Morgunblaðið - 01.10.1999, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 01.10.1999, Qupperneq 50
*>0 FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1999 MINNINGAR HESTAR MORGUNBLAÐIÐ ÞORGRÍMUR * KJARTANSSON + Þorgrímur Kjaitansson fæddist í Hvammi í Þistilfirði 26. sept- ember 1920. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 22. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Þórshafn- arkirkju 28. ágúst. - Þó að árin séu orð- in mörg og tíminn hafi ef til vill verið kominn er alltaf sárt að kveðja. Sérstaklega ef um jafn góðan mann og hann Togga afa okkar er að ræða. Minningarnar um stundirnar með afa eru ótalmargar. Þær fyrstu að norðan, frá Þórshöfn þar sem þau Día amma bjuggu. Það var erfitt og þreytandi fyrir okkur ungar að sitja í bíl og bíða eftir að komast á áfangastað, til ömmu og afa. Ferðirnar virtust engan enda ætla að taka. Þegar þvottahúsdyrnar hjá þeim opnuð- ust og á móti okkur tóku tveir út- -*breiddir faðmar var þreytan þó fljót að hverfa. Tíminn sem við áttum með þeim á Þórshöfn var fljótur að líða því alltaf var nóg að gera og ýmislegt brallað. Veiði- ferðirnar á Snætindinum þar sem við nutum fumlausrar handleiðslu sjómannsins hans afa okkar eru ógleymanlegar. Á sjónum naut Toggi afi sín best. Ekki sakaði heldur að fá barnabörnin í heim- sókn á sumrin og leiða þau í gegn- um leyndardóma sjósóknarinnar. ;J^kki má heldur gleyma veiðiferð- unum sem farnar voru á landi, þar sem mesta spennan var sú hvort fiskur fengist. Það brást sjaldan því afi var glúrinn veiðimaður og hafði næmt auga fyrir umhverfi sínu. Afi var mikið náttúrubarn. Göngur um fjöll og firnindi hvort sem þær voru til þess að færa björg í bú eða njóta náttúrunnar gáfu honum mikið. í okkar huga voru fáir sem þekktu sveitina sína eins vel og hann og unnu henni meira. Eftir að amma dó og afi flutti suður fjölgaði samveru- stundunum. Afi fór að vinna hjá pabba og var mikið hjá okkur. Við búum lengi að því að hafa haft hann hjá okkur eins nærgæt- inn og góðan og hann var, alltaf tilbúinn að leika eða ærslast. Fátt gladdi fjöl- skyldu afa meira eftir að hann hætti að vinna en þegar hann fór að venja komur sínar á púttvöllinn. Það að hann hafði alltaf eitthvað fyrir stafni og gat notað tímann sér og öðrum til ánægju var ómetanlegt. Afi var hæverskur maður og dró úr frek- ar en að ýkja. Það er þó ekki hægt að neita því að fáir voru betri en hann í púttinu, hvað sem hann sagði. Verðlaunagripirnir hans eru ótalmargir og bera vitni um það. Afa verður án efa einnig sárt saknað af félögum sínum á pútt- vellinum. Eftirminnilegustu stundirnar okkar með afa síðustu árin voru á Þorláksmessu. Tilhlökkunin um að fara til afa, skreyta jólatréð, hitta ættingjana, gæða sér á „hol- lenska" hangikjötinu hans og skiptast á gjöfum og kveðjum var æðri þreytunni eftir jólastússið. Hossandi barnabarnabörnunum á hnjánum sagði hann „þetta eru sko mín jól“. Þannig var hann afi. Það verður tómlegt að setjast nið- ur á Þorláksmessu án hans. Sáttur við lífið og tilveruna hef- ur hann kvatt okkur og gengið á vit feðranna. Það er sárt að hugsa til þess að eiga aldrei eftir að sjá Togga afa aftur en allar góðu minningarnar sem við eigum um hann verða ekki frá okkur teknar og við þær yljum við okkur um ókomna tíð. Helga, Oktavía og Guðrún Kristín. + Hjartkær eiginkona mín, HÓLMFRÍÐUR GÍSLÍNA HARALDSDÓTTIR, Skeljastöðum 11, Búrfellsvirkjun, sem lést fimmtudaginn 23. september sl., verð- ur jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, föstu- daginn 1. október, kl. 13.30. Helgi Arason. + JÓHANNA SIGRÍÐUR RUNÓLFSDÓTTIR frá Háarima, Þykkvabæ, andaðist á dvalarheimilinu Lundi, Hellu, föstudaginn 10. september. Útförin hefur farið fram. Systkinin frá Háarima. + Ástkær sambýliskona mín, RANNVEIG INGIBJÖRG SIGURVALDADÓTTIR, frá Eldjárnsstöðum, Safamýri 39, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grensáskirkju í dag, föstudagínn 1. október, kl. 13.30. Jón Vídalfn Karlsson. A Arsþing LH Frestur til að skila tillögum rennur út í dag LANDSSAMBAND hestamannafé- laga heldur ársþing sitt í Borgar- nesi 29.