynslu sína í dagbók. Svo eðlis- læg er þessi athöfn orðin henni að ljósmynd sem hún tók af sjálfri sér, blárri og marinni, varð henni dýrmæt lexía í sambúðarmálum. Hún sá á ljósmyndinni að ekki tjóaði að halda áfram sambandi við mann sem færi þannig með hana. Eins og nútímalegur Toulouse- Lautrec - samlíkingin er sláandi þar sem allar myndir hennar til skamms tíma voru næturlífs- myndir, flestar teknar innan fjög- urra veggja - kannar Goldin sora mannfélagsins af miklu næmi og samkennd. Enginn er eilífur sig- urvegari og enginn er fullkominn tapari. Vinir hennar og kunningj- ar eru hommar og lesbíur, klæð- skiptingar og fíklar, fólk sem hef- ur af einni eða annarri ástæðu lent öfugu megin í tilverunni. Þennan óhefðbundna söfnuð skoð- ar Goldin í krók og kring með slíkri elsku að engu er saman að jafna nema ást. Nær viðfangsefn- inu en Nan Goldin fer er naumast hægt að komast. Sýningin í Listasafni íslands er ekki viðamikil en afar nærfærin. Hún er sett saman í nánu samráði við listamanninn, sem reyndar var væntanlegur á sýningaropnun - Goldin ætlaði einnig að stýra margrómaðri litskyggnuröð sinni Ballöðunni um kynferðislega und- irgefni, frá 1981-1996, íyrir opnu húsi í Háskólabíói á föstudag, en því er frestað til 22. október - þegar hún varð fyrir smávægileg- um skakkaföllum og varð að seinka komunni. Það breytir því ekki að myndir hennar tala sínu kröftuga máli, ótrúlega fagrar og áleitnar í nekt sinni og skerandi nöturleik. Og þó er að sjá í nýjustu myndunum á sýningunni - sem spannar hvorki meira né minna en 22 ár - friðsælan og stemmn- ingarfullan náttúrutón þar sem maðurinn einn og yfirgefinn speglar sig í óendanleik árstíð- anna. Tengist þetta afvötnun listakonunnar og nýju lífi? AUt- ént væri gaman að vita hve margir tala um skort á tilfinn- ingahita í list samtímans eftir að hafa barið þessa sýningu Nan Goldin augum. Halldór Björn Runólfsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.