-30. október nk. Allar tillög- ur sem leggja á fyrir þingið þurfa að hafa borist skrifstofu LH í dag. Að sögn Sigrúnar Ögmundsdótt- ur á skrifstofu Landssambands hestamannafélaga áttu öll kjörbréf að hafa borist fyrir 25. september sl. en einhver misbrestur er á því. Þeir sem ekki hafa sent inn kjörbréf geta gert það við þingsetningu en þeim verða hins vegar ekki send þinggögn fyrirfram eins og hinum. Aðeins ein tillaga hafði borist skrifstofu LH á miðvikudaginn en frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag, 1. október. Þær verða sendar þingfulltrúum og for- mönnum félaganna 15. október nk. og einnig skýrsla stjórnar og skýrslur nefnda, en það hefur ekki áður verið gert. Þingfulltrúar eiga því þess kost að vera búnir að kynna sér efni þeirra fyrir þingið. Ný útflutnings- og markaðs- nefnd LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA hefur skipað nýja útflutnings- og markaðsnefnd íslenska hestsins. AJlir nefndarmenn eru nýir. AÐ sögn Hákons Sigurgrímssonar deildarstjóra í landbúnaðarráðu- nejitinu sem er formaður nefndar- innar er það algjör tilviljun að allir sem störfuðu með nefndinni áður séu hættir og aðrir teknir við. Auk Hákons eru í nefndinni þeir Ágúst Sigurðsson hrossaræktar- ráðunautur og bóndi í Kirkjubæ fyrir Bændasamtökin, Jón Vil- mundarson bóndi í Skeiðháholti fyrir Félag hrossabænda, Halldór Runólfsson yfirdýralæknir og Sig- urður Sæmundsson bóndi í Holts- múla fyrir Félag hrossaútflytj- enda. Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Skagfirskt stóð á heimleið af fjalli. Réttað verður i tveimur vinsælum stóðréttum fyrir norðan á morgun, laugardag. Réttin í Víðidalstungu í V-Húnavatnssýsiu hefst kl. 10 og Laufskálarétt í Skagafirði kl. 13. Samninganefnd um eflingu hrossaræktar Fyrsti fundur nefndar sem landbúnaðarráðherra hefur skipað til að semja við fagfélög í hesta- mennsku um eflingu hrossaræktar í landinu var haldinn á miðvikudaginn. Ráðherrann hefur einnig farið fram á að Byggðastofnun kanni raun- verulega veltu hrossaræktarinnar.Ásdís Haraldsdóttir ræddi við Hákon Sigurgrímsson, formann nefndarinnar. NEFNDINNI er ætlað að gera samning við Félag hrossabænda, Landssamband hestamannafélaga og Félag tamningamanna um efl- ingu íslenskrar hrossaræktar. Markmiðið er að stuðla að aukinni fagmennsku innan greinarinnar, laga stærð hrossastofnsins að markaðsaðstæðum, ræktunar- markmiðum og markmiðum um hæfilega nýtingu landsins, styrkja félagslega samstöðu hrossabænda og bæta fjárhagslega afkomu greinarinnar. Að sögn Hákons Sigurgrímsson- ar, deildarstjóra í landbúnaðar- ráðuneytinu, formanns nefndarinn- ar, var á þessum fyrsta fundi farið yfir markmið samningaviðræðn- anna. Næsti fundur hefur verið boðaður eftir tvær vikur. Aðspurð- ur hvort nefndin muni fjalla um til- lögur Skagfirðinga um eflingu hrossaræktar þar sagði Hákon að óhjákvæmilega yrðu þær ræddar og reynt yrði að samræma aðgerð- ir svo ekki væri verið að vinna sama hlutinn á mörgum stöðum. Auk Hákons sitja í nefndinni Bjarni Guðmundsson, formaður Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Skúli Skúlason, skólameistari Hólaskóla, og Björn Barkarson, beitarsérfræðingur hjá Land- græðslu ríkisins. Viðsemjendur nefndarinnar eru Ágúst Sigurðsson, hrossaræktar- ráðunautur fyrir Bændasamtökin, Kristinn Guðnason, formaður Fé- lags hrossabænda, Jón Albert Sig- urbjömsson, formaður Landssam- bands hestamannafélaga, og Ólafur H. Einarsson, formaður Félags tamningamanna. Hákon sagði að nú væri verið að vinna að ýmsum málefnum hrossa- ræktarinnar í landbúnaðarráðu- neytinu. Hann sagði að Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra teldi að mikil auðlind væri fólgin í hrossaræktinni og vinna bæri að því að greiða fyrir þróun innan greinarinnar. Ekki væri fyrirhugað að taka hrossaræktina á spena hins opinbera heldur að liðka fyrir hlut- um svo hægt sé að skapa forsendur til að nýta þessi tækifæri. Farið hefur verið fram á það við stjórn Byggðastofnunar að gerð verði könnun á raunverulegri veltu innan hrossaræktarinnar. Sagðist Hákon vona að sú vinna færi í gang sem fyrst enda nauðsynlegt að hægt væri að gera sér grein fyrir hvaða verðmæti greinin skapar. Ljóst sé að hestatengd ferðaþjón- usta skapi til dæmis mikil verð- mæti, einnig vinna við tamningar og fleira. Þá væri forvitnilegt að vita hvaða þýðingu landsmót hafa fyrir byggðirnar þar sem þau eru haldin. Auk þess má nefna að unnið er að því í ráðuneytinu að fá tolla af hestum fellda niður í Evrópusam- bandinu og að aflétta eða stytta mjög sóttkví í Bandaríkjunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.